Færsluflokkur: Ferðalög
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Fundust eftir 5 tíma
3 strákar villtust í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Hægðatregða í háloftunum
Flugfélagið JetBlue á yfir höfði sér skaðabótamál af höndum 25 farþega flugfélagsins. Málsástæður munu vera þær að JetBlue hafði tekið að sér að ferja hægðatregðusjúkling frá Minneapolis til Boston. Sjúklingurinn sat á salerninu alla leiðina og hamlaði þar með öðrum farþegum vélarinnar að gera þarfir sínar þar.
Ástandið var hræðilegt segir Maurice Smith, snyrtifræðingur, er var um borð í umræddu flugi. Fólk var farið að laumast í tómu sætaraðirnar og skila af sér þar. Það var gott að komast undir ferskt loft á ný.
Talsmaður JetBlue vill lítið láta hafa eftir sér um málið. Hann segir þó flugfélagið ekki halda úti rekstri almenningssalerna.
Á flugvélarklói í þrjá tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 28. apríl 2008
Bjartsýnisbílar
Nú er orkukreppa. Verð á olíu hefur allt að þvi tvöfaldast fáum á árum. Hvað hugsar fólk? Fæstir hugsa um vetni eða rafmagn. Allir þannig bílar hafa bæði ekki dregið nógu langt eða nógu hratt.
Bjartsýnisbílar eru algerlega ný og óþekkt stærð. Þeir ganga fyrir bjartsýni ökumanns. Ný s-amerísk tækni. Of flókið fyrir íslendinga, segir Jesus Solaris, forstöðumaður umhverfissviðs Chile. En bjartsýni má auðveldlega virkja, Verst þið hafið svo lítið af henni.
Skeljungur hækkar eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Ég mun berjast!
Stulli Jóns, göngugarpur og meðlimur Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, lauk ferð sinni frá Kringlunni niður í bæ mun fyrr en menn áttu von á. Við Rauðarárstíg stoppaði bifreið hvers ökumaður bauð Stulla far í bæinn.
Úff! Mikið var ég feginn. Ég er henni Ragnhildi óendanlega þakklátur fyrir farið sagði Stulli í samtali við Bergmálstíðindi fyrir stundu. Þetta lið sem elti mig var að gera mig geggjaðan, með endalausu flauti og söngli bætti Stulli við.
Stulli segist þegar hafa haft sambandi við Vegagerðina og þeir hafi staðfest skrefafjöldann frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. Nú þarf ég bara að rölta restina við tækifæri til að vita heildarskrefafjöldann.
Þegar ljóst var að hann fengi far í bæinn ákvað Stulli að gefa bensínstöðina við umferðarmiðstöðina upp á bátinn og kaupa heldur olíu niðri í bæ. Hinsvegar kom í ljós að bensínstöðin við Lækjartorg hafði verið rifin fyrir nokkru síðan. Alveg týpískt! Svínarí! Ég mun berjast fyrir fleiri bensínstöðvum og sjálfsölum sem taka fimmhundruðkalla! kallaði Stulli yfir fjöldann á Austurvelli.
Sturla: Ég berst fyrir ykkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Persóna í eldsneytisleiðangri
Eins og Bergmálstíðindi sögðu frá fyrr í dag hefur Stulli Jóns, Sandskötumeðlimur, lagt af stað í eldsneytisleiðangur sinn vestur Miklubraut. Þó nokkur hópur fólks hefur fylgt honum eftir, en Stulli heldur því í hæfilegri fjarlægð. Þetta er mín persónulega ganga og ég vil fá næði til að hugsa málin, spá og spekúlera, meðan ég geng sagði Stulli. Fólkið sem honum fylgir eftir hefur ýmist boðist til að bera olíubrúsann eða viljað spjalla við hann um daginn og veginn. Bílstjórar er hafa átt leið hjá hafa þeytt flautur sínar, enda var Stulli á tímabili kominn út á miðja götu. Fólkið sem fylgir honum eftir hefur einnig flautað. Æ, þau eru búin að vera flautandi einhver svona fótgönguliðalög, þú veist. Ferlega pirrandi. Ég dundaði mér við að telja skrefin. Langaði að vita hve mörg skref ég tæki á leiðinni. Svo truflaði þetta mig alveg og ég varð að byrja upp á nýtt við Lönguhlíðina. Ég verð því að labba fyrsta spölinn aftur seinna, til að telja skrefin á þeim kafla.
Sem fyrr munu Bergmálstíðindi fylgjast með og koma með nánari fréttir síðar.
Bílstjóri í mótmælagöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Bein útsending af Esjunni
Starfsfólk Trésmiðjunnar Trausta er lagði upp á Esjuna kl. 00:30 er komið alla leið upp, í góðu veðri og hefur verið í símasambandi við félaga sína í bænum. Forsprakki hópsins, Haraldur Óskarsson, segir hugmyndina hafa komið upp á árshátíð fyrirtækisins í gærkvöld.
Palli á söginni átti hugmyndina segir Haraldur við blaðamann Bergmálstíðinda. Hann fær oft svo brilliant klikk hugmyndir. Ekki síður eftir fimm sjenever bætir Haraldur við.
Það er fínt útsýnið. Héðan sést bæði Keilir og svo eitthvað fjall sem ég veit ekki hvað heitir segir Haraldur. Auðvitað eru menn þreyttir en þó óvenju sprækir. Við verðum örugglega lagðir af stað niður um sjöleitið í kvöld, þegar allir eru orðnir nægilega hressir segir Haraldur að lokum.
Í ferðinni eru 9 starfsmenn af verkstæði og skrifstofu. Þar af 4 fararstjórar. Hægt er að komast í beina útsendingu við hópinn með að fara á vefsíðu Trésmiðjunnar Trausta og finna GSM númer Haraldar á undirsíðunni 'starfsmenn' og hringja í það númer.
Bein útsending frá Hnjúknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Um viðrun stefnuljósa og raus um ljósabúnað bifreiða
Ljósabúnaður bifreiða getur stundum verið fagur á að líta. Þó er tilgangur hans ekki þess eðlis að vera skraut. Tilgangur hans er er fyrst og fremst að vera leiðbeinandi fyrir aðra í kring um mann.
Eiginlega eru háu ljósin (og kannski þokuljós að framan) einu ljósin sem ætluð eru fyrir ökumann bifreiðarinnar sjálfrar, til að sjá fram á veginn í niðamyrkri. Lágu ljósin kannski að hluta til, en þau veita afar takmarkaða lýsingu og gegna því frekar því hlutverki að þeir sem mæti bílnum sjái hann.
Öll önnur ljós bifreiðarinnar hafa þann tilgang að leiðbeina hinum. Afturljósin eru kannski ekki alltaf sjálfvirk en [eiga að] loga allan tímann sem bifreiðin er í gangi. Bakkljós og bremsuljós eru, sem betur fer, sjálfvirk. Bakkljósið kveiknar um leið og bifreiðin er sett í bakkgír og gefur þá þeim sem aftan við bílinn er vitneskju um að nú verði bílnum bakkað.
Bremsuljósin kveikna að sama skapi um leið og stigið er á bremsuna. Þótt tæknilega séð segi ljósið að nú sé verið að bremsa, en ekki að viðkomandi sé í þann mund að fara að bremsa, er það þó þannig að sjaldnast nauðhemla menn og því gefur ljósið, þeim sem fyrir aftan er, góða vitneskju um að nú skuli hann jafnframt hægja á sér ætli hann ekki að lenda aftan á þeim sem fyrir framan er. Til að forðast nauðhemlunartilfellið eiga menn vitanlega að hafa nægilegt bil milli bílanna, miðað við hraða þeirra.
Stefnuljósin eru aðeins annars eðlis. Tilgangur þeirra er að láta aðra vita að maður sé í þann mund að fara að beygja. Ekki að maður sé að beygja. Menn hafa ekki fundið tæknilega lausn á að gera stefnuljósin sjálfvirk. Því er það algerlega undir ökumanninum komið að nota þau rétt. Öryggismarkmið stefnuljósa kann þó að vera óljóst, a.m.k. í mínum huga. Að mínu mati eru tilgangur stefnuljósa fyrst og fremst sá að liðka fyrir umferðinni. Vissulega má segja að það snerti öryggi að gefa stefnuljós ætli maður sér að skipta milli akreina, en þó finnst mér liðkunarelementið vega þyngra. Til þess að það virki sem slíkt verða menn að nota stefnuljósin rétt. Annars geta þau gert meira ógagn en væru ekki notuð yfir höfuð. Fólk notar gjarnan stefnuljós til að gefa þeim sem fyrir aftan er merki um að honum sé óhætt að taka fram úr. Eins gefur fólk stefnuljós tímanlega áður en það beygir, eða hvað? Þar kemur að þeirri spurningu um gagn og ógagn.
Ef allir gæfu stefnuljós tímanlega áður en þeir beygðu inn í aðra götu og einhver biði við gatnamótin og biði þess að komast inn á, vissi sá er biði að honum væri óhætt að fara strax inn á gatnamótin. Þannig liðkar fólk fyrir. Hinsvegar er allt of algengt að fólk annaðhvort gefi ekki stefnuljósið eða allt of seint (þegar byrjað er að beygja) og láta þ.a.l. þann sem bíður bíða lengur en annars þyrfti. Hitt er öllu verra. Þegar fólk fer að viðra stefnuljósin sín. Er með stefnuljósin blikkandi, til merkis um að það ætli sér að beygja, en beygir svo ekki. Það getur valdið hættu. Oft, vegna þessa, treystir fólk ekki stefnuljósum og bíður með að aka inn á gatnamót eða inn á götu. Þar er tilgangur stefnuljósanna fyrir bí.
Ég var einmitt áðan á heimleið úr vinnunni. Beið eftir að komast inn á götu, út af bílaplani. Ætlaði að beygja til hægri inn á götuna og beið eftir umferðinni sem kom frá vinstri. Þar kom bíll með blikkandi hægra stefnuljós, sem sagði mér að viðkomandi ætlaði sér að beygja inn á planið sem ég var að fara út af og ég dreif mig þess vegna inn á götuna. Þá ók hann bara áfram og ég þakka fyrir að hafa ekki fengið hann inn í hliðina á bílnum mínum.
Ég vil af þessu tilefni biðja alla þá sem skreppa vilja út að viðra stefnuljósin sín að gera það á lokuðu svæði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 5. mars 2008
Hraðahindranir
Á níunda áratugnum fengu gatnagerðaryfirvöld æði fyrir hraðahindrunum. Æði sem hefur staðið yfir síðan. Þar sáu menn aðferð til að þvinga ökumenn til að aka ekki of hratt. Hugmyndin er ágæt sem slík og víða finnast mér hraðahindranir alveg eiga rétt á sér. Reyndar uppgötvuðu menn einhverju seinna að takmarka mætti hámarkshraða með þar til gerðum skiltum. Svo eru þó sumir sem annað hvort lærðu aldrei um tilgang þeirra skilta eða kjósa að virða þau ekki. Þar af leiðir að þar sem hámarkshraði er lágur, eru hraðahindranir gjarnan notaðar samhliða. Menn virðast þó lítið, ef eitthvað, spá í hönnun þessara hindrana. Menn virðast bara senda af stað vinnuflokk sem býr svo bara til einhverja bungu á veginum. Ekkert spáð í hæð, breidd eða lögun.
Mér þykir skrýtið að settar séu niður hraðahindranir, sem neyða mann niður í 20 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraðinn eru 50 kílómetrar á klukkustund. Ég keyri Arnarbakkann, í Breiðholti, á degi hverjum. Á um helmingi hans er hámarkshraðinn 30Km. Þar eru hraðahindranir og allt í lagi með það. Hinsvegar sleppir 30Km takmörkunin við gatnamót Fálkabakka og sunnan þeirra má því aka á 50Km hraða. Þó eru þar þrjú stykki hraðahindranir, sem ég verð að bremsa mig niður í 20 - 30Km hraða áður en ég fer yfir, ætli ég ekki að skaða bílinn og sjálfan mig. Allt í lagi ef menn vilja koma í veg fyrir að ég fari yfir 50Km hámarkshraðann. Þá verða menn líka að hanna hindranirnar á þann hátt að ég geti ekið yfir þær á 50Km hraða.
Ég er þess fullviss að þetta er ekki eina gata bæjarins sem svona er ástatt um. Hvurslags rugl er þetta eiginlega?
p.s.
Hví er ekki til bloggflokkur um samgöngumál?
Ég skráði því þetta fjas undir ferðalög.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)