Fimmtudagur, 27. mars 2008
Bjartur dagur
Ég get ekki sagt annað eftir þessar fréttir.
Mér kæmi á óvart ef frávísuninni yrði áfrýjað.
Ef mig brestur ekki þekking þá myndi Hæstiréttur ekki fella dóm um málið sjálft, heldur annaðhvort staðfesta frávísunina og þá gætu stefnendur líklega höfðað nýtt mál, eða vísað málinu aftur í hérað.
Sama hvað verður, get ég ekki séð af þeim gögnum sem koma fram í dóminum, annað en að rekstur torrent.is brjóti ekki í bága við lög.
Það verður forvitnilegt að sjá hvað gerist næst.
Ég get ekki annað en glaðst yfir þessum fréttum. Mér finnst með ólíkindum hvernig rétthöfum höfundarréttar hefur verið hleypt á hina og þessa spena með margfaldri skattlagningu á öllum sköpuðum hlutum.
T.d. af útgefnum geisladiskum, sem kaupanda er heimilt að taka eitt afrit af til eigin nota. Síðan aftur af geisladisknum sem hann ætlar að afrita á, þrátt fyrir að hafa til þess heimild og greitt gjald til eiganda höfundarréttar.
Sem og þarf ég að greiða einhverjum plebbum úti í bæ höfundarréttargjöld af þeim geisladiskum sem ég kaupi í þeim tilgangi að skrifa mína eigin tónlist á.
Nei! Þessa mafíu þarf að uppræta. Vonandi þetta sé fyrsta hænuskrefið.
![]() |
Máli gegn Istorrent vísað frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
Obbossí!
Nú hefur einhver moggamaðurin komist í sjeneverið.
Ég ætlaði að kommenta á frétt um samning Mílu og FarIce. Henni fylgdi nefnilega upphaflega mynd af Ellen DeGeneres, en var reyndar búið að fjarlægja hana þegar ég ætlaði að blogga um fréttina. Í staðinn lenti ég á þessari frétt. Blogg linkurinn fylgir því greinilega ekki fréttinni, heldur henni Ellen.
![]() |
Ellen skákar Oprah |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Fjas.is
Hví er Steingrímur Joð alltaf fenginn til að fjasa, hvort heldur er í radíói ellegar televísíjóni? Hann er vitanlega eðal fjasari, en kommon. Væri ekki ráð að fá fjölbreytni í fjasið? Hann er vitanlega á móti öllu sem hægt er að vera á móti. Sama hvað. Hann fann þó ekki upp fjasið, en svo virðist sem hann hafi einkavætt það. Svo fjasar hann gegn einkavæðingu!! Hann fjasar gegn klisju, en er svo ein fjasklisja!
Mánudagur, 24. mars 2008
Málið upplýst?
Hvernig getur málið talist upplýst þegar ekki hefur enn náðst í skottið á þeim er eitthvað kann hugsanlega að vita um uppruna kúpunnar?
Þótt vitanlega skuli menn ekki hlaupa upp til handa og fóta, að telja að eitthvað saknæmt hljóti að vera í spilinu, verður þó að teljast í hæsta máta skrýtið að mannabein endi sem stofustáss. Sér í lagi ef um ekki eldri bein eru að ræða en hugsanlega frá síðari hluta síðustu aldar. Hvar er svo búkurinn? Hugsanlegt er að manneskja hafi orðið úti. Fuglar eða snjóalög hafi síðan fært höfuðkúpuna frá búknum og hún síðan endað á arinhillunni.
Hvað veit ég? Hvað veit lögreglan?
Væntanlega vilja menn komast að hver manneskjan var og hvar, hvenær og hvernig hún lést?
Varla telst málið upplýst, áður en einhver líkleg niðurstaða fæst í málið og á meðan enginn veit neitt?
![]() |
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 23. mars 2008
Moldarkofatölfræði
Ég er víst ekki fullkominn, frekar en aðrir. Merkilegt nokk. Stundum stend ég mig að því að pirrast og stuðast.
Núna yfir heimskulegu væli 'kerlinga', af báðum kynjum, sem halda hvorki vatni né vindi yfir því að það hafi gerst um helgina að einungis útlendingar hafi gist fangageymslur lögreglunnar. Eins og það eigi eitthvað að sanna. Hvað eru margir útlendingar í landinu? Einhverjar þúsundir. Einhver prósent af hausatölu landsmanna. Svo gerist það, í fyrsta sinn, að einungis útlendingar gista fangageymslurnan einhverja nóttina. Hvað eru margar nætunar sem enginn útlendingur gistir þær, eða að hlutfall þeirra sé lægra en hlutfall útlendingar af íbúum þessa lands. Það eru talsvert meiri líkur til að allir fangar yfir nótt séu útlendingar en að fá fimm rétta í lottóinu. Þó hefur það ekki gerst fyrr. A.m.k. ekki verið flutt frétt af því fyrr. Það þarf ekki mikla tölfræðiþekkingu til að sjá í gegn um svona moldarkofatal.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 22. mars 2008
Vinir og kunningjar
Mér varð hugsað aftur tímann. Sumarið 1989. Næstum 19 ár síðan. Vá!
Þá var ég ungur....yngri ;)
Frábært sumar, en mér varð hugsað til allra vinanna (kunningjanna). Hvar eru þau í dag? Ég á mína traustu vini sem enn eru í sambandi. Hvað varð um öll hin? Hvar eru Nonni, Palli, Kristín og Hrönn?
Kristín söng inn á lag hjá okkur félögunum, árið '91. Ég hitti hana á djamminu fyrir 5 árum eða svo. Þá orðin kærasta vinar vinnufélaga míns. Skondið. Ég hitti Hrönn einu sinni, á fylleríi líklega um '97, en þar utan hef ég hvorki séð tangur né tetur af þessu fólki.
Skemmtilegt fólk. Ég sakna þeirra
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21. mars 2008
Homm
Ég á vin. Yndislegan, traustan vin. Vin sem ég veit muni fórna lífi sínu fyrir mig.
Fyrir nokkrum árum sagði hann mér frá tvíkynhneygð sinni. Hann fyndi ekki einungis til löngunar til kvefólks, heldur einnnig til karlmanna. Sem betur fer er ég ekki í því mengi hans, yfir sexý karlmenn. Hefði getað skaðað vinskapinn.
Allavega...þetta er góður strákur. Nýlega sagði hann mér að hann héldi að það væri meira en svo. Hann væri liklegast hommi. Hann væri ekki að finna löngun til kvenna.
Ég varð svolítið hissa. Þessi fyrrum höstlari dauðans.
Hann er þó jafn skemmtilegur og áður. Hommi eða ekki. Hann verður alltaf vinur minn. Hann er jafn heiðarlegur og einlægur og áður. Hann mun ávalt eiga stað í hjarta mér. Hommi eða kommi, eða hvorugt.
xxxxxx þú ert vinur minn og það mun ekki breytast.
Föstudagur, 21. mars 2008
Rassamálið - niðurstaða
Niðurstaða fengin í málinu. Vinur minn kíkti á kallinn aftur í gær. Vitanlega með skottið milli lappanna. Tók meira að segja mynd með símanum, sem hann vildi fá senda hingað. Áttaði sig á, um leið, að um var að ræða flottasta rass ever, sem hann og viðurkenndi.
Annars er þetta skrýtin páskahelgi. Krakkarnir mínir ætluðu að koma, en hafa legið í flensu. Þau koma til mín á morgun Heyrði í stelpunni minni áðan. Ó guð, hvílík gersemi sem hún er. Þessi börn. Ást mín er óendanleg. Ég er lukkulegasti maður. Ég á hvorki flottan bíl né flott hús, en ég á flott börn.
Já...og flottan rass
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 20. mars 2008
Flottur rass
Ég fékk góða heimsókn í gær. Gamall góður vinur, sem ég hitti ekki of oft um þessar mundir, kíkti á kallinn. Við sátum og ræddum um heima og geima. Áður en ég vissi af barst talið að botni mínum. Don't ask me why or how. Hann var sumsé ekki sammála því almenna áliti að ég hefði flottan rass. Vitanlega bara vegna öfundar, en þó reyndi hann að rökstyðja mál sitt. Sagði þennan klípilega stinna rass vera heldur lítinn. Ég taldi hann því vera meira fyrir hamborgararassa. Hann vildi þó ekki viðurkenna það og að ég tel hann hafi málað sig út í horn hvað það varðar, enda til lítils að rökræða fegurðarmat.
Hitt stendur þó eftir, að sama hvernig rass fólk hefur. Það finnst örugglega alltaf einhver sem líkar hann, eða ekki. Á sama hátt er alveg sama hvernig við lítum út að öðru leiti, eða erum innra með okkur. Það er alltaf einhver sem líkar. Það er því ekki til neitt sem heitir að 'vera' ljótur. Við erum bara svo mismunandi flott og ættum öll að þakka fyrir þau sérkenni sem við búum yfir. Við erum öll einstök og sérstök.
En svona fyrir ykkur sem ekki vitið. þá er ég með gorgeous rass. þinglýst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Sexyness
![]() |
Kynæsandi salerni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)