Íslenska útrásin...

...er enn í fullum gangi.

Nú eru það hinsvegar ekki fjárglæframenn á einkaþotum, kaupandi dótabúðir og sláandi um sig með stórstjörnum í afmælisveislum.

Nei. Það er liðin tíð. Nú er það útrás íslensku búsáhaldabyltingarinnar.

Mið-Evrópubúar hafa nú séð bjútíið í íslensku búsáhaldabyltingunni og lemja nú trumbur og potta, með klúta fyrir vitum sér. Lögreglan hefur einnig fetað í fótspor kollegga sinna á íslandi og klæðast svörtum brynjum. Meira að segja sumir þeirra hafa tekið allann pakkann. Klæðast svörtum brynjum OG hafa klút fyrir vitum sér, eins og sjá má á lokasekúndum viðtengdrar fréttamyndar.


mbl.is Átök í Strassborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávaðablogg

Ég hef áður bloggað um hávaðasaman nágranna. Þennan sem sem fer í bílskúrinn sinn annað slagið til að þenja bíldrusluna sem hann á þar. Einhver voða fínn gamall kaggi sem aldrei er notaður, en þaninn öðru hverju í skúrnum og fyrir utan hann, til hátíðabrigða.

Hann býr á hæðinni fyrir ofan. Þ.e. nágranninn. Kagginn býr í skúrnum.

Téður nágranni á líka hund. Pínulítið kvikindi. Hundurinn dundar sér við að hlaupa um íbúðina á kvöldin. Allt í lagi með það, væri ekki fyrir klærnar á honum. Greinilega stafaparkett þar, límt á gólfið.

Það er kvöldviss viðburður hér á bæ að bölva hundskvikindinu. Þó dettur mér ekki í hug að vera með nánari leiðindi vegna þess og mun ekki vera með neitt vesen til að koma hundinum burt. Hann á sinn tilverurétt. Læt mér fjasið duga.

 

Nú er greinilega barnaafmæli í næstu íbúð. Ærandi hávaðinn mætti mér á ganginum við heimkomuna áðan. Rétt í þessu voru u.þ.b. 20 indíánar að góla úti á svölum, svo hátt að ég hefði ekki heyrt í mér hefði ég reynt að tala við sjálfan mig.

Hið besta mál. Mér finnast börn eiga að hafa stundum hátt. Það er til merkis um að þau eru lifandi og full af orku.


Copy paste

Mikið er nú gott að vita af mogganum, ríkisstyktum fyrir þrjú þúsund þúsund þúsund kall. Úff, of mörg núll til mig langi að leggja á minnið.

Mogginn er samt að standa sig. Greinilega er fólk á fullu að þýða erlendar fréttir.

í þessari fétt gleymdist ein setning:
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/04/02/oecd_birtir_skattaskjolalista/

Heil klausa á ensku sem gleymdist áð þýða.

Væntanlega verður klausan leiðrétt eftir að ég pósta þessari færslu. Moggamenn fylgjast með.  Því læt ég klausuna fylgja með, eins og hún kemur fyrir í fréttinni:

„After the agreement at the G20 summit in London earlier Thursday to act against uncooperative countries, the OECD named Costa Rica, Malaysia, the Philippines and Uruguay on its black list.“

Copy/paste fréttamenskan í fyrirrúmi.

 

frétt


mbl.is OECD birtir skattaskjólalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af öpum...

...erum við komin. Eða í það minnsta sömu forfeðrum og þeir.

Um margt er líkt með öpum og öðrum dýrum jarðarinnar. Karlarnir gæta hagsmuna kvenna sinna og afkvæma. Höfuð fjölskyldunnar (karlinn) leggur líf sitt undir við að verja hana.

Einhverntímann var slíkt verið kallað karlmennska, þó í raun það séu það eðlileg viðbrögð lífveru sem elskar.

Svo eru veirur. Veit ekki hvort þær hugsa, en eru einskonar afætur.

Ekki þekki ég afganskt samfélag. Hvort þar búi veirur eða fólk og þá hvort ástin og tryggðin er bundin fólkinu sínu eða einhverjum ímynduðum anda.


mbl.is Karlar fá meiri völd yfir konum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölfræði fíflsins

Á síðasta ári komu 620 kannabisfíklar á Sjúkrahúsið Vog. Fram kemur á vef Vogs að um 80% kvennanna og 74% karlanna hafi einnig verið fíknir í örvandi efni á borð við kókaín, amfetamín eða E-pillur. Rúm 30 % höfðu sprautað vímuefnum í æð og rúm 16% voru komin með lifrarbólgu C.

Því má ennfremur við bæta að 89% karlanna og 81% kvennanna borðuðu að jafnaði sveitta hamborgara á sunnudögum. Um 77% fólks í kannabisneyslu mun hafa fasta vinnu og um það bil 5% munu hafa tilkynnt veikindi einhverntímann á árinu. Þeir sem neyttu kannabis og tilkynntu veikindi reyndust jafnframt horfa mun oftar ám klám en hinir.

Má því álykta að sveittir borgarar stuðli að kannabisneyslu, eða í það minnsta veikindum. Aðrir telja að föst vinna ýti undir kannabisneyslu. Eins virðist lifrarbólga C ýta undir klámáhorf.

 

 

Ótrúlegt en satt. Þá hefur sú ákvörðun mín, sem unglingi, að smakka aldrei dóp haldið fram til þessa dags. Enda er ég eðal þverhaus. Hinsvegar eru allar öfgar sem eitur í mínum beinum. Þá er sama í hvaða átt þær eru.

http://kannabis.net/2009/03/opid-bref-til-landlaeknis-vegna-kannabisumraedunnar-kvortun-vegna-umfjollunar-saa/


mbl.is Örvandi fíkniefni fylgifiskur kannabisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallræðan

Drottinn oss, hélt um helgina fjallræðu sína. Var hún nokkuð poppuð upp í anda samtímans en magnþrungin sem aðrar fjallræður.

Nokkur fjöldi safnaðarbarna var viðstaddur atburðinn og voru undirtektirnar blendnar í fyrstu, en eftir að efasemdarmenn höfðu yfirgefið samkomuna var mikið hallelúja haft í frammi.

Áhrif ræðunnar mun þegar farið að gæta. Nokkur safnaðarbörn munu þegar hafa hafið undirbúning stofnunar sjónvarpsstöðvarinnar „Ó mig ga-ga.“ Þar mun stefnt að úbreiðslu orðsins; gapuxaháttar, rægingu, rætni og biturð. On the side verður sala á alls kyns skrani.

Eins og forsprakki hópsins kallar það. Farveg fyrir bitra betra fólkið.

 


Þjóðaratkvæði

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins leggur til að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort ganga skuli til viðræðna um aðild að Evrópusambandinu.

Nokkuð skiptar skoðanir eru um málið í flokknum.

Björn Bjarnason, alþingismaður, tók til máls og sagðist hlynntur því að haldnar yrðu tvær atkvæðagreiðslur. Aðrir vilja þrjár.

„Leggja þarf undir þjóðina hvort sótt skuli um aðild,“ segir ónefndur flokksmaður. „Hvort, yfir höfuð, skuli sest að viðræðuborðinu þarf líka að bera undir þjóðina.“

Annar ónefndur flokksmaður telur það þó ekki nóg. „Það eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar um hvort þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja viðræður. Þarf sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um það, eða ekki? Hvort þurfi slíka þjóðaratkvæðagreiðslu verður því að bera undir þjóðina, í sérstakri atkvæðagreiðslu.“

Eins og að framan er getið eru mjög skiptar skoðanir um Evrópumálin innan flokksins og er það skoðun sumra flokksmanna að til þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá hreinar línur í þeim efnum.


mbl.is Evra ekki í sjónmáli næstu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bollywood

Eftir að myndin Slumdog millionaire rakaði að sér Óskarsverðlaunum hefur athygli margra beinst að Bollywood. Bollywood er notað yfir indverska kvikmyndagerð.

Þeir eru afkastamiklir, Indverjarnir, að smíða bíó. Þar sem kossar og náin snerting þykja ekki við hæfi milli ógiftra hafa þeir fundið leið í dansi. Það má gera meira í dansi en annars. Því er tónlist gjarnan mikið notuð í Bollywood myndum, ásamt tilheyrandi dansi.

Hér eru þrjú tónlistarmyndskeið úr Bollywood myndum, með enskum texta.


Fólkið sem kom oss á kaldan klaka!

Það er einmitt svona fólk sem komið hefur Íslandi á vonarvöl.

Réttætið hefur sem betur fer náð fram að ganga í þessu tilviki.

Manninum var nær að halda sig ekki bara við smákrimmaskap, eins og fyrirtækjaútrás eða bankastarfsemi. Þá væri hann frjáls maður í dag.


Kreppan

NeytendablaðiðÁ forsíðu nýjasta heftis Neytendablaðsins er mynd af hinum ýmsu skömmtunarseðlum, fá 1917 - 18. Skömmtunarseðlar tíðkuðust einnig eftir það. T.d. í og eftir heimstyrjöldina síðari.

Skyldum við sjá skömmtunarseðla aftur á næstunni?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband