Færsluflokkur: Dægurmál

Undir hælnum

Við lestur fréttarinnar af manninum sem fékk góðfúslegt leyfi eiganda eiginkonu sinnar til að taka sjálfstæðar ákvarðanir var þessi Fóstbræðraskedds það fyrsta sem upp kom í hugann.


mbl.is Fær að syngja í kórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Great balls of fire

Nathan Lewis skrifar grein í Huffington Post. Þótt ég hafi ekki fundið hana, þrátt fyrir leit. Vísir hafði ekki fyrir að setja tengilinn í fréttina. Því gæti fréttin allt eins verið innanhússhugarburður Vísismanna.

Ekki þekki ég téðan Nathan en ömmufrændi hans, Jerry Lee, kunni að spila á píanó og að leggja lag sitt við barnungar stúlkur. Hann flutti meðal annars lagið „Great balls of fire“ sem myndi á ylhýra útleggjast sem „Frábæru eldeistun.“

Já blóðrennslið þangað niður var alla tíð í góðu lagi hjá þeim gamla.

En hvað Nathan, ömmufrænda varðar, þá hef ég ekki hugmynd um hann. Tengist hann nokkuð kompaníinu Nathan og Olsen? Innflytjanda Cocoa puffs.

Hér þarf að lesa milli línanna.

Eitthvað „puffy“ við kakóið hjá öðrum þeirra og eitthvað við eldeistun hjá hinum.
Huffington post/Puffington post. Skyldi vera samhengi?

Æ, vil ekki hugsa þetta lengra, en endilega...lesið netmiðlana.

 


Sérstakir saksóknarar

Nú er af sem áður var, þegar enginn sýndi áhuga á starfi sérstaks saksóknara. Nú hafa ellefu manns sótt um þær þrjár stöður sem bæta á við.

Einn umsækenda er Jón Magnússon hrl. og fyrrum þingmaður. Það verður spennandi að vita hvort hann verði ráðinn. Hver annar hefur betri innsýn í þátt FME en akkúrat hann, hvers sonur stýrði. Hann gæti nýtt fjölskylduboðin til yfirheyrslna. Aldeilis væri nú trúverðugt og traustvekjandi að ráða Jón.

Hvernig honum í hug svo mikið sem að sækja um er mér gersamlega hulið.


mbl.is 11 sóttu um saksóknaraembætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólmsteinn dagsins

Hannes Hólmsteinn, hugmyndafræðingur útrásarinnar, mætti í dag á mótmælafund. Undir handleggnum hafði hann bók sem hann er að vinna að. Hún mun þó ekki hafa verið unnin í ljósritunarvél. Í dag er hægt að dánlóda öllu af netinu og þá þarf enginn Xerox.

Honum fannst rétt að taka þátt í mótmælum gegn afleiðingum eigin gjörða.
Svo bara mætti eitthvert lið og sló í pottlok! Skil vel hvað Hólmsteinn varð spældur yfir því.
Ég trúi því þó að Hólmsteinninn sé sterkur. Bugist ekki heldur haldi bara áfram og gefi í.


mbl.is Aðsúgur að Hannesi Hólmsteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrar steypa

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra heimsóttu Sementsverksmiðjuna á Akranesi í dag.

Tilefnið var meintur skortur Alþingis á steypu. Talsvert hefur verið steypt á þingi gegn um árin, en minna hafi borið á því undanfarið. Þó mun Sigmundur Ernir og framíkallarar hans hafa bætt út.

Svandís og Katrín ku hafa viljad skoða kosti þess að betrumbæta þinglega steypu.

„Við höfum átt góðar viðræður við stjórnendur sementsverksmiðjunnar“ segir Svandís. „Við eigum þó eftir að fá Steypustöðina með.“ Katrín segir þó næga steypu vera til staðar á þingi. „Árni Jonhnsen söng þar í vor. Say no more.“


mbl.is Ráðherrar í Sementsverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrstu pylsunni bjargað

Mæðginin Jón Halldór Kristínarson og Kristín Harpa Halldórsdóttir hafa stefnt Pulsuvagninum við Tryggvagötu fyrir vörusvik.

Þau ákváðu að fá sér pylsu. Þar sem þau eru að norðan vildu þau ekki pulsu.

Þau mættu í pulsuvagninn við Tryggvagötu og báðu um tvær með öllu. Þá vildi svo til að þau fengu pulsur með fimm tegundum meðlætis; hráum lauk, steiktum lauk, tómatsósu, remúlaði og sinnepi.

Kristín spurði hverju þetta sætti. Í sinni heimabyggð fengi hún ennfremur rauðkál, súrkál og eldhússvask. Kristín segir ætla að bjarga þeirri pylsu [pulsu. leiðrétting blaðamanns] frá voðaverkum aðkomumanna, eins og Kristín kallar sunnlendinga.

Afgreiðsludama pulsuvagnsins tjáði henni að sunnan heiða fengjust ekki eldhússvaskar. Auk þess sem rauð- og súrkálsát tíðkaðkist ekki meðal heilbrigðra borgarbúa.

Kristín segir fara með málið til Stassborgar, gerist þess þörf.

„Ég er meira sár en reið“ sagði Kristín við fréttamann. „Ég fékk ekki einu sinni kók í bauk.“


mbl.is Fyrstu pysjunni bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauð málning selst illa

Ég tel að rauð málning muni seljast illa næstu misserin.

Hví? Jú. Vegna málningarárasanna á útrásarvíkinga og aðra auðmenn.
Lögreglan hlýtur að rannsaka hvar hefur verið keypt rauð málning og hverjir þar voru á ferð.
Ekki veit ég hvort um er að ræða innan- eða utanhússmálningu.
Allavega, til að koma mér ekki í vesen, er ég ekki að fara að mála rautt á næstunni.

Reyndar myndi ég seint mála rautt innandyra. Ekki nema ég ætlaði að opna hóruhús. Sú viðskiptahugmynd hefur þó ekki komið upp enn. Rautt utanhúss er skárra.

Ég er enginn sérfræðingur, en í minningunni er lakk dýrara en vatnsmálning og utanhússmálning dýrari en innanhússmálning. Leiðréttið mig fari ég rangt með.

Að því gefnu er hér um innanhússmálningu að ræða. Þeir sem vilja sletta vilja örugglega gera það á sem hagkvæmastan hátt. Kaupa því innanhússvatnsmálningu. Rauða innanhússmálningu sem engin annar kaupir, nema hann ætli að opna hóruhús.

Því ætti að vera tiltölulega auðvelt að hafa uppi á þeim er sletta.


Firringin lifir góðu lífi

Samkvæmt frétt Vísis fara starfsmenn hins gjaldþrota fjárfestingabanka Straums fram á bónusgreiðslur fyrir að sinna störfum sínum. Hvað þeir hafa í regluleg laun kemur þó ekki fram. Þetta eru, sem sagt, kröfur þeirra um sérstök verðlaun sér til handa nái þeir árangri í vinnunni.

Líklega eitthvað sem ég ætti að fara fram á við minn vinnuveitanda fyrir að gera annað en að dotta fram á borðið í vinnunni.

Starfsmennirnir, sem eru 45 talsins, fara fram á 15 milljónir €vra nái þeir að endurheimta 28% af eignum bankans og allt að 55 milljónum €vra, takist þeim að endurheimta 75% eignanna. Bónusarnir eiga að ná til 5 ára tímabils.

Miðað við 5 ár og 45 starfsmenn, gerar þetta 333 þúsund - 1,22 milljónir evra á haus, sem gera 9.250 - 33.900 €vrur á mánuði. Miðað við núverandi gengi €vru (ca 181 króna) nymi bónus hvers starfsmanns frá 1.674.250 - 6.135.900 króna á mánuði.

Eru eintómir græðgisvæddir siðspillingar ráðnir til starfa hjá fjármálafyrirtækjum?


Afhommun

Þeir í Brasilíu taka á því er einhverjir sérfræðingar auglýsi afhommun. Slíku er ekki til að dreifa hérlendis.

Hér fá gapuxar að blaðra um afhommun, milli þess sem þeir hala inn peningum til handa ésú.

málið er bara að stilla á Omega, afhommast og borga. málið dautt.


mbl.is Bannað að bjóða upp á lækningu við samkynhneigð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er hætt að vera fyndið

Í vetur frestaði AGS afgreiðslu láns til íslendinga. Þá var gefin sú skýring að stjórnmálaástandið væri í óvissu. Síðan var því frestað vegna óvissu um uppgjör bankanna, muni ég rétt. Síðan, núna, vegna Icesafe.

Hvað ástæðu tína þeir til næst?

Þetta er tómt rugl. Réttast væri að gefa þessum bjánum fingurinn.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband