Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Golfið hans Villa
Mikið er hugmynd hans gamla góða Villa um golf handa atvinnulausum stórkostleg.
Ég hef aldrei spilað golf og á hvorki Lacoste bol né köflótta peysu. En hvílík hamingja það væri fyrir atvinnulaust fólk að spila golf.
Fyrir einhverjum árum var ég án vinnu. Þáði bætur sem dugðu kannski fyrir helmingi útgjaldanna. Þá er matur ekki talinn með.
En hver þarf að borða sem fær að spila golf í boði Villa? Maður bara safnar upp sínum skuldum, klæðist köflóttum buxum og bol með sætum krókódíl og allar áhyggjur hverfa.
Vitanlega kaupir hinn atvinnulausi sér golfsett. Hva! Bara hundraðþúsunkall. Hvað er það milli vina. Hvaða atvinnulausi maður getur ekki pungað út fyrir því?
Vitanlega augljósasti kosturinn fyrir atvinnulausa að kaupa sér göngutúra fyrir formúgu berandi 30 Kg kylfusett á bakinu. Aldrei hefði mér dottið í hug að fara bara út að labba, í hverfinu. Á lame gallabuxum og einlitri peysu og með ekkert á bakinu. Aldrei.
Hvað verður um atvinnulausa þegar þessi snillingur hverfur af sviðinu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. apríl 2010
Á að nefna fell, eða fjall?
Fellið sem myndast hefur við þetta yndislega eldgos sem bjargaði okkur úr viðjum Icesaveumræðunnar hefur verið í umræðunni og hvað það skuli heita.
Nú hefur menntamálaráðuneytið tekið af skarið og hóað saman liði til að finna nafn.
Um daginn var haft eftir einhverjum fræðingnum að eldgosið gæti jafnvel varað lengi og myndað dyngju á við Skjaldbreið. Gosið hefur nú einungis varað í rúmar tvær vikur og fellið sem nú hefur myndast gæti allt eins endað sem veglegt fjall.
All gott um það að segja að velta fyrir sér hugsanlegum nöfnum á fyrirbærið, en væri ekki réttara að bíða með nafngiftina þar til gosinu lýkur og fyrirbærið fullskapað?
Til eru fjöll sem draga nafn sitt af útlitinu, ss. Herðubreið og Keilir. Í dag er engin leið að vita hvert endanlegt útlit fellsins verður, eða hvort um myndarlegt fjall verður um að ræða.
Eigum við ekki að leyfa barninu að fæðast aður en við ákveðum endanlegt nafn á það?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. apríl 2010
Markleysingjar
Sumir bloggarar leyfa ekki öðrum að gera athugasemdir við skrif sín. Kjósa heldur að básúna úr sínum fílabeinsturni.
Þar á meðal eru Björn Bjarnason, Sóley Tómasdóttir, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Jón Bjarnason og Jónas Kristjánsson. Marga fleiri má telja til.
Yfirleitt eru fílabeinsturnabloggarar að freta úldnum fretum. Þó ekki alltaf. Jónas á til að freta ferskum fretum.
Svo eru þeir, sem vilja telja sig frelsishetjur og blogga um hve þjóðfélagið sé súrt, en bjóða þó ekki upp á umræðu um málin, eins og Bubbi. Hann bloggar á Pressunni en sér þó ekki ástæðu til að leyfa athugasemdir. Alþýðufretur, Þúsundþorskafretur, eða bara fúll fretur samkvæmt staðli?
Hver getur tekið alvarlega, fólk sem kýs að blammera án umræðu? Ekki ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 5. apríl 2010
Flippness
Enda húðin brúnni en mold,
en svo ferlega skorin fittnesskona
fengi tæpast reist mitt hold.
Rannveig og Gauti Íslandsmeistarar í fitness | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. apríl 2010
Trúarspökúler
Ég hef lesið nokkur blogg áhengd þessari frétt og tilheyrandi athugasemdir við þau.
Eins og við mátti búast lýsa guðsmenn frati á málið en aðrir taka undir.
Í einni athugasemdinni líkir ritari guðstrú við trú manna á sjálfa sig, sem er vitanlega eins og að bera saman epli og appelsínur. að trúa á sjálfan sig er merki um þroska annars vegar og vilja til frelsis hins vegar. Kem að því síðar.
Lífið og náttúran eru margslungin og fjölbreitt. Þó tel ég að margslungnin og flölbreytnin sé minni en margur telur. Þá á ég við lögmál náttúrunnar td. Svo margt má yfirfæra yfir á annað. Svo margt er í eðli sínu svipað þótt stigsmunur kunni að vera á. Svo dæmi sé tekið hvernig útskýra megi grunnlögmál raffræðinnar með útskýringum pípulagningamannsins.
Þótt ég sé guðleysingi, er ég td. alveg til í að gera ráð fyrir lífi eftir dauðann í hvaða mynd það svo sem væri. Enda hafa guð, ésú, allah og hvað þeir allir hétu, engan einkarétt á hugtakinu og eru langt í frá að eiga höfundarréttinn að því. Ástæðan fyrir því að ég er tilbúinn að gefa hugmyndinni séns, er einfandlega sú að annað í náttúrunni er hringrás. Hví þá ekki lífið líka? En þetta var útúrdúr.
Eins get ég hugsað mér að yfirfæra þroskaferil einstalkings yfir á þroskaferil mannkynnsins.
Barn finnur gjarnan ekki öryggi nema undir verndarvæng mömmu sinnar, eða annars fullorðins einstaklings. Skyldleikinn skiptir ekki megin máli, heldur að hafa einhvern að treysta, því það sjálft hefur ekki þann þroska til að bera að standa eitt. Það ber spurningar sínar undir viðkomandi og tekur ákvarðanir út frá því. Barnið þroskast með árunum og verður æ sjálfstæðara, þar til að það tekur ákvarðanavaldið að fullu í sínar hendur og blómstrar sem sjálfstæður einstaklingur. Stendur á eigin fótum og upplifar frelsið sem því fylgir. Því einstaklingur háður öðrum er ekki frjáls einstaklingur.
Á sama hátt sé ég mannkynið, sem ég líki þá við barnið. Frá örófi hefur mannkynið ekki haft þroskann til að standa með sjálfu sér án þess að hafa einhverja móður, eða föður. Þar sem hvorugt liggur fyrir, svo vitað sé, bjó mannkynið sér bara til foreldri með pilsfald að hanga í. Síðan í öndverðu hefur foreldrið tekið stakkaskiptum. Stundum verið eitt. Stundum mörg. Þó öll í álitlegum og vel földuðum pilsum. Segja má að á síðustu tímum hafi mannkynið verið á táningsaldri. Sjálfstraustið aukist jafnt og þétt, sem greina má á minnkanndi trúrækni. Nú er mannkynið kannski í þann mund að ná fullorðinsaldri og því fylgir að pilsfaldurirnn verður ekki aðeins óþarfur, heldur beinlínis fráhrindandi. Hið fullorðna mannkyn mun vilja það frelsi sem felst í sjálfstæði og að vera engum háður.
Því mun Nietzsche hafa rétt fyrir sér á endanum.
Sífellt færri trúa á guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 1. apríl 2010
Höfuðborgarskattur
Útlit er fyrir að rukkuð verði veggjöld af vegfarendum á öllum stofnæðunum þremur frá höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna stórtæk verkefni í vegagerð. Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, þ.e. breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að taka upp veggjöldin.
Súperhugmynd segir einn bloggari og vísar síðan til þess hvernig málum er háttað í Osló.
Allt í lagi að setja veggjöld á tiltekna kafla sem hafa verið fjármagnaðir með fé ekki komnu úr ríkissjóði, eins og Hvalfjarðargöng.
Hins vegar, að fara að skattleggja höfuðborgarbúa til að standa straum af gangnagerð norður í landi, eins og Vaðlaheiðargöngum, er auðvitað út úr kú.
Er rétt að skattleggja höfuðborgarbúa til að fjármagna suðurlands- og vesturlandsvegi?
Hverjir nýta sér helst þá vegi? Ætli það séu borgarbúar sem starfa í Hveragerði eða Borgarnesi, eða öfugt?
Ég held að fleiri Hvergerðingar og Borgnesingar starfi í borginni en borgarbúar í Hveragerði eða Borgarnesi.
Hverjir eiga þá að borga? Borgarbúar?
Þetta hlýtur annað hvort að vera aprílgabb eða hugmynd frá kattfylkingunni.
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Krípí auglýsing
Ég hef gjarnan gaman að spá í auglýsingar og hvernig þær virka á mig og aðra.
Ein er sú auglýsing sem heyrist oft nú um mundir, í það minnstá á Rás 2. Ég hef ekki hlustað mikið á aðrar stöðvar undanfarið.
Þar er auglýst einhver vefsíða. Auglýsingin virkar þannig á mig að mig langar alls ekki að skoða vefsíðuna, sem ég hef og ekki gert.
Mjóróma karlmannsrödd spyr; Viltu vita leyndarmálið mitt? og segir manni síðan að fara þá inn á ákveðna vefsíðu. Vilji ég vita leyndarmálið.
Málið er að eftir að spurningin hefur verið borin upp, svara ég í huganum Öhhhh, nei.
Röddin sem spyr spurningarinnar virkar nefnilega frekar krípí á mig. Eiginlega frekar pervertaleg og ég kæri mig ekki um að vita neitt um leyndarmál spyrjandans.
Svona hljómar spurningin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 30. mars 2010
Kettir eru skarpari en Strauss-Kahn
Ég hef alltaf sagt, að Icesave sé ekki skilyrði af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en við þurfum að hafa meirihluta í stjórn sjóðsins. Segir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri IMF. Ennfremur segir hann, Ef Icesave-deilan er leyst er ég viss um að slíkur meirihluti fyrir hendi. Ef Icesave-deilan er ekki fullkomlega leyst veit ég ekki hvort það er meirihluti í stjórninni.
Er maðurinn ekki að segja berum orðum að álit meirihluta stjórnarmanna fari eftir stöðunni í Icesave deilunni?
Er það ekki þannig að stjórn sjóðsins fer með ákvarðanavald hans?
Sé það skilyrði meirihluta stjórnarinnar að Icesave deilan sé leidd til lykta áður en endurskoðun fer fram, þá er um skilyrði að ræða af hálfu sjóðsins. Svo einfalt er það. Það þarf ekki nema lágmargsgreind til að átta sig á því.
Meira segja meðalgreindir kettir átta sig á því.
Því ætti ríkisstjórnin að hafa vit á að hreyfa við mótmælum, þegar í stað.
Ísland kann að skorta stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Allsberjalyng
Ég hef kynnst mörgu fólki gegn um netið og af öllum kynjum. Eitt sinn spjallaði ég við rúmenska stúlku, sem sagðist m.a. hafa skroppið til Íslands í 2 vikur. Var á faraldsfæti um heiminn.
Sagði vini mínum frá henni og hann spurði; er hún ekki bara úrsúla og átti þá við hvort hún væri ekki súludansmey.
Það veit ég ekki, sagði ég. Kannski bara.
Heyrði af henni síðar, þar sem hún var í Los Angeles og sannfærðist um að vinur minn hefði átt kollgátuna.
Hún væri súludansari.
Hún var að ferðast á eigin vegum í þeim tilhögunum, um heiminn þveran og endilangan. Enginn hafði hneppt hana í ánauð eða tekið af henni vegabréfið, eins og gerist þegar um mansal er að ræða. Hún var bara að ferðast um og þéna pening fyrir að glenna sig.
Því afskrifa ég alls ekki það sem Gullfingurinn segir um sína dansara; að það séu konur sem ferðist gjarnan milli landa til að glenna sig.
Er ekki alveg að sjá mansalsþáttinn í þessu. Mansal er ánauð. Þrældómur.
Ég er ekki að sjá að staðir uppi á yfirborðinu geti (þótt þeir vildu) stundað mansal. Mansal hlýtur alltaf að liggja undir yfirborðinu, þar sem um er að ræða ánauð og frelsissviptingu. Vegabréfssviftingar. Kannski einhverjar úrsúlur stundi vændi. Skal ekkert segja um það, en það er ekki sama og frelssissvipting og þrældómur, sé það þeirra val.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 23. mars 2010
Hringrás blaðamennskunnar
Tveir eru þeir vefir sem mér gefur fundist skrítið að lesa. AMX og T24. Orðfærið hefur mér löngum þótt sérstakt og oft hef ég séð fyrir mér skotgrafir við lesturinn.
Forsvarsmaður T24 ku vera maður að nafni Óli Björn Kárason. Oft hef ég heyrt sama nafn nefnt í umræðu um AMX. Veit þó ekki hvað til er í því. Þó er ritstíllinn beggja vefja ekki ósvipaður.
Ég hef velt fyrir mér hvar ég hafi áður lesið greinar í sama stíl. Í dag fattaði ég hvar.
Ég áttaði mig á að þessi sami stíll var í hávegum hafður fyrir tæpri öld, í skotgrafahernaði alþýðunnar og auðvaldsins.Stíll uppnefna og níðs.
Hér er dæmi úr Alþýðublaðinu, þ. 29. nóvember 1918:
Eins er eðlilegt að auðvaldið, sem með stórum kostnaði heldur Einar Arnórsson til þess að skrifa í Mgbl., ætlist til þess af honum, að hann geri það sem vænst var af honum; en ætli að Einar fari ekki lengra en þeir bjuggust við, þegar hann fer svo langt, að neita því, að auðvaldið sé til, auðvaldið, sem allir vita að hefir keypt Morgunblaðið, og hefir lagt því til 250 þús. kr. (milljónarfjórðung), ráðið til blaðsins E, A. fyrir mikið hærri laun en ráðherrar hafa o.s.. frv. Og þetta alt í þeim tilgangi, að vinna á móti alþýðuhreyflngnnni, því, að sá er tilgangurinn vita allir. Já, ætli húsbændum hans Einars finnist hann ekki vera helzt til duglegur, ganga helzt til langt. Ætli engum þeirra hafi orðið á að raula fyrir munni sér:
Bósi, geltu, Bósi minn,
en bíttu ekki, hundur
Þetta er nákvæmlega sami ritstíllinn og á AMX og T24 hvar pólitískum andstæðingum er fundið allt til foráttu án þess að rökstuðningur liggi að baki, heldur tilfinningar einar.
Merkilegast þykir mér þó að Óli Björn og félagar hafi valið sér ritstíl sósíalista (kommúnista) fortíðarinnar. Kannski þeir séu svona miklir hægri menn að þeir séu komnir hringinn.
Maður spyr sig.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)