Gengisfelling orða

Það er með ólíkindum hvernig fólk virðist komast upp með að kalla alla skapaða hluti mansal. Lengi hafa ýmsar raddir hérlendis t.d. notað orðið mansal í tengslum við súludans.

Samkvæmt mínum orðskilningi er mansal ekkert annað en þrælasala. Það er nöturleg staðreynd að slíkt er til. Sumsstaðar eru t.d. konur sviptar vegabréfi sínu og neyddar í kynlífsþjónustu. Það er ekkert annað en þrældómur. En þegar einhver, af fúsum og frjálsum vilja, kýs að afla sér tekna við að glenna sig upp við súlu er ekki um að ræða þrældóm.

Í viðtengdri frétt er fjallað um smyglhring. Fólk frá Indlandi borgar fúlgur fjár til að fá sér smyglað til Bretlands. Þau ákveða það sjálf og borga fyrir þjónustuna. Hver er þrældómurinn? Hvert er mansalið?

Mansal er grafalvarlegur hlutur  og óþolandi að sjá það orð gengisfellt sí og æ. Á endanum hættir fólk að gera sér grein fyrir alvarleika þess.

Fólkið sem um ræðir í fréttinni, er líklega einungis að reyna að eignast betra líf og er tilbúið að greiða það háu verði. Að tala um mansal er hrein firra.

 


mbl.is Mansalhringur upprættur í Belgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fermingardrengurinn

Fermingardrengurinn enn og aftur. Nú segist hann vera reiðubúinn að skoða allar leiðir varðandi verðtryggð lán. Handa sumum. Samkvæmt frétt Vísis mun það ekki ganga yfir alla.

Eins og segir í fréttinni, „Viðskiptaráðherra segist opin fyrir öllum færum leiðum til mæta vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum eða munu eiga í erfiðleikum með verðtryggð lán.“

Þetta þýðir að þeir sem ekki eiga í sérstökum greiðsluerfiðleikum, fá að borga verðtrygginguna áfram. Væntanlega þangað til þeir eiga í erfiðleikum.

Fyrir utan alla hina sem hafa erlend lán. Mikið elska ég jafnræðið á Íslandi.


Þjóðfélagslegur súrrealismi

Menn tala um að Íslendingar hafi nægar stoðir að byggja á, s.s. álframleiðslu og sjávarútveg. Æði!! En hvað þegar menn fá ekki borgað fyrir fiskinn? Allt stíflað vegna gengis matadorpeninganna okkar og vegna vantrausts á íslenska bankakerfinu.  Jú, ok. Menn tóku á það ráð að framkvæma allar millifærslur gegn um Seðlabankann. Sniðugt. Samt er allt stíflað enn Woundering Skyldi það vera vegna þess að útlendir treysti ekki Seðlabankanum betur en svo?

Menn funda. Funda og funda sem aldrei fyrr. Fermingardrengur mætir á blaðamannafund og segir að eitthvað verði ákveðið á næstu dögum.

Það er fjármálakreppa á bátnum. Við höfum fermingardreng, fiski-líffræðing og dýralækni um borð. Jú, líka einn hagfræðing, en hann virðist hafa gleymt öllu sem hann lærði í skóla. Svo höfum við löffa í Seðlabankanum.

Það er nefnilega þannig, að sama hvað maður lærir, ef maður tileinkar sér það ekki fennir fljótt yfir vitneskjuna.

Er ég bara svona súr, eða er þjóðfélagið svona súrt? Þetta er eins og súrrealískur draumur. Hann er þó ekki blautur þessi.


mbl.is Ákvörðun á allra næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný hugsun - ný tækifæri

Á þessum erfiðu tímum er ekki úr vegi að hugsa hlutina upp á nýtt. Hugsa út fyrir kassann og finna nýjar leiðir til að efla Íslenskt efnahagslíf.

Eitthvað í þá veruna hafa menn talað undanfarið. Allt gott og blessað.

Dorrit, okkar, lætur ekki sitt eftir liggja. Hún hefur ekki áhyggjur af framtíðinni því hún veit hver grundvöllur framtíðar okkar er. Lopapeysur og lýsi. Þar hafið þið það. Björt framtíð okkar byggist á lopapeysum og lýsi. Ég á lopapeysu. Ég er hólpinn.

Reyndar er það svo að undir sólinni er ekkert nýtt. Á árum áður reyndu menn að markaðssetja lopapeysuna erlendis, svona ásamt þorskinum. Ekki man ég hvernig það gekk, en man eftir auglýsingunni með ljóskunum þremur, íklæddar einni og sömu peysunni. Ég man þó ekki hvort sú auglýsing tengdist að einhverju leiti öðrum auglýsingum um funheitt næturlíf í Reykjavík. Líklega var það einhverju seinna sem næturlífið var auglýst. Enda, hver þarf heitt næturlíf sem á lopapeysu? Svo ég tali nú ekki um lopapeysu með þremur sjóðheitum skutlum innanborðs. Nei hverjum verður kalt við þau skilyrði.

Þetta er aldeilis ekki amaleg framtíðarsýn. Við sameinumst í lopapeysunum okkar og munum eiga eldheitar nætur.

Með lopapeysum skal land byggja.

 

Höfundur er aðili.


mbl.is Dorrit bjartsýn á framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konráð er góður

Ekki veit ég hvort verð og gæði fari saman hér. Það er víst ekki algild regla. Ég væri samt alveg til í góðan konna.

Ég þarf væntanlega að vera útrásarvíkingur til að hafa ebbni á þessu. Held mig líklega bara við íslenska ölið


Ég er bátsmaður, einn á báti og heimta kjöldrátt

Nú á seinustu dögum, í öllu efnahagsfarganinu, er sumum ansi tíðrætt um báta. Talað um þjóðarskútuna, sem réttilega hefur strandað langt upp á túni. Í umræðum á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra, sté varla sá maður í pontu að hann talaði ekki um báta. Að tala í líkingum var þema kvöldsins og tengdist aðallega sjávarútvegi. Ólgusjór, allir í sama bát, yrir utan þjóðarskútuna sjálfa. Það gefur á bátinn við Grænland, söng einhver. Jú, Ísland er við Grænland svo það er allt satt og rétt.

Hvar var ég?....Jú, þetta með bátinn. Allir í sama bát. Það er auðvitað tómur þvættingur. Í besta falli störfum við hjá sama útgerðarfyrirtækinu, Bruðli hf. Hver á sínum bát þó. Einhverir á lystisnekkjum, aðrir á skemmtiferðaskipum. Flestir þó á opnum árabátum og því miður einhverir sem ekki einu sinni hafa bát, heldur halda sér í fljótandi trjádrumba. Sjálfur er ég á þokkalega vel tjörguðum árabát. Ég sé þó engan biskup þar um borð.

Í öllu havaríinu undanfarið hafa heyrst raddir um að nú sé ekki tíminn að leita sökudólga. Heldur skulu allir taka til, saman. Mér finnast það klénar raddir. Hví ætti ég að taka til eftir partíið í næsta báti? Bátnum þar sem formaðurinn var fullur og klessti á bátinn minn, svo leki kom að. Á ég bara að ausa og ausa meðan fíflið sem ók á mig siglir makindalega burt? Nei!

Þannig vill til að ég hef ráðið mér starfsmenn á minn bát. Nokkrir eru nú að ausa og ég vil að hinir fari nú og kjöldragi kvikindið á hinum bátnum. Það getur vel gerst samhliða austrinum og má ekki bíða. Hinn seki má ekki komast undan.

En svona án líkinga og annars orðskrúðs, þá á þetta við um raunveruleikann líka. Auðvitað á að taka til og bjarga því sem bjargað verður, strax. Hins vegar má á sama tíma setja aðra í þá vinnu að þefa uppi sökudólgana, áður en þeir koma sönnunargögnum fyrir kattarnef.

Svo ég skelli mér aftur í líkingarnar...Ef kveiknar í, er strax hafist handa við að rannsaka brunann. Það er ekki beðið í margar vikur eða mánuði meðan húsið er endurbyggt. Nei, vísbendingarnar um upptök brunans eru nefnilega til staðar í upphafi, en ekki eftir að skipt hefur verið um hverja spýtu hússins.

Það þarf að finna sökudólgana strax og gera þá óvirka svo þeir valdi ekki meiri skaða en orðinn er. Það er ekkert vit í að hafa þá enn valsandi allsstaðar og innan um, meðan hinir eru að reyna að byggja upp.


Davíð konungur híf(a)ður

Með ferilskrá sem meðal annars státar af afrekum á borð við þau að fella sjálfan Glitni, hefur Davíð konungur hingað til verið talinn geta staðið af sér flestar ógnir. Ekki þó af völdum dansks glæpamanns með krana.

Þótt Davíð þyki mikill að efni og umfangi verður þó að segjast að danskurinn, Egon Jeppesen, hafi færst of mikið í fang. Overkill, eins og tjallinn kallar það. Að sögn blaðsins Bergmåletidende í Esbjerg, mun Egon hafa ætlað sér að hefna ófara sinna. Hann mun hafa átt hlutabréf í ónefndu fyrirtæki, sem gekk manna í millum í fyrra, með tilheyrandi hækkandi tölum á verðmiðanum. Hinsvegar hafi komið í ljós að verðmiðinn var úr svo lélegum pappír að verðgildi hans hafi í raun verið ekkert. Það hafi hins vegar ekki komið í ljós fyrr en Davíð hafði keypt ölið og drukkið. Því hafi hafi hann verið hífður hífaður.


mbl.is Davíð konungi í Vorrar frúarkirkju stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttur bæjarins

sem enginn nennir að horfa á. Smá endurbætt útgáfa af gamla góða Spilverkslaginu í spilaranum

Fílabeinsturnar

Sumir bloggarar kjósa að lifa í fílabeinsturni. Vilja getað bullað og blaðrað án þess að fá gagnrýni. Sumir ritskoða kommentin áður en þau eru birt. Aðrir leifa ekki komment.

Ykkur að segja þá get ég flokkað bloggara í þrjá flokka.

1) Góða og gilda. Allt svo, leifa öllum skoðunum að koma fram.

2) Vafasama. Þeir sem vilja ritskoða. Ok, menn hafa kannski sérstakar ástæður til að vilja ritskoða, eins og stalkera og þannig.

3) Ómarktæka. Þeir sem gefa ekki færi á athugasemdum við sínar færslur. Punktur.

 

Ég fór inn á eitt slíkt blogg áðan. Ómarktækt. Sá fyrirsögnina hjá Jóni Bjarnasyni, sem er þingmaður Vinstri Grænna. Hann kýs að lifa í fílabeinsturni og geta blaðrað út í loftið án þess að kjósendur hans geti lagt orð í belg. Það var algjört slys að kíkja á bloggið hans. Ég hef þá reglu að lesa ekki blogg fílabeinsturnsbloggara, en fyrirsögnin var svo sexý að ég kíkti samt. Skrollaði niður og sá að ekki var hægt að kommenta. Lokaði því næst glugganum án þess að lesa bloggið.

Hví er þingmaður að blogga eins og kjaftakerling án ábyrgðar?
Er hann hræddur við að aðrir hafi aðra skoðun en hann?

Hvað er málið?

 


Game over

Fékk þessa í pósti áðan.

Íslenski jeppinn


mbl.is Aumingja Range Rover
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband