Sýnum þakklæti með jólakortum

Ég verð að segja, að ég er svo hjartanlega sammála þeirri hugmynd að senda random jólakort til Færeyja. Hugmyndin kemur frá bloggaranum Þóru Magnúsdóttur. Annar bloggari, Jens Guð, hefur tekið undir og bætt við upplýsingum um hvernig megi framkvæma gjörninginn.

Ég hef ekki sent eitt einasta jólakort í mörg herrans ár. Ég held að breyting verði á þetta árið. Ég ætla að senda nokkur kort til handahófsvalinna færeyinga.

Mig langar einnig að senda samsvarandi kort til handahófsvalinna pólverja. Gleymum ekki að þeir, líkt og færeyingar, buðu okkur lán að fyrra bragði. Veit einhver hvar og hvernig maður finnur handahófskennda pólverja?


IceSave baby

<- lagið er í spilaranum


Atburðir dagsins

Á blaðamannafundi forsætis- og utanríkisráðherra í dag mátti merkja að lausnir eru í sjónmáli.

Ýmislegt kom fram á fundinum og loksins einhverjar aðgerðir kynntar. Það var þó ekki það sem sagði mér að kannski sjái fyrir endan á ástandinu sem staðið hefur yfir.

Nei, til þess þurfti að lesa milli línanna.

Hvaða merki voru uppi um að betra sé í vændum? Jú, það kom fram þegar blaðamenn spurðu ráðherrana spjörunum úr.

Ráðherrarnir og þá ekki síst forsætisráðherra sýndu stillingu og svöruðu tiltölulega skilmerkilega þeim spurningum sem fyrir þá voru lagðar og sjaldnast snubbótt. Eins mátti greina stillingu forsætisráðherra er hann sat undir endurteknum spurningum eins spyrilsins og mátti þola endurtekin frammígrip er hann reyndi að svara. Einhverntímann hefði sá verið kallaður fífl og dóni.

Sumum er greinilega létt. Það er því von mín að einhversstaðar sé að rofa til, þótt ekki sé nema í geði ráðamanna.

 

Mótmælandi dagsins er stólakonan á Akureyri. Hrönn, minnir mig hún heiti. Hún tók forláta stól úr útibúi Landsbankann, upp í skuld.

Hrönn með stólinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta kalla ég snilld.


Graðhestamúsík

Mér urðu minnisstæð orð föður míns heitins, sem hlustaði ekki á annað en klassíska tónlist. Þegar eitthvert okkar afkvæma hans spilaði eitthvað harðara en Ragga Bjarna eða Hauk Morthens, var talað um graðhestamúsík.

Með smá uppfærslu á hugtakinu, þá er rokk og ról ekki graðhestamúsík í mínum eyrum. Ég er kominn í hlutverk aldraðs föður sem á börn sem farin eru að hlusta á aðra tónlist en eitthvert barnalagavæl.

Sem betur fer virðast þau hafa þróað með sér þolanlegan tónlistarsmekk, þótt ég sé ekki endilega að pissa á mig af hrifningu yfir öllu því sem þau hlusta á.

Rétt áðan var verið að spila upptöku af Músíktilraunum á RÚV. Þátturinn hófst á þvílíku harðlífisrokki að ég þurfti að herpa mig allan til að halda hægðum. Þvílikt og annað eins. Ef trallallæ hefði verið skilgreint, af pabba gamla, sem graðhestamúsík þá veit ég ekki hvað skyldi kalla þetta.

Endaþarmstónlist. Fretmettaða tónlist, Saurþjöpputóna, Ælugleypitónlist, ...

 

Þá bið ég heldur um eitthvert ræræræ með Hauki Morthens eða Ragga Bjarna.


Ríkis-kó

Án þess að vilja gera lítið úr fyrirtækjum í Kópavogi, þar sem annað hvert fyrirtæki er ekki frumlegra en svo að kalla sig eitthvað er ríkið einhverskonar . Ríkisstjórnin er samsett af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, eins og allir vita. Hálfur Sjálfstæðisflokkurinn kóar sem aldrei fyrr með sínum formanni, sem aftur kóar með sínum fyrrverandi formanni. Ofan á allt saman kóar síðan Samfylkingin með öllu saman. Meir að segja stjórnarandstaðan virðist kóa líka. Jú, þeir reyna þó að fjasa eitthvað.

Ég neita að trúa því að allir þingmenn Samfó séu í kóarahlutverkinu. Varla fyrst það finnast þingmenn Sjalla sem gera það ekki.

Hvers vegna drullast enginn til að taka af skarið og koma í kring að lýst verði vantrausti á ríkisstjórnina og forsætisráðherra? Við þurfum að hreinsa til og skipa starfsstjórn sem hefur götts til að gera eitthvað og það strax. Gera plön um hvernig skuli komist úr kreppunni sem hér ríkir. Lýsa yfir vilja til aðildarviðræðna við €vrópusambandið. Hreinsa til í Seðlabankanum og fjálmálaeftirlitinu. Það þarf að skapa traust. Aðgerðir og stefna skapar traust, en ekki síður fólkið sem að baki þeim stendur. Hafi fólkið ekki traust er alveg sama hvaða sterfnu það setur fram. Það treystir enginn á stefnu sem sett er fram af vantraustu fólki. Það er ekki flókið.

Er málið að á vinnustaðnum Alþingi starfi 63 kóarar og lurður?


Nú er tækifærið!

Hér er tækifærið fyrir íslendinga að ná sér niðri á tjöllunum. Fetum í fótspor víkinganna, sem fóru til Bretlandseyja. Arfberar þeirra liggja nú vítt og breitt um Bretland.

Nú er lag fyrir íslenska karlmenn að tryggja arfberum sínum brautargengi, með mun friðsamari og siðlegri hætti en Skandinavarnir gerðu. Þetta verður hæg og hljóðlát yfirtaka. Eftir þúsund ár munu bretar heyra sögunni til. Talað verður um suður-Íslandseyjar.

Nú leggjum við í víking. Þetta kalla ég nú almennilega útrás. Tja, eða kannski frekar sáðrás. Gerumst sáðrásarvíkingar!

 


mbl.is Sæðisgjafa skortir í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þögnin og fíflaskapurinn er yfirþyrmandi! Ég ærist!

Þá er það ekki bara þögn ráðamanna Íslands. Þögnin að utan líka. Menn furða sig á að allir haldi að sér höndum og bíði með að lána íslendingum peninga.

Kötturinn segir, ekki ég...og allt það.

Sumir vilja meina að hollendingar og bretar setji IceSave málið fyrir sig. Það má vel vera. Þó held ég að IceSave sé bara birtingarmynd. Hver er ástæða þess að allir hinir halda að sér höndum og segjast vilja bíða og sjá hvað IMF gerir?

 

Kaupmaðurinn í glervörubúðinni gengur milli nágranna sinna og biður þá að hjálpa sér að koma búðinni í lag, eftir að fílarnir höfðu gengið þar lausir. Er skrítið að nágrannarnir setji fyrir sig að koma til aðstoðar við tiltektina meðan fílarnir ganga enn lausir í búðinni?

Auðvitað vilja þeir sjá hvað kaupmaðurinn hyggst gera. Góð byrjun væri að koma fílunum út. Þá fyrst er vit í að byrja tiltektina. Af stakri kurteisi kunna þeir ekki við að segja það beint við hann að hann verði að koma fílunum út, því það er nokkuð sem blasir við. Þeir gefa honum þó smá hint og segjast vilja sjá til hvað hann hyggist gera.

Kaupmannsgreyið er bara ekki betur gefinn en svo að hann skilur ekki neitt í neinu. Honum finnst nágrannarnir vera vondir við sig. Snýr upp á nefið og segist sko barasta ætla að finna sér nýja vini.

 

Það er uppi pattstaða. Lurðurnar sem hér eru og eiga að heita stjórnendur þessa lands, sitja og bíða eftir kraftaverki. Allir aðrir, þegnar þeirra sem og aðrar þjóðir, bíða eftir að aðgerðaplani.

Jújú, það hefur verið sagt að til standi að styrkja krónuna (úff). Hvenær og hvað svo? Hvað ætla menn svo að gera, takist það ekki? Hafa einhver nánari plön verið gerð? Ef svo er, væri ekki rétt að segja frá þeim? Væri ekki tilvalið að leggja bissnessplanið fram fyrir þá sem eiga að sponsa það? Þögnin er ærandi.

 

Halló! Er einhver heima?


Stefnuleysi, upplýsingaþurrð og ábyrgð(arleysi)

Það eru fleiri en íslenska þjóðin sem vilja upplýsingar frá stjórnvöldum vorum.

Það er ósköp eðlilegt að lánveitandi vilji upplýsingar frá lántakanda um ástæður láns. Lánari vill hafa einhverja hugmynd um hvort lánari muni geta greitt lánið til baka.

Að sama skapi ætti lántaki að vita hvernig hann hyggst ráðstafa lánsfénu. Í þessu tilfelli virðist hann ekki vita það. Jú, líklega hafa einhverjir ráðherrar ógreinilega hugmynd um það. Hinn raunverulegi lántaki, íslenska þjóðin, hefur hinsvegar ekki minnstu hugmynd um það. Henni er haldið í algerri þögn og óvissu.

Væri um að ræða stjórn fyrirtækis í heiðarlegum rekstri, væri búið að sparka svona stjórnendum. Það er hinsvegar ekki svo auðvelt. Eigendur okkar fyrirtækist eru undir það beygðir að stjórnendurnir sparki sér sjálfir.

Stjórnendurnir eru með allt niður um sig og skítinn upp á bak. Taka hagsmuni sín og sinna fram yfir hagsmuni heildarinnar. Hafa orðið uppvísir að vítaverðu gáleysi. Reyna síðan að klóra yfir skítinn með minnisleysi, eða að það hafi barasta gleymst að segja þeim eins og var. Svo hafa hinir ekki vit á að lýsa vantrausti á skussana.

Annar maður, gerði persónuleg mistök í gærkvöld og sagði af sér í morgun. Tíu tímum seinna. Sá maður kann að axla eigin ábyrgð og með uppsögn sinni er hann maður að meiri.

Málið er nefnilega ekki svo ýkja flókið. Þeir sem viðurkenna mistök sín og axla ábyrgðina, verður nefnilega fyrirgefið. Hinum ekki. Þeim er kannski sama. Líklega hafa þeir ekki samvisku til að hafa áhyggjur af svoleiðis smámunum.

 

Nú þarf að taka skynsamlegar ákvarðanir og það strax. Láta berast til heimsbyggðarinnar hverjar þær ákvarðanir eru, svo eitthvað fari nú að snúast til betri vegar hér.


mbl.is Finnar vilja meiri upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjörumhverfi fyrir spillingu

Ég geri fyrirsögn fréttarinnar að minni. Vissulega er rétt sem Tryggvi Þór segir. Nýlegt dæmi er spillingin í Kaupþingi, þar sem losa átti útvalda úr snörunni en aðra ekki.

Fólk reynir að komast upp með alls kyns þannig hroðbjóð, þar til hann kemst óvart upp. Obbossí.

Spillingin á sér þó fleiri hliðar. Eins og þá að fólk sem tekið hefur að sér þjónustuhlutverk við þjóðina, kýs að taka hagsmyni einkavina sinna fram yfir hag þjóðarinnar. Fólk sem, þrátt fyrir ærandi hávaðann í þjóðfælaginu, kýs að halda verndarhendi yfir einhverjum böddíum, meðan þjóðinni blæðir úr. Reyna svo ekki einu sinni að fela það. Gætu eins mætt niður á torg, standandi á ölkassa og hrópað yfir lýðinn; „Ég er spillingarsinni!“

Fjálmálakerfi heimsins byggja fyrst og síðast á trausti. Krónan er rúin trausti. Stjórnendur eru rúnir trausti. Svo eru menn svo einfaldir að halda að stýrivaxtabreytingar breyti einhverju. Pizza með þremur áleggjum myndi gera sama gagn. Semsagt ekkert.

Það er líka spillingin sem hefur komið okkur á þann stað sem við erum. Einkavinavæðingar og óstjórn.

Einhverjir tala um €vrópusamband og nýja mynt. Það hljómar sem eitur í beinum spillingarsinnanna. Hví? Jú, þá hafa þeir ekki sama aðgang að kjötkötlunum og færri tækifæri til að hygla gömlu skólafélögunum. Málið er ekki flóknara en það.

Því er spurningin í raun heimskuleg, um hví ekkert breytist, því svarið blasir við öllum.


mbl.is Kjörumhverfi fyrir spillingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru yfirvöld óttaslegin?

Geir Jón, lögregluþjónn, sagði í fréttum að fjöldahandtökur hefðu verið of mikil aðgerð, Þegar fréttamaður spurði hann um viðbrögð við mótmælum dagsins.

Mér varð hugsað hálft ár aftur í tímann. þá söfnuðust nokkrir bílstjórar, ásamt fleira fólki, við bensínstöð uppi í sveit. Þar mætti lögreglan og sprautaði piparúða á mannskapinn og handtók.

Ef við berum saman þessi mótmæli má segja að mótmælin í vor voru lúxusmótmæli. Þá er ég ekki að gera lítið úr þeim sem þar mótmæltu háu eldsneytisverði. Þar voru vissulega menn sem óttuðust um afdrif sín vegna kostnaðar sem væri að sliga þá. Nú er almenningur að mótmæla ástandi sem gæti komið því í þrot og/eða hneppt í áralanga fjárhagslega ánauð.

Þá var hinsvegar ástandið í þjóðfélaginu stöðugt, en ekki núna.

Nú er öldin önnur. Nú stendur þorri þjóðarinnar frammi fyrir að þurfa að súpa seyðið af margra ára bulli sem það ber minnsta ábyrgð á. Fólk er reitt. Öskureitt og það mun bara aukast, verði ekkert að gert.

Þetta skynja Geir Jón og félagar. Yrði mætt með hörku myndi fyrst sjóða upp úr og hið fámenna lögreglulið ætti ekki séns. Jafnvel vopnaðir kylfum og piparúða.

 


mbl.is Eggjum kastað í Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband