Færsluflokkur: Dægurmál

Torino

Ég hef ekki nokkur áhuga á efni fréttarinnar. Mér er slétt sama um aldur og uppruna handklæða.

Hins vegar blöskrar mér oft vinnsla frétta. Bæði á mbl og annars staðar. Vísir er ekki skömminni skárri. Oftast er um málfars og/eða stafsetningavillur að ræða.

Það sem mér blöskrar í þessari frétt er að þegar ítalska borgin Torino er nefnd Tórínó, upp á íslensku, er látið fylgja með enska útgáfa heitis hennar, Turin. Veit sá er vann fréttina ekki að Tórino heitir Torino á frummálinu, en ekki Turin?


mbl.is Eftirlíking líkklæðis Krists sannar að það sé falsað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíð blog.is

Um langt skeið hefur Moggabloggið, blog.is, verið vinsælt.

Vefurinn mbl.is er ekki sá íslenski fréttavefur sem er duglegastur að setja inn nýjar fréttir og oft birtast þar ekki fréttir sem aðrir miðlar birta, bæði vef- og ljósvakamiðlar. Kannski það muni breytast með tilkomu Bubba kóngs.

Það er mín trú að Moggabloggið hafi haldið vinsældatölunum uppi. Fólk getur varla verið að koma í tugþúsundatali að skoða statískan fréttavef.

Nú eru teikn á lofti. Bloggarar hafa rætt um í dag að hverfa annað.
Nú er það staðreynd. Þungavigtarbloggarar eru að leita annað. Hef fyrir því bæði staðfestar og aðrar óstaðfestar heimildir.

Þegar helstu þungaviktarbloggarar hafa horfið annað verður blog.is ekkert nema safn af einnarsetningar fréttabloggurum.

Ég vona bara að bloggsamfélag íslands sé ekki að líða undir lok. Í ljósi þess að helstu upplýsingar um spillingu hafa komið fram á blogginu er ég ekki hissa á að einhver hagsmunaöfl kjósi að svo verði.


Nostalgían í algleymingi

Undanfarið ár hefur tímahjóli íslensks þjóðfélags verið snúið áratugi aftur í tímann.

Gjaldeyrishöft og ríkisvæðing og skattpíning. Miðstýringin í öndvegi. Hagsmunagæsla sem aldrei fyrr, til handa hinum þóknanlegu.

Enn erum við að sjá ný dæmi. Ráðherra opinberar þá sannfæringu sína að samráð bænda sé öllum til góða.

Nýjasta dæmið er flokkavæðing dagblaða. Sú var tíð er kommarnir keyptu Þjóðviljann, framsóknarmenn Tímann, alþýðuflokksmenn Alþýðublaðið og íhaldsmenn Moggann. Það fór eftir stjórnmálaskoðunum fólks hvar það verslaði. Hvernig bíla fólk keypti og svo framvegis.

Mogginn hefði ekki getað fundið sér pólitískari og Flokkstengdari ritsjóra en Dabba. Nú er hann mættur á Moggann og pólitískar hreinsanir þegar hafnar. Það skal t.d. enginn segja mér að Þóru Kristínu hafi verið sagt upp vegna lélegrar fréttamennsku. Ekki veit ég hví hún er ekki þóknanleg. Líklega er hún vinstimanneskja, eða hún hafi fyrir löngu síðan tekið óþægilegt viðtal við Dabba. Hann er þekktur fyrir langrækni sína.

Nú má allavega leggja niður amx.is og nú þarf maður að fara að dressa sig við hæfi.

Hvar fæ ég Álafossúlpu?


mbl.is Uppsagnir hjá Árvakri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stóra ástin

Tyrkinn Sultan Kosen mun nú vera í ástarhugleiðingum.
Hefur hann haft á orði að hann vilji gjarnan eignast kærustu.

Það er þó ekki auðvelt mál fyrir Kosen að verða ástfanginn.
Sultan Kosen er hæsti maður heims. Heilir 2,47 metrar.

Það er því meira en að segja það, fyrir Kosen, að verða ástfanginn upp fyrir haus.
Líklega verður hann að sætta sig við meinlaus skot í stað ólgandi ástar.

Þó skyldi maður aldrei segja aldrei.
Vonum það besta.


mbl.is Hæsti maður í heimi í ástarleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluerfiðleikar - tvíblogg

Fyrsta skipti sem ég blogga tvisvar um sömu frétt, en ákvað að skrifa nýtt fjas í stað þess að bæta við það fyrra, þar sem efnið er annað.

Nú hefur spurst út að Joðhanna, ríkisstjórn Joðs og Jóhönnu, hafi áætlanir á prjónunum.

Það á „kannski“ að skera úr snörunni þá sem eru við það að verða hengdir.

Hinir, sem eru komnir á hengingarpallinn en enn ekki búinir að heyra sneriltrommuna eða fá um hæalsinn snöruna, eða þeir sem bíða þess að stíga á pallinn, geta étið það sem úti frýs. Þeir verða þá bara hengdir á morgun. Þeirra mál bara halda áfram að versna.

Forvarnir eru ekki til sem hugtak hjá Jöðhönnu. Enginn vill taka í mál að bjarga fólki áður en snaran er sett um háls þess.

Þetta heitir að lækna einkennin í stað orskanna. Reyndar í takt við vestræna hugsun og vestræn læknavísindi.

 

Aukreitis fróðleiksmoli:
Enska orðið snare þýðir snara og snaredrum, sem á íslensku kallast sneriltromma, fékk nafn sitt af því að hún var slegin við hengingar. Snörutromma.


Forstöðuhjón Hrossins að skilja

Forstöðuhjón hestamannafélagsins Hrossins, Gunnar Pálsson og Jónína Guðnadóttir, hafa ákveðið að skilja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem birt var á heimasíðu Hrossins í dag.

„Þetta hestastúss er slítandi og ekki leggjandi á nokkurn mann að sinna bæði konu og hrossum“ segir Gunnar. „Svo er konan alltaf eitthvað að stússa í útlöndum. Maður verður þreyttur á því til lengdar að flengja bjúgað. Sko hrossabjúgað“ segir Gunnar ennfremur.

Skilnaðurinn mun fara fram í ésu nafni, í Kópavogskirkju, nk. fimmttudag kl. 16, að staðartíma.


mbl.is Forstöðuhjón Krossins að skilja
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Hugmyndin er góð en útfærslan ónýt

Allt gott og gilt með að reyna að sporna við barnaperrum. Ég tek undir alla viðleitni í þá átt.

Hvað varðar hluta fréttarinnar er varðar þá sem skutla börnum í íþróttatíma, finnst mér steininnn taka úr.

Ég á strák sem spilar körfubolta og iðulega þegar hans lið á að spila utan höfuðborgarsvæðisins fara í gang póstsamskipti milli foreldra um hver geti skutlað hverjum.

Ætti að fara að blanda einhverju ríkisapparati í það, myndi enginn skutla neinum. allt myndi koðna niður í eftirlitsnefndum. oftast er fyrirvarinn stuttur meðan nefndarfyrirtökur taka vikur.

Þessi lög tjallanna voru greinilega sett af fólki sem ekkert veit um málið. Fólki sem komið er vel yfir fimmtugt og hefur gleymt hvað er að eiga börn í íþróttastarfi.


mbl.is Gagnrýna lög gegn barnaníðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttur í vanskilum

Mófreður von KattSkilanefnd Kaupþings lýsir er eftir kettinum Mófreði.
Mófreður er rauðhærður og oftar en ekki íbygginn á svip.

Hann mun vera skuldari við bankann og í bullandi vanskilum. Síðast sást til Mófreðs í Dýrabæ, hvar hann mun hafa fengið lán til kaupa á kattamat, með veði í kattamatnum.

Sá er hefur uppi á Mófreði er beðinn að hringja í sérstakan kattsóknara.


mbl.is Hundur týndur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt knús á almannafæri

Það er orðið all svart þegar menn mega ekki láta vel að börnum sínum. Án þess ég viti neitt um mál ítalans, ímynda ég mér að ekkert ósæmilegt hafi farið fram, þarna á sundlaugarbakkanum með móðurina og fjölda fólks viðstatt.

Í fyrsta sinn í mörg ár, skellti ég mér á fótboltaleik í dag. Þar hitti ég ástkæra dóttur mína. Unglingurinn var þar með vinkonum sínum. Þegar hún sá mig breiddi hún út faðminn, rétt eins og ég. Í miðjum mannfjöldanum féllumst við í faðma og ég kyssti hana á vangann.

Mikið er ég feginn að leikurinn fór ekki fram í Brasilíu.


mbl.is Handtekinn fyrir að kyssa dóttur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjartatilfellum fækkar

„Samkvæmt nýrri skýrslu, sem kynnt var á ráðstefnu hjartasérfræðinga í Brussel í Belgíu í dag, hafa strangari reglur um reykingar fækkað hjartatilfellum í Evrópu umtalsvert.“

Hvað eru hjartatilfelli? Væntanlega tilfelli þar sem hjörtu koma við sögu.
Ekki fylgir fréttinni um hverskonar hjartatilfelli er að ræða, né á hvaða hátt téðir hjartasérfræðingar eru sérfróðir um hjörtu.

Því kemur margt til greina.

Einn möguleiki er sá að fækkun hafi orðið á góðhjörtuðu fólki og því færri tilfelli hjartgæsku en áður. Þar sem ég tel engin tengsl vera milli reykinga og hjartgæsku ætla ég því að útiloka þann möguleika.

Engum sögum hefur farið af fækkun nýbura og því ólíklegt að þeim elsku hjörtum fari fækkandi. Afskrifa því þann möguleika líka.

Hjartatilfelli

Grunur minn er sá að ekki séu einungis tengsl milli reykinga og hjartatilfella, heldur einnig að hjartasérfræðingarnir tengist hvoru tveggja.

Því kemur aðeins eitt til greina. Hjartaknúsarar. Hjartaknúsarar eins og Bo Halldors, Geir Ólafs og Tom Jones.

Líklega troða þeir sjaldnar upp eftir að reykingabann á skemmtistöðum tók gildi. Kannski aðdáendur þeirra séu upp til hópa reykingafólk og aðsóknin því farið minnkandi.

Sem hjartaknúsarar hafa þeir valdið ómældum hjartabráðnunum um dagana. Hjartatilfellum. Sem slíkir eru þeir vissulega hjartasérfræðingar.

 


mbl.is Miklu færri hjartatilfelli í kjölfar reykbanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband