Færsluflokkur: Dægurmál

Karl & kerling

Ég hef löngum sagt að til séu tvær gerðir af kerlingum. Karlkyns og kvenkyns.

Vonandi að Steingrímur láti til sín taka þarna, en verði ekki kerling.


mbl.is Steingrímur J. fyrsti karlinn til að gegna formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið og gert

Vissulega hefði verið heppilegra að hafa sóknarprestinn á staðnum með í ráðum. Kjánalegt að sá hinn sami frétti af jarðarför í eigin kirkjugarði, utan úr bæ. Mér þykja þó viðbrögð hans bera vott um heilbrigða hugsun. Hann gerir ekki mál úr þessu úr því sem komið er. Sýnir hinum látna tilhlýðilega virðingu með því.
mbl.is Engir eftirmálar af útför Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skömm

Þetta er rétt og til háborinnar skammar. Víðast hvar inn til sveita og í mörgum smáþorpum býðst ekkert betra en upphringisamband. ISDN eða jafnvel analog 56 kílóbitar, sem er 36 sinnum hægara en 2 megabitarnir, sem ég held sé það minnsta sem símafélögin bjóða með ADSL.

Hvers eiga bændur og búalið að gjalda? þetta er ósvífni og ekkert annað. Bændur vilja líka geta dánlódað klámi og höstlað kerlingar á netinu. Áfram bændur!


mbl.is Helmingur nettengdra bænda búa við gamaldags tengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er fréttin?

Síðan hvernær þykir það fréttnæmt að tveir drukknir menn sláist? Það kemur hvergi fram að neitt 'dramatískt' hafi gerst annað. Bara tveir gaurar að hnoðast eitthvað.


mbl.is Ofurölvi í slagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Circlejerking?

Velti fyrir mér hvort keppt verði í mörgum greinum, eða bara með frjálsri aðferð?
mbl.is Danmerkurmót í sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á sömu hillu?

Með fullri virðingu Fyrir Bobby heitnum Fisher. Ætti ég bækur eftir þessa þrjá menn, Einar Ben, Jónas Hallgrímsson og Bobby Fisher, færi bókin hans Bobbys ekki á sömu hillu og bækur hinna tveggja.
mbl.is Grafreiturinn fái að hvíla í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speglamisrétti!

Í gær fór ég í Hagkaup, í Smáralind, að kaupa mér ullarsokka. Það er vitanlega ekki í frásögur færandi. nema hvað. Þar sem ég var vappandi um herrafatadeildina rak ég augun í bæði húfur og hettupeysur sem mig langaði að máta, sem ég og gerði. Ég fór úr jakkanum og peysunni og smeygði mér í eina peysuna. Þá komst ég að því að enginn var þar spegillinn. Ég labbaði eitthvað fram og aftur og rak augun í spegil handan við hornið, nokkur spöl frá. Ég labbaði þangað, speglaði mig og labbaði til baka, en hugsaði sem svo að það væri nú ekki sniðugt að labba svona langar leiðir til að spegla sig og skilja eftir jakkann, með veskinu og mitt hafurtask á glámbekk. Ég sá þarna fleiri flíkur sem ég hefði alveg verið til í að smakka, en sleppti því vegna afleitra speglamála.

Eftir þetta ákvað ég að gera smá úttekt. Ég gekk um alla deildina til að athuga hvort fleiri speglar væru þar. Nei. þetta var eini spegillinn í allri herrafatadeildinni. Segill sem er ca 40 * 180 cm og er því aðeins fyrir einn að spegla sig í honum í einu. Ég gerði samsvarandi úttekt í kvenfatadeildinni. Þar taldi ég 6 spegla, takk fyrir. Vítt og breytt um deildina.

Fyrir utan kynjamisréttið, er þetta ekkert nema fávitaskapur í mínum huga, eða að fólk haldi að karlmenn þurfi ekki að spegla sig í flíkum sem þeir eru að máta því konurnar þeirra segi þeim til(!!?!!), sem er hinsvegar líka fíflaleg ályktun. Ég nenni ekki að fara alla leið í mátunarklefann til að máta peysu. Hvað þá til að máta húfu!

Við kassann náði ég að hafa í frammi smá fjas. Ég spurði strákinn á kassanum kvusslax fíflaskapur þetta væri. Sjoppan hefði misst af milljónaviðskiptum við mig vegna þessa.....tja kannski smá ýkjur þetta með milljónirnar, en viðskipti misstu þeir. Þá vildi svo vel til að einhver stjórinn átti leið hjá og gat ég fjasað yfir honum líka. LoL

Hann sagðist skyldu koma þessu til skila. Nú þarf ég að muna að gera aðra úttekt næst og sjá hvort málið hafi verið leyst.


Blog-hreinsanir

Það virðist vera nokkuð móðins þessa dagana, hjá mörgum bloggurum hér, að taka til í bloggvinalistanum hjá sér. Allt í lagi með það. Ég fór hinsvegar að velta fyrir mér tilgangi bloggvinalistans. Hann virkar vitanlega í báðar áttir. Þ.e. þeir sem eru á mínum lista hafa mig jafnframt á sínum. Þannig að sá sem tekur einhvern af sínum lista, til að stytta hann, er jafnframt að taka sig út af lista hins og þar með verður sá að fara lengri leiðina til að sjá blogg viðkomandi.

Annars er ég alveg slakur yfir þessu. Ég hef fengið nokkrar bloggvinabeiðnir sem ég hef og samþykkt, enda tel ég að viðkomandi geri það til að eiga hægara um vik að lesa rausið í mér. Sem er hið besta mál, enda gæfist ég fljótt upp á að nöldra hér, væri enginn til að lesa það. Þá myndi ég bara tuða einn með sjálfum mér, heima í stofu.


Ammæli

Vonandi er stuð og stemmning í partíinu. Í tilefni dagsins ætla ég að skrölta niðr'í Smáralind að kaupa mér ullarsokka og pulsur. Nema hvað?
mbl.is Fjölmenni í sextugsafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpsmanni?

Hvers vegna þurfti lögreglan að fá aðstoð sjónvarpsmanns við æfinguna? Er erfiðara fyrir hundskvikindið að finna þetta á sjónvarpsmönnum en lögreglumönnum? Nú eða útvarpsmönnum og blaðafulltrúum. Stöðuvörðum og baðvörðum.

Bara pæling.
mbl.is „Böst“ í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband