Fimmtudagur, 14. maí 2009
Félag áhugamanna um óánægju
Hefur ekki verið eins virkt og æskilegt væri, síðasta áratug. Helst að einn og einn vinstri grænn hafi tjáð sig.
Þó sést ljós í myrkrinu.
Hinn eyrnabaksblauti formaður Framsóknarmanna virðist ætla að gefa félaginu mikla innspýtingu, með stuðningi Engeygardrengsins, Bjarna.
Loksins er eitthvað að rætast úr.
Annað...
Rakst á blogg þar sem vísað er til skrifa óbreytta þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur, þ. 2. nóvember 1996.
Þar segir óbreytti þingmaðurinn m.a:
Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna
Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu á udanförnum árum- fyrir tilstuðlan launafólks og verðbólgan verið með því minnsta sem þekkist. Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna. Hækkun á grænmeti á einu ári, sem mörg heimili hafa ekki efni á að kaupa vegna ofurtolla og verndarstefnu ríkisstjórnarinnar, juku engu að síður skuldir heimilanna um 1300 milljónir króna.
og
Við viljum ekki endurtaka leikinn frá 1983 að kippa úr sambandi verðtryggingu launa en ekki lána. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahagsumhverfi og þjóðir sem við berum okkur saman við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að viðhalda henni. Því verður að breyta.
Skyldi hún vera enn á sömu skoðun, eða hafa kjötkatlarnir breytt henni? Er málið kannski bara að fólk hafi hugsjónir meðan það er í stjórnarandstöðu?
![]() |
Lítið um rök fyrir umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Ekkert athugavert við arðgreiðslur
Eins og flestum er kunnugt hefur Orkuveita Reykjavíkur tilkynnt nýjan og bættan matseðil mötuneytis fyrirtækisins til handa stjórnendum þess og eigendum, á sama tíma og matseðill hins almenna starfsmanns hefur verið skorinn við nögl.
Gamli matseðillinn var sá hinn sami fyrir stjórnendur og eigendur, sem og fyrir hinn almenna starfsmann.
Forréttur.
Lauksúpa með brauði eða kakósúpa með tvíbökum.
Aðalréttur.
Spaghetti Bolognese eða stroganoff.
Eftirréttur.
Súkkulaðimús eða vanilluís.
Eftir breytingarnar verða í boði tveir matseðlar. Annar handa stjórnendum og eigendum.
Forréttur.
Styrjuhrogn og lystauki.
Aðalréttur.
Humar að hætti hússins. Borinn fram með Ítölsku eða frönsku hvítvíni.
Eftirréttur.
Kaffi og koníak.
Hinn handa almennum starfsmönnum.
Forréttur.
Brauðsneið með kindakæfu.
Aðalréttur.
Núðlur. Bornar fram með Gvendabrunnavatni.
Eftirréttur.
Freyju karamella.
Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitunnar var spurður hvort honum þættu þessar breytingar eðlilegar. Svaraði hann því til að einhvernveginn yrði að ná fram hagræðingu til að hægt væri að greiða út 800 milljóna arðgreiðslur og þar sem hinnir almennu starfsmenn væru í miklum meirihluta lægi beinast við að skera niður þar. Breytingar á matseðli stjórnenda og eigenda hefðu hvort eð er hverfandi áhrif á efnahagsreikning fyrirtækisins.
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Afi í Júró
Svona fyrir þá sem ekki geta fylgst með, vegna anna, þá var Afi að stíga á svið rétt í þessu, í evrópsku vísnakeppninni.
Afi von Humpelhoven er þekktur hollenskur hagyrðingur. Sér til fulltingis fékk hann vini sína tvo, þá Martin og Harald. Klæddust þeir Silfursafnsjökkum í boði Pallans okkar alíslenska.
Með þeim dansaði ráðskona Afa og lék hún á glasabakka meðan hún talaði í síma.
vróvisjón á sér engin takmörk.
Tímalausa snilld kallaði Sigmar þetta atriði. Kannski ekki alveg það sem mér datt í hug, en hafði þó ekki tíma í að horfa á atriðið allt. Kannski það hafi þá verið tímalaust eftir allt?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Dumb & dumber
Á sunnudagskvöld skelltum við feðgarnir okkur í sófann og horfðum á myndina Dumb & dumber. Ágætis afþreyging og við hlógum mikið saman.
Er það merki um þroska drengsins (les. aukið hormónaflæði), að hann sé farinn að hlægja að atriðum eins og því sem hér er birt? Kannski allt eins merki um hve ég er orðinn gamall
Lokaatriði myndarinnar er snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Sykurinn er sætur
Já, blessaður sykurinn. Nú á að fara að skattleggja hann. A.m.k. þegar hann birtist í gosdrykkjum. Sykurfíklar verða því að beina neyslu sinni enn frekar að vínarbrauðum.
Annars finnst mér áhugavert að lesa önnur blogg, tengd þessari frétt.
Einn kunnur sjálfstæðisbloggari gagnrýnir þetta og kallar neyslustýringu, en gleymir þeirri staðreynd að hans eigin flokkur hefur verið duglegur við að sex- til sjöfalda verð á tóbaki seinustu 18 ár, sem part af lýðheilsulegri neyslustýringu.
Aðrir tala um skaðvaldinn sykur.
Ég ætla svo sem ekki að dásama sykur sérstaklega. Hann, eins og flest annað, er óhollur í óhófi. Þó býð ég mér og mínum börnum upp á sykraða gosdrykki þegar slíkt er keypt á mínu heimili. Mér dettur ekki í hug að bjóða þeim upp á allt E-rófið sem sykurlausu drykkirnir innihalda. Fyrir utan hve bragðvondir sykurlausu drykkirnir eru.
Varðandi sykur og tannskemmdir. Víst hefur verið sýnt fram á tengsl milli sykurneyslu og tannskemmda. Ekki ætla ég að mótmæla vísindalega fengnum niðurstöðum. Þó er málið ekki bara alveg svo einfalt. Inn í það spilar tannhirðan t.d. Eins eru önnur atriði sem valda tannskemmdum. T.a.m. bakflæði. Magasýrur eru ekki beinlínis bestu vinir tannanna. Ég hef horft upp á nammigrísi með fullkomlega heilar tennur meðan aðrir sem vart snerta sykur eiga fullt í fangi með að halda sínum heilum.
Kannski ætti heldur að skattleggja bakflæði.
![]() |
Sykrað gos skattlagt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Tók allan þennan tíma að semja þessa litlu klausu?
Alþingi samþykkir að ríkistjórnin leggi inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning."
Svo mörg voru þau orð. Drög að þingsályktunartillögu.
Reyndar fylgir svo auðvitað einhver doðrantur með. Greinargerð.
Miðað við það sem fram kemur í fréttinni, þar sem vitnað er í greinargerðina:
Víðtækt samráð verður haft við hagsmunaaðila um samningsmarkmið fyrir viðræðurnar á ýmsum sviðum, s.s. sjávarútvegs, landbúnaðar- og byggðamála, á sviði almannaþjónustu, umhverfis- og jafnréttismála og gjaldmiðilsmála og leitast við að ná sem breiðastri samstöðu um umræðugrundvöll viðræðnanna.
...og...
Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra
- Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
- Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis
- Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum
- Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
Alþingi meti hvort setja skuli sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB, en viðhorf stjórnarflokkanna er að það sé heppilegt.
...finnst mér óskiljanlegur málflutningur heittrúaðra and-Evrópusinna um óútfyllta ávísun, opið umboð og engin skilyrði.
Ég sé ekki betur en að þarna séu einmitt tiltekin skilyrði og að samráð verði haft við sem víðastan hóp hagsmunaaðila til að skilgreina markmiðin og skilyrðin nánar.
Svona er þetta bara. Sumir eru tilbúnir að tala með rassgatinu, þjóni það tilgangi trúarinnar.
![]() |
ESB-tillagan birt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Geta hundar verið einmana?
Ég hélt að orðið einmana væri samsett úr orðunum ein(n) og man?
Er því hægt að tala um einmana hund? Er hann ekki frekar einhunda?
Bara pæling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Kynlífshandbókin, Vinstri - hægri
Út er komin bókin Vinstri - hægri eftir Sr. Kristinn Knútsson.
Kristinn, sem starfar sem kaþólskur prestur, segir mikla vöntun hafa verið á kynfræðslubók fyrir ógift fólk.
Kolleggi minn í Póllandi gaf út kynfræðslubók fyrir gifta kaþólikka. Það var gott og gilt, en fullnægir ekki þörf markaðarins. Mikil þörf var á bók fyrir ógifta einstæðinga.
Kristinn leggur áherslu á að ekki sé um djúphugsað fræðirit að ræða.
Nei, þetta er ekki þurr lesning. Meira svona sjálfshjálparbók. Einskonar handbók.
![]() |
Prestur gefur út kynlífshandbók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. maí 2009
Söngvarinn skælbrosandi
Alexander Rybak, frá Noregi, þykir sigurstranglegur í vrópusöngvakeppninni.
Komnar eru upp spurningar um vanhæfi formanns rússnesku dómnefndarinnar. Formaðurinn, Philipps Kirkorov sem er poppstjarna þar í landi, bauð Alexander heim til sín um daginn. Sátu þeir og átu hrogn sem þeir skoluðu niður með brennivíni.
Hrognin brögðuðust ágætlega en brennsinn hefði mátt vera betur kældur, er haft eftir Alexander.
![]() |
Rybak hrifinn af Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ég þarf ekki að japla á synfóníunni
Ég lofaði, að kæmist Jóhanna Guðrún ekki áfram myndi ég éta synfóníuhljómsveit.
Nú er ég sloppinn við það. Jóhanna Guðrún komin áfram.
Sellóin og kontrabassarnir hefðu verið auðveld máltíð, en verra hvað básúnur og fagott fara illa í mig. Svo ég tali ekki um óbó, sem valda mér verulegri magakveisu.
Áfram Jóhanna Guðrún.