Stoltur af stóru systur

Það er ekki flókið. Meðan eftirspurnin er til staðar, verður framboðið það einnig. Ég er alveg á því að leifa ætti notkun tálbeita í einhverjum tilvikum sem ásetningur virðist greinilegur og einungis þurfi sönnunina. Auðvitað alltaf álitamál, en algerlega eitthvað sem mætti skoða.

Mér liggur við að segja að þar sem þessir níðingar eru annarsvegar, sé ég tilbúinn að droppa öllu sem heitir mannréttindi og að tilgangurinn skuli helga meðalið.

Það er með þetta eins og svo margt annað. Meðan eftirspurnin er til staðar, verður framboðið það einnig. Því er ekki síst mikilvægt að draga úr henni. Þetta er ein leið til þess.

Ég er mjög stoltur af þér Gnása mín.


mbl.is Níðingar í klóm Interpol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urr

Mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað getur verið gaman við að hlusta á urrandi bíl.

Nágranni minn á einn gamlan amerískan. Hann notar bílinn aldrei en hefur hann í skúrnum og strýkur honum þar. Síðustu helgi ók hann bílnum eina bíllengd, þ.e. út úr skúrnum. Setti hann í gang og þandi í korter eða svo. Síðan var bílnum bakkað í skúrinn aftur. Nú áðan lék hann sama leikinn. Reyndar ók hann einn hring á planinu fyrst, svona til að leifa nú örugglega öllum í hverfinu að heyra urrið. Lullaði um planið og þandi vel. Síðan stöðvaði hann bílinn framan við skúrinn, opnaði húddið, horfði, hlustaði og þandi.

 


Aftur til fjastíðar

Úff, nú hef ég afplánað þessa viku í fílabeinsturninum. Það er ekki alveg að virka fyrir mig. Ég gæti aldrei gerst vinstri grænn bloggari. Ég vil heldur fá fídbakk. Nú get ég fjasað smá fram yfir helgi, er ég gerist bergmálsmaður mikill. Þó með opið fyrir athugasemdir auðvitað.

Var að koma í hús. Tók leigubíl neðan úr bæ. Ég held honum hafi tekist að brjóta flestar umferðarreglur á leiðinni. Ók á 60 þar sem hámarkshraði var 30, a.m.k. í tveimur götum. Ók af ytri akrein inn á innri, í hringtorg og út á þá ytri (hægri) aftur. Ók Miklubrautina á 110, þar sem er 80Km hámarkshraði. Var ekki með öryggisbelti. Eiginlega var það eina sem hann virti voru umferðarljósin. Hann ók ekki yfir á rauðu. Ðadds itt.

Gott að vera kominn úr afplánun.


Landbúnaðarfangelsið

Úr fílabeinsturninum #8

Landbúnaðarráðherra bloggar um útflutning lambakjöts, tollaívilnanir og annað gums.

Hann segir: „Ég hef engin áform uppi um að ganga hraðar fram í lækkun tolla en alþjóðlegar skuldbindingar munu krefjast, nema gagnkvæmar tollaívilnanir fáist í staðinn til að styrkja útflutningsmöguleika landbúnaðarins í breyttum heimi.“

Nú ætla ég ekki að falla í sama pytt og sumir, að fullyrða neitt um gæði íslensks lambakjöts. Hvort það er best í heimi eða ekki. Ég segi bara að það er djöfulli gott kjöt og örugglega með því betra sem finnst.

Gengi Ísland í Evrópusambandið væri greið leið fyrir bændur þessa lands að selja hágæða afurðir sínar, eins og lambakjöt, til Evrópu fyrir gott verð. Ekkert tollavesen. Þá losnuðu þeir úr þessu styrkjakerfi hér sem heldur þeim föngnum.

Reyndar mætti alveg lappa upp á þetta átjándualdarkerfi hér sem bændur þurfa að búa við. Gersamlega tjóðraðir við ríkið í formi styrkja og niðurgreiðslna, hægri og vinstri, án þess að ganga í Evrópusambandið.

Málið er, sem hvorki landbúnaðarráðherra né aðrir virðast skilja, að um leið og maður múrar aðra úti múrar maður sjálfan sig inni.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


Forsjárlausir feður og opinber aftanítaka

Úr fílabeinsturninum #7

Ég var að lesa færslu hjá bloggvinkonu. Þegar svona mál ber á góma finn ég reiðina ólga innra með mér. Sjálfur hef ég, sem betur fer, ekki þurft að standa í svona umgengnismálum. Nóg er nú samt.

Ég hef verið að fást við Sýslumanninn í Reykjavík og í framhaldinu Dómsmálaráðuneytið, vegna meðlagsúrskurðar. Ráðuneytið staðfesti úrskurð sýslumanns og bætir einni fjöður í þann hatt hvað varðar brot á stjórnsýslulögum. Þar sem málið mun næst fara til umboðsmanns Alþingis, ætla ég að bíða með nána útlistun. Hinsvegar þykir mér blasa við, í öllu þessu ferli, að a.m.k. 11. grein stjórnsýslulaga (Jafnræðisreglan) hafi verið brotin. Einnig tel ég að 12. greinin (Meðalhófsreglan) hafi verið brotin, sem og 13. greinin (Andmælaréttur).

Hvernig?

Konan fékk í hendur greinargerðirnar mínar til sýslumanns, sem og kæruna til ráðuneytisins, áður en úrskurðir féllu. Ég fékk aldrei að sjá neitt frá henni, hvorki upphaflegu úrskurðarbeiðnina né greinargerðir. Þetta tel ég kláarlega brot á 11. greininni.

Aldrei var gerð einasta tilraun til að sjá aðra leið en úrskurð, þrátt fyrir að það hafi verið viðurkennt að ég væri þá og þegar að standa undir mínum skyldum samkvæmt Barnalögum. Þetta tel ég brot á 12. greininni.

Úrskurður ráðuneytisins en annarsvegar byggður á launatöfluútreikningum, þrátt fyrir að efni kærunnar snerist ekki um það. Hinsvegar það sem ég tel brot er að einnig er byggt á órökstuddum fullyrðingum konunnar, sem n.b. hafði undir höndum texta kærunnar, án þess að mér hafi gefist tækifæri að bera hönd fyrir höfuð mér og andmæla. Enda fékk ég aldrei að sjá greinargerðir hennar. Þetta er alveg skýlaust brot á 13. greininni.

Hér má sjá Stjórnsýslulögin.

 

Athugið. Í þetta sinn er ofangreint algerlega frá eigin hjarta og endurspeglar skoðanir mínar.


Hægðir Vegagerðarinnar

Úr fílabeinsturninum #6 

Mér er fyrirmunað að skilja hugsunarleysi Vegagerðarinnar. Reykjanesbrautin hefur verið hreinasta slysagildra svo mánuðum skiptir. Eftir að framkvæmdir þar stöðvuðust er eins og enginn hafi leitt hugann að því að ganga þó þannig frá að léleg lýsing, þrengingar, sveigjur og beygjur valdi sem minnstri hættu. Þrátt fyrir slys á slys ofan, undanfarna mánuði, hefur ekkert verið gert fyrr en nú. Ég þori varla að trúa því en kemst ekki hjá að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort raunverulega hafi þurft til að landsþekktur maður tjáði sig opinberlega um ástandið, eftir slysið fyrr í vikunni.

Morgunblaðið hefur eftir G. Pétri Matthíassyni að búið sé að setja upp skilti, síðan í gær og fleiri séu í vændum. Með öðrum orðum er G. að segja að loksins hafi menn drullast til að gera eitthvað í málunum. Hvers vegna spurði Mogginn ekki G. að því hví þetta var ekki gert löngu fyrr? Svona eins og hálfu ári fyrr, eða svo.

Vegagerðin hefur ærlega skitið á sig þarna en vonandi þurfa ekki fleiri að slasast eða deyja vegna þess.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andremma

Úr fílabeinsturninum #5

Jújú, maður með tannvesen fær auðveldlega andremmu. Tannholdsbólga og allt það. Hér er væntanlega verið að tala um þá sem hafa andremmu án tannvesens?

Ég hef vaknað, eftir fyllerí, angandi eins og áma. Það er væntanlega ekki verið að tala um það.

Ég hef vaknað angandi, líklega af voldum bakflæðis. Veit ekki.

Alla vega. Þegar maður er í þeim gírnum að anga duga tannburstanir skammt enda kemur remman oft úr iðrum og upp vélindað. Þó má stundum draga úr remmunni með burstanum. Þá þarf enga helv.. tungubursta. Bara bursta tunguna með burstanum (hárunum). Hef aldrei skilið að fólk sé að kaupa þetta tungubursta kosnseft.

Það er ekki flókið. Finni maður sjálfur remmuna er málið að panta tíma hjá tannsa. Vera svo öllum stundum tilbúinn með tannþráðinn. Oft er um matarleifar milli tanna að ræða, sem úldna (ðökk)

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


mbl.is Andremma: Sökudólgurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekið í böttið

Úr fílabeinsturninum #4

Þann 19. febrúar birtist frétt um að viðskiptaráðherra hafi bannfært seðilgjöld.

Hvað svo? Er einhver að fylgjast með framvindu mála?

Ég var í kvöld að fara gegn um póst frá hinum og þessum fyrirtækjum og stofnunum sem þykjast eiga fjárkröfur á mig. Þar kenndi margt forvitnilegra grasa. Reyndar lentu flestir seðlarnir í ruslafötunni, þar eð ég hef þegar greitt þá gegn um netbankann. Ég tók þó fjóra nýlega seðla frá til nánari skoðunar. Einhverjir þeirra eru á mörkunum. Útgáfudagur seðils kemur ekki allsstaðar fram svo gera þarf ráð fyrir að útgáfa seðils hafi farið fram fyrir fyrrgreinda bannfæringu.

Einn seðill, af þessum fjórum, fellur þó algerlega innan bannfæringarinnar. Með gjalddaga þ. 1. apríl og þá gefinn út í mars, sem væntanlega kemur eftir (19.) febrúar.

Greiðsluseðill gefinn úr af ríkisbatteríinu Íbúðalánasjóði.

Mér skildist reyndar að þeir væru hættir að innheimta seðilgjöld. En öllu má nafn gefa. Á þessum seðli er ekki tilgreint neitt 'seðilgjald'. Hinsvegar er þar tilgreint 'tilkynningar og greiðslugjald'.

Hvurslags fíflaskapur er hér í gangi? Á ég semsagt að borga heilar 75 krónur fyrir að fá að borga?(!!!) og fyrir það að ég sé látinn vita að ég þurfi að borga?(!!!) Var ég að gleyma því að ég ætti að borga í upphafi mánaðar?

 

Þetta minnir mig á annað tilfelli. Eitt sinn fór ég með bílinn minn í skoðun. Fyrir skoðunina þarf að borga, sem ég skil vel. Á nótunni var sundurliðað hver kostnaðurinn væri. Þar var skoðunargjald og blablabla. Svo var þar einn liður sem fékk mig til að lesa nótuna aftur. 'Umferðaröryggisgjald' !!

Say what!

Umferðaröryggisgjald, hugsaði ég. Hvur andskotinn er það?

Mig minnir að síðar hafi ég séð einhversstaðar hvað þetta umferðaröryggisgjald fer í. Umferðarstofu. Þegar ég læt skoða bílinn minn er ég sumsé að borga gjald til Umferðarstofu. Hvað gerir Umferðarstofa? Er með manneskju í vinnu sem spjallar í útvarpið endrum og sinnum. Hvað er hún að gera annað?

Þegar ég læt skoða bílinn minn er ég að borga laun einhvers fyrir að segja í útvarpið að hér og þar sé hálka.

Ef þetta er ekki að vera tekinn í böttið þá veit ég ekki hvað það er.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


Félag áhugamanna um óánægju

Úr fílabeinsturninum #3 

Félag áhugamanna um óánægju er ekki raunverulegt félag, eða hvað? Hugtak sem ég hef notað um þá sem virðast fá mest út úr lífinu með að vera á móti öllu og tuða yfir öllum sköpuðum hlutum. Þar sem félagið er hvergi til nema í hausnum á mér, hef ég titlað mig formann. Í athugasemd á bloggi um daginn stakk hið fjaslega sjálf mitt upp á því að bjóða Steingrími Joð aðild að félaginu, ásamt formannsstólnum. Mér finnst hann eins og sniðinn í hlutverkið. Nú sé ég að hann á keppinaut. Sá er flokksbróðir Steingríms og heitir Ögmundur. Þeir gætu kannski tekið formannsslaginn.

Nú er, enn og aftur, verið að jagast yfir að tveir ráðherrar hafi leigt flugvél undir sig og fylgdarlið sitt til Rúmeníu heldur en að kaupa miða á ódýrasta farrými með einhverju lágfargjaldafélaginu.

Hefur Ögmundur aldrei þurft að ferðast vegna vinnu sinnar?

Látum vera ef um væri að ræða að þetta fólk þyrfti aldrei að ferðast vegna starfs síns. Þá væri þeim engin vorkunn að fljúga með Iceland Express og Ryan air. Gista í svefnpokaplássi einhvers farfuglaheimilisins og lifa á samlokum og Trópí.

Það er bara ekki þannig.

Ráðherrarnir þurfa að ferðast talsvert vegna starfs síns. Það er fátt jafn leiðinlegt og slítandi en endalaus ferðalög. Sólarhrings löng, eða tvegga. Skreppitúrar þar sem meirihluti tímans fer í ferðalög. Það eru engar afslöppunar- og djammferðir. Því er það ekki nokkur spurning, þegar svo til engu munar í verði, að leigja undir þá vél og gera ferðina þægilegri, skemmtilegri og losna við óþarfa hangs sem kostar pirring, aukinn hótelkostnað og aukna dagpeninga.

Vera síðan talandi um flottræfilshátt, misskiptingu, óhóf og bruðl. Ögmundur ætti bara að skammast sín og fara að hugsa um eitthvað sem skiptir máli, heldur að að vera að slá sig til riddara með bananahýði.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


Trukkarnir burt

Úr fílabeinsturninum #2

Nýjustu fréttir herma að trukkakallarnir ætli ekki að vera í umferðinni (framar?). Þeir hafa söðlað um og bjóða nú gestum og gangandi upp á kaffi og vöfflur. Þeir lærðu að baka vöfflur í liðinni viku, sem þeir buðu síðan laganna vörðum.

Þetta eru góðar fréttir. Best hefði þetta gerst svona eins og nokkrum árum fyrr. Þá hefðu þeir ekki verið að þvælast fyrir mér og öðrum heiðvirðum borgurum úti á þjóðvegum landsins. Um skeið ók ég mikið um þjóðveg 1 á vesturlandi. Bíllinn ber þess líka merki. Mjög freknóttur í andliti sökum grjótkasts, frá trukkum fyrst og fremst. Það staðfestist í síðustu viku, svo ekki er um að villast, að það sem trukkar gera best er að þvælast fyrir og tefja almenning. Því eru góðar fréttir að þeir hafi nú ákveðið að hverfa af vegum landsins og fyrrverandi trukkabílstjórar haldi nú kökubasara í staðinn. Það fer vel á því.

 

 

Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband