Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Skrýtnar stjórnarmyndunarviðræður
Ef rétt reynist að til standi að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar, þykir mér einkennilegt að hún komi hvegi nærri stjórnarmyndunarviðræðunum.
Miðað við hvað kemur fram í fréttinni á visir.is er Jóhanna ekki á staðnum.
Stendur kannski bara til að hún verði leppur? Fjarstýrð af Ingibjörgu? Verði bara andlit sem fólk sættir sig við en ekki raunverulegur foringi ríkisstjórnarinnar?
Sigmundur: Viðræður taka tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. janúar 2009
Staddur í absúrd auglýsingu
Sumir hafa gjarnan tekið þannig til orða að þeim líði eins og væru staddir í skáldsögu. Oft hefur maður heyrt þá líkingu undanfarið, varðandi ástandið á Íslandi.
Þar sem ég les helst aldrei, hef ég litlar forsendur til að tala þannig. Ég segi frekar að mér líði eins og staddur væri í Orkuveituauglýsingunni. Þessari absúrd, þið munið.
Mér kæmi ekki á óvart að lausn hins pólitíska harðlífis sé marineraður hákarl, eða eitthvað álíka fáránlegt.
Verð að viðurkenna að ef ekki verði sett á fót utanþingstjórn, eru fáir þingmenn sem njóta nægilegrar virðingar til að leiða nýja stjórn en Jóhanna Sig. Kannski hennar tími sé kominn?
Eftir mánaðalangan bölmóð og vonleysi fann ég ögn af bjartsýni í brjósti mér í dag, þegar forseti talaði um nýtt stjórnskipulag. Það er eitthvað sem ég vil sjá og finnst gott að hann hafi ljáð máls á því. Menn mega deila um hvaða vald hann hafi til að setja skilyrði, en vissulega hefur hann rétt á, sem þegn þessa lands, að tjá skoðanir sínar.
Ég vona að ráðamenn munu hana kjark og þor til að veita því málefni brautargengi. Núverandi skipulag er rotnara en þorramatur. Því við hæfi að bæta það nú, á þorranum.
Ný ríkisstjórn í kortunum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Starfslok
Viðskiptaráðherra spilaði út spaðaásnum í dag. Hefði mátt gerast fyrr, en þó betra seint en aldrei.
Vitanlega er Björgvin ekki vondi karlinn, en með afsögn sinni axlar hann sína pólitísku ábyrgð. Ábyrgð sem N.B. hefur ekkert með lagalega ábyrgð að gera, eða beina sök.
Áður en hann sagði af sér setti hann af stjórn fjálmálaeftirlitsins. Sú ákvörðun var hárrétt. Ég tel Björgvin standa sterkari eftir.
Menn deila um dagsetninguna, 1. mars. Flestir vildu sjá forstjóra FME fara med det samme. Hinsvegar hlýtur maðurinn að hafa sinn uppsagnarfrest eins og aðrir.
Hvað felst hinsvegar í starfslokasamningi hans er eitthvað sem þarf að gera lýðnum ljóst.
Jónas hættir 1. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 22. desember 2008
Það er gott að borða í Kópavogi
Í umræðunni hefur verið tillaga um að skólabörn fái fríar máltíðir. Það virðist vera vilji til þess hjá þjóðinni.
Ekki þó hjá stórmennunum sem stjórna Kópavogsbæ. Líklega var utanríkisráðherra að beina orðum sínum til þerra, hér um kvöldið í Háskólabíói. Þeir eru ekki þjóðin.
Nei, stjórnendur Kópavogsbæjar eru stórmenni.
Það er gott að búa í Kópavogi.
Það er gott að borða í Kópavogi.
Fæðisgjald í grunnskólum Kópavogs hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 15. desember 2008
Að verðtryggja eða ekki verðtryggja, það er spurningin
Ég var að lesa pistil Egils Helgasonar, á vefsíðu hans og umræður sem honum fylgdu. Pistillinn fjallar um verðtryggingu og réttmæti hennar.
Allra handa skoðanir eru viðraðar í athugasemdum, en aðeins einn (áður en ég bættist í hópinn) sem nefnir lausn sem kalla megi sanngjarna, að mínu mati.
Afnám verðtryggingar húsnæðislána myndi vissulega þýða raunverulega eignamyndun fólks í húsnæði sínu. Hinsvegar myndi hún jafnframt hafa í för með sér hærri vexti og þyngri greiðslubyrði. Verðtryggingin hefur bæði kosti og galla.
Það sem er þó ósanngjarnt við verðtryggingu húsnæðislána er að hún byggir á vísitölu neysluverð, en ætti að byggja á vísitölu húsnæðisverðs.
Svo ég vitni í sjálfan mig:
Hugmyndin að baki verðtryggingunni er að tryggja að eignin/skuldin haldi raungildi sínu. Láni ég þér fyrir mjólkurlítra í dag fylgi skuldin verði á mjólkurlítranum, þannig að þegar þú greiðir hann til baka seinna samsvari endurgreiðslan verði á mjólkurlítra. Meðan þú skuldar mér borgarðu auk þess vexti (leigu) af peningnum sem ég lánaði þér.
Í þessu samhengi er verðtrygging ekki óréttlát. Það sem er hinsvegar óréttlátt er að verð á einhverju allt öðru en því sem lánað var fyrir ræður verðtryggingunni. Nýjasta dæmið er hækkun eldsneytis, áfengis og tóbaks. Neysluvörur sem hafa nákvæmlega ekkert með íbúðalán að gera. Útreikningur verðtryggingar húsnæðislána er óréttlátur.
Lausnin er nákvæmlega sú sem Birkir B nefnir hér að framan.
Ef lán mundu verð tengd við vísitölu húsnæðisverðs eingöngu, þá væri lánveitandi alltaf tryggur um að fá verðmæti sítt til fasteignakaupa alltaf til baka + vexti.
Þesslags verðtrygging húsnæðislána myndi gera nákvæmlega það sem verðtryggingu er ætlað að gera og það á sanngjarnan máta. Þannig myndi 80% sem Íbúðalánasjóður lánaði mér í fyrra af verði íbúðar minnar skila sér til baka sem 80% af verði sömu íbúðar.
Er það ekki eðlilegast, að miða við að borga til baka í því sama og lánað var fyrir?
Föstudagur, 12. desember 2008
Hátekjuskattur bara táknrænn, segir Ingibjörg. Björgvin veit ekki neitt
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að hátekjuskattur hafi komið til umræðu hjá ríkisstjórninni. Horfið hafi verið frá honum þar sem hann sé fyrst og fremst táknrænn
Þetta er alveg rétt. Þorri fólks er á skítalaunum og ekki nema ráðherrar, banka- og auðmenn sem eru á almennilegum hákarlalaunum. Hátekjuskattur kom til umræðu á ríkisstjórnarfundi. Það var svo, eftir að húsvörður hafði bent þeim á að það hefðu bara ekki allir sömu laun og þau sjálf. Þá var hætt við.
Eitthvað varð samt að gera. Þá kom upp þessi líka snilldartillaga. Hækka neysluvörur svo um munar. Kynda vel undir verðbólgunni svo hún brenni eigur fólks sem aldrei fyrr. Það komi jafnframt harðast niður á þeim sem skulda mikið. Þetta eru almennilegar aðgerðir.
Skál fyrir því!
Eins hefur komið í ljós að það er talsvert sem Björgvin G. vissi ekki um og veit ekki um. Í raun má segja að hann viti fæst um flest, kannski bara ekkert um allt?
Fyrir utan það sem rekið hefur verið síðustu daga, um hvort og þá hvað Björgvin veit eða vissi og þá hvenær, hvernig og hvers vegna eða hvers vegna ekki.
Björgvin segist nú ekki hafa vitað að hann væri í ríkisstjórn. Hann hafi fyrst í gær frétt að hann væri viðskiptaráðherra.
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Halli er enn dragbítur á ríkissjóði
Enn eitt árið er Halli dragbítur á ríkissjóði. Halli, eða Haraldur Hellerup fullu nafni, hefur í mörg ár angrað ríkisstjórnir landsins og ríkissjóð.
Halli birtist fyrst fyrir u.þ.b. fjörutíu árum. Á þeim tíma stundaði hann smávöruverslun, en náði í verðbólgu þess tíma tangarhaldi á ríkissjóði. Tangarhaldi sem hann hefur haldið allar götur síðan.
Halli, sem nú er kominn á eftirlaun, segist munu ekki sleppa takinu fyrr en hann er kominn undir græna torfu.
Ég er bara að verja lífeyrinn minn segir Halli.
Heimildir herma að ríkisstjórnin hafi átt í leynilegum viðræðum við Torfusamtökin, í þeim tilgangi að losa um tangarhald Halla, en án árangurs.
Torfi Torfason, formaður Torfusamtakana, segir þau ekki munu koma ríkisstjórninni til aðstoðar. Enda munu Torfusamtökin helst styðja gamlar og gulnaðar torfur, en ekki grænar. Auk þess sem Halli mun vera virkur félagi samtakanna.
Við svíkjum ekki félaga okkar, hann Halla segir Torfi.
Skattbyrði almennings mun aukast til muna meðan Halli lætur ekki af kröfum sínum. Nú þegar hafi ríkisstjórnin sett á 17.900 kr. nefskatt á almenning, sem eigi að ganga til Halla.
Hallinn yfir 150 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Hálft hænuskref
í átt til þess að breyta hinum fjölmörgu miðaldareglum sem hér gilda. Ég tengist Siðmennt ekki á neinn hátt en svona miðaldamoldarkofalög, að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélög, ættu ekki að þekkjast nú á dögum.
Að sama skapi er hér vonandi hálft lítið hænuskref í þá átt að jafna rétt feðra (forræðislausra foreldra, sem yfirleitt eru jú feður) gagnvart mæðrum (ok, forsjárforeldrum til að hafa þetta tæknilega rétt). Þar þarf sko rækilega að taka til hendinni og moka út skítnum.
Siðmennt fagnar áliti Jafnréttisstofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Mun draga til tíðinda snemma næsta árs?
Ég heyrði af samsæriskenningu Ingvi Hrafns Jónssonar. Hún mun vera eitthvað á þá leið að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafi gert með sér leynilegt samkomulag. Í því felist að Samfylkingin hætti að böggast í Seðlabankastjóranum gegn því að Sjálfstæðismenn geri stefnubreytingu í Evrópumálum, eða geri a.m.k. tilraun til þess.
Mér þykir þessi kenning alls ekki ólíkleg. Ingibjörg Sólrún, ásamt fleirum úr hennar röðum, talaði um að Seðlabankastjórinn yrði að víkja. Bókaði ekki Samfylkingin að Seðlabankastjóri starfaði ekki í hennar umboði?
Svo gerist það á sama tíma, að Sjálfstæðismenn ákveða að flýta landsfundi og Samfylkingin hættir að tala um Seðlabankastjóra. Tilviljun?
Geir hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að halda verndarhendi yfir Davíð Oddsyni. Fólk talar um að Davíð hljóti að hafa eitthvað á hann. Er ekki málið að það er þetta? Hótun Davíðs um endurkomu í pólitík? Er Geir ekki bara að reyna að halda flokknum sínum saman með að láta Davíð vera?
Best að líta í kristalskúluna. Hvaða möguleikar eru í stöðunni og hvað mun gerast á og eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins?
1) Sjálfstæðisflokkur mun ekki breyta um stefnu í Evrópumálum.
Hvað gerist þá? Setur Samfylking Sjálfstæðismönnum stólinn fyrir dyrnar að einhverju leiti? Hreinsun í Seðlabankanum eða ríkisstjórn slitið?
Verði hreinsað til í Seðlabankanum, mun Dabbi líklega draga með sér fólk í Flokknum og þar með kljúfa hann. Ef ekki, heldur stjórnarslit, verða kosningar.
2) Sjálfstæðisflokkur mun breyta um stefnu í Evrópumálum.
Hvað gerist þá? Klofnar flokkurinn? Hvaða áhrif það hefði á stuðning sjálfstæðisþingmanna við ríkisstjórnina veit ég ekki. Mun ríkisstjórnin halda meirihluta sínum?
Möguleikarnir eru þá þessir:
a) Hreinsun í Seðlabanka og Dabbi klýfur Flokkinn.
b) Sjálfstæðisflokkur klofnar vegna nýrrar Evrópustefnu.
c) Sjálfstæðisflokkur klofnar ekki vegna nýrrar Evrópustefnu.
d) Ekkert breytist. Sama Evrópustefna Sjálfstæðismanna og sama meðvirkni Samfylkingarinnar.
Ég spái möguleika d.
Nú er kristalskúlan orðin óskýr svo ég læt staðar numið að sinni.
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Afneitunin er yndisleg
Í frétt á Vísi segir forsætisráðherra það vonbrigði að fylgið við ríkisstjórnina skuli ekki vera meira. Hann hefur sumsé átt von á því að þjóðin fylktist að baki honum í ruglinu.
Hann segir ástæðuna vera af því að það sé mikill mótvindur um þessar mundir Það sé vegna þess hvernig ástandið sé og hversu mikla erfiðleika sé við að glíma.
Það er sannleikskorn í þessum orðum.
Ástæðan er mótvindur og ástand. Hins vegar er ástæðan ekki ástand og mótvindur í efnahagsmálum. Nei. Ástæðan er mótvindur sá sem ríkisstjórnin hefur frá þjóðinni, vegna þess ástands að ríkisstjórnin hefur hvorki vilja né getu að gera nokkurn skapaðan hlut rétt.
Lappirnar dregnar svo vikum skiptir. Verndarhendi haldið yfir gömlum óhæfum vinum. Brennuvargar endurráðnir í nýju bankana.
Ignorance is bliss.