Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Tómt vesen vegna flaggskipa víkingaskipaflotans
Enn af vandræðagangi Sjálfstæðismanna. Pínlegt fyrir þá að lenda í þessum vandræðum svona korteri fyrir kosningar.
Nú er ekki bara komið fram að eitt helsta flaggskip skipaflota útrásavíkinga hafi gaukað að þeim 30 milljónum, heldur liggur einnig fyrir að annað flaggskip, þeirra Björgólfa, gaukaði að þeim 25 milljónum.
Allt virðist hafa farið framhjá þeim sem höfðu umsjón með batteríinu, Sjálfstæðisflokknum. Bara obbossí og 55 millur birtast á reikningnum sisona, án þess að neitt taki eftir því. Líklega hafa ræstitæknirinn eða húsvörðuninn séð um bókhaldið fyrst enginn forystumaður flokksins gerði það.
Vitanlega getur þetta ekki þýtt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft hagsmuna að gæta gagnvart útrásarvíkingum og enn síður að hann hafi tengst útrásarvíkingum að neinu leiti. Enda vissi enginn neitt.
Mín ályktun hlýtur því að vera sú að húsvörðurinn eða ræstitæknirinn í Valhöll hljóti að vera aðal útrásarvíkingarnir. Enda veit hver maður að ræsti- og húsvarðastörf eru hálaunastörf og endalausar sporslur sem þeim fylgja, s.s. kaupréttasamningar og bónusar.
...
Breaking news!
Nýjustu fréttir herma að Geir Hilmar Haarde segist hafa samþykkt móttöku greiðslanna og beri ábyrgð á málinu.
Aha! Svo Geir hefur haft aukavinnu, sem húsvörður og ræstitæknir í Valhöll. Væntanlega í hlutastarfi.
Þá vitum við það.
![]() |
Styrkir endurgreiddir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Með Bauga undir augum
Með réttu má segja, að frétt um 30 milljóna styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins hafi vakið taugatitring innan flokksins. Miðstjórn hans kom saman í dag, á krísufundi.
Forystumenn flokksins hafa lítið vilja tjá sig um málið að öðru leiti en að vísa í þá frægu bók, Litlu gulu hænuna.
Þó náði fréttamaður tali af ónefndum miðstjórnarmanni nú áðan. Hann segir taugatitringinn mikinn.
Engum miðstjórnarmanna kom dúr á auga í nótt, af stressi. Þetta er náttúrulega agalegt svona rétt fyrir kosningar. Síðan höfum við setið vansvefta og geyspandi á krísufundi í allan dag. Enda erum við öll með Bauga undir augum.
![]() |
Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Ríkið eignast hluti í RÚV
Hér er stutt fréttatilkynning.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að breyta skuld Ríkisútvarpsins við ríkissjóð í hlutafé.
Því mun ríkið, sem áður átti einungis 100% í RÚV, nú eiga ríflega 160% í fyrirtækinu.
![]() |
Skuld RÚV breytt í hlutafé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Þingfréttir
Sjálfstæðismenn ólmir stíga í púlt
og standa þar fyrir fjasi.
Meðan það gerist þeir mótmæla fúlt,
margnefndu argaþrasi.
Láta þeir gjarnan í ljósi á fundum
hve lýsa þeir stjórnina frati.
Trauðla hef talið jafn marga á stundum
tala með eigin rassgati.
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Góðir íslendingar
Svona í ljósi þess hve þingmönnum okkar er tíðrætt um góða íslendina og góða landsmenn, vil ég minna á lagið í spilaranum.
Góðir íslendingar
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Eldhússpartí
Hver kannast ekki við að í flestum partíum, myndast eldússpartí. Hópur fólks hangir inni í eldhúsi og talar um ekki neitt. Eins eru líka til klósettpartí. Uppistaða þeirra eru þó yfirleitt kvenpersónur.
Nú stendur yfir eldhússpartí á Alþingi. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum mætir í pontu. talar og talar, án þess þó að segja neitt.
Kannski fáum við líka klósettpartí á Alþingi í framtíðinni, þegar konum hefur fjölgað þar.
Eldhússpartíi má lýsa á afar einfaldan hátt. A.m.k. með nördalegri framsetningu.
Sem reglulegri segð (e. Regular expression):
Ræða = (bl (a|e) h?)+
Þannig má fá bla, blah, ble eða bleh einu sinni eða oftar. Alveg fram að tíufréttum, þess vegna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Klósettferðir alþýðumanns
Þessa frétt var ég að reka augun í, rétt í þessu. Fréttin fjallar í smáatriðum um för belgísks manns á salerni lögreglunnar.
Allt í lagi, svo sem, að segja frá að ólögleg efni hafi fundist í fórum manns. Jafnvel að fram komi að efnin hafi hann falið í iðrum sér.
Þó vekur athygli mína að tiltekin eru smáatriði sem ég veit satt að segja ekki hversu fréttnæm eru, ef nokkuð.
Fyrst Vísir hefur ákveðið að fara út í smáatriðin finnst mér hann hafi átt að gera það almennilega. Maður er skilinn eftir algerlega í lausu lofti. Það er ekki fallega gert af Vísi.
Vitandi að hægðir mannsins áttu sér stað seint í gærkvöldi, verð ég ekki í rónni fyrr en ég veit klukkan hvað þær áttu sér stað. Var það fyrir miðnætti eða eftir?
Mér er þó létt að vita til að maðurinn hafi notað laxerolíu. Þó er ég skilinn eftir í lausu lofti þar líka.
Drakk hann laxerolíuna eða notaðist hann við stíl? Fékk hann aðstoð við inntöku olíunnar og hver veitti þá aðstoð? Fagaðili eða þvagleggsmaður?
Eins kemur hvergi fram hvort maðurinn hafi brúkað salernispappír eður ei, að athöfn lokinni. Ég geri þó ráð fyrir að maðurinn hafi sjænað sig eilítið á eftir.
Þá vaknar enn fleiri spurningar. Var það gert með eða án aðstoðar? Var notaður dagblaðapappír í sovéskum gúlag-stíl, eða var notaður mjúkur pappír, eins og mannréttindasáttmálinn kveður á um? Hvar er Amnesty?
Ég vona Vísismenn bæti fréttaskrif sín í framtíðinni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Joð-hagfræði
Fyrirgefið fávisku mína en ég sé engan eðlismun á þessu tvennu. Ég vitna í fréttina:
Steingrímur sagði þarna eiga í hlut ríki sem flest eru þegar komin inn í ESB en bíða eftir því að taka upp evru. Sum landanna, t.d. Lettland og Ungverjaland, hefðu þegar tengt sína mynt við evru en það ylli þeim nú vandræðum. Löndin þyrftu að eyða dýrmætum gjaldeyrisvaraforða í að verja tenginguna [þ.e.a.s. eigin gjaldmiðil] sem leiddi til mikilla erfiðleika í hagstjórn. Mat margra væri að kreppan í Lettlandi hefði dýpkað mikið af þeim sökum.
Ísland væri hins vegar í allt annarri stöðu [?!?!] og hefðu engar viðræður verið við AGS um sambærileg mál.
Þvert á móti er það þannig að mikilvægur hluti efnahagsstöðugleikaáætlunarinnar gengur út á að koma upp fullnægjandi gjaldeyrisvaraforða og styrkja gengi krónunnar. Á það leggur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áherslu alveg eins og við gerum að sjálfsögðu.
Innskot innan hornklofa, sem og leturbreytingar eru af mínum völdum.
Hver er eðlismunurinn á að eyða dýrmætum gjaldeyrisforða í að styrkja gengi ungverskrar forintu gagnvart vru eða eyða dýrmætum gjaldeyrisforða í að styrkja gengi íslenskrar krónu gagnvart vru, eða öðrum gjaldmiðlum?
Vitanlega skil ég það ekki, enda er ég ekki landfræðingur.
![]() |
Ráðleggja ríkjum í vanda evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Ofbeldi...
...á sér ýmsar myndir. andlegt og líkamlegt.
fyrir nokkrum dögum sá ég frétt um nefnd sem kannað hefði ofbeldi gagnvart konum. karlar skildir eftir þar.
ekki veit ég hver hlutföllin eru, milli karla og kvenna. þó tel ég að ofbeldi kvenna gagnvart körlum sé stórlega vanmetið, enda yfirleitt um andlegt ofbeldi um að ræða.
sjálfur upplifði ég stórkostlega tilfinningu lausnar og frelsis þegar ég skildi. laus við allt ruglið og andlega ofbeldið.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item259169/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Innheimtudeild RÚV
Hver man ekki eftir háskólastúdentunum sem höfðu aukatekjur af að ganga í hús og spyrja hvort þar væri sjónvarp?
Ég hef ekki haft sjónvarp á mínu heimili síðan haustið 2004. Var þá skráður fyrir sjónvarpi sem fyrrum eiginkona fékk eftir skilnað okkar. Málið var útkljáð haustið 2004, í tölvupóstum milli mín, innheimtudeildar og hennar, fyrrum konunnar.
Eftir það var ég skráður afnotandi útvarps, sem er lægra gjald. Ég átti sannarlega útvarp, en sjónvarp hef ég ekki átt síðan ég skildi.
Í dag fékk ég bréf, frá Lagastoð, innheimtufyrirtæki sem rukkar mig um skuld fyrir útvarps/sjónvarp síðan 1.20.2004.
Ég sendi þeim vitanlega tölvipóst um hæl.
Það sem mér finnst fishy í málinu er að ég fékk innheimtuseðil í haust, þar sem ég sé ekki betur en að verið sé að rukka mig um sjónvarpsafnot, án þess að fyrir því séu forsendur. Ég tók téðum seðli sem skemmtilegum brandara.
En innheimtudeildinn hefur greinilega ekki séð þetta sem brandara, en í mínum huga er um tilhæfulausan reikning að ræða.
Menn hafa verið dæmdir fyrir slíkt.
Skyldi Lagastoð ekki kanna þá reikninga sem þeir innheimta? Hvort reikningurinn er tilhæfuælaus eður ei. Eða er eðli afæta (sem innheimtustofnanir réttilega eru) að taka við öllu sem að þeim er rétt?
Ég spyr.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)