Brottkast fylgifiska. Framtíð fiskveiða

Bergmálað úr borunni #13

Guðjón A. Kristjánsson lýsti í dag áhyggjum sínum yfir auknu brottkasti við fiskveiðar.

„Ég fæ hringingar í eyrað um að menn séu farnir að velja harkalega úr þorskaflanum sem er auðvitað fylgifiskur þess þegar heimildirnar eru svo litlar að menn sjá ekki framtíð sinni borgið við veiðarnar.“ sagði Guðjón meðal annars.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, telur það einmitt vera merg málsins sem Guðjón nefndi í ræðu sinni. Að menn kasti úr aflanum vegna aukins hlutfalls fylgifiska. Nú séu fylgifiskar alfriðaðir og því sé þeim varpað fyrir borð. Vissulega sé þetta erfið staða, því ekki sé hægt að meina fylgifiskum að fara í netin og enginn vilji heldur vera settur í steininn fyrir að koma með fylgifisk að landi.

Guðjón telur ástandið ekki geta varað lengur og leggur til að fiskveiðar verði alfarið lagðar af við Íslandsstrendur. Hann telur athugandi að þjóðnýta flotann, með manni og mús og byggja hér upp öfluga ferðaþjónustu, m.a. í formi fiskskoðunarferða ýmiskonar.


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband