Laugardagur, 26. desember 2009
Íslandsspik
Það er gott til þess að vita að þeir sem hafa náð að fita sig á aðeins tveimur dögum geti farið og afskrifað spikið á korteri. Svona eins og Bjössi fékk sitt efnahagsspik afskrifað.
Spik er gott, en afskrift er betri.
Steikinni brennt í ræktinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 25. desember 2009
Eftirminnilegar jólagjafir
Það eru alltaf einhverjar jólagjafir sem lifa í minningunni.
Ég man t.d. eftir æpoddnum sem ég fékk frá vinnunni í hitteðfyrra. Þar sem ég er er þverhaus, gaf ég hann. Sömu jól fékk ég takk pabbi pladdann frá dóttur minni. Gjöf sem táraði mig. Hún hitti mig gersamlega í hjartastað, elsku stelpan mín.
Núna gaf hún mér hljóðfæri sem hún smeið sjálf og ég ætla mér að nota við tækifæri.
Sonur minn kom sterkur inn þetta árið og sýndi og sannaði að hann er sonur föður síns.
Hann gaf mér G-streng með íslenska fánanum og með þeim orðum að vonandi ætti ég eftir að nota hann þar til ég yrði sextugur.
Mikið sem ég hló þegar ég opnaði þann pakka. Tilgangnum náð. Hlátur og gleði. Það er málið.
Takk fyrir mig, elsku Logi og Birna. Þið eruð best.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Um bloggara
Margir bloggarar sem hafa náð frægð hér eru farnir annað.
Heiða er farin að blogga á DV. Lára Hanna og Ómar á Eyjunni.
Las færslu eftir Heiðu áðan en gat ekki kommentað nema vera á facebook. frekar asnalegt.
Gat þó kommentað hjá Láru hönnu. En ekki hjá Ómari. Þar þarf ég að innskrá mig fyrst. Hverjir eru þeir sem geta innskráð sig þar? Málsmetandi fólk og elítan. Ég er hvorugt. Því verður Ómar að tala við elítuna framvegis.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 24. desember 2009
Góðar fréttir
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag heilbrigðisfrumvarp Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Með frumvarpinu verður 31 milljón Bandaríkjamanna sem ekki eru sjúkratryggðir veitt trygging. Þetta gæti orðið mesta breyting á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í mörg ár.
Þetta er lítið hænuskref í rétta átt til betra velferðarkerfis vestur frá. Kerfis sem hingað til hefur verið miðaldakerfi og lagað að aðlinum.
Vitanlega birtist þessi frétt á Vísi en ekki á mbl.is, þar eð mbl.is er tiltölulega statískur fréttavefur sem birtir bara þrjár fréttir á dag og einungis þær fréttir sem henta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 23. desember 2009
Jólaþras 2009
Í sjö ár hefur mágur minn ritstýrt árlegu Jólaþrasi. Jólaþrasið er sent vinum og vandamönnum, þeim að kostnaðarlausu, í aðdraganda jóla ár hvert. Í gær beið mín í póstkassanum sjöunda tölublað/árgangur Jólaþrasins.
Jólaþrasið er einnar síðu fréttabréf (toppar Alþýðublaðið gamla í mínímalisma) þar sem tíunduð eru, í máli og myndum, afrek og aðstæður heimilisfólks á þeim bænum ásamt jólakveðjum.
Í ár gerðust þau stórmerki að heimiliskettirnir tveir, þær Asía og Dísa, blönduðu sér í málið og báðu kærlega að mjálma. Megi þær eiga gott mal um jólin, enda hefðarlæður hinar mestu, báðar tvær.
Fyrir mér, sem hættur er að halda jól, er Jólaþrasið ásamt hádegissúpupartýi systur minnar, það sem gerir þennan tíma ársins hátíðlegan.
En. Ég ætla að hafa í frammmi mitt eigið jólaþras. Réttara sagt jólafjas. Enda hef ég tröllatrú á heilsusamlegu fjasi.
Banki einn býður til sölu svokölluð gjafakort. Þetta eru, samkvæmt upplýsingum bankans, kort sem virka nákvæmlega eins og venjuleg greiðslukort. Með tveimur undantekningum.
Hvorki er hægt að taka út fé í hraðbanka, né í banka. Hins vegar má nota þau til kaupa á vöru og þjónustu, rétt eins og með öðrum greiðslukortum. Eða eins og segir í skilmálunum; Kortið veitir rétt til úttektar á vöru og þjónustu hvar sem er í heiminum hjá þeim sölu- og þjónustuaðilum sem taka við greiðslukortum frá VISA Einnig má nota það á vefnum.
Ég fór í eitt útibúa bankans og spurði hvort ég gæti keypt slíkt gjafakort og greitt með öðru gjafakorti. Þar sem með slíku er ég að kaupa vöru, en ekki að taka út pening, ætti ég að geta það samkvæmt útgefnum upplýsingum bankans.
Svarið var nei.
Hvers vegna ekki? Spurði ég.
Vegna þess að ég þarf að taka út pening. Svaraði gjaldkerinn.
Já, en ég er ekki að taka út pening heldur einfaldlega að kaupa vöru. Sagði ég.
Sem sagt. Gjaldkerinn þarf að framkvæma aðgerð, sem fyrir honum er peningaúttekt og því er ekki hægt að nota kortið. Hins vegar, fyrir viðskiptavininum (mér) er ekki um neina peningaúttekt að ræða þar eð ég fæ enga peninga afhenta. Fyrir viðskiptavininum er einfaldlega um vörukaup að ræða.
Því er mér spurn hvort bankanum sé stætt á að auglýsa eins og hann gerir? Hvað bankinn segir að hægt er, eða ekki, að gera við kortið hlýtur að þurfa að orðast út frá sjónarhóli þess sem á kortið og notar. Ekki út frá því hvaða aðgerðir gjaldkerinn þarf að framkvæma eða ekki.
Annars óska ég ykkur öllum gæfu og gengis, hvort heldur þið eruð á fullu í jólaruglinu eður ei.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 22. desember 2009
Mistök við vinnslu fréttar
Eitthvað hefur Moggamönnum orðið fótaskortur á ritvélinni. Vitanlega bjóst ég við umfjöllun um mig eftir lestur fyrirsagnarinnar.
Hinsvegar hefur ruglingurinn ollið því að fagotteikaranum og bakverðinum Bruno er blandað í málið. Eins og myndin ber með sér er Bruno bæði hýr og glaður. Enda bakvörður hinn mesti og fagottleikari af guðs náð.
Skrýtið að Moggamönnum hafi tekist að gera þessi mistök. Svo heitir maðurinn líka Bruno.
Say no more.
Fallegasti maður í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 19. desember 2009
Heimsmet í skattablæti
Það er ekki ofsagt um Joð, að hann er heimsmet.
Nú virðist sem gömlu blautu draumarnir séu að verða að veruleika, að skattpína allt og allt út í hið óendanlega.
Ha? Nefndi einhver skjaldborg?
Nei. Enda hún tómur misskilningur frá upphafi. Gjaldborg er hún og gjaldborg skal hún heita, svo ég leggi út af frægri setningu Óla Jó.
Snilldin við aukna óbeina skatta, svo sem virðisaukaskatts, orkuskatts og hvað þeir heita allir, er að þeir munu poppa upp vísitöluna og auka þannig enn á greiðslubyrði fólks. Þetta er vitanlega hrein snilld.
Með vísitöluna að vopni mun nást hér almennileg og alvöru skattpíníng og almennileg aukning á bagganum sem almenningur ber nú þegar. Eitthvað sem íslensk þjóð hefur lengi kallað eftir. Ekki síst undanfarið ár.
Áfram Joð!
Heimsins hæsti skattur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15. desember 2009
Kreppuredding
Um helgina var ég akandi í roki og rigningu, með þurrkurnar á fullu. Allt í einu heyrði ég bank og í sömu andrá stöðvuðust þurrkurnar.
Eftir að hafa komist klakklaust heim sá ég að armurinn sem knýr þurrkurnar hafði losnað frá þurrkumótornum.
Á enda þurrkuarmsins er nælonfóðring sem smellur utan um kúlu á enda lítins arms á mótornum. Með tíð og tíma eyðist fóðringin og þurrkuarmurinn losnar af, verði átakið nægt.
Í gær hringdi ég í umboðið til að spyrjast fyrir um nýja fóðringu. Vitanlega fékk ég hið dæmigerða svar að ég þurfti að kaupa allt þurrkustellið. Semsagt, bili klósettið þarf að splæsa í nýtt baðherbergi.
Eitt sinn átti ég 11 ára gamlan skrjóð sem bilaði með sama hætti. Ég reddaði því þá og ákvað að endurtaka leikinn nú. Reyndar er minn núverandi skrjóður einnig orðinn 11 ára gamall, svo kannski þetta sé týpísk 11 ára bilun?
Í stað þess að kaupa allt þurrkustellið á rúmlega tíuþúsundkall, ákvað ég að framkvæma reddingu fyrir tuttuguogfimmkall. Vinnan ekki innifalin í verðinu.
Svona gerðist það:
Mótorinn lítur svona út.
Á honum er armur með kúlu á endanum.
Svona lítur þurkuarmurinn út. Nælonfóðringin sem leggst utan um kúluna á enda mótorarmsins.
Þar sem armurinn á til að detta af við mikið átak felst málið í að hindra það. Hvað annað? Annars tollir hann sæmilega á.
Losum mótorinn og tökum hann upp á borð. Það tekur tvær ca mínútur. Borum svo inn í miðja kúluna. Ég ákvað að nota 3,5 mm skrúfu þannig að ég boraði með 3ja mm bor.
Eftir að hafa borað er ekki úr vegi að snitta. Ég notaði reyndar boddískrúfu en notaði aðra, eins, skrúfu til að snitta smá. Þótt ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að endanlega skrúfan brotnaði við að herða. Fá einhvern vísi að skrúfgangi.
Síðan borði ég 4mm gat í bakið á nælonfóðringunni.
Hafa gatið stærra en skrúfan svo hún leiki laus.
Síðan er arminum smellt upp á mótorinn og fóðringin fest með skrúfu.
Þar sem snúningur mótorsins er í þá átt að hann gæti hugsanlega losað skrúfuna, notaði ég gengjulím. Smá lím í boruðu holuna og síðan skrúfan hert þar til skinnan, sem ég setti á milli, hreyfist ekki fram og til baka nema hvað hægt er að snúa henni þó.
Þannig mun skrúfan ekki hafa önnur áhrif en þau að armurinn mun ekki losna af.
Þessu redding/viðgerð mun líklega lifa bílinn og kostar aðeins ca 1/100 af efniskostnaðinum við að kaupa nýtt þurrkugums. Tók kannski 1,5 tíma í framkvæmd. Borunin tók mestan tímann.
Í staðinn fá börnin mín betri jólagjafir.
Dægurmál | Breytt 26.12.2009 kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Skjaldborg heimilanna
Við munum líklega flest eftir orðskrúðnum um skjaldborgina sem slá átti um heimilin. Í sumar var kynnt svokölluð greiðsluaðlögunarleið.
Greiðsluaðlögunin er hugsuð fyrir þá sem þegar eru komnir að hengifluginu og á að bjarga þeim frá að fara fram af því. Fólk fær settan yfir sig einhvern buddustjóra en fær jafnframt einhverjar niðurfellingar, eins og á námslánum. Mér finnst ekkert athugavert við niðurfellingarnar. Mér finnast þær eðlilegar. Málið snýst jú um að forða fólki frá gjaldþroti.
En...
Svo eru hinir sem ekki eru komnir alveg að hengifluginu, en stefna þangað verði ekkert að gert. Fyrir þá eru engin úrræði.
Þegar mat fer fram á greiðslugetu fólks er gjarnan miðað við skattframtöl fyrri ára. Þannig ákvarðar t.d. LÍN tekjutengdar greiðslur. Einnig eru úrskurðir til aukameðlaga miðaðir við tekjur 2 ár aftur í tímann.
Það vantar alveg rauntíma tekjuviðmið. Þ.e. hvernig tekjur fólks eru í núinu. Kannski 3 til 6 mánuði aftur, að hámarki.
Kerfið miðar sem sagt ekki við núverandi ástand heldur fyrrverandi ástand. Sá sem hafði rífandi góðar tekjur í fyrra, en hefur verið án vinnu síðan í janúar greiðir samkvæmt sínum fyrri rífandi tekjum. Vitanlega stendur hann ekki undir því í dag, hafandi hrapað í tekjum.
Þegar fólk missir vinnuna og hrapar í tekjum gerast hlutirnir hratt. Strax næstu mánaðamót, eftir að atvinnuleysisbætur taka við af fyrri launum, hættir fólk að geta greitt alla reikningana sína. Þá byrjar snjóboltinn að rúlla og stækka.
Fólk frestar greiðslu eins reikningsins til næsta mánaðar. Þá er hann greiddur og öðrum festað og svo koll af kolli þar til einhverjum reikningum hefur verið frestað nógu lengi til að greiðsluáskorananirnar fari að berast. Vitanlega engin úrræði að hafa enn, þar sem launin í fyrra voru svo ágæt. Það var hins vegar í fyrra.
Þannig getur fólk verið komið að hengifluginu, án þess að kerfið líti svo á. Því allt var svo sallafínt í fyrra, og/eða árið þar áður.
Þannig að, engin úrræði eru til til að forða fólki frá að fara fram að hengifluginu. Bara úrræði til að fólk fari ekki fram af því, hafi nógu langur tími liðið þannig að í fyrra" sé orðið að atvinnulausa árinu.
Þannig að sá sem missti vinnuna í desember 2008 og hefur verið á atvinnuleysisbótum síðan uppsagnarfrestur rann út, má líklega fyrst vænta úrræða í mars eða apríl 2010, þegar atvinnuleysisárið 2009 verður orðið að fyrra ári, samkvæmt skattaskýrslunni sem skilað er í mars - apríl.
Fólk greiðir ekki reikningana sína í dag með tekjunum frá í fyrra eða árinu þar áður, heldur með tekjum dagsins í dag. Þess vegna er skjaldborgin lítið annað en gjaldborg, því hún bjargar engum fyrr en allt er komið í óefni. Í stað þess að reyna líka að bjarga fólki frá að komast í óefni.
Einn ráðherra gjaldborgarinnar taldi ekki í mannlegum mætti að fella niður skuldir almennings, að neinu leiti. Þrátt fyrir að þær séu mannanna verk.
...
Fólk hefur kallað eftir réttlátri leiðréttingu skulda.
Allir vita hvernig gengið hrapaði árið 2008, vegna leikfimi bankanna og annars pengingafólks. Þeir sem tóku gengistryggð lán máttu svo sem vita af áhættunni, en boy oh boy. Hver gat ímyndað sér að hinir sömu og gáfu góð ráð um hve gott væri að taka gjaldeyrislán myndi síðan hafa sig alla fram við að fella gengið. Gengið hrapaði í lok hvers ársfjórðungs árið 2008, muni ég rétt. Tilviljun? Lyktar eins og svik í mínum huga.
Svo voru hinir sem vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og tóku hefðbundin verðtryggð lán. Reiknuðu væntanlega með hærri verðbólgu yfir lánstímann en aftur, boy oh boy. Vitanlega hefur hið fellda gengi hækkað til muna innkaupsverð innfluttra vara og þar sem margar þeirra eru notaðar til reiknings vísitölu neysluverðs hefur hið fellda gengi óbeint hækkað verðtryggðu lánin líka. Svo við tölum ekki um undanfarnar hækkanir á gjöld sem lögð eru á hinar og þessar vörur. Allt hækkar það verðlagið, sem aftur hækkar vísitöluna, sem aftur hækkar lánin. Kaupmátturinn semsagt lækkaður beggja megin frá. Í hækkuðu vöruverði og í hækkuðum afborgunum lána, sem afleiðing hækkaðrar vísitölu.
Við lifum í absúrd umhverfi, verandi með verðtrygginguna.
Í eðlilegu umhverfi, án verðtryggingar, skiptir ekki öllu máli hvort auknar skattaálögur eru lagðar á beint með hækkun tekjuskatts eða annarra beinna skatta, eða með hækkun virðisaukaskatts. Virðisaukaskattshækkanir hafa áhrif á verðlag. Í umhverfi án verðtryggingar snerta þeir skattar neytandann á sama hátt og hækkun tekjuskatts. Þ.e. kaupmátturinn minnkar. Punktur.
Í kerfi verðtryggingarinnar verður vissulega líka lækkun kaupmáttar, en sú lækkun verður meiri þar sem hækkanir virðisaukaskatts og vörugjalda hækka neysluverðsvísitöluna og þar með líka höfuðstól hinna verðtryggðu lána sem almenningur skuldar. Því ættu menn að forðast hækkanir virðisaukaskatts og vörugjalda í lengstu lög en reyna fyrst að hækka beinu skattana, sem hækka ekki lánin.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa hingað til verið fólgnar í að hækka óbeinu skattana sem hafa bein áhrif á verðlag, t.d. með hækkun á áfengisgjaldi og olíugjaldi. Þær hækkanir hafa ekki bara hækkað verð á áfengi og eldsneyti, heldur ekki síst hækkað húsnæðislán fólks, hversu absúrd sem það nú er.
Ráðherrar ríkisstjórnar Íslands telja ekki hægt að afnema verðtryggingu. Þrátt fyrir að hún sé mannanna verk, en láta það hins vegar verða sín fyrstu verk að hækka óbeina skatta og gjöld, sem fara beint út í neysluverðsvísitöluna og auka þar með á greiðslubyrði fólks.
Svona er skjaldborgin í hnotskurn. Gjaldborg.
Námslánaskuldir felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Stærstu mistök Íslandssögunnar...
...voru þeirra sem kusu framsóknar- og sjálfstæðisfólk á þing. Kannski hin hafi líka gert mistök, en boy oh boy.
Fyrst eyða þau sumrinu í þras og fyrirvarasmíðar um Icesave. Berja sér á brjóst fyrir að hafa komið fyrirvörunum í gegn, en sitja svo hjá þegar að sjálfri atkvæðagreiðslunni kemur.
Síðan núna, er allt ómögulegt við fyrirvarana. Þessa sömu og þau börðust svo mikið fyrir að koma á koppinn.
Hvurn fjárann eru þessi himpigimpi að þvælast á þingi? Þvílíkt og annað eins hef ég ekki séð síðan í barnaskóla. Heldur þetta lið að það hafi verið kosið til einhverrar Morfís-keppni?
Ég ætla svo sem ekki að dásama Joðhönnu, en þau virðast þó átta sig á að þau voru ekki kosin til keppni í ræðumennsku, froðusnakki og orðhengilshætti.
Stærstu mistök Íslandssögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |