Fimmtudagur, 8. október 2009
Pælingar
Ætla að fremja smá Sæmablogg og taka nokkur efni fyrir. Held mig þó ekki við þrenn efni eins og snillingurinn.
Þegar ég loggaði mig inn á blog.is mætti mér Hómsteinn, sem hefur stöðu stórhausa. Hann hafði skrifað einhvern pistil, sem vitanlega má ekki kommenta á. Verst var að hann virðist ekki kunna að gera greinarskil. Þótt ekki væri nema til að gera textann læsilegan. Forðaði mér þaðan hið snarasta.
Nú er ég félagsmaður í neytendasamtökunum. Heyrst hafa fregnir af fólki sem fær símtöl frá útlöndum og hringi það til baka fái sé gjaldfærð feita upphæð. Mér er spurn...samræmist það íslenskum neytendalögum. Nú verða símafélögin að veita notendum sínum upplýsingar um hvað kostar að hringja hingað og þangað. Einu upplýsingar símafélaganna eru bundnar við hringingar milli íslenskra kerfa og ekki hægt að leita uppi erlend númer þar. Hvað erlend númer varðar, eru bara birtar almennar upplýsingar. Hjá Símanum t.d eru engar upplýsingar að hafa um verð í erlenda síma, nema úr heimasíma. Ekki úr farsíma. Þrátt fyrir að þurfa að gera veitt notendum sínum upplýsingar um hjá hvaða símafélagi númer eru, er ekki gott að finna það á heimsíðu Símans. Ekki er auðveldara að finna það á hinni arfalélegu kaossíðu Vodafone. Á í mestum erfiðleikum að finna nokkurn skapaðan hlut þar. Þó er vefsíða Símans nógu slæm.
Í fyrsta lagi ætti enginn að hringja til baka þegar hann hefur fengið símtal frá óþekktu númeri. Hvað þá frá útlöndum. það má vel sjá á númerinu hvort um innanlands eða utanlandsnúmer er að ræða. En hvað ef einhver hringir til baka, í númer sem er í Sambíu og viðkomandi rukkaður um tugi þúsunda? Hver ber ábyrgðina?
Sem íslendingar föllum við undir íslensk neytendalög. Sem segja m.a. að notandi skuli geta séð fyrirfram verð símtala.
Símafyrirtækin birta sína gjaldskrá. Því ætti skaðinn að liggja hjá símafélögunum en ekki viðskiptavinum þeirra þegar einhver hringir í Sambískt eða Nígerískt númer sem er skilgreint sem gjaldtökunúmer, án þess að íslenskum neytendum hafi verið gert það ljóst. Hvers engum mátti vera ljóst að um slíkt væri að ræða. Því hlýtur ábyrgðin að liggja hjá símafélögunum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. október 2009
Torino
Ég hef ekki nokkur áhuga á efni fréttarinnar. Mér er slétt sama um aldur og uppruna handklæða.
Hins vegar blöskrar mér oft vinnsla frétta. Bæði á mbl og annars staðar. Vísir er ekki skömminni skárri. Oftast er um málfars og/eða stafsetningavillur að ræða.
Það sem mér blöskrar í þessari frétt er að þegar ítalska borgin Torino er nefnd Tórínó, upp á íslensku, er látið fylgja með enska útgáfa heitis hennar, Turin. Veit sá er vann fréttina ekki að Tórino heitir Torino á frummálinu, en ekki Turin?
Eftirlíking líkklæðis Krists sannar að það sé falsað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 27. september 2009
Sýndarpeningar og mannlegur máttur
Í fréttum fyrir stuttu sagði félagsmálaráðherra, Árni Páll Árnason, að ekki væri í mannlegum mætti að lækka skuldir heimilanna.
Stór orð það.
Hér ætla ég að einbeita mér að verðtryggðum lánum.
Verðtrygging hækkar höfuðstól lána. Hækki verð á rakspíra, tannkremi og píputóbaki, hækka verðtryggð lán.
Láni ég vini mínum viskíflösku ætlast ég til þess eins að fá borgað í sama. Fá eins flösku til baka eða andvirði hennar í peningum, á því verði sem gildir við endurgreiðslu. Þetta er verðtrygging. Þarna er um eðlilega verðtrygginu að ræða. Þ.e. að einungis verðgildi viskíflöskunnar er notað til grundvallar verðtryggingarinnar. Okkur vinunum finndist báðum óeðlilegt að binda verðgildi viskíflöskunnar við verð á svitaspreyi.
Því væri eðlilegast, vilji menn nota verðtryggingu, að verðtryggja húsnæðislán með vísitölu húsnæðisverðs og bílalán með einhverskonar vísitölu bifreiðaverðs. Veit ekki til þess að hún sé til. En að verðtryggja með svitaspreyi og tannstönglum er úr kortinu.
En allt í lagi. Við búum við vísitölu neysluverðs. Þessa með tanntönglunum og dömubindunum. Vísitölu sem notuð er til verðtryggingar á allihoopa. Burt séð frá hvort það tengist bleium og dömubindum eður ei.
Hvað er það sem gerir það mannlegum mætti ófært að færa niður lán handvirkt?
Það gengur mér illa að sjá. verðbætur á lán, af völdum verðtryggingar, eru nefnilega í senn sýndarpeningar og mannanna verk. Því ætti auðveldlega að vera hægt fyrir mannskepnuna að hafa áhrif á eigin gjörðir. Það er ekki eins og um sé að ræða einhver óviðráðanleg náttúrulögmál.
Sýndarpeningar segi ég. Já og ég skal útskýra það.
Tökum dæmi.
Ég kaupi hlutabréf á 1 krónu. Stuttu síðar hækkar það á markaði í 10 krónur. Hef ég þá grætt 9 krónur? Nei, ekki nema ég selji hlutabréfið. Haldi ég hlutabréfinu og það lækkar aftur í verði niður í 5 krónur, hef ég þá tapað eða grætt? Meðan ég á enn bréfið hef ég hvorki tapað né grætt. Ég hef misst af þeim 9 króna gróða miðað við að ég hefði selt bréfið þegar verð þess voru 10 krónur, en ég hef ekki orðið fyrir neinu raunverulegu tapi. Gæti enn selt það og grætt 4 krónur.
Meðan bréfið er ekki innleyst verður enginn fyrir tapi né hlýtur gróða. Svo er eins með verðbætur.
Verðbætur eru sýndarpeningar sem ákveðnir er með manngerðri vísitölu. Hækkun höfuðstóls án þess að neinir peningar liggi að baki. Því kostar engin fjárútlát að skera niður verðbætur. Það er bara gert með pennastriki. Niðurskornar verðbætur yrðu þá í mesta lagi missir af gróða, en aldrei fjárhagslegt tap.
Svona eins og þegar ég hef útfyllt lottóseðilinn en gleymi að kaupa hann. Sé svo að ég hefði fengið 5 rétta. Væri ég þá kominn milljónir í mínus?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 26. september 2009
Ég ætla að bíða með fagnaðarlætin
Þar til ég hef fengið að sjá í hverju aðgerðir stjórnvalda til stuðnings skuldugum heimilum felast og þá ekki síst að hafa lesið smá letrið.
Í frétt Vísis segir; Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður greiðslubyrði allra húsnæðis - og bílalána, hvort sem þau eru verðtryggð eða gengistryggð færð að því sem hún var tiltekinn dag áður en bankarnir og gengi krónunnar hrundu. Það sem eftir standi að lánstíma liðnum verði síðan afskrifað.
Í fyrstu virðist manni sem færa eigi lánin niður eins og sumir hafa krafist. Miða þá gjarnan við dagsetninguna 1. 1. 2008.
Hins vegar segja heimildir Vísis að greiðslubyrðin ein verði lækkuð, en höfuðstóllinn ekki. Annars væri ekkert til að afskrifa að lánstíma loknum.
Aðgerðirnar munu því einungis létta greiðslubyrðina en ekki létta á skuldum fólks. Fólk mun því áfram vera í stofufangelsi á eigin heimilum.
Þótt létt verði á afborgunum stendur höfuðstóllinn óbreyttur og vex sem hraðar en ella, því vitanlega verður sá ógreiddi hluti afborgananna sem að óbreyttu væri greiddur, leggjast ofan á höfuðstólinn.
Án þess ég hafi engar tölur er það mín tilfinning að fólk í yngri kantinum, segjum undir 55 ára aldri, muni aldrei greiða allar afborganir lána sinna. Þ.e. það fólk mun skipta um húsnæði áður en lánstíminn er allur. Óvíst er hvort það fólk muni fá að flytja lánin með sér. Í mörgum tilfellum yrði fólk að greiða lánin upp og taka ný lán. Mér þykir reyndar líklegra að það fólk muni ekki fá að flytja lán sín heldur þurfa að greiða lánin upp því þá þarf að greiða allt upp í topp og lánveitendur þurfa ekkert að afskrifa.
Því tel ég umræddar aðgerðir, miðað við heimildir Vísis, engu breyta nema fyrir þann hóp fólks þar sem börnin eru flogin úr hreiðrinu og fólk mun búa í núverandi húsnæði til dauðadags.
Greiðslubyrði aftur fyrir hrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 25. september 2009
Framtíð blog.is
Um langt skeið hefur Moggabloggið, blog.is, verið vinsælt.
Vefurinn mbl.is er ekki sá íslenski fréttavefur sem er duglegastur að setja inn nýjar fréttir og oft birtast þar ekki fréttir sem aðrir miðlar birta, bæði vef- og ljósvakamiðlar. Kannski það muni breytast með tilkomu Bubba kóngs.
Það er mín trú að Moggabloggið hafi haldið vinsældatölunum uppi. Fólk getur varla verið að koma í tugþúsundatali að skoða statískan fréttavef.
Nú eru teikn á lofti. Bloggarar hafa rætt um í dag að hverfa annað.
Nú er það staðreynd. Þungavigtarbloggarar eru að leita annað. Hef fyrir því bæði staðfestar og aðrar óstaðfestar heimildir.
Þegar helstu þungaviktarbloggarar hafa horfið annað verður blog.is ekkert nema safn af einnarsetningar fréttabloggurum.
Ég vona bara að bloggsamfélag íslands sé ekki að líða undir lok. Í ljósi þess að helstu upplýsingar um spillingu hafa komið fram á blogginu er ég ekki hissa á að einhver hagsmunaöfl kjósi að svo verði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 24. september 2009
Nostalgían í algleymingi
Undanfarið ár hefur tímahjóli íslensks þjóðfélags verið snúið áratugi aftur í tímann.
Gjaldeyrishöft og ríkisvæðing og skattpíning. Miðstýringin í öndvegi. Hagsmunagæsla sem aldrei fyrr, til handa hinum þóknanlegu.
Enn erum við að sjá ný dæmi. Ráðherra opinberar þá sannfæringu sína að samráð bænda sé öllum til góða.
Nýjasta dæmið er flokkavæðing dagblaða. Sú var tíð er kommarnir keyptu Þjóðviljann, framsóknarmenn Tímann, alþýðuflokksmenn Alþýðublaðið og íhaldsmenn Moggann. Það fór eftir stjórnmálaskoðunum fólks hvar það verslaði. Hvernig bíla fólk keypti og svo framvegis.
Mogginn hefði ekki getað fundið sér pólitískari og Flokkstengdari ritsjóra en Dabba. Nú er hann mættur á Moggann og pólitískar hreinsanir þegar hafnar. Það skal t.d. enginn segja mér að Þóru Kristínu hafi verið sagt upp vegna lélegrar fréttamennsku. Ekki veit ég hví hún er ekki þóknanleg. Líklega er hún vinstimanneskja, eða hún hafi fyrir löngu síðan tekið óþægilegt viðtal við Dabba. Hann er þekktur fyrir langrækni sína.
Nú má allavega leggja niður amx.is og nú þarf maður að fara að dressa sig við hæfi.
Hvar fæ ég Álafossúlpu?
Uppsagnir hjá Árvakri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. september 2009
Stóra ástin
Tyrkinn Sultan Kosen mun nú vera í ástarhugleiðingum.
Hefur hann haft á orði að hann vilji gjarnan eignast kærustu.
Það er þó ekki auðvelt mál fyrir Kosen að verða ástfanginn.
Sultan Kosen er hæsti maður heims. Heilir 2,47 metrar.
Það er því meira en að segja það, fyrir Kosen, að verða ástfanginn upp fyrir haus.
Líklega verður hann að sætta sig við meinlaus skot í stað ólgandi ástar.
Þó skyldi maður aldrei segja aldrei.
Vonum það besta.
Hæsti maður í heimi í ástarleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.9.2009 kl. 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. september 2009
Greiðsluerfiðleikar - tvíblogg
Fyrsta skipti sem ég blogga tvisvar um sömu frétt, en ákvað að skrifa nýtt fjas í stað þess að bæta við það fyrra, þar sem efnið er annað.
Nú hefur spurst út að Joðhanna, ríkisstjórn Joðs og Jóhönnu, hafi áætlanir á prjónunum.
Það á kannski að skera úr snörunni þá sem eru við það að verða hengdir.
Hinir, sem eru komnir á hengingarpallinn en enn ekki búinir að heyra sneriltrommuna eða fá um hæalsinn snöruna, eða þeir sem bíða þess að stíga á pallinn, geta étið það sem úti frýs. Þeir verða þá bara hengdir á morgun. Þeirra mál bara halda áfram að versna.
Forvarnir eru ekki til sem hugtak hjá Jöðhönnu. Enginn vill taka í mál að bjarga fólki áður en snaran er sett um háls þess.
Þetta heitir að lækna einkennin í stað orskanna. Reyndar í takt við vestræna hugsun og vestræn læknavísindi.
Aukreitis fróðleiksmoli:
Enska orðið snare þýðir snara og snaredrum, sem á íslensku kallast sneriltromma, fékk nafn sitt af því að hún var slegin við hengingar. Snörutromma.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. september 2009
Greiðsluverkfall - ég er með
Ég er reyndar ekki að greiða af húsnæðisláninu mínu eins og er. þurfti að fá það fryst til að geta greitt niður bakreikning vegna aukameðlaga úrskurðuð 1,5 ár aftur í tímann. Það bólgnar væntanlega duglega á meðan. Beltin og axlaböndin sko.
Hins vegar hlustaði ég á Marínó Njálsson í Kastljósi kvöldsins, í bakgrunni, meðan ég var að stússast. Hann talaði um fleira en bara að greiða ekki af lánum. Ss. að hemja útgjöld og kortanotkun, sem og að taka út bankainnistæður.
Ég ætla að taka þann þátt sem ég get. 1. október ætla ég að taka út allt af mínum reikningi og greiða fyrir vörur með reiðufé þann mánuð. Þótt í fréttum hafi verið talað um að innlánsvextir séu himinháir og því liggi fólk með peningana sína á bankareikningum, er verið að tala um hákarlana sem geta leyft sér að láta peninga liggja lengi inni á reikningi. Innlánsvextir af tékkaréikningum, sem flestir landsmenn nota, eru ekki nema uþb. 0,5%
Held að koddinn ávaxti ekki mikið verr en það.
Hvort heldur fólk ætlar að taka þátt í greiðsluverkfalli eður ei, hvet ég alla til að taka út allt sitt af bankareikningum sínum og láta reikninginn standa á núlli í október. Engin áhætta fyrir okkur en bankarnir munu finna fyrir því. Þeir þurfa nefnilega innlánin til að lána út. Reyndar finnst mér að við ættum að gera þetta í hverjum mánuði allt þar til við sjáum breytingar og leiðréttingar á lánum.
Látum bankana ekki njóta afnota af peningunum okkar!
Eins finnst mér skrítið að enginn mótmæli þeim rökum sem þeir sem vilja viðhalda verðtryggingunni halda fram. Vissulega er rétt að ef engin væri verðtryggingin væru vextir hærri. Það skil ég vel. Hins vegar myndi höfuðstóllinn aldrei vaxa, eins og verðtryggður höfuðstóll gerir og fólk væri alla vega að greiða eitthvað niður við hverja afborgun. Jafnvel þótt megin hluti greiðslunnar væru vextir. Lánin myndu aldrei hækka. Í versta falli standa í stað. Hví bendir enginn á það?
Óraunsæi að hundsa verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 15. september 2009
Forstöðuhjón Hrossins að skilja
Forstöðuhjón hestamannafélagsins Hrossins, Gunnar Pálsson og Jónína Guðnadóttir, hafa ákveðið að skilja. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem birt var á heimasíðu Hrossins í dag.
Þetta hestastúss er slítandi og ekki leggjandi á nokkurn mann að sinna bæði konu og hrossum segir Gunnar. Svo er konan alltaf eitthvað að stússa í útlöndum. Maður verður þreyttur á því til lengdar að flengja bjúgað. Sko hrossabjúgað segir Gunnar ennfremur.
Skilnaðurinn mun fara fram í ésu nafni, í Kópavogskirkju, nk. fimmttudag kl. 16, að staðartíma.
Forstöðuhjón Krossins að skilja | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)