Góður andi

Sveitarfélag Akraneshrepps hélt opinberan miðilsfund í kvöld. Svo góð mæting var á fundinn, að færri komust að er vildu. Miðill fundarins að þessu sinni var Markús Þór Hafsteinsson, bóndi og sjáandi.

Þar sem dimmt hefur verið yfir sveitarfélaginu áttu margir von á að í pontu miðilsins myndu mæta púkar og djöflar. Það fór á annan veg.

Sá fyrsti og síðasti, sá eini, er sté í miðilspontuna kallaði sig Michael. Hann mun vera vel þekktur úr andaheimum. Hann talaði um ást sína á tónflæði og dansflæði. Sagði að mannfólkið yrði að gefa öllu flæði tækifæri. Hvort heldur er flæði hugmynda, sjávar eða fólks.

Margir viðstaddra tengdu komu Michaels við palenstínskar konur.

Michael sagðist ekki vilja taka pólitíska afstöðu og þar sem honum fannst hann hafa talað um of með flæði fólkst [til Akraneshrepps] ákvað hann að taka lagið, til að gæta jafnvægis í umræðunni.

Lauk fundinum því með að Michael flutti lagið Beat it og dönsuðu fundargestir með.


mbl.is Góður andi á upplýsingafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá Júró

Smá í lokin, áður en söngvakeppni ársins fellur í algleymi heimsins.

Í mínum huga var þetta keppni hinna endurunnu laga. Verst ég man bara ekki nöfnin á öllum orginölunum, til að geta fundið þá á jútjúb. S.s. Gríska Britney Spears lagið.

Ég man þó heiti spánska lagsins, eins og það hljómaði árið 2005. Kannski ekki sama lagið, þannig séð, en hljóma svo lík að ég heyrði alltaf orginalinn þegar spánska lagið hljómaði.

'Spánska' lagið, árið 2008. „Baila el Chiki Chiki“ flutt af Rodolfo Chikilicuatre.

 

'Spánska' lagið, árið 2005. „La Gasolina“ flutt af Daddy Yankee.

 

 


Mold á Mars

Geimfuglinn Fönix lenti í gær á plánetunni Mars. Tilgangur ferðarinnar er að kanna gæði jarðvegs til notkunar í landbúnaði, sem og að kanna hvort sífrerinn á norðurskautinu kunni að gefa möguleika á frumstæðu lífi. Þá yrði stefnt á að þar risu höfuðstöðvar Framsóknarflokksins.

Marsneskur tilvonandi kálgarður?Fyrstu myndirnar sem bárust í nótt gáfu mönnum tilefni til bjartsýni. Þær bera greinilega með sér að á Mars er að finna mold. Þó á eftir að efnagreina hana. Hugsanlega þyrfti síðar að senda annan leiðangur, áburðardreifarann Alexis, til að bæta gæði moldarinnar.

Félagsmaður Framsóknarflokksins, sem blaðamaður Bergmálstíðinda ræddi við í morgun, segir það nefnilega málið að Framsóknarflokkurinn íslenski nenni ekki að hugsa um Evrópusambandið vegna þess að þar hugsi menn um Alheimssambandið. Þó sé ekki ljóst nú hver niðurstaða ferðar Fönix verði. Það muni hinsvegar verða ljóst í sumar þegar landsfundur flokksins fer fram, undir Snæfellsjökli. Þá verði fyrst ljóst hvort Framsóknarflokkurinn fari í alheimsútrás.


mbl.is Fyrstu myndirnar frá Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið þrískipta vald

Oft er talað um hið þrískipta vald lýðræðisríkis; löggjafavald, dómsvald og framkvæmdavald.

Í eina tíð var sá háttur hafður á hérlendis, að lögregluembætti fóru jafnan með dómsvald sem og sitt hefðbundna framkvæmdavald. Þessu var breytt eftir dóm suður í Evrópu. Nú fer lögregla ekki lengur með dómsvald.

Mér verður oft hugsað til þess hvernig þessu er háttað varðandi löggjafavaldið og framkvæmdavaldið. Þegar kemur að Alþingi versus ríkisstjórn, dettur mér gjarnan í hug tveir ísmolar sem bráðið hafa saman.

Nú tíðkast ísmolafyrirkomulagið víðar en á Íslandi. Það þykir mér þó engin bót.

Það verður heppilegt fyrir Geir H. Haarde, forsætisráðherra, æðsta mann framkvæmdavaldsins, að leggja frumvarp fyrir löggjafavaldið Alþingi, skipta síðan um jakka og greiða atkvæði um frumvarpið, sem þingmaður löggjafavaldsins. Skella sér síðan í framkvæmdavaldsjakkann á ný og starfa eftir hinum nýju lögum, sem frumvarp hans verður þá orðið að.

 

Svona á að gera þetta Wink Setja sjálfur reglurnar sem maður þarf að starfa eftir.


mbl.is Frumvarp um lánsheimild lagt fram í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákveðin mistök

Í Silfri Egils, fyrr í dag, voru formenn stjórnmálaflokkana einróma á þeirri skoðun að setning laganna um eftirlaun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna, sem sett voru árið 2004, hafi hvorki verið slæm mistök, klaufaleg mistök, eða bara einfaldlega mistök. Nei, þeir segja setninguna hafa verið 'ákveðin' mistök. Það hafi allt frá upphafi verið harðákveðið að setja umrædd lög og allir verið á einu máli um það. Því verði gjörningurinn að teljast ákveðin mistök. Mjög ákveðin mistök.
mbl.is Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt vitlaust!

Það er margt fyrirséðara í tilverunni en margan grunar.

Bloggheimar loga þessa stundina. Önnur hver færsla um úrslit söngvakeppninnar og hvað þetta sé allt saman glatað og mikið svindl.

Fyrirkomulagi keppninnar var breytt í ár, eftir að áhrifamestu ríkin innan EBU (Samband Evrópska sjónvarpsstöðva) höfðu setið eftir í undankeppnum undanfarinna ára. Nú voru haldnar tvær undankeppnir og jafnframt áhrifamestu ríkin gerð að útvöldum gullkálfum. Þau áttu tryggð sæti í lokakeppninni.

Þessi staða hinna útvöldu hefur verið áberandi í lokakeppnunum tveimur, þar sem sýnishorn af þeirra lögum hafa verið leikin og jafnframt tekið fram að þau þurfi ekki að fara gegn um síu undankeppninnar. Mín tilfinning var, fyrir keppnina í kvöld, að þau myndi líklega líða fyrir þetta. Þau yrðu 'dissuð'. Þó taldi ég að líklega yrði þó franska lagið eitthvað ofar en hin. Spá mín gekk eftir.

Ég tel alveg víst að á næsta ári muni reglum aftur breytt. Eða eftir tvö ár, eftir að leikurinn frá í kvöld hefur endurtekið sig að ári.

Ég tel öruggt að dómnefndir munu fá aukið vægi í atkvæðagreiðslunni. Nú var dómnefnd notuð sem mótvægi (lítið þó) við símakosninguna í undankepnunum. Ég tel ólíklegt að gamla kerfið verði tekið upp aftur, þar sem eingöngu dómnefndir greiddu atkvæði. Ég tel að vægið verði 50/50 milli símakosninga og dómnefnda.

Ekki veit ég hvaða reglur gilda um samsetningu dómnefnda, en ljóst er að það má setja þeim ákveðinn ramma um á hvaða forsendum lög skuli dæmd. Engar reglur er hinsvegar hægt að setja um slíkt meðal almúgans. Þar er bara hrein vinsældakosning í gangi og vægi laga og flutning þeirra er frekar lítið.

Viðbót:

Já, og/eða að einungis þau ríki sem keppa til úrslita fái að greiða atkvæði. Það er auðvitað bull að öll (a-Evrópu) ríkin sem sátu eftir hafi síðan í unnvörpum fengið að leggjast á sveif með hinum, að kjósa.

 


Úrslit kunngjörð

Fyrir stundu lauk Evrópsku söngvakeppninni. Sigurvegarinn þetta árið er hinn góðkunni Enrique Iglesias. Britney Spears hafnaði í þriðja sæti.

Íslendingar mega vel við una að hafa náð fjórtánda sæti, eftir að hafa ekki náð neinu sæti um nokkurt skeið og ennfremur í ljósi þess að keppnin er að stórum hluta nágrannakosning. Eins og allir vita er Ísland eyja sem á í raun aðeins tvo nágranna, Grænland og Færeyjar.


Evróvisjón

Nú hafa keppendur lokið sér af, sem og kjósendur og nú hafa auglýsendur stigið á svið.

Bretar fluttu lag sem var vinsælt árið 1987, hvers nafn er gleymt.

Spánverjar fluttu lítt breytta útgáfu af Gasolina, sem vinsælt var sumarið 2005.

Aðrir fluttu önnur lög.

Aðal keppninnar að þessu sinni voru fataskipti, en ófáir keppendur skiptu um föt í miðju lagi.

Spennandi verður að sjá hvað kjósendur munu hafa kosið um; gömul lög, ný föt, eða gæði laga og flutnings.


Stóðlífi í Beograd

Danski Evróvisjón keppandinn, Simon Mathew, hefur viðurkennt að hafa staðið í leynilegu sambandi við norsku stúlkurnar, Maríu og Miru.

„Norsku stúlkurnar hafa verið einstaklega indælar við mig og við höfum haft það huggulegt saman“ segir Simon, sem viðurkenndi fyrir stjórn keppninnar að hafa leikið álegg í samnorrænni samloku þeirra, bak við runna í garðveislu norska sendiherrans.

Þetta mun skýra söngtexta Simons, All night long.


mbl.is Samnorrænn kærleikur í Belgrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er blogg list eða iðn?

Það er spurningin.

Talað er gjarnan um bloggmenningu. Flokkist blogg sem list er ekki spurning um að veita bloggurum aðgang að kjötkötlum þeim er eyrnamerktir eru listum og menningu.

Hinsvegar þykir ekki líklegt að það gerist. Þá er gott að hafa plan B. Ég hef þegar hafist handa við iðnvæðingu bloggs. Þar sem hér er rituð meira og minna tóm tjara, er tilvalið að tæknivæða framleiðslu hennar.

Um er að ræða hugbúnað sem mun blogga sjálfvirkt. Mun það losa mig undan þeirri vinnu sem bloggstarfið er. Gera mér kleift að geta stundað mína vinnu á ný og eignast jafnframt líf.

 

Hér má sjá hluta kóðans.

void blog()
{
  Entry et = generateblogentry();
  publishblogentry(et);

  if(istimeforsomecomments())
  {
    int comments = howmanycomments();
    for(int i = 0; i < comments; i++)
    {
      Blogger bl = selectblogger();
      Subject sb = selectsubject(bl);
      Comment cm = generatecomment(sb);
      postcomment(cm);
    }
  }
}

 

 

Jamm, veit þetta er nördísk færsla Blush


mbl.is Bloggarar vilja listamannalaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband