Föðurbetrungarnir endurheimtir

Það var stór stund í gær. Ég hitti föðurbetrungana mína á ný eftir 3ja vikna aðskilnað. Þau búin að þvælast um Florida skagann og Bahama eyjar.

Sagðist ætla að bjóða þeim út að borða og eins og venjulega fengu þau að velja staðinn. Aldrei þessu vant voru þau sammála um staðarval. Farið skyldi á Pítuna.

Áttum gæðastund þar. Spjölluðum, fífluðumst og hlógum. Mikið finnst mér alltaf vera skemmtilegra og skemmtilegra að vera pabbi. Hvert aldursskeið er einstakt. Nú eru þau orðnir unglingar og aldrei verið skemmtilegri.

Flottust

 

 

 

 

 

 

 

Hver eru flottust? 

Þau færðu mér gjafir að vestan. Alveg frábært hvað þau hafa góðan sans fyrir gamla kallinum. Náðu sko alveg að finna eitthvað sem hitti í mark.

Eins og þessir bolir.

Bank of dad

 

 

 

 

 

Peningar pabba vaxa á trjám

 

Leti borgar sig strax

 

 

 

 

 

Segið svo að leti borgi sig ekki!

 

Svo auðvitað bjór bjóranna...

Duff

 

 

 

 

 

Reyndar bara orkudrykkur, en samt...

 

Svo ein í lokin, þar sem hún Birna mín ákvað að 'pósa'

Pós

 

 

 

 

 

 

 

Ef þetta eru ekki falleg börn, veit ég ekki hvað falleg börn eru

Ég er svo ríkur.


Pallaball

Nú er vinur minn mættur á svæðið. Ætlum að skella okkur á Pallaball á eftir. Páll Óskar DJ á Nasa. Maðurinn sá kann sko að smíða stuð og stemmningu.

Auðvitað tilheyrir að koma sér í gírinn og spila kallinn á youtube. Finnst við hæfi að skella inn link á besta júróvisjón performans ever.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

 


Góð vika

Nú er góð vika á enda. Búinn að dytta að gamla skrjóðnum mínum, sem hefur þjónað mér vel og dyggilega í næstum fjögur ár og mikið verið keyrður.

Allt í lukkunnar velstandi hjá elsku vinkonu minni og fyrrum kærustu. Hún að deita gæja og með fiðring og alles. Ég samgleðst henni svo innilega og óska henni einskis nema óendanlegrar hamingju. Vona þetta sé góður strákur sem á hana skilið.

Átti góðan dag í vinnunni í dag. Lagðist yfir smá betrumbætur á kóða í kerfinu okkar og náði að stytta vinnslutíma ákveðins verks úr 15 mínútum í tæpa sekúndu. Ekki slæmt Wink

Eigið góða helgi, hvort sem þið ætlið að hírast í tjöldum eða bara ylja hvoru öðru undir sæng.

Bóbó biður að heilsa.

 

bæ ðe vei, hvað er þetta mál með Ramses?


Sex group eftir

Nú virðist sú tíska að nefna hlutafélög group vera að líða undir lok, enda hafa menn í auknum mæli áttað sig á hallærisheitum þeirrar tísku. Nú þegar hefur Baugi group verið komið úr landi, til Bretlands. Þar mun group tískan enn vera í hávegum höfð, enda Bretar annálaðir hallærisaðdáendur. Félag sem ber hið rammíslenska nafn Gaumur mun hafa tekið yfir Bónus og allt hitt jukkið sem Baugur átti áður.

Í framhaldinu keypti hlutafélagið FL group kjölsvínshlut í Baugi og notaði tækifærið við tilefnið að taka upp nýtt nafn. Íslenska heitið Stoðir.

Þannig fækkar nú óðum þeim félögum er kenna sig við group. Alls munu þau félög sem enn kenna sig við group sex.

 


mbl.is FL Group verður Stoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný mannréttindastýra

Að tillögu ráðgjafanefndar, hvers meðlimir eru ónefndir, verður lagt til á næsta fundi borgarráðs að Anna Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, verði ráðin mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.

Sem kunnugt er fann Anna upp mannréttindin. Hefur hún hagnast vel á sölu leyfa til margra vesturlanda. Erfiðara hefur þótt að markaðssetja mannréttindi í löndum þriðja heimsins, sem og Kína og á Íslandi.

Fyrsta verk Önnu mun vera útgáfa kynningarrits um mannréttindi og gagnsemi þeirra. Eintökin munu verða tölusett og eintak númer eitt mun verða afhent Birni Bjarnasyni við hátíðlega athöfn.


mbl.is Mælt með Önnu Kristinsdóttur í starf mannréttindastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björk

Náttúrutalentinn Björk Guðmundsdóttir hefur aflýst nokkrum tónleikum sem hún hugðist halda á næstunni. Ástæðan mun vera hálsbólga og kvef sem hún fékk í nýafstaðinni Íslandsheimsókn, hvar hún hélt náttúrulega tónleika ásamt hvalaskoðunarfélaginu Sigur Rós.

Björk hefur þegar opnað bás í miðbæ Sheffield, þar sem hún endurgreiðir miða.

Björk

 

 

 

 

 

Björk náði upp góðri stemmningu á náttúrutónleikunum


mbl.is Björk aflýsir tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrskurður Óbyggðanefndar stendur

Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur sýknað af kröfu Reykjavíkur­borgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarneskaupstaðar, Braga Sigurjónssonar, Orkuveitu Reykjavíkur og Þorsteins Hjaltested, um að felldur yrði úr gildi hluti úrskurðar Óbyggðanefndar í máli varðandi Stór-Reykjavíkursvæðið um þjóðlendu.

Eins og margir muna e.t.v. voru títtnefnd bæjarfélög og einstaklingar úrskurðuð sem þjóðlendur, enda þykir byggð innan þeirra vera svoddan ó-byggð. Það þýðir að ekki verður meira byggt í umræddum sveitafélögum nema með samþykki umhverfisráðherra. Sama á við um önnur afnot lands innan sveitafélaganna. Hvað varðar einstaklingana tvo, fer félagsmálaráðherra með úrskurðarvald um afnot af þeim.

Eiginkonur mannanna er um ræðir hyggjast ætla að höfða mál gegn ríkinu, þar eð þær telji sig hafa löggilda heimild, útgefna af þjóðkirkjunni, til óskertra afnota.


mbl.is Úrskurður Óbyggðanefndar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðing um ástina

Það var á þessum degi, 1. júlí, fyrir fáum árum að ég varð þeirrar gæfu að njótandi að kynnast ástinni. Oft hafði ég áður kynnst hrifningu, spennu, losta og hvaða nöfnum það kallast. Oft velti ég fyrir mér hvort það væri ást. Hvort ég væri ástfanginn eða ekki. Ég var aldrei viss. Það var ekki fyrr en ástin barði að dyrum sem ég gerði mér grein fyrir að það sem ég hafði upplifað áður var ekki ást. Ég vissi það þegar það loksins gerðist.

Tilfinningarnar sem ég upplifði voru vitanlega gífurleg hrifning/spenna/losti, en einnig óendanleg væntumþykja. Eins að þrátt fyrir að ég þekkti þessa konu lítið sem ekkert í upphafi, fannst mér eins og og hefði þekkt hana alla tíð og þótt við ættum fá sameiginleg áhugamál var einhver einstakur samhljómur milli okkar. Það var alveg sama hvað við gerðum saman. Jafnvel þegar við gerðum eitthvað sem ég hefði alla jafna ekki haft einasta áhuga á, fannst mér það alltaf gaman. Það skipti engu hvað var gert. Það var nándin sem skipti máli.

Ég er gífurlega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að upplifa ástina. Ég er alls ekki viss um að það sé algilt að fólk upplifi hana á lífsleiðinni.

Reyndar reyndist þessi ást ekki eilíf, í þeirri mynd sem hún var í upphafi. Fyrir því liggja ýmsar ástæður og eitrandi tilfinningar. Henni varð ekki við haldið. Þó ríkir gagnkvæm væntumþykja og vinskapur milli okkar enn.

Ég minnist þessa dags og þessa tíma hvorki með söknuði né eftirsjá, heldur með þakklæti. Ég er betri maður í dag.


Dæmd fyrir tilraun til fjársvika

Ólöf Engilberts, bóndi að Vinstra-Horni í Landeyjum, var í dag dæmd í 35 daga stofufangelsi fyrir tilraun til fjársvika. Héraðsdómur suðurlands úrskurðaði.

Forsaga málsin er sú, að sveitungar Ólafar hafa nú í vor tekið eftir að fjármarki fjár þeirra hefur verið breytt á þann hátt að nú beri það mark Ólafar. Einnig hafa fundist geldar og magrar elliær Ólafar þar sem marki þeirra hefur verið breytt á þann hátt að svo sýnist sem þær séu í eigu annarra en hennar sjálfrar.

Ólöf játaði brot sín skýlaust og gaf þær skýringar á verknaðinum að vegna gífurlegra verðhækkana á fóðri hafi hún ekki haft efni á að fóðra fé sitt sem skyldi í vetur.


mbl.is Dæmd fyrir tilraun til fjársvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óðaverðbólga í Evrópu

Nú berast fréttir af óðaverðbólgu á Evrusvæðinu. Þvílíkt og annað eins mun ekki hafa sést síðan í Weimar lýðveldinu á millistríðsárunum. Þykja þessar fréttir vatn á myllu þeirra sem andvígir eru inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku Evrunnar.

Einn ötulasti andstæðingur Evrunnar á Íslandi er ónefndur maður. Bergmálstíðindi leituðu álits hans á fréttunum.

„Þetta staðfestir vitleysisgang Evrópusinna. Við Íslendingar njótum þess að hafa okkar eigin mynt og geta því haft okkar eigin 14% verðbólgu. Enga svona 4% veimiltítulega verðbólgu.“

Nú hefur Seðlabanki Evrópu brugðist við með stýrivaxtahækkun.  Hvað finnst ónefndum um það?

„Oooohhh, það er sexý hluti fréttarinnar.“ 


mbl.is Verðbólga 4% á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband