Mánudagur, 2. nóvember 2009
Lopavinnsla Láru ræður 18 manns árið 2010
Lopavinnsla Láru sem framleiðir ullarlínuna EVE ALMIGHTY hyggst bæta við 18 stöðugildum árið 2010 og þar af um 8 á Íslandi.
Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu ár en þar vinna nú um 44 manns, þar af 23 á Íslandi. Auk Kína er fyrirtækið með starfsstöðvar á Íslandi og í Bandaríkjunum.
Áhugasamir geta sótt um starf á www.lopavinnslan.cn
Sem fyrr, fannst ritstjórn Húsmæðratíðinda ríkt tilefni til að slá þessum stórtíðindum fram sem aðal forsíðufrétt.
CCP ræður 180 manns árið 2010 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. nóvember 2009
Flugeldasala
Nú gengur um fésbókarheima einhver grúppa sem vill að björgunarsveitirnar fái einkaleyfi á sölu flugelda.
Ég skal reyna að halda niðri hrokanum, en fyrir mér sjá björgunarsveitirnar aðallega um að sækja fávita af fjöllum. Einhverja sem fóru illa útbúnir og/eða létu ekki vita af sér. Réttast væri heldur að rukka það lið fyrir kostnaði leitarinnar.
Vissulega eru önnur tilfelli einnig, en ég held þau séu í minnihluta.
Það var verslun Ellinsens sem hóf að selja flugelda hér á landi. Síðar stukku björgunarsveitirnar til og tóku það upp. Íþróttafélög selja einnig flugelda til að fjármagna sig.
Hvar ég kaupi flugelda, sem ég hef reyndar ekki gert í nokkur ár, eru mér engin trúarbrögð. Þó finndist mér fé mínu betur varið til íþróttafélaganna sem börnin mín iðka íþróttir hjá. Eða bara liðsins sem ég held með. Heldur en að púkka undir björgunarsveitir svo þær geti leitað að einhverju jeppaliði eða rjúpnaskyttum sem skortir heilbrigða skynsemi.
Fyrr myndi ég styðja að Melabúðin fengi einkarétt á jógúrtsölu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 31. október 2009
Tökum upp opinberar flengingar
Fylgi við Hrunræðisflokkinn eykst, samkvæmt sköðanakönnunum.
Almúginn virðist hafa gleymt hverjir hönnuðu íslenska regluverkið. Hverjir það voru, á átján árum, sem lögðu grunninn að íslenska hruninu. Hverjir lögðu niður Þjóðhagssatofnun og lögðu af bindiskyldu. Hverjir græddu og grilluðu meðan bankarnir tóku stöðu gegn krónunni.
Ég sannfærist enn meir um að fólk sé fífl. Hangir á McDonalds þessa dagana.
Svo fer þetta sama lið og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Svo ef það er spurt hvers vegna, verður svarið annað hvort af því bara eða af því pabbi vildi það.
Hverju er hægt að búast við af þjóð sem samanstendur að megninu til af fólki sem eru ekki annað en íslensk útgáfa af bandarískum rauðhnökkum?
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 31. október 2009
Tölvupælingar
Um daginn bloggaði ég um það þegar ég reif mig upp á rassgatinu og endurholdgaði gömlu tölvuna mína.
Í gær kom annar föðurbetrunganna, dóttir mín, til mín. Gamli sagði henni frá sínu merka afreki. Hún hefur í nokkurn tíma dissað mig fyrir að vera ekki með nýjustu útgáfuna af MSN Messenger á lappanum. Ég prófaði þá útgáfu í vinnunni og finnst hún sökka. Ég sagði henni það og þess vegna myndi þverhausinn ég ekki setja hana upp á lappanum heima.
Stelpan hefur gaman að myndvinnslu og auðvitað að spjalla við vini og vinkonur á MSN. Því sagði ég henni við heimkomuna að hún mætti setja upp nýjasta MSN og Picasa og hvað sem hún vildi á hina endurholdguðu gömlu tölvu.
Eins og áður hefur komið fram er ég þverhaus. Ég þoli t.d. ekki svona Yahoo toolbar eða Google toolbar í vafranum mínum. Hef séð vafra með öllum túlbörum heimsins og hálfur glugginn fer í þá og bara smá pláss eftir fyrir efnið sjálft. Þurfi ég að gúggla fer ég bara á google.com og geri það þaðan. Eins eru veiruvarnarforrit eitur í mínum beinum. Hef þá reynslu af þeim að þau leggjast eins og þykk sulta ofan á allt. Svo ég tali ekki um ónefnda veiruvarnarforritið sem listaði allar forritakóðaskrárnar mínar sem veirur. Eins gott ég hafði ekki stillt á sjálfvirka eyðingu. Því forriti var hent út med det samme.
Sá áðan að hún hafði sett upp sitt af hverju. Einhvern tool bar og veiruvarnarforrit. Ég ætla hins vegar ekki að amast neitt yfir því, enda gaf ég henni opið skotleyfi á tölvuna.
Þótt Billi sé minn maður blóta ég honum stundum. Billi (Bill Gates) er í mínum huga samheiti yfir Microsoft og Windows. Ég hef grafið upp nokkra harða diska og ætlaði að afrita sitt af hverju af þeim inn á endurholdguðu tölvuna. Einn diskurinn inniheldur böns af skrám sem mig langar að afrita en þori ekki að segja hvers eðlis eru, af ótta við Magga Kjartans. Hins vegar er diskurinn skemmdur og afritun margra skráa skilar villu. Þar kemur Billi í dæmið. Velji ég að afrita möppu, sem kannski hefur fjölmargar undirmöppur og þúsundir skráa og afritun einnar skráar skilar villu hættir Billi bara að afrita. Algerlega óþolandi. Þurfti því að skrifa mitt eigið forrit til þess, sem listar skrár sem skila villu en heldur þó áfram að afrita næstu skrá(r). Kannski ég geti selt Billa forritið fína?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 31. október 2009
Berjum hausnum við steininn
Um daginn kom fram í einhverjum fjölmiðli/miðlum að undanfarin ár hefði verið lítið um erlendar fjárfestingar hérlendis. Útlendingar hefðu verið boðnir og búnir að lána, en lítið hafi farið fyrir fjárfestingum þeirra hér.
Nú á, í fyrsta skrefinu, að létta á þeim hluta gjaldeirishaftanna er snýr að erlendum fjárfestum. Fjárfestum sem voru fáir meðan allt stóð hér í blóma. Ætli þeim fjölgi mikið í núverandi ástandi?
Áður vildu menn lána en ekki fjárfesta. Nú vilja menn ekki einu sinni lána hingað. Skyldu þeir allt í einu vera orðir áfjáðir í að fjárfesta hér?
Kannski vegna lágs gengis krónunnar verður það fýsilegra en var þessi tilkynning Seðlabankastjóra samt ekki bara Spaugstofuskedds?
Afnám gjaldeyrishafta hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. október 2009
Lögreglumenn á Austurlandi vilja rafbyssur
Lögreglumenn á austurlandi vilja rafbyssur. Árið 2007 hefðu þeir átt hauk í horni, í ráðuneiti kirkjumála. Nú hefur sá haukur hinsvegar snúið sér alfarið að fjölmiðlamennsku.
Staða ríkiskassans er í dag ekki upp á marga froska og því ólíklegt að splæst verði í rafbyssur handa lögreglumönnunum að svo stöddu.
Þó má sjá ljóstýru í myrkrinu.
Það má gjarnan grípa til samlíkingarinnar við vatn, þegar lögmál Ohms þarfnast útskýringar. Lögmál Ohms er eitt grunnlögmálanna í raffræðum. Lögmálið um samspil spennu, straums og viðnáms. Þegar útskýra þarf Ohmslögmálið fyrir leikmanni er gott að grípa til samlíkingarinnar við vatn sem rennur um pípu. Þrýstingur vatnsins táknar spennuna og sverleiki pípunnar táknar viðnámið. Samspil þessara tveggja þátta ákvarðar hve hratt vatnið rennur um pípuna. Straumnum. Sé pípan þrengd þarf meiri þrýsting (spennu) til að ná sama vatnsrennsli (straumi) og öfugt.
Í ljósi þess hve margt er líkt með vatni og rafmagni legg ég til að lögreglumönnunum fyrir austan verði skaffaðar vatnsbyssur.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 31. október 2009
Lopavinnsla Láru auglýsir eftir starfsmönnum
Lopafatnaðarframleiðandinn Lopavinnsla Láru, sem vinnur nú að þremur nýjum vörulínum á íslenskum lopafatnaði, til markaðssetningar í Bandaríkjunum og Kína, hyggst fjölga starfsmonnum sínum verulega á næstu 12 - 18 mánuðum eða um rúmlega 15 manns.
Að sögn fyrirtækisins hefur það þegar ráðið til sín um 9 starfsmenn það sem af er þessu ári og vinna nú um 45 manns hjá Lopavinnslunni, þar af 23 á Íslandi.
Fyrirtækið segir, að tækifæri sé til þess að ráða stóran hluta af þessum 15 starfsmönnum á Íslandi ef mannskapur fæst. Fyrirtækið leiti nú logandi ljósi að fólki með menntun á sviði fatahönnunar, prjónatækni, lopa- og ullarfræði, auk stílista af ýmsu tagi, til þess að framleiða lopavörur framtíðarinnar.
Ritstjórn Húsmæðratíðinda þótti ríkt tilefni til að slá þessum stórtíðindum fram sem forsíðufrétt.
CCP auglýsir eftir starfsmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 28. október 2009
Læknamafían
Mikið hefur fólk skrafað og skeggrætt um um hugsanleg mafíutengsl ákveðinna bankaeigenda fyrir hrun. Ekki veit ég neitt um það.
Hins vegar er önnur mafía sem lifir ekki einungis góðu lífi hér, heldur virðist hún vera varin með lögum. Læknamafían.
Ég var að horfa á viðtal við Jón Atla Árnason, gigtarlækni, varðandi fæðubótarefni og hann tjáði sína skoðun á því. Allt í góðu með það.
Fyrir 20 árum fékk faðir minn brjósklos. Meðan hann beið eftir að komast í uppskurð lét einhver snillingurinn, læknir, hann hafa lyf til að slá á verkina. Þetta var gigtarlyf. Sterkt gigtarlyf. Hvorki man ég heiti lyfsins né læknisins.
Eftir að pabbi hafði japlað á þessari ólyfjan í viku eða tvær, var hann fluttur akút á spítala. Lyfið hafði etið gat á æðavegg í skeifugörn. Sem sagt. Hann þurfti fyrst að fara í uppskurð að framan áður en hann komst í uppskurðinn á bakinu.
Í leiðinni var skorið á eitthvað. Taug eða eitthvað slíkt, til að draga úr sýrumyndun í skeifugörninni. Í þeim tilgangi að fýta fyrir að sárið gróði.
En...það hafði þær hliðarverkanir að pabbi hafði minni matarlyst en áður og á stuttum tíma breyttist hann smám saman úr feitum karli með ýstru í grannvaxinn mann.
Ok, fínt. Kunna einhverjir að segja. En það sem situr eftir er kunnáttuleysi læknanna. Þeir höfðu ekki grænan guðmund um hvað þeir voru að gera. Bara tilraunir við lyfjagjöf og svo aðrar tilraunir við að taka á afleiðingunum.
Málið er þetta. Stundum vita læknar hvað þeir eru að gera, en ekki alltaf. Þeir myndu þó stikna í helvíti fyrr en að viðurkenna að þeir viti ekki hvað skuli gera. Þeir eru bara mannlegir eins og ég og þú. Langt frá að vera guðir. Því skyldi ávallt taka ráðleggingum lækna með þeim fyrirvara, að þeir eru menn og jafn mistækir og hver annar.
Skítt með rússnesku mafínuna. Við þurfum að losa okkur við íslensku læknamafíuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. október 2009
Á morgun, segir sá lati
Ég hlýt að flokkast sem sá lati.
Í september 2007 gerði ég mér ferð í búð og keypti mér harðan disk. Til stóð að uppfæra gömlu bykkjuna mína (tölvu), sem N.B. hefur dugað vel. Nota hana núorðið í lítið annað en að horfa á sjónvarp.
Svo leið og beið og aldrei fékk hún andlitslyftingu, blessunin. Diskurinn góði, sem ég keypti fyrir 2 árum, hefur staðið í óopnuðum umbúðum síðan.
LoXins lét ég verða af því að poppa hana upp, þá gömlu.
Ég er þó þannig gerður að ég treysti ekki stýrikerfum sem enn eru blaut bak við eyrun. Hvað þá stýrikerfum sem þekkt eru fyrir óþekkt og vesen. Því fær sú gamla hvorki Windows 7 né Vista. Þaðan af síður Linux. Enda það bara fyrir masókista. Reyndar er henni bara ætlað að keyra DScaler, til að taka á móti sjónvarpsmerki og eftir sem ég best veit er það ekki til fyrir Linux, hvort eð er. Þar að auki nota ég heimasmíðaðar viðbætur við DScaler sem eru Windows dll-ar.
Nei, sú gamla fær bara XP. Enda ekki stórminnug og réði ekki við minnishákinn Vista. W7 enn of ungt til að hafa hlotið traust. Hún var alveg að standa sig á 5 ára gamalli W2K uppsetningu, svo hún verður ekki verri eftir lyftinguna. Enda þarf hún bara að geta spilað mynd á DirectDraw surface og ekkert fancy rugl sem Vista eða W7 hefur. Bara plain and simple.
Hefði svo sem ekki þurft að uppfæra hana, þannig séð. Keyrandi W2K var hún bara heldur sein á lappir og XP er mun sneggra á lappir en W2K og er það eina ástæðan.
Gamla hefur þjónað mér vel og mun gera áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 26. október 2009
Svín með mannaflensu
Einhvernveginn finnst mér ekki frétt að svín fái svínaflensu, frekar en fuglar fuglaflensu.
Þó virðist það fréttnæmt. Kannski fyrir það að svínin munu hafa smitast af svínaflensunni af mönnum. Mér hefði fundist skiljanlegra að það hefði verið á hinn veginn.
Engin hætta er á að smit berist úr svínakjöti í mannfólk. segir í fréttinni. Sumsé, svínin smita ekki mannfólk af svínaflensu heldur öfugt. Er þá flensan ekki frekar mannaflensa en svínaflensa?
Maður bara spyr sig.
Grunur um að svín séu sýkt af svínaflensu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)