Miðvikudagur, 22. október 2008
Davíð á Veðurstofuna!
Í fyrrakvöld skoðaði ég spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga. Samkvæmt henni þá, átti að snjóa eitthvað norðan- og austanlands en engin snjókorn sýnd á suðvesturhorninu. Ég hafði hugsað mér að skipta yfir á vetrardekkin áður en snjóaði að nýju og sleppa við langar biðraðir. Planið var að gera það seinni partinn í dag.
En, nei nei. Blasti ekki við manni alhvít jörð í morgun. Það var þá ekki annað að gera en hefja daginn á dekkjaverkstæði, með tilheyrandi bið.
Mér varð á orði við vinnufélaga, í fjaskasti, að Veðurstofan gæti ekki spáð einn og hálfan dag fram í tímann. Sama var uppi á teningnum um daginn, þegar fyrirvaralaust kyngdi niður snjó meðan forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína.
Ég sagði að Davíð hefði frekar átt að leggja niður Veðurstofuna en Þjóðhagsstofnun. Þjóðhagsstofnun hefði líklega getað átt þátt í að koma í veg fyrir að efnahagsástandið þróaðist eins og raun ber vitni. Hinsvegar sé Veðurstofan vita gagnslaus.
Eftir þetta fjas mitt kom félagi minn hinsvegar með frábæra lausn. Lausn fyrir Veðurstofuna, en ekki síður fyrir ástandið í þjóðfélaginu.
Gera þarf Davíð Oddsson að Veðurstofustjóra.
Með þeim gjörningi mætti ekki bara taka til í Seðlabankanum, heldur fengjum við mann á Veðurstofuna sem gæti tryggt okkur betra veðurfar. Það var nú hann sem fann upp góðærið, var það ekki?
15,5°C stýrihitastig ásamt afnámi vindskyldunnar myndi gerbreyta öllum aðstæðum hér. Ég gæti þá látið gamla drauminn rætast, að gerast kókoshnetubóndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Verður mermite bannað á Íslandi?
Fregnir herma að sendinefnd Englandsdrottningar muni vera á leið sinni til Íslands. Embætti íslenska konungsembættisins hefur ekkert vilja segja um málið. Samkvæmt öruggum heimildum er um að ræða að enskir vilji að í skiptum fyrir fisk, kaupi Íslendingar breskt mermite.
Mermite mun vera sá mesti hroðbjóður er uppi hefur verið fundinn. Má í því tilefni geta að mermite var notað við pyntingar á þýskum njósnurum, af MI5, á stríðsárunum.
Heimildir herma að sinnepsgas og cyclon B séu kisulingar í samanburði við mermite.
og vitanlega, eins og almennilegum fjölmiðli sæmir, hefur fyrirsögnin litla skírskotun í efni fréttarinar.
Undirritað af Andeby Titende bladskonsul.
Joakim von And
![]() |
Bresk nefnd aftur til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Er ekki nóg komið af orgíunni hér
Samkvæmt orðabók Íbúðalánasjóðs merkir orðið samdráttur: Holdlegt samneyti milli fleiri en tveggja einstaklinga. Hvort heldur er framsóknarmanna eða annara.
Í ljósi þessa er varhugavert að ýta undir efnahagssamdrátt á tímum sem þessum. Ég tel að alþýða fólks sjái sé meiri hag í að drýgja tekjurnar t.d. með starfi á lyftara, steinsög eða með heimabróderingum, heldur en samdrætti í þágu kapítalsins.
Ó mæ God. Hvar er Sóley?!!
![]() |
Spá 10% efnahagssamdrætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Vísukorn um þróun íslensku útrásarinnar
Góðvinur minn, Bóas Bóason bóndi á Bræðrabólsstað, bað mig að birta þessar línur fyrir sig. Hann vill taka fram að hann er ekki framsóknarmaður, heldur borði hann lífrænt og stundi jóga.
Sagan hefst er alþjóð sat
og átti ei mat.
Var frat.
Í þá tíð menn riðu um sveitir.
Sumir feitir,
Búlduleitir.
Aðrir, með nöfn eins og danskinn.
Þekktu manninn
og hinn.
Í bróðerni þeir rjómann hlutu.
Undan skutu
og nutu.
Að kjötkötlum einir sátu.
Þeir sem gátu
og átu.
Tími skipta og gjafa
Sértu í vafa,
spurðu afa.
Öldin leið á Sovét-eyju.
Þar til sem meyju
úr spennitreyju.
Losað um allt sem að var keppt.
Öllu sleppt.
Fráhneppt.
Menn sem höfðu harma að hefna.
Fengu banka gefna.
Þá eigi skal nefna.
Einn og annar fermingarfýr
Kankvís og hýr,
eignaðist kýr.
Í austur og suður skunduðu fljótt.
Eignuðust skjótt.
Dag og nótt.
Í innanhússbisbíss má feika,
gróða og meika,
bónusa bleika.
En Bónus gríss mátt þér óska,
sé það þrjóska
og þú ljóska.
Víkingarnir heiminn trylltu.
Þeir kónginn hylltu
og fylltu.
Á Svörtuloftum bindin skildu
að bindiskyldu
þeir ekki vildu
Ríkisforsjáin var ekki á sveimi.
Hún var í algleymi,
höfð í teymi.
Alþjóð tók þátt í sukki.
Í lánajukki,
með trukki.
Vildi ekki góðærinu sleppa.
Hún þurfti jeppa,
til að skreppa.
í góðærinu birtist einstaka haus.
Með varnaðarmaus.
Þvílíkt raus.
Í orgíunni eltast hverjir við aðra.
Ha? Uppblásin blaðra?
Hvar?...Naðra?
Hún Ameríka fór að sverfa.
Djöfuls herfa.
Best að hverfa.
Nú allt í einu þjóðin var í súpu.
Hinir skruppu í rjúpu,
til Kúbu.
Þótt gott sé að dvelja syðra.
Koma þeir sem vilja iðra,
þegar betur mun viðra.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Strauss kann ekki að hafa misbeitti sér gegn Vivaldi
Enn af Strauss. Tónskáldinu ástkæra sem samdi Tómatsósuvalsinn vinsæla.
Í gær var sagt frá bréfum þeim sem fundist hafa og samtímamaður Strauss, Hedvig von Gündenberg, mun hafa skrifað. Í bréfunum er sagt frá ýmsum uppákomum tónskáldsins. Einhverju sinni gekk sú saga í Vínarborg að Strauss hefði misbeitt Vivaldi. Var sagan orðinn svo kræf að Vivaldi sá sér ekki fært annað en koma fram og leiðrétta hana:
Ég, Vivaldi, verð hér með að leiðrétta þann misskilning að Strauss, góðvinur minn, hafi misbeitt valdi gegn mér. Það er alrangt. Mér var mikið niðri fyrir og gat hreinlega ekki tekið á honum stóra mínum og valdi ég því hann til að gera það fyrir mig. Ég leyfði honum alfarið að taka á honum fyrir mig...allt svo... vini mínum....sko honum...ekki...eehhh
Ekki náði von Gündenberg að greina framhaldið, fyrir lýðnum er tók að hafa í frammi ólæti.
![]() |
Strauss-Kahn misbeitti ekki valdi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 21. október 2008
VARÚÐ!! Foreldrar athugið! Nýtt eiturlyf á markaðnum!
Eftirfarandi skilaboð fékk ég í tölvupósti frá íslenskum lögreglumanni nú áðan.
|
Detective Danny Perry
Louisville Metro Police Department
Criminal Intelligence Unit
633 West Jefferson Street
Louisville, KY 40202
502-574-7618 Desk
502-744-6618 Cell
502-636-4247 Fax
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. október 2008
Astraltertugubb
![]() |
Áhorfendur átu sönnunargagnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Strauss kann að biðjast afsökunar
Í gömlum bréfum, sem fundust nýverið í héraðsskjalasafninu í Slésvík Holsten, kemur fram að tónskáldið Richard Stauss hafi beðist afsökunar á hinni frægu feilnótu sem finna má í einum síðasta valsi hans, Tómatsósuvalsinum.
Samtímamaður Strauss, Hedvig von Gündenberg, skrifaði umrædd bréf. Í þeim stendur m.a:
Herra Strauss er maður sem kann að biðjast afsökunar á mistökum sínum. Mistökum eins og þeim er hann gjörði við sköpun Tómatsósuvalsins. Þó er Strauss stoltur maður og mun þetta vera í fyrsta sinn er hann hafi þurft að kyngja stolti sínu. Hinsvegar mun feilnótan hafa orðið til er aðstoðarkona hans, frú Lövenbrau, kyngdi stolti hans.
![]() |
Strauss-Kahn biðst afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Eldur í íslenskri eigu
Komið er í ljós að eldurinn sem upp kom í togaranum Lynx er íslenskur.
Samkvæmt vefsetrinu strand.is er hér um að ræða alíslenskan eld. Þann sama og logað hefur í fjálmálageiranum undanfarið.
Eldurinn mun, sem betur fer, ekki hafa skaðað áhöfnina að neinu ráði þar sem hann mun ekki vera eldspýtnanna virði, frekar en togarinn.
Lynx mun verða settur á brunaútsölu síðar í vikunni, ásamt lífeyrissparnaði og öðrum brunnum eignum íslendinga.
![]() |
Eldur í togara í íslenskri eigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 20. október 2008
Fjáröflunarbingó Ögmundar
Ögmundur Jónasson stígur upp á skókassann og segir að ríkisstjórnin hafi ekki heimild til að skuldbinda komandi kynslóðir. Jafnframt talar hann um að ekki hafi verið haft samráð við Alþingi um samninga við AlÞjóða gjaldeyrissjóðinn.
Ekki skal ég um það segja hvort ríkisstjórninni beri lagaleg skylda til að hafa samráð við Alþingi vegna samningarins. Ég get þó ekki séð að það breyti neinu hvort eð er, hvort menn þrefi um það í einn dag eða tvo. Það er enginn annar raunhæfur kostur í stöðunni. Menn verða bara að feisa það. Nógur tími hefur farið í fundi og þvarg nú þegar.
Eins og staðan er, verður að fá innspýtingu strax svo halda megi draslinu gangandi. Koma líka í veg fyrir verðrýrnun eigna. Þá má jafnvel fá eitthvað fyrir þær síðar.
Ögmundur nefnir reyndar engar lausnir. Vill hann slá upp brunaútsölu? Selja allt strax með 90% afföllum? Hefur hann ef til vill aðrar fjáröflunarlausnir í handraðanum? Kannski bingó eða basar?
![]() |
Rangt að skuldbinda ófædd börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)