Sunnudagur, 29. júní 2008
Fjör á Hólmavík?
Á mbl.is eru nú tvær fréttir af Hamingjudögum á Hólmavík. Ég get ekki sagt að mikið samræmi sé milli þeirra. Er blaðamaður A að skrifa bölmóðsfrétt af Hamingjudögum, meðan blaðamaður B skrifar hallelújafrétt af sömu samkomu? Skyldi annar þeirra vera Hólmvíkingur og hinn aðkomumaður?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 28. júní 2008
Hvalaskoðun í kvöld
Á eftir fer ég til vinar míns. Tónleikar munu verða haldnir í bakgarði hans í kvöld. Þar munu stíga á stokk, sveitaballahljómsveitin Sigur Rós og þjóðlagasöngkonan Björk Guðmundsdóttir, rafiðnaðarmanns, ásamt öðrum minni spámönnum.
Reyndar mun Sigur Rós aðeins vera upphitunarhljómsveit fyrir Ólöfu Arnalds, sem hefur þegar sigrað heiminn með vísnasöng sínum.
Sigur Rós er vel þekkt fyrir hvalaskoðunartónlist sína og hef ég undir höndum nokkrar upptökur af óútkomnum lögum þeirra. Ég hef ákveðið að deila þeim með ykkur. Ég vona að STEF og Maggi Kjartans lesi ekki bloggið mitt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. júní 2008
Bóbó-blæti
Ég hleypti Bóbó, niðursetningi, úr búrinu sínu áðan. Hann þarf að fá reglulega hreyfingu til að halda sér í formi.
Sjálfur sat ég við tölvuna og grúskaði í lagi. Setti á mig heddfón. Bóbó settist á heddfóninn (spöngina) og hóf sitt nag.
Ég rak hann burt. Þá settist hann á hátalara og hóf að naga hann.
Bóbó er haldinn hljómtækjablæti. Ég er alveg búinn að sjá það.
Þegar hann settist á skjáinn við hina tölvuna og hóf að naga mynd af elsku dóttur minni, sagði ég við hann að hér yrði staðar numið.
Bóbó er haldinn tækniblæti, 'in general'
Bóbó er nú í búrinu sínu, að naga spegil og allt annað naghæft. Það fer best á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 27. júní 2008
Típískt
Ég verð seint talinn bílaáhugamaður. Hef reyndar bloggað um bílaáhuga minn áður. Þrátt fyrir það geri ég sjálfur við bílinn minn. A.m.k. svo lengi sem ekki þarf að rífa sundur vélina. Hef sett mörkin þar. Fyrir 21 ári vann ég sem léttadrengur hjá bróður mínum, sumarlangt, sem þá rak bifreiðaverkstæði. Þar lærði ég sitt lítið af hverju sem ég bý enn að. Því er það þannig að þurfi að gera við bremsudælu, skipta um bremsuklossa eða borða. Skipta um dempara, stýrisenda eða spindla, eða annað smálegt, þá geri ég það sjálfur. Einfaldlega vegna þess ég kann það og get. Yfirleitt er málið einungis spurning um hyggjuvit, rétt verkfæri og aðstöðu.
Bílinn minn fagnar 10 ára afmæli sínu um þessar mundir. Ég hef átt hann í tæp fjögur ár og hefur hann þjónað mér vel og dyggilega. Eins og með öll önnur mannanna verk, þarf að halda honum við. Nú er svona eitt og annað smálegt sem þarf að gera fyrir hann áður en ég fer með hann í skoðun. Pínulítið gat komið á olíupönnuna, sem vinur minn ætlar að sjóða í. Svo er löngu kominn tími á að gefa honum nýja afturdempara. Ég fór í umboðið áðan og keypti handa honum nýja dempara, olíusíu og nýtt númersljós.
Í gær fór ég í verkfærabúð að kaupa smáræði sem mig vantaði til að geta unnið verkin. Gormaþvingur fyrir demparaskiptin, búkka og ljósahund. Já ég sé ekki nógu vel til við olíupönnuna nema hafa ljósahund.
Svo kom ég heim, renndi skrjóðnum í skúrinn og ætlaði að hefja verkið.
Nei! Eru þá ekki Ticino innstungur allsstaðar í skúrnum og ég kem ekki ljósahundinum í samband!
Ég mundi eftir að hafa átt millistykki einhverntíma, en fann það ekki.
Semsagt. Varð að slútta öllu í kvöld út af innstungum! Er það ekki týpískt?
Á morgun þarf ég s.s. að græja millistykki. Þá fyrst er hægt að gera eitthvað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Að
Ég verð að viðurkenna að það er fátt sem ég læt fara í taugarnar á mér. Oft þarf ég að hafa mig allan við að koma mér í fjasgírinn. Þó er eitt sem mér tekst, með lítilli fyrirhöfn, að láta fara í taugarnar á mér.
Lélegt málfar.
Það er eitt að tala/hlusta á fólk og annað að lesa skrif þess. Í töluðu máli kemur t.d. ekki fram munurinn á y og i, þótt annað komi þar fram, eins og að segja aðrari í stað annari.
Eitt er það sem ég tek eftir í bloggskrifum, en heyri sjaldan notað í töluðu máli, er þegar fólk er að nota að í tíma og ótíma. þegar að hann sagði..., þegar að ég gerði, og svo framvegis. Þetta stuðar mig. Aldeilis óþolandi.
Ok, allir geta gert einstaka ritvillur og svoleiðis, en kommon. Þegar maður les heilu bloggin, uppfull af óþarfa að hér og þar, svo ég tali ekki um röng y á víð og dreif. Þá á ég erfitt með að halda aftur af mér og lesa til enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Getur einhver sagt mér...
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Stefnir í verkfall
Stefnir Sigurðsson, fiskmatsmaður, hefur boðað verkfall frá og með mánudegi komi frystihúsið á Bíldudal ekki til móts við kröfur hans um lengingu kaffítíma. Kaffitímar í frystihúsinu eru tveir. Báðir fimmtán mínútna langir. Sá fyrri frá klukkan 09:45 til 10:00 og sá síðari frá 15:30 til 15:35. Stefnir hefur farið fram á lengingu hvors þeirra um sig um fimm mínútur.
Frystihússstjórinn á Bíldudal segir það af og frá að kaffitímar Stefnis verði lengdir og því stefnir allt í að Stefnir fari í verkfall eftir helgi.
![]() |
Stefnir í verkfall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Stofa
Akureyrarstofa hefur ákveðið að ráða Margréti Blöndal sem stássfrú Akureyrar í sumar. Jafnframt hefur Umferðarstofa valið Leó Löve sem stássherra Reykjavíkurdeildarinnar. Sigmundur Sívertsen verður stássherra landsdeildar og Sigríður Sörensen verður stássfrú á Hellu.
Fleiri herrar og frúr hafa ekki verið tilnefnd að þessu sinni.
Hlutverk Margrétar, sem og annarra stássherra- og frúa mun vera að flytja reglulega pistla á Ríkisútvarpinu Rás 2, greitt af umferðaröryggisgjaldi þeirra sem eiga bíla og þurfa að láta skoða þá.
![]() |
Margrét Blöndal stýrir verslunarmannahelginni á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Grunur leikur á mittisbrundi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í kvöld, vegna gruns um mittisbrund.
Hjónin Gúndi og Dídí hringdu í Neyðarlínuna um miðjan dag í dag vegna þessa. Þau fullyrtu að þau hefðu ekkert með umræddan mittisbrund að gera. Reyndar höfðu þau elskast um klukkan 14 en mittisbrundur hefði hvegi komið þar við sögu.
Lögreglan rannsakar málið.
![]() |
Grunur leikur á miltisbrandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Bóbó bloggari
Hef lítið bloggað undanfarna daga. Ýmsar ástæður liggja þar að baki. Ég hef í bland við letina, verið upptekinn á námskeiði á daginn og ekki komist í tölvu og svo á kvöldin hefur verið barátta um tölvuna. Bóbó hefur nefnilega uppgötvað bloggið. Ég gruna hann um að hafa opnað eigin bloggsíðu, þótt ég viti ekki hvar hún er. Hann hefur líklega opnað hana annarsstaðar en á moggablogginu þ.e. bobo.blog.is er frátekin. Hann hefur þó verið duglegur að lesa og e.t.v. kommenta líka. Þeir sem hafa fengið komment frá Bóbó mega láta mig vita.
Hann hefur hertekið tölvuna og hefur baráttan verið ansi erfið. Ég tók myndir í miðju stríðinu í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)