Bergmálstíðindi færa út kvíarnar

Eins og glöggum lesendum Bergmálstíðinda ætti að vera ljóst, hefur fjölmiðillinn þegar hafið úrtás sína, með útgáfu hins danska systurblaðs Bergmåletidende.

Bergmálstíðindi hafa ekki látið staðar numið þar, heldur hafa nú hafist tilraunaútsendingar myndfréttaefnis.

Þar sem einungis er um tilraunaútsendingar að ræða hafa engir fastir tímar verið ákveðnir, heldur verður sent út efni eftir efnum og aðstæðum hverju sinni. Mun hér verða fjallað um umræðu líðandi stundar í þjóðfélaginu.

Bergmálstíðindi hafa sett saman litla umfjöllun um eldhússstörf Hannesar Hólmsteins, sem farið hefur lítið fyrir hingað til. Það er stolt okkar og ánægja að vera fyrst til að sýna þessa skemmtilegu hlið þess þjóðþekkta manns. Þessi litla umfjöllun er jómfrúarefni nýstofnaðrar myndfréttadeildar samsteypunnar.

Njótið vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hehehe... ég var einmitt að klippa Hannes Hólmstein til í gærkvöldi - þó í öðru samhengi. En hann er greinilega mjög fróður um skálar og fleira slíkt - og örugglega er allt úr kristal, er það ekki?

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki spurning. það veður greinilega allt í tindrandi krystal hjá honum. hann er þó mikið fyrir ávexti, greinilega. ávaxtaskálin er langvinsælasta umræðuefni hans.

Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Tiger

   Hahaha .. mikið fjandi er "fréttaþulurinn" með sekzy rödd! Mæli með því að þú sendir hann í prufur hjá keppinautunum. Var að hlusta á "Brjánn & Britney" - Brilljant bara - ertu söngvari in real eða hvað? Smá fikt á þig kaddlinn minn ... *glott*.

Tiger, 5.6.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

bara frístundasaungspíra

Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er ekkert myndband? Hvað ertu að plata mig?

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.6.2008 kl. 23:25

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jenný! ertu með crApple tölvu?

Brjánn Guðjónsson, 5.6.2008 kl. 23:28

7 identicon

Bergmálstíðindi er flottast, er von um að það komu þáttu með Óla Grís þar sem að hann talar um vetlinga eða kaldar hendur?

Steini Tuð (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Endilega vita, þeir sem ekki sjá myndina eða heyra hljóðið. Kannski Bergmálstíðindi þurfi að skipta um codec.

Brjánn Guðjónsson, 6.6.2008 kl. 10:22

9 identicon

Framúrskarandi, hannesarblæti er eins gott og hvað annað blæti, spuning um Jón Bé Hann, að finna gott "efni" með honum. Og já röddin er 6í.

dr. Eiður Kristmannsson, cand.allt (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband