Miðvikudagur, 15. október 2008
Enn um Hannes Hólmstein
Ég skrifaði færslu fyrir stuttu síðan, þar sem ég kallaði eftir Hannesi Hólmsteini.
Nú á þessum samdráttartímum veitir oss ekki af honum, í sjónvarpið, að peppa upp landslýðinn og segja okkur hvað Dabbi er góður gæi.
Hvar er Hólmsteinninn þegar mest ríður á?
Alþýðan situr vonlítil og gónir í gaupnir sér. Hana vantar kraftaverkið.
Er það fugl? Nei.
Er það flugvél? Nei.
Er það Hólmsteinn? Já!
Þetta vantar okkur.
Foringi! Foringi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Jafnaðarmennska ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Íslands hefur beint þeim tilmælum að skuldarar myntkörfulána fái greiðslustöðvun, sérstaklega vegna húsnæðislána en þó ekki eingöngu. Flokksgæðingar og góðir vinir fái einnig frystingu á jeppalánum sínum. Hinsvegar skuli aumingjarnir sem skulda hefðbundin verðtryggð lán halda áfram að borga.
Samkvæmt yfirlýsingu mun ástæða frystingarinnar vera tvíþætt. Í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir greiðsluerfiðleika. Á hinn bóginn að veita skuldurum aukið svigrúm til að halda áfram og/eða auka neyslu, til að halda þannig uppi og/eða auka verðbólgu svo hinir minna metandi verðtryggu ræflarnir fái nú líka eitthvað til að vera andvaka yfir.
Þetta mun vera útfærsla ríkisstjórnarinnar á jafnaðarmennsku, segir í tilkynningu.
![]() |
Afborganir verði frystar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Synfónían þjóðnýtt og aflýsir Asíuferð
Bergmálstíðindi hafa fyrir því öruggar heimildir að Synfóníuhljómsveit Íslands hafi verið að miklu leiti þjóðnýtt. Reyndar hefur hljómsveitin alla tíð verið samgróin ríkisspenanum, en hefur þó hingað til notið ákveðins sjálfstæðis.
Leifur Hallsson, velgjörðarmaður Synfóníunnar, segir að hljómsveitin hafi hingað til haft starfsmannamál í eigin hendi, sem og hvaða verk séu tekin fyrir. Hann vildi sem minnst segja um hvort og þá hvað hafi breyst.
Heimildir Bergmálstíðinda herma að um liðna helgi hafi ríkisstjórn Íslands sett hljómsveitina undir menningarlega skilanefnd. Hafi hljómsveitinni þegar verið settar skorður varðandi notkun ferundar- og sjöundahljóma og svörtu nótnanna eins og heimildamaður orðar það. Eins hafi F-dúr verið afskrifaður með öllu. Óbó hljómsveitarinnar hafi verið seld upp í skuldir og um leið flestum óbóleikurum verið sagt upp. Aðeins einn þeirra mun starfa áfram, en færa sig yfir á þríhorn.
Hljómsveitin mun hafa aflýst Asíuferðinni Synfó Asian Tour sem átti að hefjast um áramót. Ástæða þess mun vera sú að til hafi staðið að taka fyrir verk Asísku meistaranna, Yakomoto og Ling Ping. Þeir munu hinsvegar hafa samið flest sín verk á svörtu nóturnar og því muni hljómsveitin ekki getað flutt þau.
![]() |
Vilja ekki íslensku sinfóníuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 13. október 2008
Neytendahornið - Grillið hennar ömmu
Föðurömmu minni kynntist ég ekki mjög náið. Hún var 69 árum eldri en ég og því orðin gömul þegar ég var farinn að stálpast. Hún lést þegar ég var 18 ára.
Ég man að alltaf þegar farið var í heimsókn að Austurbrún 7, þar sem þau afi bjuggu, voru ávallt bornar á borð randalínur, ásamt fleiru sem ég man ekki. Randalínurnar bera af í minningunni.
Ég man líka að amma hellti upp á kaffi á gamla mátann. Ég var ekki farinn að þamba kaffi í þá tíð, svo ég get ekki dæmt um afraksturinn. Þó man ég að hún notaði ekki pappírssíur, heldur svona síu úr ebbni.
Hagsýn kona hún amma. Enda var hún í blóma lífsins í kreppunni miklu.
Amma lumaði á grilli. Mínútugrilli svokölluðu, eða samlokugrilli. Aldrei sá ég hana þó nota það. Reyndar vissi ég ekki af því fyrr en eftir hennar dag, þegar grillið lenti á heimili foreldra minna eftir hennar dag.
Ekki man ég hvort ég notaði grillið nokkurn tíma meðan ég bjó enn í foreldrahúsum, en eftir þeirra dag endaði grillið hjá mér.
Ekki veit ég hvenær grillið var keypt, en af útliti þess að dæma giska ég á ca 1970. Ytra byrði þess er krómað og á áttunda áratugnum var allt appelsínugult, brúnt, eða í öðrum ljótum litum. Því tel ég að grillið sé eldra en það.
Hvað er svona merkilegt við svona grill? Jú, fyrir nennulítinn mann en áhugasaman um samlokuristun, er grillið alveg stórmerkilegt. Ég hef komist í tæri við allskyns grill seinni tíma. Mörg þeirra eiga að vera svakalega fín, flott og tæknileg.
Öll eiga þau þó meira og minna eitt sameiginlegt. Þau eru allt of lengi að hitna. Maður kveikir á þeim til að rista samlokur í hádeginu en endar svo með samlokur í kvöldverð, svo ég ýki aðeins.
Fornaldargrill ömmu er sko ekki þannig. Það hitnar eins og skot og hitnar vel. Samlokan er tilbúin fáum mínútum eftir að stungið er í samband.
Því var það þegar grillið dó um daginn að ég taldi ekki vænlegan kost að afskrifa það og kaupa nýtt, sem hitnar á svo löngum tíma að brauðið er farið að mygla þegar það loks er orðið heitt.
Þar að auki er ég svo nytsamur andskoti að það hálfa væri nóg.
Nei! Grillið skyldi fá líknandi meðhöndlun. Því settist ég niður um helgina og reif það í sundur. Tók hvern bút og þreif með allskyns efnum, enda örugglega elstu skítaklessurnar síðan á Bítlatímanum.
Ég sá strax hvert meinið var og að auðvelt yrði að lagfæra það. Lítill hitavír sem glóir meðan grillið er í sambandi, var í sundur. Vírinn sá gegnir hlutverki gaumljóss. Þ.e. gegn um gler sést glóðin utanfrá til merkis um að grillið sé að hitna.
Vírinn góði var tengdur í postulínstengi, sem ég gerði mér ekki einu sinni vonir um að finna. Því skipti ég bara um involsi tengisins sem var ónýtt, mixað úr einhverju sem ég fann í Húsasmiðjunni. Upprunalega postulínshúsið látið halda sér.
Síðan hreinsaði ég upp allar tengingar og tengdi á ný. Setti grillið saman og setti í samband. Auðvitað virkar það sem aldrei fyrr.
Efniskostnaður: Enhver hundruð króna. Varð að kaupa stórt vélatengi í Húsó á fimmhundruð og eitthvað, þar sem ekkert minna var til. Annars bara nokkrar skrúfur og skinnur sem ég skipti um.
Vinna: ca fjórir tímar.
Munið, að kreppa er hugarástand!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sunnudagur, 12. október 2008
Tækifærin...Ég missti af þessu
Ég var einmitt að hugsa um þetta í vikunni, að nú væri tækifærið að hefja sölu á peningaskápum. Nú verður örugglega einhver á undan mér, eftir þessar fréttir frá Bretlandi.
Arrrrgggh!
Hvað þá? Var ekki einhver að segja að efnagahshrunið byði upp á ný tækifæri?
Jú, fyrir peningaskápabransann. En skyldu vera fleiri tækifæri?
Umrædd kreppa hefur ekki náð að bíta í mig ennþá. Ég er bara með mín yndislegu innlendu verðtryggðu lán Hverra ég fyllist þakklæti og hlýhug af að sjá höfuðstóla og aðrar mublur hækka. Ég má víst þakka fyrir að hafa engin lán í erlendu gengi. Ég sé til hvort ég nái að næla mér í eins og eina spælingu ef þeir sem hafa vísvitandi tekið sína gengisáhættu verða skornir niðr'úr snörunni, meðan ég og hinir verðtryggu skuldararnir fáum að halda hand- og fótjárnunum.
What goes up, must come down sagði einhver, sem aldrei hafði heyrt um verðtryggðan höfuðstól.
Hvað um það...
Tækifæri og aftur tækifæri!!
Fyrst aðrir voru á undan með peningaskápana, er þá ekki rétt að markaðsetja sprengjuheld koddaver?
![]() |
Peningaskápasala stóreykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. október 2008
Vona olíufélögin nú að enginn sé að hugsa um olíuverðið, í öllu efnahagsumrótinu?
Var nú bara að spökúlera, þar sem ekki hefur heyrst múkk um lækkanir hér heima, meðan heimsmarkaðsverðið hríðfellur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 10. október 2008
Þarf Geir ekki málsverði einnig?
Miðað við þetta held ég að ekki veiti af
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Aukin hagræðing með tilfærslu frídaga
Nokkrir þingmenn framsóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um breytta skipan frídaga. Í upphafi var ætlunin einungis að tiltaka þá 6 frídaga sem lenda á mismunandi vikudögum milli ára. Tilgangurinn mun vera sá að ná þannig fram betri framleiðni í þjóðfélaginu sem og betri nýtingu frídaganna. Eftir fyrstu umræðu þótti rétt að tiltaka einnig þá 7 frídaga sem ávallt lenda á sömu vikudögum. Þannig megi ná fram enn frekari samlegðaráhrifum. Eftri enn frekari umræður og yfirlegu þótti réttast að tiltaka einnig hina 104 frídaga sem jafnan koma upp á laugar- og sunnudögum. Með því móti yrði öllum tryggt gott 117 daga sumarfrí, að viðbættu hinu hefðbundna 24 daga sumarfríi. Þannig mætti leggja niður alla innlenda starfsemi í 141 dag á ári, með tilheyrandi rekstrarhagræðingu upp á 38,6%
Frídagar með reikisamning eru; nýjársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur jóla, jóladagur, annar í jólum.
Frídagar á föstum samningi eru, fyrir utan laugar- og sunnudaga; skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, uppstigningadagur, annar í hvítasunnu, frídagur verslunarmanna.
![]() |
Lagt til að frídagar verði fluttir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hvað verður um Séð & Heyrt?
Undanfarin ár hefur ákveðinn hópur fólks stundað fjárhagslegt stóðlífi. Látið berast á um allar trissur. Haldið hverja stórveisluna af annarri, með eða án heimsfrægra stórstjarna. Mokað stjarnfræðilegum fjárupphæðum úr einum vasa í annan og makað með því krók sinn. Eitt er það sem einkennir þennan hóp fólks er að vera reglulegt umfjöllunarefni fjölmiðla. Sumir fjölmiðlar halda einungis úti einni síðu eða svo fyrir slíkt fréttaefni á meðan önnur byggja afkomu sína alfarið á innihaldslausum fréttum af ríka og fræga fólkinu. Fréttum fyrir okkur alþýðuna sem eigum okkur ekki líf og þurfum á slúðrinu að halda til að hafa einhvern tilgang í tilverunni.
Nú eru tímamót á Íslandi. Margt þessa ríka fólks er e.t.v. ekki ríkt lengur. Næstu afmælisveislur verða haldnar með kaffi og kleinum eingöngu, í Breiðfirðingabúð. Vitanlega eru þeir enn til, sem náð hafa frægð fyrir það eitt að vera frægir. Eru þeir nógu margir til að tryggja rekstur slúðurblaða? Hvað verður um slúðurblöðin þegar allir hinir nýríku eru orðir jafn óbreyttir plebbar og við hin? Hvað verður um Séð & Heyrt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Verslunarstjóri óskast
Glervöruverslun Íslands leitar að verslunarstjóra. Viðkomandi þarf hvorki að að hafa þekkingu á glervörum né meðhöndlun þeirra. Nægir að viðkomandi hafi pólitískan feril að baki.
Ráðningarsamningur verður gerður til óskilgreinds tíma, þar til verslunin fer í þrot eða viðkomandi kýs að láta af störfum að eigin ósk. Hvort heldur verður á undan.
Umsóknareyðublöð liggja hvergi frammi, en hringt verður í þá er til greina koma.
Glermálaráðuneytið.
![]() |
Vill seðlabankastjórana burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)