Mánudagur, 7. apríl 2008
Sílspikun landans
Úr fílabeinsturninum #1
Margir beturvitringarnir hafa komið fram gegn um tíðina að tjá sig um aukna sílspikun landans, sem og alls hins vestræna heims. Ég ætla hér með að skrá mig í þann hóp.
Eitt af því fáa gáfulega sem sagt hefur verið varðandi þau mál, las ég í frétt á mbl.is um helgina. Þar er þessi setning höfð eftir Vilmundi Guðnasyni forstöðulækni Hjartaverndar: Ef maður fitnar borðar hann meira en hann brennir. Svo einfalt er það.
Svo má skilja á öðrum beturvitringi, sem og fleirum, að megin ástæða aukinnar sílspikunar sé meira skyndibitaát. Gott og vel. Kannski spurning um að skilgreina skyndibita. Er það einungis fæða sem er fljótelduð eða þarf hún jafnframt að vera löðrandi í fitu? Nú hafa ýmsir haldið fram að hamborgarar og flatbökur séu ekki endilega svo óhollur matur, nema hvað á hamborgurum er sósa sem ekki þyki æskileg.
Í umræddri frétt er talað um þróun frá árinu 1967. Nú var ég ekki mættur í heiminn það ár en ég man vel hvernig fæðuumhverfi venjulegra íslendinga var á áttunda áratugnum. Þá var það vitanlega mánudagsýsan, með hamsatólg. Á sunnudögum tilheyrði að borða feitan labbahrygg. Svo má ekki gleyma kjötbollum og bjúgum, sem og allskyns annarri unninni fæðu. Vitanlega alltaf sósa með. Uppbökuð úr hvítu hveiti og smjörlíki. Væri borðað skyr eða súrmjólk setti fólk vel af sykri úr á. Svo vitanlega settur rjómi út á skyrið. Brauðúrval var minna en í dag og mun meiri neysla franskbrauðs vs grófs brauðs. Smjör var jafnan notað sem viðbit, meðan í dag nota flestir einhverskonar jurtaolíuafurðir. Á þessum tíma var reyndar ekki eins fjölbreytt úrval skyndibita eins og nú. Helst það væru sjoppupulsur og samlokur. Hinsvegar var sælgætisúrval ágætt, sem og úrval gosdrykkja. Allir gosdrykkir, utan kannski Fresca, innihéldu sykur.
Ég er bara ekki að sjá að fæða íslendinga hafi verið fitu- eða kolvetnaminni þá en nú, nema síður væri.
Það sem helst hefur breyst er að í dag nartar fólk meira milli mála og innbyrðir mun meira magn allskyns aukaefna. Ekki veit ég hvernig þessi aukaefni hafa verið rannsökuð með tilliti til áhrifa á brennslu eða matarlyst.
Allavega, þá eru kolvetni og fita aðaluppistaðan í mínu fæði. Seint verður sagt um mig að ég sé spikaður.
Athugið. Ofangreint eru skoðanir fílabeinsturnspersónuleika míns og þarf ekki endilega að endurspegla skoðanir mínar.
Sunnudagur, 6. apríl 2008
Bergmál fílabeinsturnvarðar
Jæja. Búinn að vera frekar latur í blogginu seinustu daga. Nú langar mig að gera smá skurk.
Ég ætla sumsé að framkvæma hugmyndina með fílabeinsbergmálsblogg. Ég hef bara aðeins verið að hugsa um framkvæmdina. Þ.e. hvort ég bergmáli og fílabeinsturni sitt á hvað, jafnvel inn á milli staðal fjasblogga. Ég er samt frekar á að ég taki sína hvora vikuna. Bergmáli aðra vikuna og fílabeinsturni hina. Setji allt staðalfjas á ís á meðan. Öðruvísi held ég komist ekki almennilega í hlutverk bergmálarans og fílabeinsturnvarðarins. Hvoru ég byrja á hef ég ekki ákveðið enn. Læt það líklega bara ráðast frá og með fyrstu færslunni.
Vitanlega mun enginn geta kommentað stafkrók þá viku sem ég sit í fílabeinsturninum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 4. apríl 2008
Klikkaðar hugmyndir
Nú er ég maður sem forðast óþarfa hreyfingu eins og heitann eldinn. Hef reyndar aldrei þurft að hafa áhyggjur af aukakílóum hingað til (7, 9, 13) þótt hreyfing geti susum alveg verið ágæt, sem slík. Ég gekk reyndar talsvert áður fyrr. Gekk í og úr vinnu, hálftíma hvora leið. Svo fékk ég mér bíl og hefur rassgatið náð að gróa við hann síðan.
Það var, fyrr í vetur, að mér brá stórlega. Ég stóð sjálfan mig að því að leiða hugan að því að prófa ræktina. Já, ég þurfti að setjast niður og taka um ennið! Ég var reyndar nýbúinn að sjá eitthvað líkamsræktar-eitthvað í sjónvarpi, svo líklega hefur það komið inn hjá mér þessari afleitu hugmynd.
Í gærkvöldi gerðist svipað atvik. Reyndar ekki hægt að kenna sjónvarpi um það, sem er öllu verra. Upp úr þurru fékk ég þá flugu í höfuðið að fá mér hjól og fara að hjóla í og úr vinnu. Þar sem ég er 45 til 50 mínútur að ganga leiðina til og frá vinnu nenni ég því ekki. Ég hef prófað það tvisvar eða þrisvar. Ég yrði þó líklega ekki lengur en korter að hjóla. Alvarlegi hluti málsins er þó sá að núna, 12 tímum seinna, er ég enn með hugmyndina í kollinum.
Ég held ég reyni að innbyrða nægt majónes í hádeginu og sjá hvort renni ekki af mér klikkunin
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Hugleiðingar
Ég var að spökúlera.
Hverri manneskju er hollt að geta sett sig í spor náungans. Þannig má öðlast betri skilning á viðhorfum og hugsanahætti hans. Hér á blogginu eru allra handa tegundir bloggara, bloggandi um jafn mismunandi málefni. Þó eru tvær tegundir sem mér þykja skera sig frá öðrum. Bergmálsbloggarar og fílabeinsturnabloggarar. Þ.e.a.s. þeir sem blogga í formi endursagðra frétta og þeir sem hafa í frammi blammeringar sem ekki má gera athugasemdir við.
Ég hef verið að hugleiða að prófa að setja mig í þeirra spor. Það held ég sé þó ekki auðvelt. Ég held ég fari auðveldlega með blammeringarnar, enda fjasari af guðs náð. Hitt tel ég mun erfiðara, að endursegja kannski allt að 5 - 10 fréttir á dag. Skrifa 50 línur af texta, en segja þó ekki neitt. Það er hægara sagt en gert og líklega yrði ég að taka mér frí frá vinnu á meðan.
Ég ætla aðeins á fund með loftinu og melta málið í nokkra daga.
p.s.
Ég verð að hrósa Hagkaupum í Smáralind. Þeir hafa tvöfaldað speglafjöldann í herradeildinni, úr einum í tvo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 1. apríl 2008
Skúbb aldarinnar!
Ég las að breska bílskúrsbandið The Beatles muni bráðlega halda tónleika á Íslandi. Þetta hlýtur að vera mikið fagnaðarefni unnenda þeirrar hljómsveitar, þar eð hún hefur ekki komið saman um langt skeið. Allir upprunalegu meðlimir sveitarinnar munu skipa hana við þetta tilefni. Enn fremur er haft eftir Paul McCartney, bassa- og mandólínleikara sveitarinnar, að um langt skeið hafi verið heldur dautt yfir sveitinni, en nú verði breyting þar á.
Forsalan er á Nasa.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Að vera málefnalegur
Ragnar hét köttur. Hann átti heimilisfesti á heimili mínu um eins og hálfs árs skeið, fyrir 15 áum eða svo. Ragnar var afar þægilegur í allri umgengni. Prúður og háttvís, þótt stundum ætti hann til galsa, enda ungur og óharðnaður. Ágengni og jafnvel smá frekju sýndi hann helst eftir að heimilisfólkið kom heim og hann hafði líklegast verið heldur einkatta yfir daginn. Hroka átti hann ekki til. Forvitinn var hann. Hann var áhugasamur og málefnalegur. Já hann var ætið málefnalegur. Hann átti alveg til að gagnrýna, á sinn hátt. Sú gagnrýni var þó ávallt málefnaleg. Aldrei gagnrýndi hann nokkurn fyrir skoðanir og aldrei gagnrýndi hann persónu manns, né kattar. Hann lét óánægju sína í ljós, þætti honum á sér brotið eða hann væri að öðru leiti ósáttur við einhverjar gjörðir. Þó ekki persónuna, heldur gjörðina. Ragnar tók lífinu eins og það birtist honum og reyndi aldrei að yfirfara sínar skoðanir á aðra né ganga á rétt annarra. Ragnar var æðrulaus.
Ég hef undanfarið lesið ýmis skrif og umræður um útlendinga á íslandi. Ég hef líka lesið skrif og umræður er tengjast trúmálum eða trúarhópum. Ýmis önnur skrif og umræður mætti líka tína til. Skrif og umræður fólks sem ekki er málefnalegt. Þar sem hópar fólks eru dregnir í svaðið fyrir gjörðir tiltölulega fárra einstaklinga innan hópanna. Þar sem persónur allra innan hóps eru gagnrýndar vegna gjörða tiltölulega fárra. Jafnvel þar sem fólk er rakkað niður fyrir það eitt að vera það sem það sem það er, eða þaðan sem það er. Það er ekki málefnalegt. Fólk tjáir sig um gremju sína yfir að aðrir, frjálsir, einstaklingar skuli kjósa að lifa sínu lífi á annan hátt en það sjálft, án þess þó að ganga á frelsi annarra.
Ég ætla ekki að skipta mér að hvernig aðrir haga sér, svo lengi sem þeir ganga hvorki á rétt minn né annarra. Þó tel ég að margir mættu taka sér Ragnar til fyrirmyndar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. mars 2008
Nú jæja?
Er uppsveiflunni virkilega lokið? Það hafði bara alveg farið fram hjá mér.
Þar til fyrir nokkrum vikum síðan.
Halló!! Einhver heima?
![]() |
Uppsveiflunni lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. mars 2008
Heyrði ég rétt?

![]() |
Reynt að brjóta fjármálakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 28. mars 2008
Eflum strandflutninga
Það mætti byrja á að nota þann aukna kostnað sem hin stóraukna trukkaumferð óhjákvæmilega hefur haft á viðhald vega, eftir að strandflutningar svo að segja (eða alveg) lögðust af, í að niðurgreiða strandflutninga. Fyrir utan beinan fjárhagslega kostnað er ótalinn allur þjóðarpirringur hins almenna borgara sem verður fyrir því óláni að aka innan um þetta úti á vegum.
Ég er almennt alfarið á móti aðgerðum eins og niðurgreiðslum en þegar um slíkt þjóðþrifamál er að ræða, eins og að losna við þennan ófögnuð af vegum landsins, ætti tilgangurinn að helga meðalið.
![]() |
Áframhaldandi umferðarskærur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. mars 2008
Say no more!
Nákvæmlega það sem ég minnist á í síðara kommentinu mínu hér.
Vissulega svínslega komið fram við fólk, en þetta er þó langt í frá versta dæmið. Græðgin er gersamlega að drepa suma.
![]() |
Kytra leigð á 90.000 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |