Mánudagur, 26. október 2009
Hroðbjóður hverfur
Mér gæti ekki verið meira sama um hvort McHaralds sé að hætta eða ekki. Hef gert tvær tilraunir á ævinni til að koma niður McHaralds borgara og í hvorugt skiptið tókst mér að torga borgaranum. Þó eru þetta ör-borgarar sem hægt væri að innbyrða í tveimur bitum. Svo litlir og tíkarlegir eru þeir. Ég hef smakkað margann tómatsósuborgarann um ævina, en McHaralds er einn sá mesti hroðbjóður sem inn fyrir mínar varir hefur komist. Bið ég þá heldur um súra lundabagga.
Nei. Þegar mig langar í góðan hamborgara fer ég á Stælinn.
Ég hugsa ég komi jafnvel til með að tékka á Metró borgara eftir að McHaralds verður allur. Þeir geta alla vega ekki orðið verri. Vonandi þeir munu bjóða upp á skárra en kjöt af sjálfdauðu, vonda fluorcent-appelsínugula ostinn, ógeðslegu súru gúkurnar og amerísku Vals-tómatssósuna, í brauðinu sem lítur út fyrir að vera úr plasti.
McDonald's hættir - Metro tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 24. október 2009
Nágrannar
Það er gott að eiga góða nágranna. Ég á reyndar alla flóruna af nágrönnum. Góða sem slæma, sem og hina sem ég hef lítið af að segja. Þeir falla í góða flokkinn.
Einhverntíman hef ég bloggað um slæma nágranna minn og læt þar við sitja. Enda lítið gaman að hugsa og tala um leiðinlegt fólk. Hins vegar er gaman að tala vel um skemmtilegt fólk.
Ég á afskaplega yndæla nágrannakonu. Hún heitir Hjördís, er líklega um sjötugt og býr í næstu íbúð við hliðina. Við erum miklir mátar. Hún talar vel um föðurbetrungana mína á til að gauka að mér slikkeríi handa þeim. Reyndar skondið að mér virðast alltaf fylgja nágrannakonur sem bera nafnið Hjördís, en það er annað mál.
Í gærkvöldi, föstudags, kom ég heim rétt rúmlega sjö. Á ganginum stóð Hjördís ásamt manni sem hafði meðferðis forláta ramma. Þar sem ég er í þann mund að ganga inn til mín kallaði Hjördís og spurði; Brjánn. Ertu ekki handlaginn með hamar? Ég svaraði um hæl, Jú. Ég er afskaplega handlaginn með hamar. Ég sneri við til að kanna málið nánar. Þá innihélt ramminn góði viðurkenningarskjal frá Reykjavíkurhreppi, fyrir snyrtilegt umhverfi hér á Bakkanum. Nohh. Það er ekkert annað. sagði ég og kom í sömu andrá auga á nagla sem stóð úr vegg á hentugum stað fyrir rammann góða. Hengjum við hann ekki bara upp hér? Hér verður hann í öndvegi. Það varð úr.
Í hádeginu í dag, laugardag, skrapp ég í búð. Þegar ég kom heim, klukkan tólf, sá ég að enginn var ramminn á naglanum. Ég bankaði upp á hjá Hjördísi og í sameiningu furðuðum við okkur á hver gæti í ósköpunum hafa fjarlægt hann. Hvorugt okkar varð vart við umgang í gærkvöldi og því tæplega hægt að skella skuldinni á unglingapartí og drukkin ungmenni. Munandi að í gamla daga þótti stundum sumum við hæfi að taka með sér minjagripi eins og húsreglur stigahúsa, eftir partý.
Hún velti fyrir sér hvort okkar klikkaði sameiginlegi nágranni gæti hafa gert það. Ég taldi það ólíklegt. Hann skildi varla texta skjalsins frekar en textann á miðanum í kjallaranum, sem biður fólk að loka ávallt dyrunum að geymsluganginum og hjólageymslunni.
Málið er því allt hið dularfyllsta. Rannsókn ráðgátunnar er þó hafin og er nú í fullum gangi, undir styrkri stjórn inspectors Hjördísar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 22. október 2009
Að spá í bolla
Það eru gömul og góð vísindi að spá í bolla, lófa, kattagarnir og hvað annað fólk spáir í.
Nú hefur ASÍ gefið út spá um landsframleiðslu og hagvöxt. Fínt hjá þeim.
Þau spá því að landsframleiðsla dragist saman um ríflega 8% í ár en botninum verði náð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Eins að hagvöxtur gæti minnkað um 5 prósentustig á spátímanum ef ekki verður af byggingu álvers í Helguvík og stækkun í Straumsvík. Jafnframt spá þau að atvinnuástandið verði hvað verst á árunum 2010 og 2011 eða yfir 10% á næsta ári og 9,2% 2011.
Það er nefnilega það. Þá spyr ég...
Hvaða rök liggja til grundvallar þessari spá? Kaffibolli?
Hví verður atvinnuleysið yfir 10% á næsta ári og 9,2% árið eftir? Hví verður atvinnuleysi ekki 9,9% á næsta ári og 8,6% árið eftir? Hvað bendir til að landsframleiðsla dragist saman um 8% í ár, en ekki 7% eða 9%?
Hef reyndar ekki nýjustu tölur yfir landsframleiðslu, en milli 1. og 2. ársfjórðungs þessa árs dróst hún saman um 2%.
http://www.vb.is/frett/1/56326/
http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=3996
Er ASÍ að tala um að landsframleiðsla hafi dregist saman um 8%...milli ára eða milli ársfjórðunga? Hvaða ára? 2001 til 2009, 2007 til 2009, eða 2008 til 2009. Kannski ársfjórðunga? Hverra þá? 1. og 3? 2. og 3?
Veit ekki, en mig grunar að ASÍ eigi ekki nógu gott spá-kaffibollastell.
Ég geri því þá kröfu að stærri hluti fjármuna launþega, sem renna til ASÍ, fari í kaup á almennilegu bollastelli og betra kaffi að spá í.
Fyrir 18 árum var ég dreginn til spákonu, sem spáði mér víðferli og græjum. Sú spá hefur ekki enn ræst. Kannski ég ætti að panta tíma hjá Gylfa Arnbjörnssyni? Hann kann þetta kannski.
Botni náð í byrjun næsta árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 17. október 2009
Prestablæti
Ég ætla ekki að fjalla um sakargiftir sérans. Nenni því ekki.
Heldur orð Ingibjargar Sigtryggsdóttir, hverja ég þekki engin deili á. Hún vill fá prestinn sinn aftur.
Hvað er þetta með presta? Ég hef orðið vitni að mýmörgum dæmum um prestablæti. Að prestar séu eitthvað merkilegir. Eru þeir merkilegri en aðrir ríkisstarfsmenn? Hví er enginn haldinn ritarablæti, skattstjórablæti eða þingvarðablæti?
Prestar fá greitt frá ríkinu fyrir að klæða sig í kjól, baða út örmum og tigna þjóðsögur. Það er ekkert öðruvísi. Fyrir að tigna löngu látinn mann, hugarfóstur hans og annarra, hindurvitnin um gráskeggjaða náungann í skýjunum ásamt trompet- og hörpuleikara hans, fiðraða fólkið.
Hvað með Árna Björnsson? Hann er þó ekki í því að tigna neinn, en er fróður um ýmis hindurvitni og löngu látið fólk sem setti merki sitt á sögu okkar. Hví er enginn haldinn Árnablæti?
Kannski vegna þess að Árni klæðist ekki kjól?
Viljum fá prestinn okkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 16. október 2009
Back to basics
Þar sem samanlagðar árlegar áhorfsklukkustundir mínar á Skjá einn má telja á fingrum annarar handar mun ég ekki leggjast í kör við fyrirhugaðar breytingar Skjás eins. Löngu hættur að nenna að hanga yfir froðuafþreygingu.
Hins vegar hefði mér þótt meira við hæfi hefði Skjár 1 einfaldlega horfið til uppruna síns og breytt dagskránni. Byrjað aftur að endursýna Dallas.
SkjárEinn verður áskriftarstöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.10.2009 kl. 02:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 11. október 2009
Tískulöggur
Var að horfa á frétt frá Englandi, hvar einhverjir óeirðarseggir höfðu sig í frammi. óeirðarseggirnir náðu ekki athygli minni, heldur löggan.
Á fréttamyndunum sáust breskir lögreglumenn við störf sín.
Þá varð mér hugsað til þess að um árabil hefur fjármagn til löggæslu á íslandi verið skorið við nögl. Meir að segja meðan sumir þáverandi yfirmenn áttu blauta drauma um leyniþjónustu. Fjármagnið vantaði. Nú er svo að flótta sækir að lögreglunni og ef fram heldur sem horfir verður hæfa fólkið farið þaðan og eftir sitjum við uppi með eintóm dyravarðawannabies.
Þó hefur ekki vantað fjármagn til lögreglunnar þegar kemur að einu. Að skipta um föt.
Fyrir einhverjum árum klæddust íslenskir lögreglumenn svart/hvítum jakkafötum og höfðu gert í áratugi. Svo kom Bjössi og poppaði þá upp. Setti þá í úlpur og með derhúfur. Fyrir stuttu var derhúfunum kastað og upp settar köflóttar húfur að breskum sið.
Það er gott til þess að vita að fjármagn til lögreglunnar fari í það sem öllu skiptir.
Lúkkið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 10. október 2009
íslenskufasismi
Ég gerist iðulega íslenskufasisti.
Þó er ég mjög á móti íslenskun alls kyns orða sem unnið hafa sér sess í málinu. svo sem þegar menn ætla að íslenska orð eins og internet og kalla það alnet eða lýðnet. Þannig fasisma aðhyllist ég ekki.
Hins vegar vil ég að menn fylgi reglum um fallbeygingar þegar farið er með góð og gild íslensk orð.
Ég er svo mikill þverhaus að sjái ég eða heyri auglýsingu þar sem íslensk orð eru svívirt eflist ég allur í andstöðu minni við fyrirtækið sem auglýsir.
Því mun ég ekki geta átt viðskipti við verslunina Betra bak.
verslunin selur rúm og hefur auglýst annað slagið. Í auglýsingunum talar Arnar Björnsson og talar um Betra bak í hvaða falli sem er. Ég botna ekkert í manninum að taka í mál að tala svona rangt gegn greiðslu.
Nú er útsala í Betra bak.
Rúm frá Betra bak.
....
Fæ hroll við að heyra þetta.
Hví má ekki tala um rúm frá Betra baki?
Þar sem ég var að smella á Vista hnappinn mætti Arnar í sjónvarpinu að hnykkja á óskapnaðinum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 10. október 2009
utanbæjarmaður
efni fréttarinnar er hryggilegt.
þó er athyglivert að agureyringar, sem duglegir eru að tala um utanbæjarmenn þegar afbrot eru annars vegar, skuli halda kjafti núna.
Maður stunginn í Sjallanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Laugardagur, 10. október 2009
Útvarp Óli Palli
Rifjaðist upp fyrir mer
Síðasta vetur auglýsti Rás2 eftir lögum. Kölluðu það Bjatsýnis- og baráttu söngvakeppnina
Gott mál.
Reyndar sendi undirritaður inn lag, en er þó alls ekki bitur.
Það sem stuðaði mih helst var, þegar þegar top10 var opinberaður. Á top10 voru misgóð lög, en eitt lag stakk þó í stúf.
Lagið Satan konungur apanna
Allt í lagi með lagið, sem slíkt, en það átti ekkert erindi í téða lagakeppni. Fjallaði hvorki um bjartsýni né baráttu. Hvað þá heldur að komast í úrslit. Lagið/textinn hafði enga skírskotun til bjartsýnis eða baráttu.
En lagið var eftir dr Gunna , sem er þekktur, og Óli Palli sat í dómnefnd.
Say no more.
svona fyrir ykkur sem hafið hugsað um að senda lög í lagasamkeppnir R2. Ef ekki er gítar í lögunum og/eða þið þekkið ekki Óla Palla, getið þið gleymt því.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 10. október 2009
Enn kunna blaðamenn ekki íslensku
Ætti ég að leiðrétta málfræðivillur allra frétta mbl.is væri það 80% starf. Ætti ég að leiðrétta allar fréttir allra íslenskra fréttamiðla þyrfti ég aðstoðarmann.
Hér höfum við frétt um gagnaver. gagnaver er hvorukynsorð. talað er um það gagnaverið og þau gagnaverin.
Í viðtengdri frétt er talað um uppbyggingu gagnavara(!?!).
Hverjir eru gagnavararnir?
Ok, líklega er um innsláttarvillu að ræða, þar sem síðar í fréttinni er talað um gagnaver.
Þá vaknar önnur spurning. Hvar eru prófarkarlesararnir? Er virkilega engin sem les yfir textann áður en honum er póstað inn á vef mbl.is?
Er mbl.is ekki annað en blogg?
Nýtt gullæði á Íslandi? | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)