Bjössablogg

Ég hefði nú alveg haft gaman af því að fá smá Qui Gong kennslu þegar ég var í Álftó, fyrir þúsöld síðan eða svo.

Ætla sko alls ekki að gera lítið úr þessu framtaki Björns. Mér finnst það, þvert á móti, stórsniðugt. Ég segi bara það sem ég meina og meina líka það sem ég segi. Það hefði verið gaman að fá smá kennslu á vordögum '85. Þá var Björn hinsvegar enn að skrifa auglýsingar á Mogganum og mátti líklega ekki vera að'essu.

Þar sem Björn er mótfallinn kommentum, og/eða öðrum skoðanaskiptum um sitt blogg, slengi ég þessu fram hér.

 

Mér finnst ég vera utanvelta.

 

Minns vill fá Qui Gong og Falung Gong og Kínakarl og gulan klæðnað og Davíð og lögreglu og frelsisskerðingu og Halldór og mannréttindabrot og ólöglegar handtökur og fangelsi og Bjössann, dómsmálaráðherrann.

og valdsins orgasm

 

Minns vill!


Bill Headroom

Nú hefur verið gert lýðnum ljóst að Bill Clionton muni taka við hlutverki skemmtikraftsins Max Headroom, sem gerði garðinn frægan um 1987 eða svo.

Bill hefur þegar æft sig í stami og hiksti, eins og hverri Headroom fígúru er skylt.

Hans aðal setning mun þá og þegar vera „I did not have sex, sex, sex, sex, with that person.“


mbl.is Clinton fær nýtt hlutverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir Íslendingar

Nú standa yfir umræður á Alþingi.

Þar hefur bindisskyldan verið afnumin, farsællega. Þó eru aðrar hefðir enn við lýði. S.s. að óbreyttir þingmenn eru einungis hálfdrættingar miðað við ráðherra. Háttvirtir meðan ráðherrar eru hæstvirtir. Frekar glatað á löggjafasamkundunni að embættismenn framkvæmdavaldsins skuli vera ofar í virðingarstiganum en þjóðkjörnir fulltrúar löggjafasamkundunnar, sem á að heita æðsta valdið. Ráðherraræðið krystallast í þessum mismunandi ávörpum.

Fyrir utan ávörpin háttvirtur og hæstvirtur eru tvenn ávörp önnur klassísk og ofnotuð. Góðir Íslendingar og góðir landsmenn.

 


Júróhomm

Ég dreg ekki úr aðdáun minni á söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu. Sem barn hafði hún ótrúlega þroskaða rödd. Nú, mörgum árum síðar, hefur stelpan enn þroskaðari rödd. Ég segi það enn og aftur að hún syngur sem engill. Hvílík gjöf sem hún fékk og kann sannarlega að nota.

Að vanda var fagnað með Pallanum á Nösu í gær. Þvílíkt gaman og klukkan var 4:30 þegar gamli skrölti heim, eftir að hafa dansað af sér rassgatið í fjóra tíma.

Nú ætla Reykvíkingar og vonandi sem flestir aðrir, að fagna Jóhönnu á Austurvelli. Þó það nú væri. Hafi einhverntímann verið tilefni fyrir íslendinga að fagna, undanfarið, er það nú. Fagna þessum glæsilega fulltrúa okkar, sem skilaði sínu óaðfinnanlega. Hefðu norsarar spilað fram Jan Teigen hefðum við malað þetta.

Aftur að homminu. Fór á Nösu í gær hvað var hrein snilld og ógó gaman. En homm er ekki allt. Yohanna er t.d. ekki hommi en röddinn hennar....vá!

Verð að setja inn gamalt hommúnískt lag fyrst talað er um júró.



Homm on!


mbl.is Moskvufarar komnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hví er það svona?

Fá ég kransæðastíflu er mér komið beinustu leið á sjúkrahús, til að hlynningar.

Hljóti ég beinbrot get ég farið á slysó og fengið aðhlynningu.

En fái ég tannpínu þarf ég að panta tíma á einka-tannlæknastofu úti í bæ. Hvenær ég fæ svo tíma fer eftir því hvenær umræddur tannlæknir á lausan tíma.

Hví er ekki bráðatannlæknaþjónusta á ríkisspítulunum, eins og önnur bráðaþjónusta?


mbl.is Sofna ekki án verkjalyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Homm

Nú er júró yfirstaðið, með frábærum árangri okkar fulltrúa. Nú er bara að skella sér í bæinn.

Ekkert annað en Pallinn á Nasa kemur til greina á svona kvöldi. Nú verður haft í frammi tónlistarlegt homm.

Horfði með vinkonu minni á glæstan árangur Jóhönnunnar okkar í kvöld. Nú ætlum við bæði að hommast feitt á Nasa.

 

Homm on! Aftur.


€urovision

Þá er það komið á hreint að Tímon hinn norski vann

Þegar ég frétti að hann hefði sjálfur samið lagið óx hann margfalt í áliti hjá mér. Hann er vel að rótburstinu kominn. Hann tók keppni ársins í nefið.

Jóhanna okkar landaði öðru sæti. Reyndar vel fyrir neðan Tímon, í stigum, en annað sætið þó.

Norðmenn áttu skemmtilegasta og mest öðruvísi lagið og þess vegna unnu þeir. Íslendingar áttu sæmilegt lag, en fullkomna söngkonu, sem landaði öðru sætinu. Það er fyst og fremst fegurð raddar hennar að þakka, já og hennar sjálfrar og það var aldrei ótti um að hún syngi feilnótu. Stelpan hefur þetta algerlega í hendi sér.

Ég vona svo innilega að þetta verði Jóhönnu til framdráttar, enda er hér um að ræða söngkonu á heimsmælikvarða.

Jóhanna rokkar.


Hommúnismi

Var að horfa á Pallann í Kastljósinu. Kagglinn mætti í glimmergalla, nema hvað og með krystalskúlu.

Sem betur fer hef ég þroskast með árunum. Fyrir 18 árum var ég haldinn svo mikilli hómófóbíu að eitt sinn þegar ég var á djamminu með vinum mínum og þeir fóru inn á 22, fór ég heim. Ætlaði sko ekki inn á einhvern andskotans hommastað.

Síðan eru liðin mörg ár.

Ég á góðan vin, til margra ára. Fyrir fáum árum síðan sagði hann mér að hann væri hommi. Við djömmuðum mikið saman í den og fyrir kemur að við kíkjum út saman í dag. Oftar en ekki endum við núorðið á einhverjum hommabarnum.

Kynlöngun okkar er alveg skýr:

Ég er straight og hann laðast að allt öðruvísi týpum en mér. Því er það ekkert að þvælast fyrir okkur. Engar langanir eða vesen. Mér þykir mjög vænt um þennan vin minn sem ég hef þekkt í aldarfjórðung.

Svo á ég annan góðan vin sem þjáist sárlega af hómófóbíu. Hann er sameiginlegur vinur míns og hommanns. Kíkti út með honum um daginn og gerði þá að leik mínum að rella í honum að koma á Qbar (hommastað) þar til hann ákvað að fara heim að sofa. Það var snilldarmóment, en það er útútdúr.

Ég hef lengi sagt að ég sé tónlistarlega gay, þar sem ég fíla danstónlist meir en annað. En það er annarskonar gey-ismi.

Eins og áður sagði endum við homminn oft á hommabörum. Hví skyldi ég láta draga mig þangað?

1) Ef ég er ekki á neinu kerlingastandi skiptir minnstu hvert er farið.
2) Hommabarir eru lausir við sterafulla ofbeldismenn sem halda að skemmtun snúist um fæting.
3) Ég fíla tónlistina sem spiluð er.

Ég ætla klárlega á €uropallaball á morgun. Palli er eðal diskótekari.

 

Homm on!


Firringarseti Íslands

Eins og venjulega flutti forseti Íslands tölu við setningu Alþingis. Meðal annars sagði hann að „að þótt margt megi sannarlega bæta í stjórnskipan landsins blasi engu að síður við sú staðreynd að stjórnarskráin sem þjóðin samþykkti við lýðveldisstofnun dugði vel þegar mest á reyndi.“

Hefur eitthvað reynt á stjórnarskrána? Nei. Það var jú kosið og that's it. Ekki persónukjör. Ekki eitt kjördæmi, með jöfnum atkvæðarétti þegnanna.

Það má svo sem alveg segja að reynt hafi á stjórnarskrána, að því leiti að kosið var samkvæmt henni, en að hún hafi dugað! Því fer víðs fjarri.

Erum við að tala um firringu eða algera firringu?


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingforsætur

Segja má að dagurinn á þinginu hafi verið dagur formsatriðanna.

Þó fannst mér gaman að frétta að nokkrir þingmenn kusu heldur að minnast þinglegs uppruna síns, á Austurvelli, en að sitja undir messu sjálfskipaðra umboðsmanna almættisins. Smá uppbrot á forminu og mjög til bóta.

Annað formsuppbrot átti sér stað innan veggja Alþingis. Konurnar komu sáu og sigruðu, þegar kosið var í embætti forseta og varaforseta þingsins. Veit ekki hvort þetta teljist brot á jafnréttislögum, að setja karlagreyin út í kuldann, en mér er slétt sama. Alveg tímabært að gefa körlunum frí þarna. Þarna eru konur úr öllum flokkum nema Borgarahreyfingunni. Ég hefði gjarnan viljað sjá skörunga eins og Birgittu eða Margréti þarna á meðal, en líklega voru ekki nógu mörg varaforsetapláss til úthlutunar. Borgarahreyfingin er víst minnsti þinghópurinn. Eins hugsa ég að Borgarahreyfingin hafi engar sérstakar ambísjónir til að fá slík embætti. Þingmenn hreyfingarinnar eru sannir sínum yfirlýsta tilgangi, að vinna að sínum stefnumálum.

Eins fannst mér gaman að frétta að af þeim 59 þingmönnum sem atkvæði greiddu, kusu allir Ástu Ragnheiði. Ekki engilega af því mér finnist hún svo fín og frábær. Hún er samt ágæt. Nei, heldur fannst mér gaman að sjá að sandkassaleikurinn sem fór fram við seinustu þingforsetaskipti, í febrúar, skyldi ekki endurtaka sig.

Mér finnst eins og nýjir og ferskir vindar hafi nú þegar náð að næða um hið gamla þinghús og það er ekki fjórflokknum að þakka. Svo mikið er víst. Mér finnst eins og vindarnir hafi meira að segja náð að gusta um þá. Meira að segja Sjálfstæðisflokkinn og þá er mikið sagt.

Skulum samt ekki alveg missa okkur í fögnuðinum strax.


mbl.is Allir þingforsetar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband