Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Riðuveiki í Færeyjum
Bergmálað úr borunni #7
Fregnir hafa borist af riðuveiki í Færeyjum. nokkur tilfelli fundust nú um helgina. Á vorsamkomu gildra lima ríðumannafélagsins Harðs, eins og vorhátíð hestamannafélagsins Harðs er kölluð þar ytra, komu upp nokkur bráðatilfelli riðu nú um helgina. Jógvan formaður Harðlima, eins og þeir kalla sig dags daglega, segir þetta hafi komið mjög á óvart því hingað til hafi riða einungis fundist meðal bænda. Tvær læknastúdínur munu hafa verið kallaðar til í skyndi til að framkvæma sýnatöku. Ekki var um að villast að um tilfelli svokallaðrar fjölriðu var að ræða, sem bæði er all svæsin og bráðsmitandi.
Jógvan segir því hafa þótt nauðsynlegt að strippa staðinn og tendra bál.
Bál lauslætis.....nei allra lauslegra hluta, sko segir Jógvan.
![]() |
Harðir á strippinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Má laga bilað stýri með ofurreiknivél?
Bergmálað úr borunni #6
Í endurskoðaðri þjóðhagsspá er reiknað með nýju álveri, í Helguvík. Skyldi hér vera um orðaleik að ræða, orðatiltæki, eða leynast hér einhver dulin skilaboð? Kannski eigi bara að reisa eina risastóra ofurreiknivél, sem gæti kannski komið í stað allra hagfræðinganna og hinna fjármálaspekinganna?
Nú er lokið, ekki fyrir svo ýkja löngu, áralöngu hagsældar og neyslufylleríi. Meðan á því stóð hækkaði Seðlabankinn stýrivexti reglulega með það að markmiði að halda aftur af þenslu, enda þanþol hagkerfisins ekki óendanlegt. Hagkerfið var a.m.k. komið í 5 í útvíkkun, þegar mest var.
Nú ber svo við að í augnablikinu er samdráttur á öllum sviðum og krónan fallin. Hvað gerði Seðlabankinn til að mæta þessu? Jú, hann hækkaði stýrivexti.
Nú eru sumsé plön um að fá sér afréttara með að byggja eina verksmiðjuna enn, með tilheyrandi þenslu...og hvað? Jú, þið megið geta einu sinni.
Gert er ráð fyrir að Seðlabankinn myndi mæta fyrirhuguðum framkvæmdum með hærri stýrivöxtum
Það er sumsé ljóst að sama hvað...stýrivextir hækka bara og hækka. Svona eins og bilað stýri. Fast í hægri beygju. Er nema von að keyrðir séu tómir hringir?
Annars er ekkert að marka mig í þessu. Ég er bara fréttaskýrandi.
![]() |
Reikna með Helguvíkurálveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Um framsal fanga
Bergmálað úr borunni #5
Til glöggvunar fyrir almúgann er það ekki svo flókið að framselja sakamenn milli landa, hvað svo sem BB segir. Hafi t.a.m. Albanskur bóndi gerst sekur um að reyta hænu í trássi við evrópustaðla er sá hinn sami auðveldlega framsaldbær. Eins má nefna Hafnfirska bifvélavirkja sem setja ranga kúplingspressu í bíl opinberra starfsmanna. Þó er þumaputtareglan sú að stuðst er við innsæi hins snjalla, eins og heyra má hér...
...þess skal getið að ofangreint á fordæmi í Íslenskri réttarsögu.
![]() |
Reglur um framsal einfaldaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Tímamótalyf
Bergmálað úr borunni #4
Samkomulag náðist í dag milli bandaríska flugfélagsins Nothwest airlines og Íslenska lyfjafyrirtækisins Delta um þróun samheitislyfs gegn flugveiki. Markaðsvirði fyrirhugaðs lyfs er talið vera um 17,7 milljarðar dala, sem heimildamaður mbl segir vera slatta pening.
Konráð Teitsson, talsmaður Delta segir umræddan samning vera tímamótaverk. Ekki síðra en fyrsta plata Trúbrots, um árið. Unnið sé að ná samningum við flugfélagið Erni á Ísafirði um prófanir lyfsins í sjúkraflugi hérlendis.
Konráð segist bjarthuga um framþróun verkefnisins.
![]() |
Stærsta flugfélag heims myndað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Fríblað deyr
Bergmálað úr borunni #3
Nú er ljóst að útgáfu hins geysivinsæla blaðs BostonNOW er lokið. Þrátt fyrir góðar myndasögur, af Tinna og Súperman, virðast aðrar og undarlegar viðskiptalegar ákvarðanir hafa orðið ofan á. BostonNOW hefur markað sér ákveðna sögu hvað varðar birtingu á hinum belgíska Tinna. Tinni hefur náð þó nokkurri fótfestu vestan Atlantsála og er það vel, enda þykja Tinnasögurnar afspyrnu góð söguleg frásögn og mikil menningarverðmæti í Evrópu.
Nú er Tinna úthýst úr Bandaríkjunum eins og hverjum öðrum arabískum verkfræðingum. Merkilegt nokk, þar sem Tinni var alla sína tíð blaðamaður og evrópskur í þokkabót.
Blaðamaður mbl, er átti viðtal við Tinna, hefur eftir honum að líklega muni hann fljúga heim gegn um Ísland, en hann biðji þess að aðdáendur tefji ekki för hans.
Hisnvegar telur rannsóknarblaðamaður Herald Tribune að Tinni ætli sér að fá sér vinnu á Ísafirði og fara ekki til Belgíu. Eða eins og blaðamaður Herald Tribune segist hafa eftir Tinna: Mig hefur alltaf langað að afgreiða bensín
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 15.4.2008 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Kílóið
Bergmálað úr borunni #2
Nú berast þær fregnir að Þjóðverskir vísindamenn vinni hörðum höndum við að endurskilgreina kílógrammið. Starf vísindamannanna hefur farið afar leynt og hafa bæði fjölmiðlar og fræðimenn velt vöngum yfir í hverju hin breytta skilgreining verði fólgin.
Eins og hvert mannsbarn veit er núverandi skilgreining kílós miðuð við platínusívalning sem geymdur er í hvelfingu rétt utan við Parísarborg, í Frakklandi. Er skilgreining þessi m.a. sú að eitt kílógramm skuli vera sama þyngd og þúsund grömm.
Ýmsar hugmyndir hafa skotið upp kollinum um hver hin nýja skilgreining muni verða. Fyrst skal þar nefna hugmyndir Þjóðverja sjálfra að platínusívalningurinn skuli ekki geymdur í hvelfingu utan við París, heldur skuli hann geymdur í kjallara þýska ríkislistasafnsins í Berlín. Við það eitt muni kílóið minnka um hálft gramm.
Önnur hugmynd og öllu nýstárlegri, hafa Rússneskir, Ástralskir og Þýskir fræðimenn sett fram. felst hún í að miða við meðalþyngd sílíkonbrjósta. Hugmynd þessi virðist hafa hlotið talsverða hylli. Reyndar er tímafrekt verk að mæla þyngd allra sílíkónbrjósta í heiminum, enda hafa mælingar þegar staðið yfir í fimm ár. Reyndar hefur ekki skort sjálfboðaliða til að framkvæma mælingarnar, en erfiðara hefur verið að hafa uppi á öllum konunum.
Þrátt fyrir það sem að framan greinir er þó þriðja hugmyndin líklegust til að verða ofan á. Hún byggir á þeirri einföldu reikniaðferð að miða annaðhvort við þúsund grömm af gæsafiðri, eða þúsundasta part úr tonni af blýi.
![]() |
Kílóið endurskilgreint |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Börn & auglýsingar
Bergmálað úr borunni #1
Að sögn deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, Elfu Ýrar Gylfadóttur, þykir sýnt að uppistaða auglýsingaefnis í barnatímum sjónvarpsstöðvanna eru skyndibita og sætindaauglýsingar. Hún segir að sköðanakönnun sem gerð var fyrir ráðuneytið sýni þetta, sem og að meginþorri fólkst er því mótfallinn að auglýsingum sé beint að börnum. Samkvæmt Evróputilskipun er opnað fyrir það að hagsmunaaðilar á markaði, auglýsendur og fjölmiðlar, setji sér sjálfir reglur um þessi mál og sé efni reglnanna undir einstökum ríkjum komið. Það er því alveg ljóst að íslensk yfirvöld, í samvinnu við aðra hagsmunaaðila, verður að marka skýra stefnu í þessum efnum.
![]() |
Skyndibiti með barnaefninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. apríl 2008
Bergmálsvikan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Hljómgæði RUV
Hef verið að horfa á útsendingu RUV á söngvakeppni framhaldsskólanna. Ég ætla ekki að tjá mig um gæði þess efnis sem þar er flutt. Sumt gott. Sumt slæmt. Samt alltaf gaman að heyra hvað æskan er að bralla.
Það sem ég er að hugsa um er, hvers vegna hljóðið er bara plein steríó, en ekki Dolby 5.1 eða 7.1 kóðað. Nú eru flest heimabíó landsmanna Dolby 5.1 eða 7.1 samhæfð. Förum ekki út í THX eða aðra staðla sem þessi kerfi styðja einnig.
Mér finnst skrýtið að árið 2008 sé ég að hlusta á útsendingu úr sal, með áhorfendum, án þess að fá meiri vídd í hljóminn er bara tvær rásir.
Ég veit að NICAM, sem er staðall sem RUV notar til kóðunar hljóðs sem sent er út, styður bara tvær rásir (hægri og vinstri). Hvað með það efni sem ekki er sent á öldum ljósvakans? Eins og það sem sent er gegn um Skjáinn. Yfir ADSL Símans.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 12. apríl 2008
Misskipting auðs. Hvað er jöfnuður?
Ég var að lesa frétt á ruv.is. Þar er rætt við Gylfa Arinbjörnsson.
Þar segir meðal annars: Misskipting auðs eykst, verði atvinnulífið evruvætt. og Gylfi segir að taki atvinnulífið upp evru muni það ekki leiða til jöfnuðar í íslensku samfélagi.
Hve oft hefur maður heyrt þetta tal um misskiptingu auðs? Sumir þingmenn okkar tala vart um annað. Það er hinsvegar önnur spurning sem vaknaði. Hvað er misskipting auðs?
Ok, væntanlega að bilið breikkar milli þeirra sem meira hafa og þeirra sem minna hafa. Líklega er það misskipting auðs. Er hún slæm?
Fyrst þarf að sjá í hverju misskiptingin er fólgin. Sé það vegna þess að hinir sem minna hafa, hafi sífellt minna og minna, er málið vissulega slæmt. Sé það hinsvegar vegna þess að hinir sem meira hafa, hafi sífellt meira og meira...er það þá slæmt? Að því gefnu að hagir hinna sem minna hafa breytist ekki.
Er það slæmt að nágranni minn auðgist þótt ég geri það ekki? Ef ég færi að agnúast út í það væri ég kallaður öfundsjúkur. Það er klárlega misskipting auðs.
Mér finnst þetta tal um misskiptingu allt of yfirborðslegt og froðukennt. Menn verða að rökstyða betur hver misskiptingin er og þá hvers vegna hún er slæm. Ég er þess fullviss að flestir vilji draga þá upp sem minna hafa, en viljum við draga hina niður? Hver er tilgangurinn með slíkum jöfnuði? Steypa alla í sama kassann? Draga úr öfund? Hamla fólki að nýta sér tækifæri vegna þess að einhverjir aðrir hafa ekki getað það eða gert það?
Er það ekki einmitt jöfnuður að gefa öllum sama frelsi til að njóta sín? Svo er bara spurningin hverjir grípi tækifærin.
Já, mér er spurn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)