Miðvikudagur, 25. júní 2008
Fann sokkinn á internetinu
Þýski stærðfræðiprófessorinn Günter Hoffmann fann sokk er hann hafði týnt, á vefsíðu á internetinu.
Sokkurinn hvarf fyrir tveimur vikum síðan, meðan ég var í sundi segir Günter. Þegar ég kom aftir í búningsklefann var þar bara annar sokkurinn. Hinum hafði verið stolið. Svo var ég að vafra á vef háskólans í Stuttgart og þar var hann. Það var ánægjuleg stund.
En hvernig skyldi Günter hafa náð sokknum aftur?
Haha, ég sá við þeim. Ég hægri smellti bara á sokkinn og valdi 'Save As...' og dánlódaði honum segir Günter að lokum, glaður með að hafa endurheimt sokk sinn.
![]() |
Fann tjaldið sitt á eBay |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
„Get ekki sagt að ég sé góður“
Í framhaldi af nýlegri frétt af James Bond - heilkenninu svokallaða, leituðu Bergmálstíðindi álits þeirra Eiðs Smára Guðjohnsen og Jóns Arnórs Stefánssonar á málinu og hvort þeir könnuðust við það.
Jón sagðist lítið hafa kynnt sér málið. Ónefndur vinur hans tjáði þó Bergmálstíðindum að Jón væri drengur góður og dagfarsprúður.
Eiður sagðist aðeins kannast við málið, en svaraði svo með semingi, Get ekki sagt að ég sé góður.
![]() |
Get ekki sagt að ég sé góður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Íslendingar sakna Davíðs
Skoðanakönnun sem var birt í dagblaðinu Húsmæðratíðindi í dag bendir til þess að Íslendingar sakni þess tíma er Davíð Oddsson gegndi embætti forsætisráðherra.
Samkvæmt könnuninni, sem var gerð af SUS, telja þrír af hverjum fjórum að það hafi verið til hins verra er Geir H. Haarde tók við embætti forsætisráðherra.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um tæp 6%
Geir naut mikils stuðnings er hann tók við embættinu af Davíð fyrir nokkrum árum síðan en síðan þá hefur fylgi flokksins minnkað jafnt og þétt.
Alls tóku 12 manns þátt í skoðanakönnun SUS.
Þegar fólk var spurt hverjar ástæður væru fyrir því að það kysi að fá Davíð aftur, voru algengustu svörin að það vantaði einhvern sem segði Svona gera menn ekki og að það vanti fóstru til að fylgjast með ríkisstjórnarsandkassanum.
![]() |
Bretar sakna Blair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Bjarnarferðir
Nýjasta æðið í skemmtanalífi landans eru svokallaðar bjarnarferðir. Um er að ræða ferðir fólks, oft vinnustaðaferðir, um landið þar sem leitað er bjarndýra. Þegar síðan einhver hefur talið sig hafa séð hvítabjörn er lögreglu viðkomandi svæðis tilkynnt um það.
Valgeir Sölvason, lögreglumaður á Þórhöfn, segir þetta skemmtilega nýbreytni. Það er nú ekki eins og það sé svo brjálað að gera hjá okkur dags daglega, svo það er gaman að fá svona verkefni að leita bjarndýra.
Einnig þykir fólki gaman að rugla hinum ólíklegustu hlutum saman við bjarndýr og gjarnan keppast menn um besta ruglið.
Fólk hefur náð að rugla ólíklegustu hlutum saman við birni. Þar má helst nefna kindur, hesta, rúllubagga, hjólbörur og fjórhjól.
Áhugasamir geta snúið sér til ferðaþjónustunnar Bjarnargreiða eftir nánari upplýsingum um bjarnarferðir.
![]() |
Bjarndýrsútkall í Langadal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 21. júní 2008
Gay-pilega gaman
Vinur minn, hommúnistinn, kíkti á karlinn í kvöld. Fórum svo út á lífið. Ég sagði honum ég væri alveg til að fara á gay stað með honum. Fórum á slíkan, þar sem við streitarar vorum í algerum minnihluta. Samt ógeðslega gaman. Dansaði og þurfti ekki að láta flottar kvennsur koma mér úr jafnvægi. Þær hvort eð er flestar lesbískar. Sérstakt kvöld og skemmtilegt. Ég er sæll og sáttur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 20. júní 2008
Arnaldur hlaut blóðsopann
Árlega veitir Hið íslenska glæfrafélag verðlaunin, Blóðsopann.
Í ár voru tilnefndir; Ingimar Örnólfsson, fyrir blóð í A flokki, Böðvar Bjarnason fyrir blóð í B flokki, Sigfinnur Sigurðsson fyrir blóð í AB flokki og Arnaldur Engilberz fyrir blóð í O flokki.
Verðlaunin Blóðsopann hlaut Arnaldur Engilberz, fyrir fádæma góða blóðgjöf á seinasta ári sem og fyrir handlagni við blóðgun þorska.
Ingimar hlaut verðlaun fyrir besta gæðablóðið og Sigfinnur fyrir mesta letiblóðið.
Styrkraraðili keppninnar að þessu sinni var Tampax umboðið á Íslandi.
![]() |
Arnaldur hlaut Blóðdropann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 20. júní 2008
Ólafur laxerar
Ólafur Markússon, sveitarstjóri, átti í morgun fyrstu laxeringu sumarsins. Það átti sér stað neðst við Elliðaárnar. Lagði sveitarstjóri niður ábreiðu og laxeraði á hana einhverju blörruðu.
Sveitarstjóri hóf daginn samkvæmt venju upp úr sjö, með því að sporðrenna maðki við Sjávarfoss, með á annan tug áhorfenda á bakkanum. Það skilaði engum árangri og þá var haldið niður á ábreiðuna. Síðan var ábreiðan hvíld til klukkan átta er Ólafur mætti aftur ásamt fylgdarliði, og þá var laxerað í þriðja sinn. Einn áhorfendanna gein við maðkinum sem var kominn á ábreiðuna eftir snarpa viðureign.
Þessi laxering er tileinkuð 75 ára afmæli Manga Sig apótekara, frænda míns, sem hefur útvegað mér eðal laxerolíu til margra ára sagði Ólafur, en þess má geta að Markús Ólafsson, faðir sveitarstjóra, var á sínum tíma formaður Apótekarafélags Gullbringu- og Kjósarsýslu.
![]() |
Ólafur veiddi fyrsta laxinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Dónagolf
Hmmm, var ekki einhver klámstjarna sem kallaði sig Rocco? Finnst allavega skondið að lesa fyrirsagnirnar af þessari golfkeppni. Svo gæti nafnið Tiger örugglega virkað í klámbransanum. Rocco hlakkar til að takast á við Tiger.
![]() |
Tiger og Rocco í 18 holu umspil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Beðið eftir stóradómi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Bóbó er tekkari
Alveg búinn að sjá það. Tók af honum tvær klippur. Verst að á annarri þeirra sést ekki hvernig hann hreyfði á sér bakið í takt við tónlistina, en hin er betri og ég hendin henni því hér inn.
Jenný þú verður að gefa mér ítarlega skýrslu um þín vídeómál. Skil ekkert hvers vegna þú ert ekki að sjá vídeóin. Ákvað að nota elstu útgáfuna af MPEG4 codecinu. Reyndar frá Microsoft, svo ef þú ert að nota Makka máttu láta mig vita. Kannski verð ég að nota sultukrukku til að Makkafólk sjái þetta. Hljóðið eð svo bara MP3.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)