Sunnudagur, 19. apríl 2009
Aldrei aftur
Hef tekið lokaákvörðun.
Veit ekki hvort ég getir staðið við Aldrei aftur fjas en lofa áframhaldandi tuði, nöldri og orðhengilshætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Búvörusamningur
Samningur um búvöru, milli bændasamtakanna og ríkisins. Í honum felst að bændur fá greiðslur frá ríkinu til að standa straum af kostnaði við framleiðslu sem ekki stendur undir kostnaði. Þ.e. að bændur geti framleitt vörur sem enginn vill kaupa réttu verði.
Nú hefur ríkið komið í gegn strangari skilyrðum:
1) Sauðfjárbændur verða að nota axlabönd.
2) Mjólkurframleiðendur mega ekki horfa á Guiding Light, þar eð það stangast á við mjaltatíma.
3) Sauðfjárbændur mega ekki hafa önnur áhugamál en fjármörk og heyvinnslutæki.
Ég er alveg að sjá hvernig íslenskur landbúnaður muni sigra heimsbyggðina.
Guð, hvað ég elska niðurgreiðslur og miðstýringu!
![]() |
Breytingar á búvörusamningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Land tækifæranna
Segja Kanar um kanaland, þá meina ég ekki Kanada.
Viðskiptabann á Kúbu er eitthvert afdankað kaldastríðsdæmi síðan 1962. Löngu kominn tími á að afnema það.
Ég hef aldrei til Kúbu komið, en mikið svakalega langar mig að fara þangað.
Kannski einhverjum finnist ekki eftirsóknarvert að búa þar. Boð og bönn, hægri og vinstri. Samt held ég, að væri ég veikur og þyrfti aðhlynningu, myndi ég fremur vilja vera Kúbverji en Kani.
![]() |
Býður Kúbverjum nýtt upphaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Smá pæling
![]() |
Kaup á vændi bönnuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 18. apríl 2009
Hér um árið...
...sátu tveir menn og átu vínarbrauð. Annar ónefndur en hinn ku hafa verið Framsóknarmaður.
Þeir tóku þá einhliða ákvörðun að vélbyssuvæða fjallkonuna fögru og senda hana af stað í leiðangur með Bush og hans geðfelldu kónum.
Ég vona að mennirnir eigi góðan svefn.
![]() |
Æfir vegna pyntinganna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. apríl 2009
Vinnufundur í Valhöll
Mikið þakka ég Mogganum fyrir að færa oss fréttir af vinnufundi í Valhöll.
Þar kennir ýmissa grasa.
Sjóður 9 vill auka fylgi flokksins sem nemur neikvæðri ávöxtun sjóðs 9.
Annar sagðist fullyrða, að ástæðan fyrir því að vinstriflokkarnir boðuðu til kosninga á þessum tíma væri sú að þannig gætu þeir valdið Sjálfstæðisflokknum mestum skaða. Hann gleymir hins vegar þeirri staðreynd að það var maður að nafni Geir Hilmar Haarde sem, á föstudegi í janúarlok, boðaði til kosninganna.
Sjóður 9 sagði enn fremur að Íslendingar standi frammi fyrir gríðarlegum vanda í ríkisfjármálum. Útlit væri fyrir 150-170 milljarða halla á ríkissjóði á þessu ári og það stefni í annað eins á því næsta. Úrræði vinstriflokkanna væru að hækka skatta og lækka laun. Hann gleymir þeirri staðreynd að ríkið hefur aðeins tvenn úrræði til að stoppa í fjárlagagöt. Hækka skatta og/eða skera niður útgjöld. Simple as that. Komið hafa fram tillögur um hátekjuskatt. Skatt sem t.d. snerti enga með laun undir hálfri milljón á mánuði, en þýddi kannski svo mikið sem þrjú þúsund krónur aukalega fyrir þann sem hefur sex hundruð þúsund. Myndi það kallast skattpíning? Hinn kosturinn, niðurskurður, myndi vitanlega fela í sér niðurskurð á opinberri þjónustu. Sem aftur myndi þýða fækkun starfa. Af tvennu illu, hvort ætli sé betra að segja upp fólki eða skerða starfshlutfallið og halda fólkinu?
Sjálfstæðisflokkurinn teldi hins vegar að eina leiðin til að auka tekjur ríkisins væri að stuðla að því, að skattstofnarnir braggist þannig að það skapist tekjur og verðmæti.
Hvað þýðir þetta, að skattstofnarnir braggist? Túlkur! Someone! Hvernig braggast skattstofnar? Með að taka inn lýsi?
Mér dettur tvennt í hug. Hækka núverandi skattstofna og/eða búa til nýja. Hátekjuskattur kannski. Tja, nema Sjallar stefni að endurupptöku eignaskatts. Hvað þýðir, að skattstofnar braggist, annað en hækkun skatta eða tilurð nýrra skatta?
Er þetta ekki bara skýrt dæmi um innantómt orðagjálfur? Auðvitað munu þeir hækka skatta og skera niður. Gulli á vel brýndan heilbrigðisskurðarhníf. Þeir geta notað hann áfram.
![]() |
Þarf að vinna litla sigra á hverjum degi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 18. apríl 2009
takk fyrir, veski
nú er þingstörfum lokið.
þing rofið. Búið spil fyrir þá sem ekki bjóða fram nú.
Mogginn skellir fram skemmtilegri frétt um málið. Meðfylgjandi er mynd af þremur konum. Þær eru að kveðjast. Ein þeirra er greinilega að setja á sig veskið.
Verandi starfsmaður hjá fyrirtæki sem hefur þurft að að ganga gegn um öryggisprófanir og fengið PCI-DSS öryggisvottun.
Eru engar kröfur, á þinginu, gerðar varðandi meðhöndlun kerlingaveskja?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Fiski fiski
Svo virðist sem stjórnmálamenn sjái ekki aðra leið en fiski fiski. Frjálslyndir þar efst á blaði. Aðrir sjá eitthvað minna.
Hvert er ráðið við atvinnuvandanum?
Sumir segja, fiski fiski!! og geta ekki hugsað úr fyrir kassann. reyndar ekki útfyrir eigið bött.
...
Ég var að horfa/hlusta á bessevisera N-A kjördæmis. Þar sáu menn bara frumvinnslu sem kost. Álver. það var einungis fulltrúi Borgarahreifingarinnar sem benti á að vinna þyrfti vöruna frekar.
Virðisaukinn verður nefinlega ekki til í frumvinnslunni, heldur í framleiðslu á vöru, til sölu.
En hvað getum við framleitt hér?
Stuuttur listi:
Ál - (núna flutt út óunnið)
álpappír
þéttar (rafeindabúnaður)
bremsuklossar (asbestlausir) (gler/gúmmí þarf að flytja inn)
og í raun hvað sem hægt er að gera úr áli
Fisvinnsla
flökun og úrbeining
fiskréttir (a la 1944)
og í raun hvað sem hægt er að gera úr fiski
Kísill (tölvuíhlutir)
örgjörvar
minni
aðrar stýrirásir
og í raun hvað sem hægt er að gera úr kísil
Skógerð (man einhver eftir Puffins?)
Kæliviftur fyrir raftæki
Mælitæki (jarðskjálftamælar)
PVC-framleiðsla (stuðarar, eggjabikarar, name it)
rafmagnsofnar (man einhver eftir Rafha?)
ljósabúnaður
morgunkorn (kannski úr íslensku byggi)
Eru íslendingar hugmyndalega steingeldir? Kannski bara best að runkast áfram í ruglinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Sundlaugadrama
Nú líður senn að þeirri stund að landslýðurinn velur þá sundlaug sem hann vill synda í næstu fjögur ár. Sundstaðir landsins hafa óðum verið að lappa upp á anddyri sín. Sumir hafa skipt um starfsmenn í miðasölu og aðrir skipt um skóhillur. Lítið er þó vitað um laugarnar sjálfar.
Nema.
Nú hefur fundist gamall lortur í einni lauganna. Eftir aldursgreiningu hefur hann verið dagsettur 29.12.2006 og virðist laugin, í það minnsta, ekki verið þrifin síðan þá og líklega mun lengra um liðið.
Vitanlega varð uppi fótur og fit meðan sundlaugarstarfsmanna.
Lengi vel vissi enginn neitt, þar til fyrrum vaktstjóri steig fram og sagðist bera ábyrgð á málinu. Eftir það hefur einn sturtuvarðanna verið sakaður um að hafa vitað af lortinum.
Haldnir hafa verið stífir starfsmannafundir og í dag sagði laugarvörður starfi sínu lausu.
Starfsmenn funda enn og funda, um hver hafi vitað hvað og hvenær.
Af lortnum er það að hins vegar frétta að hann flýtur enn um í lauginni, í mestu makindum.
Hver vill koma í sund?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Kjósum með hjartanu
Ég verð að viðurkenna í upphafi að ég kaus Samfó síðast og stóð í þeirri trú að samstarf þeirra með Sjöllum væri skársti kosturinn.
I was wrong.
Ég tel reyndar að skársti kosturinn fyrir mig og mínar skoðanir hafi verið að kjósa Samfó. Hinsvegar óraði mig ekki fyrir að Samfó myndi verða eins og kúguð eiginkona í hjónabandi. Einhvern veginn, var það Geir & co sem réðu ferð og mál Samfóar urðu aukaatriði. Sökin er ekki síst þeirra sjálfra að koma sér úr téðu hjónabandi. Þó gerðist það á endanum, en mikið þurfti til.
Stofnaði hún til skyndikynna með Vistri grænum.
Það virkaði sem gagnkvæmt boost. Samfó fékk þá innspýtingu sem hún þurfti til að geta staðið á sínum meiningum. Að sama skapi kom gagnvert element Vinstri grænna inn. Líklega gagnkvæmur skilningur og virðing, sem nauðsynleg eru í samböndum.
Ég viðurkenni jafnframt að í dag vil ég sama stjórnarmynstur áfram. Núverandi ríkisstjórn hefur komið fleiri velferðarmálum áfram, á tveimur mánuðum, en sú fyrri gerði á átján mánuðum.
Ég var að horfa á borgarafundinn í kraganum. Satt best að segja fannst mér Valgeir Skagfjörð, frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar koma best úr þeim.
Borgarahreyfingin er meira kosningabandalag en flokkur. Samtök allskyns fólks hvaðanæva að sem hefur það eitt að markmiði að efla beint lýðræði. Færa valdið frekar til okkar almúgans.
Þegar spurt var um niðurskurð og skatta benti Valgeir á nýjar lausnir. Græna skatta og fleira. Hann hugsaði meira út fyrir kassann en hinir.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér stefnu Borgarahreyfingarinnar, en mun bæta úr því. Ég hef, hingað til, hallast áfram að Samfó. Ég vil skoða vrópuaðild af alvöru. Kosti hennar og galla. Fara í viðræður og leggja niðurstöður hennar undir þjóðina. vrópuaðild snýst vitanlega um svo miklu meira en gjaldmiðil. Á sama tíma verðum við að viðurkenna að lækkandi gengi krónunnar þýðir minna atvinnuleysi en annars yrði. Fyrirtæki sem hafa tekjur erlendis frá væru mun ver settari hefðum við ekki hina ónýtu krónu. Sjálfur starfa ég hjá slíku fyrirtæki, sem vissulega hefur séð samdrátt í tekjum, en minni en hann væri ella. Allt slíkt verður því að skoðast vel og hvergi má hrapa að ályktunum. Það eru engar patent lausnir.
Ég vil kynna mér stefnu Borgarahreyfingarinnar í þeim efnum. Í mörgum öðrum málum get ég örugglega samsamað mig við Borgarahreyfinguna.
Ég hef ekki ákveðið mig en annar þessara flokka, S eða O, koma til greina.
Hvort heldur verður skora ég á alla að kynna sér málin og stefnur flokkanna. Við erum víst enn bundin við að kjósa flokka, en ekki fólk.
Myndi maður ekki geta hugsað sér að kjósa fífl og að finna a.m.k. eitt fífl á framboðslista myndi koma í veg fyrir kosningu hans, myndi maður ávallt skila auðu eða kjósa ekki. Því verðum við, að svo stöddu, að velja þann flokk sem hefur hefur skársta hlutfall milli fífla/ekki fífla.
Komist ég að þeirri niðurstöðu að hin breiða fylking fólks sem skipar Borgarahreyfinguna höfði helst til mín, mun ég ekki láta 5% múrinn sem fjórflokkarnir settu til að tryggja betur eigin rassgöt hræða mig.
Hvar sem hugurinn liggur. Kjósum með hjartanu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)