Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Gefum í!!
Öllum er svo umhugað við að bölsótast yfir hruninu.
En spáum í allt hið góða sem það hefur fært okkur.
Ekki nennir maður að tala um Dabbann. Hólmsteinninn sést ekki lengur. og snilldin við að enginn nenni að horfa á Ýsland lengur er að landið er horfið.
Tær snilld, eins og bankastjórinn sagði.
Þó rís kannski ýsubitaverksmiðja úr álversrústunum.
Gerum eins og Hólmsteinninn sagði 2007. Gefum í!!!
En hvað varðar kaup einhverra jakkafata á magasin du nord...I couldn'd care less.
Debenhams kaupir Magasin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. nóvember 2009
Úldið rafmagn í rusli
Nú er Orkuveita Reykjavíkur komin í Simbabwe flokkinn. Baqz3, sem orsakast einkum af því að salernispappír starfsmanna hefur verið breytt úr silkimjúkum í dagblaða, sem og að Orkuveitan selur einungis úldið rafmagn.
Um árið samdi Alfreð risarækjukóngur, sem þá var aðal í Orkuveitunni, við flokksbróður sinn hjá Frumherja. Finn Ingólfsson. Samningurinn mun hafa verið undirritaður í hinu opinbera reykfyllta bakherbergi Ráðhússins. Orkuveitan má ekki eiga mælana sem mæla rafmagnsnotkun. Mælingin þarf að framkvæmast af óvilhöllum aðila. Einmitt. Óvilhöllum. Því hringdi Alfreð í hinn óvilhalla flokksbróður sinn, Finn og bauð honum mælana til kaups. Ekki minnist ég þess að opinbert útboð hafi farið fram, en það er auðvitað aukaatriði þegar fyrirfram hefur farið fram óvilhallt val á óvilhöllum aðila.
Nú mælir Finnur Ingólfsson rafmagnið þitt og mitt. Óvilhallt.
Tja, nema þú færir þig yfir til Orkusölunnar, sem undanfarið hefur auglýst ferskara rafmagn. Þá skipta þeir kannski um mæli. Kannski ekki. Veit ekki hvort fleiri framsóknarmenn séu í bransanum.
En, ferskara rafmagn. Hvað er það? Þrátt fyrir að hafa landað sveinsbréfi í rafeindavirkjun minnist ég þess ekki að talað væri um ferskt eða súrt rafmagn. Rafmagn er bara rafmagn. Ég gæti þulið upp ýmis lögmál raffræðinnar og nöfn snillingana sem gerðu uppgötvanirnar, Ohm, Kirchoff, Hertz, Faraday, Henry, Tesla, Marconi og hvað þeir hétu allir. Ekki minnist ég lögmálsins um ferskleika rafmagns.
Er það virkilega þannig að til sé ferskt rafmagn og ég bara notandi úldins rafmagns? Er það eins og með tómata? Ferskir og súrir. Erum við kannski að tala um lífrænt ræktað rafmagn? Er virkilega einhver að gleypa við þessari vitleysu?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Íslensk moldakofahugsun
Íslendingar fluttu úr moldakofunum á 20. öld. Og þó. Moldakofahugsunarháttur virðist enn vera ríkjandi, þótt efnislega hafi menn flutt í steinsteypu.
Það er t.d. landlægur andskoti að horfa bara á brúttótekjur fólks þegar ákvarðanir eru teknar. Hvort sem um ræðir greiðslumöt, úrskurði til aukameðlaga eða samningu nýrra skattalaga.
Rætt er um breytingu skattheimtu. Ég leyfi mér að kópera texta héðan:
Einstaklingur með 250 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 2.500 krónum minna í tekjuskatt á mánuði.
Einstaklingur með 400 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 3.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.
Einstaklingur með 550 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 12.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.
Einstaklingur með 800 þús. kr. mánaðarlaun myndi greiða 29.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.
Einstaklingur með eina milljón króna í mánaðarlaun myndi greiða 33.500 krónum meira í tekjuskatt á mánuði.
Ok. Ég er alveg hlynntur aukinni skattbyrði á hákarla, sem hafa milljón plús á mánuði. Sem er úr kortinu. Hins vegar er hópurinn sem ég tel þorra landsmanna falla í þeir sem hafa laun á bilinu 250 til 500 þúsund.
Hverjir eru þeir sem aðeins hafa 250 þúsund mínus á mánuði? Mestmegnis fólk sem hefur ekki menntað sig og vinnur því við ófagmenntuð láglaunastörf. Hinir, sem menntuðu sig hafa vitanlega hærri laun. EN, jafnframt námslán að greiða. Alla vega flestir. Sjálfur greiði ég uþb. 300 - 400 þúsund kall á ári bara vegna námslána, svo ég nefni ekki aukameðlög. Þeir sem ekki tóku námslán borga núll. Væri ekki nær að horfa frekar á nettótekjurnar? Eru menntað og sæmilega launað fólk réttdræpt? Joð virðist telja svo vera. Velgengni virðist vera eitur í hans beinum. Þó er hann hákarl með sitt þingfarakaup og nefndarisnu.
Ég er menntaður og með sæmilegar tekjur. Ergó, réttdræpur.
Annars finnst mér, eins og fram kom í síðasta Silfri, að þeir sem setji reglurnar fatti ekki samhengi hlutanna og hvernig ein aðgerð getur haft dómínóáhrif. Hvernig skattahækkun á einum stað veltur áfram gegn um kerfið. Held við værum betur sett með tarfinn Guttorm í ráðuneyti fjármála, en hann er víst allur. Blessuð sé minning hans.
Eitruð blanda skulda og skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. nóvember 2009
Skattablæti
Joð telur það til heilla að skattpína okkur. þannig nær hann kaupmáttinum enn neðar. Hvað hefur skítugur almúginn susum við fjandans kaupmátt að gera? Maðurinn, loksins, kominn í stjórn og svona. allt í gangi. Hafandi haldinn skattahækkunarblæti til margra ára. Yndislegt að sjá hann og hans kóna, svo umhugsað um fólkið. Afskrifa skudir vorra útrásarvíkinga. Sjá hann standa fyrir réttlæti, sumum til handa, en ekki öðrum. Sanngirni og gagnsæi. Lengi lifi Joð!
Lenín lengi lifi!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. nóvember 2009
Ráðgjafar
Ég man að í kring um gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar var eitthvað haft eftir talsmanni hans í útvarpinu og mér varð á orði við vinnufélaga minn, Hve gjaldþrota er sá sem efni hefur á prívat talsmanni á fullum launum? Hann svaraði með einu orði, Nákvæmlega.
Nú er komið í ljós að ráðgjafinn hætti fjótlega upp úr því, enda til lítils fyrir hann að gaspra áfram á skókassanum þegar kýrin er hætt að mjólka.
Vitanlega sneri hann sér að ráðgjöf. Það er trendið í dag. Allir sem annaðhvort voru í ruglinu eða tengdust því á einhvern hátt, hafa snúið sér að ráðgjöf.
Ekki veit ég hvers eðlis ráðgjöf Ásgeirs er. Hann er líklega frekar gapuxi en fjármálamaður. Hins vegar virðist sem allflestir aflóga útrásarvíkingarnir og fyrrum bankamennirnir hafi snúið sér að ráðgjöf. Fjármálaráðgjöf, af öllu undir sólinni.
Þyrfti ég ráðgjöf varðandi frið og umburðarlyndi, myndi ég snúa mér til George Bush?
Þyrfti ég ráðgjöf varðandi menntun og sjálfstæði dóttur minnar, myndi ég snúa mér til talibana?
Þyrfti ég ráðgjöf varðandi fjármál, myndi ég snúa mér til manna sem í heimsku sinni og græðgi settu banka og heila þjóð á hausinn og í spennitreyju?
Eru þessir menn virkilega að fá viðskiptavini í ráðgjöf?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Smáauglýsingar
Kjötketill fæst gefins
Lítið notaður kjötketill fæst gefins. Hann hefur einungis verið notaður tvisvar, af fyrrum stjórnmálamanni og útrásarvíkingi, við samsuðu tilhæfulausra reikninga og þjófnaði úr sameiginlegum sjóðum almennings. Að öðru leiti hefur hann staðið ónotaður síðan í maí 2007.
Ketilinn er í góðu ásigkomulagi. Tveir loðfóðraðir stólar fylgja.
Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Alþingis.
PS.
Lítið reykt bakherbergi fást á sama stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Að lenda á'ðí og lenda í'ðí
Knattspyrnusambandið staðfesti við mbl.is í dag, að starfsmaður þess hefði fyrir 5 árum lent í því að teknar voru jafnvirði 3,5 milljóna króna á þáverandi gengi út af tveimur kreditkortum sem hann var með,[...] Feitletrunin er mín.
Það hlýtur að vera ferlegt að lenda í allskyns aðstæðum. Hvort sem maður er starfsmaður KSÍ eður ei.
Vitanlega er ekkert athugavert við að eiga viðskipti við vafasamt lið og uppgötva svo, obbossí, að maður var snuðaður. Maður bara lenti í slæmum aðstæðum. Ekki það að maður bæri ábyrgð á því að hafa labbað sér inn á staðinn.
Jafnvel þótt maður lendi á'ðí og innbyrði svo mikið kampavín að maður hafi ekki rænu á að lesa yfir greiðslukortakvittanirnar. Nei nei. Auðvitað ber enginn slíkur ábyrgð á eigin ástandi. Maður bara lendir í því.
Ég bara lentí í að lesa þessa frétt og var því tilneyddur að blogga um hana. Aumingja ég.
Dýrt næturævintýri Íslendings í Sviss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Dallas
Nýlega viðraði ég þá skoðun mína að Skjár 1 ætti að taka aftur upp endursýningar á Dallas þáttunum.
Nú á að fara að framleiða fleiri Dallas þætti. Ég skora því hér með á Skjá 1 að tryggja sér réttinn á sýningunum. Þá geti þeir sparað sér endursýningarnar. Þetta mun örrugglega verða vinsælt hjá báðum áskrifendum Skjás eins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Maður fólksins
Maður fólksins gjörir heyrinkunnugt að um áramót verði innleidd alvöru skattpíning á Íslandi, að skandinavískri fyrirmynd. Norræna velferðarmódelið, sjáið til.
Eftir áramót mun Ísland taka hin norðurlöndin í nefið. Skattpíningin verður reyndar ögn minni en t.d. í Svíþjóð og Danmörku, en þar sem verðlag er mun hærra hér mun svíða enn meir undan skattpíningunni hér en þar.
Loksins virðist hafa náð að koma norrænu velferðarmódeli á koppinn. Húrra fyrir því.
En svona í ljósi þess að myndin af manni fólksins virðist vera tekin ca 1980, er ekki úr vegi að geta þess að maður fólksins var á þeim tíma íþróttafréttamaður á sjónvarpsstöð allra landsmanna og þegar hann sá um íþróttaþættina á mánudagskvöldum, sem þá voru, voru vitanlega fyrirferðarmestar þær íþróttir sem þorra landsmanna eru hugleiknar og vill svo til að þykja manni fólksins áhugaverðastar, blak og hestamennska.
Húrra fyrir manni fólksins og skjaldborgum hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. nóvember 2009
Sjónarmið karla komast ekki að
Áhugafólk um kvenréttindi vill koma á framfæri óánægju sinni með hve lítið körlum er hleypt að í umræðum um kvenréttindi.
Máli sínu til stuðning bendir það á að framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri Kvenréttindafélagsins eru allt konur og aðeins einn karl sitji í aðalstjórn þess. Samtals, af þrettán stjórnendum félagsins sé einn karl á móti tólf konum.
Þetta sé ekki til þess fallið að hugmyndir og viðkorf karla fái hljómgrunn í umræðunni, þrátt fyrir að að íslenskar konur framtíðinnar séu dætur karla jafnt sem kvenna þessa lands.
Sjónarmið kvenna komast ekki að | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)