Færsluflokkur: Dægurmál
Fimmtudagur, 16. júlí 2009
Til hamingju Ísland
Fyrsta skrefið.
Margir hafa sagt að aðild að sb sé það versta. Er það? hvað er verra en þegnar Bretlands upplifa?
Að borða ógeðslegar pylsur á morgnana og að borða Mermite, sem er viðbjóður.
Bjögum bretum frá ógeðinu. Bjóðum þeim ýsu og hamsatólg.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Fúskarar fyrri ára notuðu Reykjalundsplast
Vorið 2007 keypti ég stórt einbýlishús í Borgarnesi ásamt minni þáverandi, af landsþekktum rútuforkólfi. Kominn var tími á ýmislegt, hvað viðkom viðhaldi á húsinu.
Kjallara hússins hafði hann nýtt að hálfu sem geymslu og að hálfu sem gistirými fyrir rútubílstjóra sína. Í kjallaranum var stórt herbergi sem var upprunalega kyndiklefi og þvottahús. Við rústuðum út gamla olíuofninum og breyttum herberginu í eldhús. Til stóð að útbúa leiguíbúð í kjallaranum.
Við fengum tvo gamalreynda pípara í málið, sem unnu verkið af fagmennsku.
Í leiðinni var frárennslinu úr vöskum og þvottavélum breytt og því beytt í aðra lögn. Þá kom upp vandamál. Þó voru þetta bara frárennslislagnir úr eldhússvaski og þvottavél. Ekkert skólp. Það fór í aðra lögn.
Allt í einu fóru niðurföll að stíflast og yfirfyllast, færi einhver að vaska upp, svo upp úr flæddi.
Pípararnir voru kallaðir til á ný og málið skoðað. Í ljós kom að lögnin reyndist sífluð og því flæddi upp úr niðurfalli, utandyra, sem tengdist inn á sömu lögn.
Farið var í Húsasmiðjuna og leigð brotvél og hafist var handa við að brjóta upp steinsteypuna.
Í ljós kom að þeir sem höfðu lagt lagnirnar á sínum tíma notuðust við Reykjalundarplaströr, sem alla jafna voru notuð í kaldavatnslagnir, inn í hús. 100mm rör sem þarf ekki mikið meira en dauða mús til að stífla en eftir að hafa brotið upp dágóðan hluta gólfsins, sem og stéttarinnar fyrir utan, var málinu bjargað með nýrri lögn og nýju utanhússniðurfalli.
Allt fór þetta vel á endanum, en ég man upphrópun píparans þegar hann sagði; Þetta er Reykjalundsplast!
Reykjalundur-plastiðnaður í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 10. júlí 2009
Innrásarvíkingar dæmdir fyrir auðgunarbrot
Tveir innrásarvíkingar, sem hafa um árabil stundað þá iðju að raka til sín verðmætum Bónusverslana, er nema um 40 þúsund krónum, hafa nú verið dæmdir fyrir athæfið.
Lengi vel var útlit fyrir að málið yrði látið niður falla, en eftir hörð mótmæli krakkanna á kössunum, ákvað Bónus að láta undan og kæra málið.
Helst má þakka slyngum lögfræðingum og hentugum dómurum að dómurinn varð ekki þyngri en raun ber vitni, sem og að auðgunarbrot þykja ekki stórmál hér á landi svo lengi sem upphæðin er nógu há. Eins munu þeir hafa gert Bónusi glæsilegt tilboð um afskrift helmings upphæðarinnar, sem þykir hafa leitt til mildunar dómsins.
Annar þeirra var dæmdur til sektar en hinn ekki. Hvorugur þarf að taka út refsivist.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Hvernig smitast grasbítar af sýktu kjöti? Einhver?!!
Landbúnaðarráðherra vill innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins, þó með þeirri undantekningu að leyfa ekki innflutning á hráu kjöti.
Margir óttast að hrátt kjöt geti borið með sér sjúkdóma.
Þó virðist ráðherrann ekki óttast að sjúkdómarnir berist í menn, hunda, refi, minka, eða aðrar hérlendar dýrategundir sem reglulega leggi sér kjöt til munns.
Nei, því í frétt Ríkisútvarpsins tiltekur hann sérstaklega hve mikilvægt sé að verja íslensku húsdýrin; kýr, kindur og hesta. Dýr sem eru grasbítar og eftir því sem ég kemst næst, líta ekki við ketmeti.
Eigi einhver leið hér um sem kann skýringu á hvernig sýkt kjöt gæti smitað þessar skepnur má endilega útskýra það fyrir fáfróðu borgarbarninu, mér.
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Mér er flökurt
Mikil aukning hefur orðið á nauðungasölum á árinu. Eins heyrði ég að fjárnámsbeiðnum hefði fjölgað um tíu af hundraði.
Hvaða fólk ætli sé hér um að ræða? Sjálfsagt ýmiss konar fólk. Örugglega eru þarna inn á milli skítakarakterar. Þeir finnast í flestum hópum þjóðfélagsins. Þarna er þó örugglega líka fólk sem ekki drýgði alvarlegri glæpi en að ráða ekki við síhækkandi húsnæðislán. Fólk sem örugglega hefur viljað standa í skilum, en ekki getað. Fólk sem talaði fyrir daufum eyrum þegar það mætti á fund bankastjórans, að biðjast miskunnar.
Auðvitað nennir enginn að sóa dýrmætum tíma sínum í að tala við almúgann. Hvað þá að afskrifa eitthvað af þeim smáaurum sem það lið skuldar. Málið heldur sent til einhvers afætufyritækjanna sem nærast á ógæfu fólks. Fyrirtækjanna sem ráða til sín lögfræðinga sem fá ekki betri djobb en að gerast rukkarar. Já, ég er að tala um innheimtufyrirtækin. Öll með tölu.
Svo dúkka upp tveir lúserar sem fengu milljarðalán til kaupa á ríkisbanka, á útsölu. Mennirnir hafa ekki lufsast til að borga þetta lán á þeim 6 árum sem liðin eru síðan. Reyndar var gefin út stefna sem, obbossí, týndist bara siona. Æjæ. Svo ætlast þeir til að fá niðurfellda hálfa skuldina, alls um 3 milljarða. Þrjú þúsund milljónir. 3.000.000.000 kall!
Brandarinn er ekki búinn. Nei aldeilis ekki. Það besta er eftir.
Stjórn bankans ætlar að funda um málið!
Möo. þá á að skoða málið! Halló! Ég hefði búist við að mönnunum tveimur yrði sýndur fingurinn, eða í besta falli hlegið að hugmyndinni.
Það kemur sem sagt til greina að afskrifa milljarðana þrjá hjá þessum mönnum, á sama tíma og þeir eru vel borgunarfærir. Í það minnsta sá yngri.
En að afskrifa þúsund sinnum lægri skuldir hjá alþýðufólki. Nei það má ekki.
Gubb!
Rúmlega 100 fasteignir á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 6. júlí 2009
Stæði í flugvélum
Michael þessi O'Leary, forstjóri Ryanair vantar ekki hugmyndirnar.
Var það ekki hann sem átti hugmyndina um að selja inn á salernin? Hvort hugmyndin var fast gjald eða hvort rukkað skyldi eftir þyngd úrgansgins veit ég ekki.
Nú er hugmyndin að bjóða upp á stæði í vélunum. Ekki veit ég hvort það standist alþjóða öryggisstaðla að leyfa lausa hluti í flugvélum, eins og farþega á barstólum. Hugmyndin er samt ekki endilega svo galin, sem slík.
Komi eitthvað fyrir í flugi og vélin hrapar, held ég að yfir höfuð skipti litlu máli hvort maður er bundinn í sæti eða laus. Líklega eru allir jafn dauðadæmdir hvort eð er, í flestun tilfellum. Hvað svo sem öryggisreglur segja. Því skiptir litlu máli hvort maður drepist á barstól eða bundinn í sæti. Á barstólnum yrði dauðinn amk. ókeypis.
Ókeypis flug fyrir standandi farþega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. júní 2009
Þá er Mikki refur allur
Hann var löngum umdeildur, hann Michael Jackson. Hann þótti pínu klikk, en þannig er það oft með mikla snillinga að þeir þykja oft skrýtnir.
Refur, segi ég. Vissulega var Mikki refur. Þó er það meint á jákvæðan hátt. Hann átti söluhæstu plötu allra tíma og gerði ófá gullkornin ógleymanleg.
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi hans, þótt ég hafi gaman að mörgum laga hans. Þó var fregnin um ótímabært andlát hans sláandi. Það hefði verið gaman að sjá og heyra af kombakkinu hans sem stóð fyrir dyrum í sumar.
The king of pop er allur. Hann mun þó lifa í gegn um lögin sín. Rétt eins og the king of rock.
Elvis lifir.
Jackson Lifir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. júní 2009
Á dauða mínum átti ég von...
...en ekki stuðningsyfirlýsingu Ögmunds Jónassonar við umsókn Íslands að vrópusambandinu, sem fjallað er um hér.
Nú er bara að hamast á refresh takkanum þar til stuðningsyfirlýsingar Ragnars Arnalds og Bjarna Harðarsonar detta inn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. júní 2009
Ríkisins....mmmm
Ég náði ekki að ljúka við lestur fréttarinnar um Bankasýslu ríkisins. Slíkur var unaðurinn að ég gat ekki einbeitt mér.
Pælið í'ðí hvað þetta hljómar unaðslega; Bankasýsla ríkisins.
Um mig fer unaðhrollur.
Við erum hægt og rólega á leið í gamla tímann, með öllum yndislegu miðstýrðu ríkisstofnununum.
Blessaður sé Joð.
Stofna Bankasýslu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. júní 2009
Landeigandinn á Geirsnefi
Þegar ég las viðtengda frétt spurði ég mig hvort Geirsnefið væri örugglega ekki í eigu borgarinnar og þar með almenningseign.
Ég geri ráð fyrir að Geirsnefið sé skilgreint sem útivistarsvæði, á skipulagi borgarinnar. Því ætti öllum að vera frjálst að brölta þar, fótgangandi eða reiðhjólandi. Bílaumferð ætti alfarið að vera bönnuð þar.
En, ég ætlaði að tala um landeigandann. Hundahaldarinn Arndís þykir mér tala eins og þetta sé hennar land. Talar um óvelkomna gesti. Menn í hjólhýsi og aðra óvelkomna gesti, skólakrakka.
Þetta er hið versta mál fyrir Arndísi. Ég sé ekki nema tvær lausnir í stöðunni fyrir hana.
Annars vegar þá lausn að girða nefið af og setja upp varðturna, svo engir óvelkomnir gestir séu að trufla hana. Sú lausn er hinsvegar kostnaðarsöm og tímafrek.
Hin lausnin er mun einfaldari og skynsamlegri. Að hún losi sig við hundinn og fái sér kött.
Styrjöld á Geirsnefi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |