Félagið Foreldrajafnrétti

Kvusslax sjoppa er það?

Ég kíkti inn á vef þeirra fyrir nokkru síðan. Ætlaði að sjá hvaða þjónustu félagið byði upp á.

Ég var semsagt að athuga hvort félagið byði upp á einhverskonar þjónustu til handa forræðislausum foreldrum sem vantar liðsinni í baráttu við þann þurs sem kerfið er.

Á síðunni má finna eitthvað sem kallast stefna félagsins. Þar er að finna langlokutexta. Talað um grundvöll, framtíðarsýn, gildi, hlutverk og meginstefnu.  Ok, hlutverk. Það er væntanlega eitthvað sem ég ætti að skoða. Hmmm, kynna málefni sín almenningi, kynna þróun sömu mála erlendis og stuðla að breytingum á gildismati þegar kemur að hlutverkum kynjanna„ ásamt einhverju mera blabla. Ekki minnst einu orði á þjónustu við félagsmenn.

Ég leitaði betur. Auðvelt að skrá sig og borga árgjald. Án þess þó að vita hvað fæst með því.

OK, einhver er að pósta þarna greinum, en þær eru ekki að hjálpa mér í mínu tiltekna máli.

Spjallþráður. Hmmm, ok. best að skrá sig og spyrjast fyrir. Ó, get hvergi skráð mig! Hmmm, árgjaldið, einmitt. Veit þó allavega núna að fyrir árgjaldið fæ ég aðgang að spjallþræði. Æði.

Best að sjá hvort þeir hafi skrifstofu og jafnvel ráðgjöf. Hmm, nei. Hvergi heimilisfang. Skiljanlegt ef heimilisfangið er rassvasi úti í bæ. Þó er þar að finna símanúmer. Meira að segja skráð á félagið. Reyndar farsímanúmer og ekki vil ég trufla þann sem hefur símann á sér við dagvinnuna sína, hjá Kompaníi HF. Ekkert netfang sem má pósta á? Nei, ekkert netfang félagsins. Hinsvegar má sjá lista yfir þá sem eru í stjórn. Þar má sjá símanúmer þeirra sem og netföng. Ég er bara svo upptekinn á daginn að það hentar mér betur að senda póst en að hanga í símanum.

Best að senda póst á formanninn.

Ég bíð enn svars og ég er löngu búinn að gleyma hver spurningin var.

 

Ætlast menn í alvöru til að tekið sé mark á þeim? Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband