Bergnuminn!

Vá! Vá og aftur Vá!

Ég hef löngum talið dýr hugsa og vita meira en okkur mannfólkið grunar, en það sem ég var að sjá gerði mig algerlega kjaftstopp.

Er búinn að vera á bloggrölti í kvöld og hjá Svani Gísla Þorkelssyni er tengill á myndband af listafíl. Ég skora á alla að skoða það.

Svo dirfist fólk að tala um skynlausar skepnur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ótrúlegt

Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, þetta er bæði ótrúlegt og yndislegt

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Tiger

  Já, alveg frábært - maður verður sannarlega kjaftstopp þegar maður sér svona lagað! Hugsa sér að svona stór hlunkur skuli geta haldið beinni línu - og hitt aftur á hana - fram og til baka og gert úr mynd af sjálfum sér með blóm .. snilld alveg!

Knús og klemm á þig kæri boxer og hafðu yndislegan sunnudag!

Tiger, 13.7.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sá einhverja aðra klippu, þar sem sagt var að í rananum einum væri fleiri vöðvar en í öllum mannslíkamanum. svo hafa þeir vöðva fremst sem er eins og þumall. geta víst gert ótrúlegustu hluti með rananum.

en að mála mynd er ekki bara spurning um vöðvaafl og færni, heldur ekki síst hugsun og skynjun. það er nokkuð sem gerði mig kjaftstopp.

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 02:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fílar eru hreinlega yndislegar skepnur.  Mannglöggir og minnisgóðir.

Ég held að skepnur séu langt í frá skynlausar.

Verst að ég hef einbeittan brotavilja til að halda áfram að leggja mér sumar þeirra til munns.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 12:10

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú verður að afsaka Brjánn en ég efast alltaf um svona myndir eftir að ég sá heimildarmynd um hvernig sirkhúsdýr eru tamin til þess að gera hin ótrúlegustu hluti. Þar kom í ljós að meðferðin var viðbjóðsleg og dýrin kvalin til að gera einhver ótrúleg trix þó svo að sirkhúshaldarar þrættu gegn því út í rauðan dauðann.

Það getur vel verið að þessi fíll hafi ekki verið tamin á þann hátt sem ég nefndi en ég trúi því ekki fyr en ég sjái það sjálfur á svörtu og hvítu.  

Brynjar Jóhannsson, 13.7.2008 kl. 20:07

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

burt frá því hvernig hann var taminn. hann málaði þessa mynd.

Brjánn Guðjónsson, 14.7.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband