Fimmtudagur, 11. desember 2008
Auðvitað hefur allt verið planað
Ætli aðildarviðræður hefjist ekki strax á útmánuðum, ef ekki fyrr.
Eins og annað, innan Sjálfstæðisflokksins, hafa ákvarðanir verið teknar í reykfylltum bakherbergjum, eða reyklausum. Ákvörðunin um breytta stefnu í vrópumálum. En vitanlega verður skipuð nefnd og allt fær hið fágaða og formlega útlit. Menn kunna sig alveg sko, enda mikil snyrtimenni þar á ferð.
Svo ég gerist ósamkvæmur sjálfum mér, sem tíska er um þessar mundir, verð ég að segja að ég græt leynimakksvinnubrögðin ekki svo mjög. Ég er nefnilega hlynntur aðildarviðræðum. Það er eina leiðin til að fá botn í hvort vrópa sé málið fyrir okkur eður ei.
![]() |
ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Halli er enn dragbítur á ríkissjóði
Enn eitt árið er Halli dragbítur á ríkissjóði. Halli, eða Haraldur Hellerup fullu nafni, hefur í mörg ár angrað ríkisstjórnir landsins og ríkissjóð.
Halli birtist fyrst fyrir u.þ.b. fjörutíu árum. Á þeim tíma stundaði hann smávöruverslun, en náði í verðbólgu þess tíma tangarhaldi á ríkissjóði. Tangarhaldi sem hann hefur haldið allar götur síðan.
Halli, sem nú er kominn á eftirlaun, segist munu ekki sleppa takinu fyrr en hann er kominn undir græna torfu.
Ég er bara að verja lífeyrinn minn segir Halli.
Heimildir herma að ríkisstjórnin hafi átt í leynilegum viðræðum við Torfusamtökin, í þeim tilgangi að losa um tangarhald Halla, en án árangurs.
Torfi Torfason, formaður Torfusamtakana, segir þau ekki munu koma ríkisstjórninni til aðstoðar. Enda munu Torfusamtökin helst styðja gamlar og gulnaðar torfur, en ekki grænar. Auk þess sem Halli mun vera virkur félagi samtakanna.
Við svíkjum ekki félaga okkar, hann Halla segir Torfi.
Skattbyrði almennings mun aukast til muna meðan Halli lætur ekki af kröfum sínum. Nú þegar hafi ríkisstjórnin sett á 17.900 kr. nefskatt á almenning, sem eigi að ganga til Halla.
![]() |
Hallinn yfir 150 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Hálft hænuskref
í átt til þess að breyta hinum fjölmörgu miðaldareglum sem hér gilda. Ég tengist Siðmennt ekki á neinn hátt en svona miðaldamoldarkofalög, að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélög, ættu ekki að þekkjast nú á dögum.
Að sama skapi er hér vonandi hálft lítið hænuskref í þá átt að jafna rétt feðra (forræðislausra foreldra, sem yfirleitt eru jú feður) gagnvart mæðrum (ok, forsjárforeldrum til að hafa þetta tæknilega rétt). Þar þarf sko rækilega að taka til hendinni og moka út skítnum.
![]() |
Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Gat nú verið
Á að fara að láta hina ofurlaunuðu, svokölluðu talsmenn launþega, komast með puttana í aðgerðir til handa almenningi?
Mennina sem hvað harðast standa vörð um verðtrygginguna, sem étur upp sparnaðinn okkar sem fjárfestum í steinsteypu. Sömu menn leggjast gegn því að fólk geti nýtt sér séreignasparnaðinn til að koma sér úr kröggum. Með rökunum að aðeins sumir eigi séreignasparnað og þá síður hinir yngri.
Hvurslags rök eru það? Við hin erum líka launafólk.
Ég fæ óbragð í munninn þegar ég heyri eða sé þessa svokölluðu talsmenn launafólks.
Sveiattan.
![]() |
Ræða við samtök um horfurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Næturvara hefur hækkað
Dagvara hefur hækkað um 30,6% milli ára. Mun hefðbundin matvara skipta þar mestu máli. Lítið hefur þó farið fyrir fréttum af hækkun næturvöru.
Hækkun á nætursnarli mun vera um 25% en mest vegur þó hækkun á smokkum, sem mun vera um 42% milli ára. Sala þeirra hefur jafnframt aukist um 15,5%
Áfengi, sem í sumum tilfellum flokkast sem dagvara, en í flestum tilfellum sem næturvara, hækkar um 16,9% Þó hefur dregið úr neyslu þess, eða um sömu 15,5% og söluaukning smokka nemur.
Niðurstaðan er að fólk virðist vera vera í auknum mæli farið að stunda kynlíf allsgáð.
![]() |
Dagvara hefur hækkað um 30,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Bylting?
Þegar ég var að yfirgefa Austurvöll í gær, eftir að hafa látið japanska sjónvarpið taka af mér mynd við að skila lykli með að hengja hann á jólatréð, gekk ég fram hjá tveimur stúlkum. Þær réttu mér miða sem ég stakk í vasann. Þegar heim kom las ég hvað á miðanum stóð. Þar er talað um byltingu.
Hér er miðinn:
Erum við að tala um AK-47 á mánudag, eða bara egg?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Tvífarar
Ég sá auglýsingu á RÚV. Verið var að auglýsa þátt.
Óli Björn Kárason væri umsjónarmaður þáttarins en eftir betri skoðun var þar um að ræða breska leikarann
Stephen Fry.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. desember 2008
Nýir ráðherrar
Bergmálstíðindi hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að til standi að gera breytingar á ríkisstjórn Íslands.
Heitt hefur þótt vera undir tveimur ráðherrum, öðrum fremur. Heimildir herma að skipt verði einmitt um þessa tvo ráðherra. Fjármála- og viðskiptaráðherra.
Sömu heimildir herma að ríkisstjórnarflokkarnir hafi leitað að faglega hæfum einstaklingum í embættin. Leitin mun hafa skilað árangri og fyrir liggur hverjir verði skipaðir í embættin.
Við embætti viðskiptaráðherra mun taka Ésú Jósepsson, guðfræðingur og við embætti fjármálaráðherra mun taka Dagfinnur Dýrmundsson, dýralæknir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 5. desember 2008
John F. Kennedy sest á þing
Hið ómögulega verður mögulegt. Allavega miðað við myndir sem visir.is birtir.
Fyrirsögn fréttar að Kennedy stefni á þing og mynd af manni sem hefur verið dauður í 45 ár.
Maðurinn sem myndin er af er John Fitsgerald Kennedy. Hinsvegar er hann tæpast á leið á þing, neðan torfu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. desember 2008
Skegg
Kannski er það vegna þess hve minn skeggvöxtur er slappur. Meira svona glerkuntuhýjungur, eins og það kallaðist í minni sveit, að ég tek eftir alvöru skeggi. Reyndar var pabbi gamli skeggjaður alla tíð sem ég man, en þetta er alvöru skegg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)