Miðvikudagur, 22. október 2008
Steingrímur í símanum
Steingrímur Joð kemur mér gjarnan fyrir sjónir sem reiður karl sem hangir heima hjá sér, í símanum allan daginn. Ég skil vel að manni sem nærist á að vera á móti öllu skuli líða illa nú þegar eitthvað virðist hugsanlega vera að hrökkva í lag.
Í einhverju símtalinu, við einhvern, er honum sögð djúsí kjaftasaga. Vera má að fótur sé fyrir henni. Er þá ekki rétt að það fáist fram, á vettvangi Alþingis?
Nei. Enginn andskotans tími til þess. Heldur er tekinn upp síminn, enn og aftur og hringt í blöðin.
Heppinn er hann þó að símafyrirtækin bjóði upp á svokallaða vinalista. Maður getur skráð þrjú númer eða eitthvað á vinalista og hringt frítt í þau. Í það minnsta með helmings afslætti.
Hvaða fjölmiðlar skyldu vera á vinalista Steingríms?
![]() |
Líkir Bretaláni við fjárkúgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki sanngjarnt Brjánn.
Sko Steingrímur er einn af fulltrúum þeirra Íslendinga sem kusu ekki stjórnarflokkana. Ergo: Hann er talsmaður minnihlutans. Minnihlutinn, þar með talin ég á alveg rétt á því að koma að málum og vera með í björgunaraðgerðum. Mér fyndist það undarlegt ef hann sæti og þegði. Það er mikið í húfi.
Allir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa kvartað undan því sama og fjölmiðlarnir, þeir fá engar upplýsingar - nema að lesa The Financial Times sem virðist vera í sérstöku trúnaðarsambandi við ríkisstjórnina.
Hafðu það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 13:51
er þá ekki rétt hann sendi frá sér fyrirspurn um málið?
þá meina ég ekki til Moggans, heldur til ríkisstjórnarinnar.
Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 13:54
Hvar á hann að gera það? Í gegnum netið. Þingfundir liggja niðri þessa viku og stjórnarandstöðunni er haldið utan við allar aðgerðir.
Andskotans.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 13:59
Ég tek undir með Jennýju, Brjánn. Ekki sanngjarnt. Enginn fær að vita neitt, ekki einu sinni þingmenn og allt okkar vit kemur frá útlöndum núna.
Hvaða skoðun svo sem fólk hefur í pólitík er þetta rangt. Enginn er hafður með í ráðum og nú þegar til stendur að skuldsetja þjóðina ja... 50 ár fram í tímann? 100?... þá ætti að vera lágmark að um málið sé fjallað á Alþingi Íslendinga þannig að við getum fylgst með. Þess í stað er tekið frí í viku, aðeins rúmum hálfum mánuði eftir að þingið kom saman aftur eftir 5 mánaða leyfi, og það þegar svona stendur á í þjóðfélaginu. Þetta er náttúrulega bara rugl.
Lesið þetta - lýsandi dæmi um hvernig sumir hafa séð ljósið, a.m.k. um sinn. Málflutningur þeirra var þá ekki bull eins og svo margir héldu fram!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 14:46
Lára Hanna var búin að lesa þetta. Hélt ég væri orðin dement.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 14:59
Nei, nei... þú ert sko ekki dement, Jenný. Ég glotti reyndar út í annað og er að reyna að muna hvar ég heyrði Ögmundi hrósað í hástert fyrir nokkrum dögum af pólitískum andstæðingi fyrir að vera eini maðurinn sem hefur verið á verði og gagnrýnt það sem allir gagnrýna nú. Ég held að fólk ætti að hætta að gera grín að Ögmundi og kalla hann "fúlan á móti" eða eitthvað álíka fallegt!
Hann hafði rétt fyrir sér allan tímann.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:10
hann getur notað netið, já. nú, eða fyrst hann þarf að hringja, væri kannski ráð að hringja fyrst í ráðherra áður en hringt er í Moggann. e.t.v. mætti hringja í Financial Times. þeir vita kannski eitthvað um málið.
annars er ég hjartanlega sammála þessu sem þú linkar á, Lára Hanna. ég vil reyndar ganga skrefi lengra og beinlínis gera alþingismönnum óheimilt að starfa fyrir framkvæmdavaldið. Alþingi á að ráða í þær stöður, rétt eins og stjórnir fyrirtækja ráða menn til að stýra þeim frá degi til dags. hinsvegar yrðu allar meiriháttar aðgerðir og skuldbindingar að vera bornar undir Alþingi, rétt eins og gera þarf í fyrirtæki.
hananú og habbðu það
Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 15:13
Já og mannstu skítinn sem hann fékk þegar hann vildi stóru einkabankana úr landi?
Hehe, þeir hefðu betur hlustað.
Fínt að nota síðuna hans Brjáns fyrir spjallsíðu. Múha
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:13
Brjánn: Þetta heitir að hanga á roðinu eins og hundskaftur.
Maðurinn er að gera skyldu sína og með því að koma þessu í loftið skapar hann pressu - bráðnauðsynlega pressu á leynifélagið.
Og hafðu það aulinn þinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 15:14
já einmitt....æi ég hef svo lítið vit á þessu.....En samt er ég sammála þér..:) Knús ástin mín heheeheh
Halla Vilbergsdóttir, 22.10.2008 kl. 15:14
ég verð að hanga á roðinu, mín kæra, því ég næ ekki að bíta í skottið á mér.
og jújú, Steingrímur er ágætur. duglegur í fjasinu og að koma sér í blöðin.
Ömmi hefur réttilega bent á margt.
er að semja afar lærða ritgerð um hvernig eigi að stjórna þjóðfélagi, sem verður gefin út von bráðar
Brjánn Guðjónsson, 22.10.2008 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.