Brúðkaup í beinni

Nei, Bergmálstíðindi munu ekki halda úti beinni útsendingu frá brúðkaupi. Hinsvegar gerir RÚV það. Um er að ræða sveitabrúðkaup á Jótlandi, þar sem Jens nokkur Hellerup mun kvænast heitmey sinni, Particiu frá Normandí.

Hví RÚV ákvað að sýna frá téðu brúðkaupi er á huldu, en þó má sjá þar hve skrítnir Jótar eru. Þarna má sjá marga spariklædda karlmenn sem hafa þann sið að skreyta jakka sína með eyrnalokkum.

Öllum áhugamönnum um tilgangsleysi er bent á að útsending RÚV mun standa eitthvað áfram.


Kokspyrnukeppni rokksöngvara

Úrslit hinnar Evrópsku kokspyrnukeppni rokksöngvara munu fara fram í Serbíu á morgun. Mikil eftirvænting er í gangi. Mikið stuð og mikil stemmning. Íslenska sveitin Klásúlan mun stíga á svið annað kvöld. Miklar væntingar eru gerðar til sveitarinnar og hefur hún nú hæsta veðhlutfall Bresku veðbankanna, eftir að ljóst varð að Írski páfuglinn Hannes hafði dottið úr keppni. Hann hafði áður haft hæsta veðhlutfallið. Liðsmenn Klásúlunnar segja þetta vond tíðindi, enda sýnt að vinningsspár Breskra veðbanka eru 'óhappa', eins og þeir orða það.
mbl.is Stuð í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum óraunverulegar veðurspár

Það má með sanni segja að veðurspár fyrir næstu daga virðist vera óraunverulegar, þar sem spáð er um 25 stiga hita og heiðríkju.

Hvernig skyldi standa á þessari einmuna veðurblíðu og það svo snemma sumars? Bergmálstíðindi lögðu spurninguna fyrir Veðurstofustjóra.

„Eins og menn vita hefur Veðurstofan lengi átt í fjárhagserfiðleikum. Hár rekstrarkostnaður og lítil sala í íslenskum sudda- og strekkingsveðurspám“ segir Veðurstofustjóri. „Veðurstofan hefur nú sagt upp öllum veðurfræðingum og hætt gerð veðurspáa. Þess í stað höfum við náð góðum samningum við veðurstofur í Evrópu um kaup á notuðum veðurspám þaðan. Spáin sem gildir á Íslandi um helgina, er keypt frá norður Þýskalandi og gilti hún þar um seinustu helgi.“

Það þykir með ólíkindum að engum hafi dottið þessi lausn í hug fyrr. Hve marga áratugi vosbúðar og viðbjóðs hefðu Íslendingar getað sparað sér? Ekki náðist í veðurmálaráðherra í dag. Hann er í fríi á Kanarí.


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland sigurstranglegt?

„Við getum alveg unnið á laugardag“ sagði Friðrik Ómar, í samtali við fréttamenn. Þetta er tæknilega rétt hjá honum, þar eð lokakeppnin hefur ekki enn farið fram og því eru öll lögin, 25 að tölu, jafnlíkleg til sigurs. Hinsvegar, samkvæmt veðbönkum, eru íslendingar ekki líklegir til sigurs. Um er að ræða þessa sömu gömlu veðbanka, oftast breska, sem áður hafa spáð Gleðibankanum, Sókratesi, Hægu og hljóðu, og öðrum íslenskum 16.-sætislögum velgengni. Oftast spá þessir sömu, bresku, veðbankar bretum sigri. Sama hvaða krapp þeir bjóða álfunni upp á. Fyrir stuttu var Írski páfagaukurinn Magnús efstur á lista hjá þeim.

Svo það er best að bíða bara og sjá. Spara sér veðmálin og nota heldur peninginn í eitthvað annað. Til dæmis í ölkassa, eða svo, eins og sönnum Íslendingum sæmir.


mbl.is Ísland verður 11. í röðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Júróúrslit

Nú er ljóst að íslendingar hafa komst upp úr skurðinum og í aðalkeppnina, í fyrsta sinn síðan undankeppnasýstemið var tekið upp.

Síðast keppti Jónsi árið 2004. Nú hafa hinsvegar Friðrik og Regina komið íslandi upp úr gröfinni með frábærum flutningi í kvöld.

Núna geta íslendingar loXins hellt sig fulla á laugardag og horft á Jóróvisjón. Auðvitað hafa þeir alltaf gert það. Nú geta þeir hinsvegar, að nýju, haldið með einhverjum.

Keppni kvöldsins er lokið og næst er að sjá hvað gerist á laugardagskvöld.

Bergmálstíðindi þakka fyrir kvöldið. Sæl að sinni og lifið heil.


Júróamma

Meðan evrópa kýs sín lög, stendur amma evrópusöngvakeppninnar á sviði og prjónar þekkt evrópsk mynstur. Mun hún prjóna skoskt pils sem og íslenska lopapeysu, sem þó er meira norsk að uppruna (ssshhh, ekki segja).

Nú pissa evrópumenn hinsvegar í unnvörpum og er víst að á næstu tíu mínútum mun ekki síður vera álag á evrópskum holræsum frekar en símkerfum. Nema síður sé.

Later...


Júrójúró

Kýpverjar stóðu fastir á sinni menningarlegu arfleifð og grískum tengslum og fluttu Zorbadansinn. Fluttum af einni foxy konu og fimm bankamönnum.

Makedónar flutti sitt lag, 'Let me love you (Let's go, kiss my sole)'. Þóttu þeir ná vel að kynna makedónska axlabandaframleiðslu, sem þykir vera ein sú besta í heiminum. Lagið var flutt í tóntegundinni Þ#.

Portúgalar fóru nýstárlega leið þetta árið. Mussuleiðina. Þau fluttu portúgölsku útgáfuna af hinu gamalþekkta lag 'Crusify'.

Bergmálstíðindi vilja minna á að fleiri fréttir munu berast, strax eftir alþjóðlegt pissuhlé.

 


Júgraviðsjón

Díana, frá Úkraínu mætti eins og fluga á svið en yfirgaf það sem Stevie Wonder. Flott stökkbreyting.

Ungverjar mæta með lag í rólegri kantinum. Þó melódía og þíður ungverskur texti, nema hvað viðlagið er á norsku.

Nú er það lagið Vodka, frá Möltu. Á líklega að vera einskonar eurodance-lag, en hljómar meira eins og ska. Skál.


Júravisjón

Búlgarar stigu á svið með lag þar sem heyra mátti smá electro funk áhrif, ásamt skrykkdansi (man einhver eftir þeirri þýðingu á 'breakdance' ?)

Atriðið ágætt en lagið...

...jæja baunar mættir á svið, með melódískt lag.


Júrótíðindi

Þerr má til gamans geta að Barði Jóhansson seldi Lettum lag sitt, 'Hohoho we say heyheyhey', sem Lettarnir voru að enda við að flytja með góðum árangri, á lettnesku.

Later...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband