Fimmtudagur, 4. september 2008
Þegar börnin mín fæddust...
...þá var múgur og margmenni á staðnum. Tja, kannski ekki alveg, en þar voru fæðingarlæknir og ljósmóðir. Læknirinn fylgdist með að allt væri í lagi, sem blessunarlega það var. Þegar börnin voru fædd tók ljósmóðirin við.
Það var ljósmóðirin sem var mér innan handar að klippa á naflastrenginn.
Það var ljósmóðirin sem tók utan um mig, grátandi föðurinn og óskaði hamingju.
Það var ljósmóðirin sem hjálpaði mér að baða barnið hið fyrsta sinn.
Það var ljósmóðirin sem hjálpaði mér að klæða barnið í sín fyrstu föt.
Það var ljósmóðirin sem gerði allt sitt til að gera þessa upplifun svo góða.
Ég vil ekki halla á aðra. Fæðingarlæknar eru ágætir líka. Gamall vinur minn, sem er læknir, tók á móti dóttur minni. Það var yndislegt.
Amma mín var ljósmóðir og ég er stoltur af að vera afkomandi hennar.
Ég styð ljósmæður 100%
Það er skömm að því hvernig fólki í umönnunarstörfum er launað.
![]() |
Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Losun lorts
Ég verð að viðurkenna að það var hið fyrsta sem mér kom í hug við eð lesa fyrisögnina. Gróðurhús eru mér ekki svo hugleikin.
Hvar verður um allt gumsið í flugvélaklóurunum? Fer það í þar til gerða rotþró á flugvellinum, eða fær það bara að gossa yfir opnu hafi?
Hvert fer lorturinn?
Reyndar hef ég aldrei gert nr. 2 íflugvél, en hver veit? Ég þarf að fljúga innan fárra daga og hver veit nema þá verði eitthvað fyrst.
![]() |
Losunarheimildir vegna flugs: Sérstaða Íslands liggur í legu landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Efnahagsástandið. Hvað skal gera?
Stjórnarandstaðan hefur verið dugleg að gagnrýna aðgerðir, eða meint aðgerðarleysi, ríkisstjórnarinnar. Er það vel. Vitanlega á stjórnarandstaðan að gera slíkt.
Hinsvegar spyr ég mig hvort menn eigi að hafa í frammi mótmæli bara til þess að mótmæla.
Að okkur steðjar margvíslegur efnahagslegur vandi. Að hluta til heimatilbúinn og að hluta til innfluttur.
Margir súpa nú seyðið af góðæri síðustu ára, sjálfstæðis og framsóknar. Góðæri sem inspýtt var af erlendu lánsfé og iðnaðarframkvæmdum. Það var svo sem varað við því, en enginn gat vitað um hækkanirnar á olíu- og matvælaverði.
Nú stöndum við frammi fyrir lágri krónu, háu olíu- og matvælaverði með hækkandi verbólgu.
Fyrir þá sem skulda erlend lán kemur gengislækkunin verulega við pyngjuna. Það má samt kannski hugga sig við það að þegar og ef gengið styrkist, lækka lánin á ný. Svo er hinsvegar ekki með hina sem skulda verðtryggð lán. Þar kemur verðtrygging inn. Þótt gengið myndi styrkjast og fara í sama far og áður og verðbólgan myndi lækka, hefur verðtryggingin séð til þess að lánin hafa hækkað. T.d. hefur mitt húsnæðislán hækkað um 10% á tæpu ári og það munn aldrei lækka. Ég hef aldrei séð verðtrygginguna virka í hina áttina. Því situr fólk uppi með hina verðtryggða hækkun, sama hvað gerist síðar. Hvað segir Guðmundur, hagfræðingur Sigurðar G. á útvarpi Sögu um það? Maður sem heldur vart vatni yfir dásemdum verðtryggingar.
Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi. Hvað vilja þeir gera, sem harðast gagnrýna?
Hafa þeir komið fram með tillögur til aðgerða?
Steingrímur Joð hefur kallað eftir þjóðarsátt. Þjóðarsátt um hvað?
lög um gjaldeyrisstöðugleika, fulla atvinnu og sjálfbæra þróun" ?!? Hvað þýðir það? Hvernig eiga lög um fulla atvinnu að hljóða? Eða um sjálfbæra þróun?Eða það sem hann segir hér. Það er ódýrt að gaspra og leggja ekkert til málanna.
Svo kemur Guðni og heldur að hann og hans flokkur hafi ekkert með málið að gera en baðar sig í orðaskrúði, minnir hann á risa, sem hefur kastað frá sér vopnum og klæðum og er kominn með merarhjarta"
Eru allir að tala út um rassgatið þessa dagana?
Þriðjudagur, 2. september 2008
Andskotans inngrip alltaf hreint
Einhver flensuskítur gerir vart við sig, hálsbólga, kvef, nasa- og herðablaðakláði.
Vitanlega eru dæmi þess að fólk hafi veikst alvarlega af flensu. Þá meina ég lífshættulega. Það eru þó jaðartilfelli og væntanlega hafa þeir hinir sömu verið veikir fyrir. Sértilfelli sem vitanlega þarf að taka á.
En að fara að dæla bóluefnum í tíma og ótíma, út af smá flensuskít?!?! HvusslaX kjaftæði er nú það? Er ekki betra að börnin fái smá pestir af og til? Það gerir ekkert annað en að styrkja ónæmiskerfið.
Áður en einhver missir sig, vil ég taka fram að hér á ég við venjuleg heilbrigð börn. Auðvitað eru jaðartilfelli sem inngrip eru þörf, ef líf er í húfi.
Óþolandi þessi endalausu inngrip vestrænna læknavísinda, út af smámálum. Er furða að ónæmi gagnvart hinum og þessum bakteríum verði sífellt algengara? Fólk má ekki fá táfýlu öðruvísi en að heilbrigðisgeirinn fari að dæla meðulum, hægri og vinstri.
![]() |
Inflúensa greindist hér í ágúst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Verðlækkanir. Spennufall meðal erlendra olíukaupmanna, en ekki íslenskra.
Undanfarna daga hefur gífurleg spenna gripið um sig á olíumarkaði. Yfirvofandi eyðilegging fellibylsins Gustavs hefur valdið gífurlegum kvíða og andvökunóttum. Ekki meðal íbúa í New Orleans og nágrenni, heldur meðal olíukaupmanna, sem flestir búa í þúsunda kílómetra fjarlægð frá hættusvæðunum og ættu því að geta sofið rótt með bangsann sinn.
Fyrrnefnd áhyggju- og kvíðaköst hafa valdið olíuverðshækkunum undanfarna daga þrátt fyrir að talið sé að draga muni enn frekar úr eftirspurn eftir olíu í heiminum, enda vitað að framboð og eftirspurn hafa ekkert með málið að gera.
Nú hefur komið í ljós að Gustav olli ekki þeirri eyðileggingu sem óttast var. Hefur það valdið þvílíku spennufalli meðal olíukaupmanna, að leitun er að öðru eins. Sjúkrastofnanir í New York hafa verið yfirfullar í morgun vegna þessa. Einhverjar verðlækkanir urðu strax í morgun, en talið er að einhver bið verði eftir frekari verðbreytingum þar til menn hafi jafnað sig eftir spennufallið.
Hinsvegar hafa íslenskir olíusalar hafa sloppið að mestu við áhyggju- og kvíðaköst vegna Gustavs. Því munu landsmenn geta átt von á verðlækkunum hér heima.
![]() |
Heimsmarkaðsverð á olíu nálgast 106 dali tunnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Verði ljós
Ljósmæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru.
Ljósmæður hafa nú lagt til að öllum fæðingum verði hætt, eða þeim frestað um óákveðin tíma. Barátta ljósmæðra hefur staðið yfir lengi, án þess þær hafi fengið hljómgrunn veskishafa, fjármálaráðherra.
Bergmálstíðindi hafa heimildir fyrir að Samtök Ljósálfa muni styðja baráttu systursamtaka sinna, Samtaka Ljósmæðra.
Sömu heimildir herma að Samtök Ljósálfa munu standa fyrir mótmælafundi á Austurvelli á morgun, þar sem fram mun fara ljóstillífun í boði hússins, eins og það er nefnt í fundarskrá.
![]() |
Vilji ljósmæðra að semja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Blástur vikunnar
Síðastliðin vika var sérstök. Handboltalandsliðið landaði silfri á Ólympíuleikunum, rétt áður en djúp (haust?)lægð heimsótti okkur.
Í vikunni voru handboltahetjurnar sæmdar Fálkaorðunni, jafnhliða því er blés mikið.
Hér er lítil samantekt af hvoru tveggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 30. ágúst 2008
Kjaftasögublaðamennska?
Ég sé hve margir bloggarar eru að missa sig yfir þessari frétt, svo ég tel réttast, áður en lengra er haldið, að taka skýrt fram. Ég þekki ekkert til þessa máls.
Ljótt er ef rétt reynist. Ef maðurinn er að fylgjast með bankareikningi sinnar fyrrverandi. Jafnvel þótt þau væru enn saman, væri það jafn siðlaust og örugglega kolólöglegt.
Fréttin er skrifuð af Ylfu Kristínu K. Árnadóttur. Ég þekki engin deili á þeirri konu. Eftir lestur fréttarinnar datt mér helst í hug að umrædd kona sem segir frá sé vinkona fréttaritara. Þær hafi átt djúsí kaffispjall. Vinkonan hafi ausið úr skálum reiði sinnar yfir sínum fyrrverandi. Ylfa hafi skráð spjallið og búið til úr því frétt.
Það kemur fram í niðurlagi fréttarinnar að konan segist ekki þora að kvarta undan manninum (!!)
Hví ekki? Er ekki rétt að leggja fram kvörtun eða kæru? Láta fara fram rannsókn og komast að því hvert sannleiksgildi ásakananna er. Hafi maðurinn gerst sekur, fengi hann sína refsingu og konan yrði laus við njósnir af hans hálfu.
Nei, hún kýs heldur eð gera ekkert og láta þetta ganga yfir sig áfram. Eins er fullyrt um sekt mannsins í upphafi fréttarinnar.
[...] en fyrrverandi sambýlismaður hennar og barnsfaðir, sem vinnur sem þjónustufulltrúi í viðskiptabanka hennar, fylgist í leyfisleysi með bankareikningi hennar.
Þetta er ekkert annað en hrein og klár fullyrðing.
Hér höfum við einungis aðra hlið málsins, þótt miðað við lýsingarnar sé líklegt að maðurinn stundi njósnir á konunni.
Á meðan konan kýs heldur að gera ekkert, nema tala í skjóli nafnleysis og blaðamaður étur upp hráa frásögn hennar og setur á prent, er kjaftasögufnykur af málinu.
![]() |
Skoðar bankareikning án leyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Steingrímur vill nýja þjóðarsátt
Steingrímur J. Sigfússon hefur nú kvatt sér hljóðs og sett fram tillögu að þjóðarsátt.
Hann gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda harðlega og segir að það sé fordæmalaust að ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra ferðist milli kaffistofa heimsins meðan ástandið er eins og það er hér, grafalvarlegt. Á samráðsfundum verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar sé ekki annað kaffi á boðstólnum. Vínarbrauð, snittur og annað meðlæti hafi verið lagt af. Sem eitt og sér sé hrópandi dæmi um alvarlega stöðu íslensks efnahagslífs.
Steingrímur vill þverpólitíska þjóðarsátt og hann vill skoða hvort lög um bakkelsisframboð, fulla ábót og sjálfbærar kaffistofur eigi ekki að vera hliðarmarkmið við verðbólgumarkmið Seðlabanka.
![]() |
Fá bara svart og sykurlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Hvernig flytja skal vígt vatn með flugi
Bergmálstíðindum hafa borist leiðbeiningar, úr Vatikaninu, um meðhöndlun vígðs vatns.
Leiðbeiningarnar, sem undirritaðar eru af páfa sjálfum, fara skref fyrir skref yfir hvernig meðhöndla skuli vígt vatn á ferðalögum með flugi.
Leiðbeiningarnar eru á latínu en séra Búi Böðvarsson snaraði á íslensku.
1. liður
Mikilvægt er að byrja á vænum þvaglátum og tæma blöðruna alveg.
Flaskan með hinu vígða vatni er síðan opnuð varlega.
Hið vígða vatn skal drukkið í einum teyg, án þess að anda.
Flöskunni skal lokað strax og alls ekki má skola hana.
2. liður
Tóma flöskuna skal hafa með sér í flugið.
Meðan á fluginu stendur má ekki innbyrða neitt. Hvorki vott né þurrt.
3. liður
Er komið er á áfangastað skal flaskan opnuð varlega.
Hafa skal í frammi þvaglát, í flöskuna og tæma vel blöðruna.
Hið vígða vatn hefur nú farsællega verið flutt með flugi.
Athugið!
Sé ekki komist hjá þvaglátum á meðan flugi stendur, skal framkvæma lið 3 og síðan lið 1.
Bergmálstíðindi þakka séra Búa veitta aðstoð.
![]() |
Varað við vígðu vatni í handfarangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)