Færsluflokkur: Bloggar

Tvífarar

Ég sá auglýsingu á RÚV. Verið var að auglýsa þátt.

Ég sá ekki betur en Stephen Fry

 

 

Óli Björn Kárason væri umsjónarmaður þáttarins en eftir betri skoðun var þar um að ræða breska leikarann

Óli Björn

Stephen Fry.

 

 

 


Nýir ráðherrar

Bergmálstíðindi hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að til standi að gera breytingar á ríkisstjórn Íslands.

Heitt hefur þótt vera undir tveimur ráðherrum, öðrum fremur. Heimildir herma að skipt verði einmitt um þessa tvo ráðherra. Fjármála- og viðskiptaráðherra.

Sömu heimildir herma að ríkisstjórnarflokkarnir hafi leitað að faglega hæfum einstaklingum í embættin. Leitin mun hafa skilað árangri og fyrir liggur hverjir verði skipaðir í embættin.

Við embætti viðskiptaráðherra mun taka Ésú Jósepsson, guðfræðingur og við embætti fjármálaráðherra mun taka Dagfinnur Dýrmundsson, dýralæknir.


John F. Kennedy sest á þing

Hið ómögulega verður mögulegt. Allavega miðað við myndir sem visir.is birtir.

Fyrirsögn fréttar að Kennedy stefni á þing og mynd af manni sem hefur verið dauður í 45 ár.

Maðurinn sem myndin er af er John Fitsgerald Kennedy. Hinsvegar er hann tæpast á leið á þing, neðan torfu.

 


Skegg

Kannski er það vegna þess hve minn skeggvöxtur er slappur. Meira svona glerkuntuhýjungur, eins og það kallaðist í minni sveit, að ég tek eftir alvöru skeggi. Reyndar var pabbi gamli skeggjaður alla tíð sem ég man, en þetta er alvöru skegg.

Ofurskegg

 

 

 

 

 

 

 


Íslendingar skara fram úr

Eins og ávallt. Hér er enn ein staðfestingin á því.

Ísland, best í heimi!


Ísland árið 1919

Ég rakst á tæra snilld í gærkvöldi. Ég fann tengil sem vísaði á Alþýðublaðið á netinu, frá upphafi.

Allar fjórar síðurnar! Fattaði það ekki fyrst og hélt ég gæti bara séð fyrstu fjórar síðurnar þar sem ég væri ekki skráður notandi að vefnum. Uppgötvaði svo að alla áratugina var Alþýðublaðið aðeins ein opna, með örfáum undantekningum. Magn sem dugar í eina til tvær klósettferðir, allt eftir magni og umfangi.

 

Ég hóf lesturinn, frá tölublaði 1. Þvílík snilld. Málfarið er æðislegt og innsýnin í tíðarandann einnig. Svo ekki sé talað um snilldarlegar auglýsingar. Menningar- og sagnfræðileg fryggð.

Ég las fyrstu 10 - 20 tölublöðin, eða allt fram yfir þingkosningarnar, sem fram fóru þann 15. nóvember 1919. Talandi um að ekki megi boða til kosninga um miðjan vetur, hmm.

Þegar ég las 15. tölublaðið, frá 14. nóvember rak ég augun í nokkuð athyglisvert.

Kjörseðilinn.

Ég hélt áfram lestrinum, nokkur tölublöð í viðbót.

Þarna var einmitt viðhaft það fyrirkomulag sem margir vilja taka upp í dag. Að kjósa menn í stað flokka.

 

Fyrst það var hægt þá, hlýtur það að vera hægt nú.


Að borga eða ekki borga

Sú er spurningin.

Í umræðunni hefur verið hugmynd sumra að hreinlega hætta að greiða af lánum. Þá er ekki síst um að ræða verðtryggðu húsnæðislánin, sem í þessum töluðu orðum brenna upp eigur fólks. Í heilbrigðu þjóðfélagi ganga afborganir hægt og bítandi á höfuðstól láns. Þar af leiðir að eignarhlutinn eykst með árunum. Á endanum á fólk eignir sínar meira og minna skuldlausar og þegar efri árin ganga í garð og fólk minnkar við sig, með að flytja í minna og ódýrara húsnæði, leysir það út mismuninn í formi skotsilfurs sem nota má í ellinni.

Á Íslandi er þessu öfugt farið. Í stað þess að verja raunverulegar eigur fólks, meðan það lifir, gengur allt út á að verðtryggja lífeyrissparnað. Lífeyrissprnað sem sumir ná að nýta að einhverju eða öllu leiti en aðrir ekki. Í stað þess að verja raunverulega eignamyndun, í formi fasteigna fólks, þykir meira máli skipta að verja hugsanlega, fræðilega, en þó óvissa lífeyriseign fólks.

Fyrir mína parta, kýs ég heldur að eiga lítið af einhverju en mikið af engu.

Hvað er til ráða fyrir fólk þegar skuldirnar hafa vaxið umfram eignirnar?

Hætta að borga og leggja heldur fyrir.

Vissulega getur verið spælandi að láta gera sig upp og geta ekki átt neitt í einhver ár, án þess að skuldeigendur getir gengið að því? Er það verra en að standa uppi, greiðandi af skuldum í jafnmörg, eða fleiri ár? Skuldum vegna einhvers sem fólk á ekki lengur. Líklega í fleiri ár en það tekur að láta skuldirnar fyrnast.

Ég held ekki.

Fara út á leigumarkaðinn. Nægt framboð er af leiguhúsnæði og eftir því sem upptaka húsnæðis eykst, vegna gjaldþrota, eykst framboðið að sama skapi. Allavega meðan húsnæðismarkaðurinn er jafn frosinn og hann er nú. Það er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Því er ólíklegt að leiguverð hækki svo mjög í bráð.

Í gjaldþrotinu má nefnilega leggja meira fyrir en meðan greitt er af lánunum. Lánunum sem hækka með hverri afborgun.

Þannig má jafnvel spara til efri áranna.

Það gerist allavega ekki meðan greitt er af brunalánunum.


Skilum lyklunum

Ég hitti góðan vin í morgun sem sagði mér frá hugmynd sinni. 

 

Flestir eiga gamla ónothæfa lykla í ruslaskáp- eða skúffu.

Mótmælum eignaupptöku heimilanna á táknrænan hátt.

Mætum á Austurvöll hvern laugardag fram að jólum, hvert og eitt með lykil í bandi og „skilum honum“ með að hengja hann á jólatréð sem þar stendur og skilja hann þar eftir.


Af því að pabbi vildi það

Við lestur þessarar fréttar á Vísi, þar sem kemur fram allt önnur skipting fylgis við stjórnmálaflokkana en meðal almennings, velti ég fyrir mér hvað ylli.

Eftir stuttan fund með loftinu komst ég að niðurstöðu, þegar ég mundi eftir Jonee Jonee laginu, „Af því að pabbi vildi það.“


Mannaflsfrekar framkvæmdir

Í dag kynnti ríkisstjórnin áætlun, í tólf liðum, til að bæta rekstrarumhvefi fyrirtækja.

Tíundi liður áætlunarinnar er athyglisverður. Hann hljóðar á þessa leið:

„Lögð verði sérstök áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins Leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda með það fyrir augum að standa vörð um atvinnu fólks og auka hagkvæmni.“

Fólk hefur velt fyrir sér hvað við sé átt með mannaflsfrekum framkvæmdum því ljóst þyki að ekki verði farið út í neinar stórframkvæmdir strax, eins og virkjanir og álver.

Líklegasta skýringin muni vera sú að til standi að virkja atvinnulausa í þágu björgunarsveitanna. Til standi að gera út öfluga leitarflokka til að finna aftur traust íslensku þjóðarinnar og í framhaldinu, reyna að bjarga því ásamt öðru sem bjargað verði.

 

 

Ætlaði að setja þessa lífsspeki í sér færslu, en finnst hún alveg eiga við hér.

ASS


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband