Óli partýgrís

Eins og alþjóð veit er hlutverk yfirstéttarinnar fyrst og fremst að skemmta sjálfri sér. Skiptast á gjöfum. Sýna sig og sjá aðra. Fátt er betur til slíks fallið en samkvæmi, enda ófá yfirstéttarsamkvæmin haldin viða um heim á degi hverjum.

Íslendingar eiga vitanlega sinn fulltrúa í samkvæmislífinu. Sá er gjarnan kallaður Óli partý. Hann þykir með skemmtilegri samkvæmisgestum og er oftar en ekki hrókur alls fagnaðar.

Nýverið varð ljóst að Óli hafði tryggt sér partýhúsnæði til næstu fjögurra ára. Að sjálfsögðu vakti sú frétt mikinn fögnuð meðal partývina hans.

Nokkrir hringdu í kappann, eða sendu honum SMS.

Goggi Booze hringdi frá Ameríku. „Hey! flottur kallinn maður. Verður að fara að kíkja á mig. Fer að missa húsnæðið. Rock on!!“

Hossi K. sendi SMS frá Berlín. „zat ist zo kool ;)“

Meddi sendi MMS frá Moskvu, með mynd af sér í heita pottinum. „Drífa sig á svæðið! Elena og Jelena biðja að heilsa.“

Eins og gjarnan er með vinsælt fólk, eru einhverjir sem hafa horn í síðu þess. Matti nokkur hefur t.d. dissað Óla undanfarið. Það mun vera vegna þess að honum hafi aldrei verið boðið í partý, þrátt fyrir að hafa endurtekið beðið um að fá að mæta.


mbl.is Þjóðhöfðingjar senda Ólafi Ragnari heillaóskir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður féll af stól

Maður um þrítugt, búsettur á Höfn, féll af stól í dag. Að eigin sögn var hann að skipta um ljósaperu í þvottahúsinu er hann missti jafnvægið og féll. Skrámaðist hann lítilsháttar á vinstra hné. Hann sá ekki ástæðu til að leita á sjúkrahús, en nýtur hjúkrunar eiginkonu sinnar. Heitt kakó, vöfflur og DVD.
mbl.is Kona féll af hestbaki norðan við Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg

Fólk er alltaf að blogga um einhvern fjandann. Það er allt frá því að blogga um eigin vörtur, í að blogga um kýli í borgarstjórninni.

Allt gott um það að segja.

Sumir hafa þörf fyrir að tjá sig um vörtur, kláðamaur, sinadrætti, harðsperrur og njálg. Þannig er það bara.

Ég ætla ekki að blogga um neitt slíkt.

Hefur einhver spáð í hvað 'ekkineitt-ið' er magnþrungið?

Nei ég ætla að blogga um ekki neitt. Ég ætla ekki að blogga um neitt. Ég ætla að blogga um ekkert.

Hér er ekki (andskotans) blogg. Hér er röfl. Hér er tuð. Hér er nöldur.

 

Hér sé fjas

 

Höfum í frammi fjas, því fjas er til framdráttar.

 

Þessi færsla er í boði Össurs. háeff-esseff


Sjálfstæðisfálkinn opnar sálartetrið

Sjálfstæðisfálkinn hefur nú stigið fram og talar innan úr sér sem aldrei fyrr. Hann tjáir sig um hjónaband sitt og framsóknarmaddömmunnar. Eins og alþjóð veit endaði sambandið fyrir tæpu ári með með skilnaði að borði og sæng. Eins og oft gerist hjá fólki í þannig aðstæðum, rasar það pínulítið út á eftir. Finnst einhvernveginn að eftir langt og tilbreytingalaust samband þurfi það að lifa lífinu og prófa hitt og þetta. Báðir aðilar munu hafa fundið sér nýja bólfélaga, en það reyndust vera tilfinningasnauð sambönd. Undir niðri höfðu það hugann hvort hjá öðru.

Hvað hafi valdið sambandsslitunum á sínum tíma, segir fálkinn það fyrst og fremst hafa verið vanræksla sín á maddömmunni.

„Ég var farinn að taka henni sem sjálfsögðum hlut og skeytti lítið um tilfinningar hennar og þarfir. Fyrir vikið fylltist hún tortryggni og grunaði mig m.a. um framhjáhald. Þegar svo er komið er ástandið alvarlegt. Þegar hún stóð mig síðan að rækjubrauðsáti var mælirinn fullur. hún pakkaði saman og gekk út. Ég sat eftir sár og bitur, meðan maddaman stundaði villt stóðlífi. Ekki með einum eða tveimur. Nei með þremur takk fyrir, í einu. Afbrýðisemi mín kraumaði og jókst með Degi hverjum. Að lokum narraði ég einn félaga maddömmunnar í bólið til mín. Æ, þetta er leiðinleg saga og sorgleg. Dæmigerð saga af afbrýðisemi og reiði.“

Nú virðist hinsvegar hafa gróið um heilt og hjúin vilja reyna aftur. Staðráðin í að endurtaka ekki sömu mistökin. Rækta hvort annað og krydda samlífið. Rútínan er af öllu verst.


mbl.is Gísli Marteinn: Ræktuðum illa sambandið við framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykvísk börn að leik

Óli aðal hefur upplýst að um samsæri og stórfelld svik hafi verið að ræða þegar hann hafi verið narraður að vera í liði með Villa. Það sé nú komið á daginn.

„Villi sagði að ég mætti vera aðal og fá að ráða“ segir Óli, ómyrkur í máli. „Þetta er ekki tekið! Þetta er svindl!“

Heimildamaður Bergmálstíðinda, sem er ekki vill láta nafn síns getið en er bæði innmúraður og innvígður, staðfestir þetta. Segir hann Villa hafa sagt orðrétt „Óli má ver'ann en pant fá að vera næstur.“ Þetta hafi síðan verið svikið eftir að Villi hætti við að ver'ann.

Nú hafi leiknum verið hætt í miðju kafi og Óli farið heim til sín, í fýlu. Hinir krakkarnir hafi þá farið og spurt eftir Skara. Hann fær samt ekki að ver'ann. Bara að vera memm.


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má hleypa spennu í sambandið?

Það vill gerast að jafnvel í góðum samböndum, fjari spennan út með tímanum. Neistinn dofnar og hið hversdagslega líf verður að rútínu. Sambandið verði að rútínu. Samlífið verði að rútínu.

Hvað er þá til ráða?

Vissulega eru margar leiðir færar. Mismunandi leiðir handa mismunandi fólki. Sumir kjósa að brjóta upp hversdagsmynstrið og gera eitthvað öðruvísi með reglulegu millibili. Hvað það er, er auðvitað misjafnt. Allt frá því að fara bara út að borða og svoleiðis eða fá sér rauðvín og osta, í eitthvað allt annað. Fara í ferðalög eða fjallgöngur, nú eða kaupa sér dót. Aðrir ganga enn lengra. Bjóða kannski vinum og kunningjum í heimsókn. Þá ekki til að skrafa og skeggræða Wink

Já, margar leiðir eru færar. Allt spurning um vilja og áhuga.

 

Var það ekki annars eitthvað í þessum dúr sem Skari meinti? Woundering


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástkærir leiðtogar vorir

Mynda kjölfestu vors alþýðufólks. Hvar værum við án þeirra? Fallin í ævarandi glötun?

Ástkær leiðtogi

Ástkær leiðtogiLeiðtogar vorir segja framtíðina „horfa til heilla.“ Hvílíkur hátíðarbragur sem prýðir alla þá visku er af vörum þeirra drýpur. Ekki að þeir segist bara vera jákvæðir eða bjartsýnir. Nei svoleiðis hversdagsraus tilheyrir einungis okkur alþýðunni. Þeir kunna að klæða sína djúpu speki í hinn fegursta hátíðarbúning. Það horfir til heilla. Fyrir mig og þig þá? Fyrir stétt hins almenna Reykvíkings? Fyrir hverja horfir til heilla?

Alþýðan


mbl.is Formennirnir voru kjölfestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldar framtak!

Það getur verið stuðandi að finna ekki laust stæði á bílaplani og sjá á sama tíma hvar bílum er svo illa lagt að þeir taka tvö stæði eða jafnvel þrjú (já, hef séð það).

Einhver óþekktur í húsinu sem ég vinn í er sko að standa sig. Þegar ég mætti í vinnuna tók ég eftir bíl sem var mjög illa lagt. Enfremur tók ég eftir miða á afturrúðunni. Ég hefði gjarnan viljað eiga hugmyndina, en svo er ekki. Sá eða sú sem á heiðurinn af þessum miða er snillingur.

Illa lagt í stæði

Snilldarmiði

 


Matvælaverð lækkar!

Já, einmitt. Ég á eftir að sjá lækkanir á heimsmarkaði skila sér í útsöluverð hér heima. Kannski það skili sér að einhverjum (litlum) hluta, svona til málamynda.

Það kom ekki á óvart að í fréttinni slær viðmælandinn strax fyrsta varnaglann. „Hins vegar séu margir þættir sem ákvarða matvælaverð.“ Einmitt. Þótt innkaupsverðið lækki má alltaf finna ástæður til að lækka ekki útsöluverð. Menn eiga afsakanir og tylliástæður á lager. Bara spurning hver er notuð í hvert sinn.


mbl.is Verðlækkanir í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk

Fólk er jafn misjafnt og það er margt. Ljóst eða dökkt, stórt eða smátt, grannt eða svert. Aðhyllist þessi trúarbrögðin eða hin, eða engin. Hlustar á létta tónlist eða þunga. Borðar soðna ýsu eða hamborgara. Er gagn- eða samkynhneigt. Svo mætti lengi áfram telja.

Það var einmitt það sem blasti við okkur dóttur minni. þegar við kíktum í miðbæinn í gær. Fólk. Allskonar fólk. Eins misjafnt og það er margt. Fólk með mismunandi skoðanir, smekk og lífsviðhorf. Þó er eitt sem það á sameiginlegt, hvort með öðru sem og með mér og dóttur minni. Öll finnum við meira og minna sömu tilfinningarnar. Þess vegna erum við í raun meira og minna eins þótt við séum ólík.

Ég skaut þó nokkuð mörgum myndum af fólki í gær. Hér eru nokkrar útvaldar.

Thai

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heja Norge

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

Lítil dama

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

British hommness

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Virðum einstalinginn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

In the army

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Víkingurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fánaberar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Kiddi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau eru það sem þau eru

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var kíkt á Pallaball. Þar var líka fólk.

Á Nasa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pallinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband