Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Um Ísrael og Dolla

Var að horfa á þátt BBC um Gaza-ástandið. Þátturinn vakti mig til umhugsunar.
Fram kom að almennir borgarar, sem leituðu skjóls í heimahúsum, urðu fyrir sprengum. Talsmaður ísraela afgreiddi málið á einfaældan hátt. Sagði að Hamas liðar hafi notað fólk sem mannlega skildi (human shield). Jafnvel þótt frásagnir þeirra sem í hlut áttu og voru svo heppnir að lifa af, lýstu öðru. Frekar einfald og órökstutt.

Einn Palestínu-arabi var spurður um ástæðuna fyrir því hver vegna Palestínu-arabar berjist gegn ísrael. Svar hans var einfalt og í fullkomnu samræmi við það sem margir aðrir hafa haldið fram að sé ástæða ástandsins þarna niðurfrá. „þeir stálu frá okkur landinu.“

Nákvæmlega það sem málið snýst um.

Árið 1948 var alþjóðasamfélagið uppfullt af samúð í garð gyðinga, eftir helför nasista. Hugsunarlítið (eða hugsunarlaust) var landi stolið að fólkinu sem þá bjó í Palestínu, til handa aðfluttum gyðingum (sem áttu bágt). Með tíð og tíma stækkuðu gyðingarnir yfirráðasvæði sitt, ekki síst í skjóli Bandaríkjamanna og gyðinganna sem þar ráða leint og ljóst.

Aðrar heimildarmyndir hafa sýnt hvernig ísraelskir hermenn ryðjast inn á heimili Palestínu-araba og halda þar fyrir tímum eða dögum saman.

Svona er fólki ekki bjóðandi.

Ég fyrirlít aðferðir Dolla & Co, en á aðferðum þeirra og aðferðum ísraelsmanna í dag er enginn eðlismunur. Það er stigsmunur en ekki eðlismunur.


Smá pæling. Hefði Dolli verið uppi í dag. Hefði hann komist upp með sín þjóðarmorð? Kannski hefði hann búið við botn Miðjarðarhafs?


Kristinn íhugar að beyta hefðarréttinum

Fréttaskýring.

Helgin er hlaðin alls kyns prófkjörum. Bændaflokkur Íslands sem í daglegu tali kallast Framsóknarflokkur, hversu réttnefnt það er, lét fara fram prófkjör sitt í norðvesturkjördæmi í kvöld.

Sigurvegari prófkjörsins var Gunnar B. Sveinsson, bóndi. Athygli vakti að Kristinn H. Gunnarsson, ekki-bóndi, hafnaði í neðsta sæti.

Kristinn er mjög reyndur frambjóðandi og þingmaður. Hefur hann meðal annars starfað innan margra flokka, s.s. gamla Alþýðubandalagsins, Frjálslynda flokksins og Framsóknarflokksins.

Krepputíðindi náðu sambandi við Kristinn og spurðu hver vibrögð hans yrðu.

„Það er erfitt að segja. Vinstri grænir hafa þegar valið sitt fólk“ segir Kristinn. „Fyrir utan þann flokk á ég Sjálfstæðisflokkinn eftir. Kannski mér takist að skjóta mér þangað inn fyrir hádegi á morgun.“

Það er ljóst að flokksmenn Bændaflokksins vilja skipta um fólk. Er mál manna að sauðfjárbændur, sem hafa verið allsráðandi, muni nú víkja fyrir kúabændum. Kristinn, sem lendir utan þeirra skilgreininga sem ekki-bóndi, vill kenna því um.

„Nú er málið að kasta teningunum. Hvert skal halda? Verður það Sjálfstæðisflokkurinn eða aðrir. Mér skilst einnig að flokkur mannsins hafi ekki enn haldið prófkjör.“

Ef ekki vill betur mun ég fara fram á þingsæti í ljósi hefðarréttarins og mun fara með það fyrir dómstóla.


mbl.is Fyrst og fremst þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynnt um siðrof

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa tilkynnt að lýst verði yfir þingrofi á morgun. Nokkur samstaða mun vera um málið á þingi, meðal allra flokka nema Sjálfstæðisflokks.

Sjálfstæðisflokkur vill heldur lýsa yfir siðrofi og hefur lagt sitt fram um að efla það málefni, síðustu daga.

Mál manna mun vera að Joð sé hreinn byrjandi þegar kemur að málþófi og gapuxaskap. Svo mikið hafi Fúsi froskagleypir og félagar tekið honum fram undanfarna daga.

Stjórnmálaskýrendur telja rökrétta skýringu vera á málinu. Sjálfstæðisflokkurinn hafi öðrum fremur staðið í stafni er kemur að siðrofi og því eðlilegt að flokkurinn vilji halda sig við það.

Ekki er þó útlit fyrir að flokkurinn fái málinu framgengt.

Jafet Jónsson, geðlæknir, vill þó að könnuð verði geðhvörf almennings, enda einsýnt að stór hluti landsmanna þurfi hjálp.

„Skoðanakannanir sýna að u.þ.b. fjórðungur landsmanna muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn“ segir Jafet.
“Það er greinilegt að fleiri en við töldum fíla að láta flengja sig og svívirða. Íslenska þjóðin er greinilega að fjórðungs hluta kinky.“

„Spank me baby! Spank me!“ segir Jafet og er rokinn á braut.


mbl.is Tilkynnt um þingrof á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skoðanakvóti tekinn upp í ár

Sú breyting á kosningalögum var samþykkt fyrir helgi að tekinn verður upp svokallaður skoðanakvóti í kosningunum í vor.

Tilgangur skoðanakvótans er fyrst og fremst til þess fallinn að tryggja stöðu lítilla framboða og annarra minnihlutahópa.

Skoðanakvótinn mun þannig tryggja að fáir flokkar geti ekki einokað þingsæti eða átt þar vísan meirihluta í skjóli skoðanafylgis. Þannig munu nýju reglurnar tryggja jafna skiptingu þingsæta milli flokka, óháð fylgi. Einungis oddasæti munu skiptast eftir atkvæðamagni.

Þannig má segja að hið hrópandi óréttlæti, að stórir flokkar stjórni í skjóli fylgis og að hinir litlu líði fyrir lítið fylgi, hafi nú loksins verið upprætt.


mbl.is Karlar upp vegna kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsakið mig...

...að ég varpi fram spurningunni.

Er ekki málum þannig fyrir komið, að þegar forkólfar hafa gert samninga við vinnuveitendur þurfi stéttafélögin að samþykkja þá? þ.e. hinir óbreyttu félagsmenn.

Hafa hinir óbreyttu kannski ekkert um málin að segja? Borga þeir bara félagsgjöldin og láta búðingana sjá um að japla vínarbrauðin.

Þurfi óbreyttir félagsmenn að staðfesta samninga, geta búðingarnir ekki bara breytt þeim sisona. Verður ekki að leggja málið fyrir félagsmenn?


mbl.is Samstaða um frestun samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joð og verðtryggingin

Ég er næstum því sammála Joð í þessu máli með verðtrygginguna. Ég vil senda hana til andskotans, þaðan sem hún kom og þar sem hún á heima.

Mér þykir þó ástæðulaust að bíða með það. Bíða þar til verðbólga hefur lækkað. Til hvers?

Ef einhverntíma hefur verið nauðsynlegt að losna við þetta þjóðarböl þá er það nú. Nú þegar eigur almennings eru að brenna upp og skuldirnar bólgna sem aldrei fyrr, eins og grasserandi kýli.

...

Heyrði einhvern njóla hringja inn í þátt Sigurðar G. Tómassonar, á útvarpi Sögu, í morgun. Sá hafði verið að leika sér með vísitölu neysluverðs, launavísitöluna og reiknivél. Komst að þeirri niðurstöðu að greiðslubyrði verðtryggðra lána væri lítið hærri í dag en fyrir 1,5, ári. rúm 19% af launum í september 2007 en rúm 22% í desember s.l. Þess vegna ættu þeir sem hefðu verðtryggð lán ekki að kvarta.

Maðurinn hefur greinilega misst af pointi-nu, eða ekki verið að fylgjast með. Að stóra málið er hve skuldin bólgnar út. Hraðar en greitt er af henni.

Sem dæmi hafa 16.6 milljónir vaxið í 19.8 á einu ári. Á sama tíma var greidd rúm milljón af láninu. Það sér hver heilvita maður að þetta er tómt rugl.

Það sem kom mér mest á óvart var að Sigurður, sem ég hef talið skynsaman, át vitleysuna upp eftir manninn.


Steingrímur og hvalræðið

Steingrímur Joð, sem nú gegnir embætti sjávarútvegsráðherra ætlar að funda með öðrum þingmönnum um hvalveiðar, á Akranesi í kvöld.

Steingrímur hefur viðrað þá skoðun sína um andvígi gegn hvalveiðum, ein eins og flestum er kunnugt setti forveri hans reglugerð um hvalveiðar í sama mund og hann yfirgaf ráðuneytið. Það verður fróðlegt að vita hvort sátt náist um málið.

Steingrímur úr hvalnum

                          Joð á sínum yngri árum, að bjarga hvölum frá bráðum háska.


mbl.is Steingrímur J. mætir á fund um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ys og þys út af engu

Já, mér finnst það í raun ekki skipta mestu máli hver þingmanna fær það hlutverk að hamast á bjöllunni.

Réttara væri að hætta þessu argaþrasi og koma sér að verki. Fara að græja breytingar á lögum og reglum. Senda svo einhverja með skóflur að byrja að moka flórinn við Arnarhól.

Fjöldi fólks er að kikna undan skuldabyrðum og sér ekkert nema gjaldþrot verði ekkert að gert. Nú liggur á. Tíminn er versti óvinur skuldarans. Meðan dráttarvextir og aðfarabeiðnir hrannast upp, situr fólk inni á þingi og jagast yfir hver skuli halda á hamrinum.


mbl.is Gagnrýna forsetaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjaldborgin

Þegar ég las eftirfarandi frétt í Fréttablaðinu í dag, varð mér hugsað...hvernig skyldi ríkisstjórnin útfæra neyðaráætlun sína til hjálpar heimilum á vonarvöl.

Fréttin hjóðar svona:

Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út
Ný ríkisstjórn vill opna séreignarsparnað tímabundið fyrir þá sem eru í fjárhagskröggum. Frumvarp um þetta hefði verið kynnt í síðustu viku ef ekki hefði komið til stjórnarslita, segir Árni M. Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra.
stjórnmál Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr

stjórnmál Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar.

Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: "Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda."

"Það hringdi í mig kona norðan úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagðist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi einhvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski einfalda röksemdafærslan í þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. "Hugsanlegar leiðir verða að sjálfsögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur.

"Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá," segir Árni Mathiesen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. "Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé," útskýrir hann. "Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign."

Hann segist ekki sjá á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkisstjórn.- jse,kg / sjá síður 4 og 6.


Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir:

„Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda."

„[...] Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur.

Önnur frétt hér um aðrar aðgerðir.

Ég tel mig hvorki sérlegan áhugamann um bölmóð né svartsýnisspár. Þó leitar sú hugsun á mig að skilyrðin verði það þröng að þeir sem raunverulega möguleika eigi á að bjarga sér munu ekki uppfylla hin settu (þröngu) skilyrði. Hver hefur ekki heyrt af fólki sem ekki fær fyrirgreiðslu, þar sem það er ekki enn komið í vanskil?

Í grófum dráttum má skilgreina þrjá flokka skuldara (fólks eða fjölskyldna):

  • Þeir sem eru í góðum málum og þarfast ekki aðstoðar.
  • Þeir sem þegar eru komnir fram af bjargbrúninni og þurfa lottóvinninga eða önnur kraftaverk til að bjarga sér frá gjaldþroti.
  • Þeir sem enn eru í skilum en sjá fram á vanskil og í framhaldinu gjaldþrot, verði ekkert að gert.

Það kann að hljóma kuldalegt, en það er skoðun mín að það er síðasttaldi flokkurinn sem ætti í raun að fá fyrst aðstoð, en ég óttast að krafturinn verði settur í að „bjarga“ þeim sem þegar eru komnir fram af bjargbrúninni. Ég óttast að þar verði einungis um hít að ræða og að þesskonar björgunaraðgerðir muni í raun engu skila. Á sama tíma myndi þeir sem enn eiga viðreisnar von bætast í þann flokk, sökum aðgerðarleysis þeim til handa.

Ég óska þess innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

En mikið svakalega er ég samt ánægður með nýja forsætisráðherrann, svo því sé haldið til haga. Eins tel ég afbragðsmanneskju komna yfir menntamálin.


Íslenska lýðræðisvakningin

Þetta hefði aldrei gerst nema fyrir lýðræðisvakninguna sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Almenningi er ofboðið allt ruglið.

Lýðræðisvakningin varð ekki til inni á Alþingi. Nei, hún varð til á Austurvelli. Smitaði svo út frá sér um samfélagið. Kröfur um breytingar urðu að kröfum um enn meiri breytingar. Stofnaðir hafa verið allskyns hópar.

Nú sjáum við íslendingar, sem höfum löngum verið seinir til mótmæla og að láta í okkur heyra, að mótmæli virka. Á endanum verður vilji þjóðarinnar ofan á.

Til hamingju Ísland.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband