Laugardagur, 8. nóvember 2008
Smá málfræðifasismi
Þar sem ég hafði öðrum hnöppum að hneppa í dag, verð ég að láta duga að mótmæla heima í sófa og fylgjast með stemmningunni í miðbænum, gegn um netið.
En þá að fasismanum. Það er einn útbreiddur ósiður sem ég get auðveldlega látið pirra mig, á góðum degi. Þegar talað er um jógúrt í hvorugkyni og sagt það jógúrtið.
Í viðhangandi frétt segir, Alþingishúsið sé útatað í eggjum og jógúrti.
Jógúrt er kvenkynsorð og því er húsið atað jógúrt.
Annars ætti fólk heldur að borða hana því hún er bæði holl og góð.
![]() |
Geir Jón: Lítið má út af bregða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
€vrur & DeCode
Smá pæling. Er einhver sem vill kaupa af mér lítið notuð hlutabref í DeCode eða notaðar vrur?
Alveg pottþétt að hlutabréfin munu hækka, þar sem DeCode er að finna táfýlugenið.
vrurnar hinsvegar bara ónýtir pappírssneplar. Það segir Dabbi minn allavega.
Áhugasamir hafi samband í kommentakerfi.
Bloggar | Breytt 8.11.2008 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Þegar fólk fær nóg
Það hefur verið í umræðunni að Björn Bjarna & Co væru að efla óeirðalögregluna. Reyndar sá ég því mótmælt í frétt á visir.is í dag, sem ég fann ekki aftur í fljótu bragði og nenni ekki að leita frekar að.
Kannski lögreglan hafi ekki verið að gera neinar ráðstafanir, en kannski hún ætti að gera það. Þ.e.a.s. vilji hún verja gjörðir hinna spilltu valdhafa þegar almenningur hefur endanlega fengið nóg og reiðin springur út í einhverju meira en settlegum mótmælum.
Ég segi þegar, en ekki ef.
Með áframhaldandi þróun mála, upplýsinga- og aðgerðaskorti stjórnvalda, þar sem hvert spillingamálið á fætur öðru kemur upp á yfirborðið líkt og gröftur úr grasserandi sári er ekki spurning um hvort heldur hvenær sýður upp úr.
Menn þurfa að vera heyrnar- og sjóndaprir til að taka ekki eftir kröfu almennings um nýja mynt. Menn þurfa hinsvegar að vera bæði blindir og heyrnarlausir til að taka ekki eftir kröfu almennings um hreinsanir á ýmsum stöðum. Seðlabankinn væri ágætis byrjun, en aðeins byrjun.
En hvers er að vænta þegar sá sem því ræður er annaðhvort algerlega úr sambandi við hvað er að gerast, eða er að pukrast með með það sem gerist?
Geir kannast ekki við Pólverjalán.
og síðan, örfáum tímum síðar...
Geir staðfestir pólska aðstoð.
Eins hafa verið sterkar raddir um að Bretar og Hollendingar muni standa í vegi fyrir láni IMF til Íslands. Hvað mun gerast í því?
Bæði Ungverjar og Úkraínumenn, sem sóttu um lán á eftir okkur, hafa nú þegar fengið sín lán. Hví ekki við?
Sjáum til hvað gerist eftir helgi. Vonandi gengur allt upp, en þangað til ætla ég að færa þessa frétt til bókar.
Æðsti yfirmaður löggæslu og dómsmála hefur verið afar upptekinn af ýmsum hugmyndum og virðist sjá vonda karlinn í hverju horni. Mesta furða að hann hafi ekki ennþá vopnvætt lögregluna að fullu. Kannski hann geri sér grein fyrir að þegar það gerist mun vondi karlinn vopnvæðast að sama skapi. Við höfum dæmin annars staðar frá.
Nú óttast ráðamenn hinsvegar. Þeir hafa sankað að sér lífvörðum, hægri og vinstri. Óttalaus maður gerir ekki slíkt. Óttinn er ef til vill ekki ástæðulaus. Því finnst mér bara ansi líklegt að verið sé að undirbúa löglegluna fyrir óeirðir.
Mér finnst það frekar líklegt. Miðað við þær skoðanir sem dómsmálaráðherra hefur viðrað, finnst mér hann líklegur til þess. Mjög líklegur.Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Forsætisráðherra alls ókunnugur
Það hefur ekki farið fram hjá þjóðinni að forsætisráðherra hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Hugsanlegt er að snúningurinn geti haft slæm áhrif á heilsu hans.
Svo telur Hanz H. Gizurar, snúningslæknir. Hanz, sem nam við The Republican School of Spin Doctors í BNA, segir fyrstu einkennin virðast hafa komið fram fyrir um hálfum mánuði.
Það var áberandi hve hann virtist ekki alveg vera með sjálfum sér segir Hanz. Þróunin virðist vera dæmigerð. Í fyrstu er fólk ekki með sjálfu sér nema af og til. Síðan fjarlægist fólk sjálft sig meir og meir. Fólk hættir síðan alveg að kannast við sig. Á endanum hættir það að kannast við nokkurn skapaðan hlut. Allt verður ókunnugt og það sjálft líka.
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Lógík tekin á Svörtuloft
Á eftir degi kemur nótt og svo aftur dagur.
Á eftir fullu tungli, minnkar það og stækkar svo aftur.
Á eftir sumri kemur vetur og svo aftur sumar.
On and on and on and on...
Á eftir lífi kemur dauði og svo...nei sumir halda að það gegni öðrum lögmálum. Ekki meira um það.
Sko, ég er enginn hagfræðingur, eða fjálmálaspekúlant, en það mín skoðun að flest í tilverunni lúti sömu lögmálum. Líka fjármál.
Ég hef reyndar aldrei botnað í þegar menn tala um efnahagsstefnu, fjálmálastefnu og peningastefnu eins og það séu epli, appelsínur og bananar.
Fyrir mér er þetta allt sama tóbakið. Minn efnahagur er geirnegldur mínum fjármálum. Fjálmálin svo aftur ekkert nema peningamál.
Ég hef verið að velta fyrir mér stýravaxtaveseninu á Svörtuloftum. Hvað það þýði, fyrir Jón og Gunnu, að Svörtuloftagreifarnir hækki eða lækki stýrivexti.
Allir vita að á Svörtuloftum hafa menn verið haldnir óseðjanlegri stýrivaxtagreddu í mörg ár.
Lengi vel voru rökin þau að háir stýrivextir ættu að slá á þenslu.
Nú, þegar engin er þenslan heldur alveg í hina áttina, kreppa, hækka menn samt stýrivextina.
Er furða að maður spyrji sig?
Eins og áður kom fram er ég enginn peningapúki. Þekki vart krónur frá aurum.
Ég er afdankaður rafeindavirki og þekki ýmislegt þaðan. Allt á sér rökréttar forsendur. Kynntist Boolean algebru þar...lógík.
Ég er einnig tölvunarfræðingur og rafeindafræðin kemur sterkt inn þar, enda snýst forritun fyrst of fremst um lógík.
En nóg um æfi mína og fyrri störf. Mig langar að skoða stýrivaxtastefnu Svörtulofta í lógísku samhengi.
Þeir sem þekkja rafeindafræðin kannast við positive/negative feedback. Fyrir hina, þá þýðir það í hvernig hlutfalli útgangsmerki leggst við inngangsmerki.
Ég ætla ekki að fara að þýða orðið feedback svo ég nota það beint.
Í rafrásum þar sem jafnvægi er krafist (mögnunarrásum) er notað svokallað neikvætt feedback, til að koma í veg fyrir að rásin fari í mettun, þ.e að mögnunarstigið haldist í jafnvægi. Það er gert með að taka ákveðið hlutfall af útgangsmerkinu er sett inn á inntakið í mótfasa, til að vinna gegn inntaksmerkinu.
Ok, ég ætlast ekki til að neinn skilji hvað ég er að rausa, en svona er það samt.
Að sama skapi er hætt við að rás sem ekki fær nægilegt neitkvætt feedback, hvað þá hún fær jákvætt feedback, fari í mettun.
Ef við yfirfærum nokkur hugtök. Mettun myndi merkja, í samfélgslegum skilningi, hrun eða upplausn.
Því miður virðist allt hér stefna í mettun. Hjálpi oss heilagur frá því. Ég setti niður ákvarðanir og afleiðingar, á góðæris sem og krepputímum. Framsetningin er óformleg. Ég hefði getað sett þetta fram sem forritskóða eða BNF (Backus Naur Form), en þar sem ég vildi hafa þetta á skiljanlegu formi fyrir alþýðuna, er þetta á þessa leið:
Í góðærinu, til að draga úr þenslu...
A. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti, til að hvetja til sparnaðar þar sem innlánsvextir hækka
2: Laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
3: Aukin eftirspurn eftir krónum styrkir gengi hennar
4: Sterkara gengi krónunnar lækkar verð á innfluttum vörum og eykur jafnframt viðskiptahalla
5: Sterkara gengi dregur úr hagnaði útflytjenda, í krónum
6: Ef útflutningstekjur <= 0 (með atvinnuleysi) -> upplausnarástand!
7: Lækkað verð innfluttra vara eykur kaupmátt og hvetur til aukinnar eyðslu
8: Meiri eyðsla -> fara í skref 1
Skref 6 skilaði aldrei upplausnarástandi, svo allt var í gúddí, en skref 8 vísaði alltaf á skref 1. = Positive feedback
Dabbi & Co hækuðu stýrivexti aftur og aftur.
B. Aðrir kusu þessa leið:
1: Lækka stýrivexti, til að draga úr eftirspurn eftir krónum
2: Minni hvatning til sparnaðar
3: Minni eftirspurn eftir krónum veikir gengi hennar
4: Veikara gengi krónunnar hækkar verð á innfluttum vörum og dregur jafnframt úr viðskiptahalla
5: Veikara gengi eykur hagnað útflytjenda, í krónum
7: Hækkað verð innfluttra vara minnkar kaupmátt og dregur úr eyðslu
8: Þennsla hefur minnkað, ef nægilega lítil -> hætta, annars -> fara í skref 1
Kom aldrei til Hér hefði alltaf verið hægt að hætta ítruninni (þensla of mikil), á einhverjum tímapunkti og þá hægt að skipuleggja næsta plan.
Í kreppunni til að bjarka ónýtri krónu og halda gjaldeyrisflæðinu gangandi...
C. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti og laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
2: Útlánsvextir hækka og verð innfluttra vara hækkar
3: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
4: Kaupmáttur minnkar á sama tíma og almenningur þarf að greiða skuldir hærra verði
5: Ef ráðstöfunarfé almennings <= 0 -> upplausnarástand!
6: Enginn treystir krónunni og kaupir hana því ekki. þeir sem eiga krónur reyna hvað þeir geta að losa sig við þær áður en þær lækka meira
7: Minnkanndi eftirspurn eftir krónum (aukinn flótti frá henni) lækkar gengi hennar
8: Lækkun gengis -> fara í skref 1
Skref 5 er að skila upplausnarástandi. Hvar er GazMan? = Positive feedbac
D. Aðrir kusu þessa leipð:
1: Lækka stýrivexti og draga þar með úr útlánsvaxtahækkunum
2: Útlánsvextir lækka og ráðstöfunarfé almennings eykst. Vegur til aukningar kaupmáttar.
3: Verð innfluttra vara hækkar
4: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
5: Dregur úr neyslu og útflæði gjaldeyris.
6: Íslensk vara verður samkeppnishæfari með lægra gengi. meira selt en keypt eykur á gjaldeyris-innflæði gagnvart útflæði
7: Gjaldeyrissjóðurinn styrkist
8: Ríkissjóður fær auknar skatttekjur og getur minnkað skuldir sínar
9: Trú á krónunni eykst
10: Kaup á krónu aukast og hún styrkist
11: Kaupmáttur eykst
12: Aukist þensla um of -> hætta
Þarna leitar eitthvað jafnvægis Ég get borgað lánin mín og þú líka!
Ef ítrun þessarar lykkju er krafist geta menn prófað að hækka stýrivexti, samkvæmt liði B.
er ég bara fífl að kjósa liði B og D?
Bloggar | Breytt 7.11.2008 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Fyrsti svarti forsetinn
Verður maður ekki að vera maður með mönnum og blogga eitthvað um úrslit bandarísku forsetakostninganna?
Ég hef reyndar lítið um þær að segja. Líklega er sigurvegarinn þó skárri kostur en taparinn. Í öllu falli er flest betra en fíflið sem nú býr í Hvíta húsinu. Meira að segja kartöflubóndinn McCain.
Líklega hefur sigurvegarinn, Obama, fengið stuðning svartra þar sem hann er svartur. Þá líklega líka stuðning hvítra þar sem hann er hvítur.
Það eina sem ég get í raun sagt um úrslitin er að þau minntu mig á gamalt lag.
![]() |
Obama kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Embættismaður með lyktarskyn hefur fundist
Það sætir tíðindum að nú hefur fundist embættismaður með lyktarskyn. Það hefur löngum verið staðreynd að íslenskir þingmenn og ráðherrar hafa þjáðst af skertu lyktarskyni. Þó eru örfá dæmi um enbættismenn sem hafa enn vott af lyktarskyni, samanber seðlabankakonuna er yfirgaf þann fjóshaug um daginn.
Enn er á huldu hvað veldur, en reglan er sú að menn í æðstu stöðum finni ekki eigin skítalykt, þótt þeir mari í hálfu kafi í eigin haug. Helst er hallast að því að um sé að ræða samdaunaheilkenni. Þ.e. að menn verði svo samdauna eigin freti og ræpu að þeir hætti að skynja fnykinn. Haldi því áfram í lengstu lög að synda í haugnum.
Fræði- og vísindamenn eru þó ekki á einu máli um hvað valdi. Sumir vilja kenna um fyrrnefndu samdaunaheilkenni meðan aðrir vilja heldur kenna bræðralagsherpingi um, eða jafnvel siðleysiseitrun.
![]() |
Bogi Nilsson hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
10.000 dósum skotið undan!
Samkvæmt heimildum Bergmálstíðinda munu tveir starfsmenn Skorpu, þeir Geirmundur Teitsson og Bergvin Hellerup, hafa skotið undan u.þ.b. 10.000 dósum degi áður en fyrirtækið var yfirtekið af ríkinu.
Munu þeir hafa gert samkomulag við fyrirtækið um flokkun dósa utan vinnutíma. Þegar þeir höfðu haft veður af fyrirhuguði ráðþroti Skorpu, munu þeir hafa tæmt dósaskúrinn og komið dósunum fyrir í bílskúr Bergvins.
Strax um morguninn er Skorpa var lýst ráðþrota, kom flokkunar- og skilanefnd ríkisins að tómum dósakofa Skorpu. Munu þeir félagar strax hafa legið undir grun. Formaður flokkunar- og skilanefndar, Rögnvaldur Hallfreðs, segist líta málið afar alvarlegum augum. Rannsaka verði verknaðinn og sækja menn til saka.
Við frekari eftirgrennslan komst flokkunar- og skilanefnd að því að einnig vantaði um hálfan milljarð króna í bókhaldið. Rögnvaldur segir ekki liggja fyrir hvernig því máli háttar. Líklega hafi bara penninn þornað upp í miðjum bókhaldsskrifunum, eða menn bara viljað láta reyna á lukkuna. Þetta hafi þó óvart og óviljandi fattast. Shit happens segir Rögnvaldur.
Líklega verði þetta afskrifað. Fókusinn beinist nú að dósasvindlinu. Það sé forgangsatriði. Enda forkastanleg og fordæmislaus ósvífni.
![]() |
100 milljörðum skotið undan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nebbabrúnar klappstýrur
Það er skondið að lesa um HHG talandi um klappstýrur. Ekki skal ég segja um hvort ÓRG hafi verið í klappstýruhlutverki eður ei. Gott ef ekki satt.
Hinsvegar hljómar það sem fúll fretur þegar HHG, af öllum, talar um klappstýrur. Maður sem varla getur opnað munninn án þess að segja Davíð Oddsson. Það þarf ekki annað en að fara á bloggið hans og ýta á Control + F, slá inn Davíð Oddsson og telja hve oft sá texti kemur fyrir. Þá er ekki eins og verið sé að níða skó hans, Davíðs, þar sem nafn hans kemur fyrir.
Kannski er ÓRG klappstýra og kannski nebbabrúnn, en skyldu það vera fleiri?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
I couldn't care less
Búið að handtaka innbrotsþjóf Pálma - nýsloppinn úr fangelsi
Eða allt að því. Auðvitað er ekki sniðugt þegar ræflar taka ófrjálsri hendi eigur annarra. Jafnvel þótt um sé að ræða hákarla.
Hvar er samt fréttin um að þjófarnir sem hafa arðrænt okkur alþýðuna hafi verið gripnir?
Hvar eru þeir sem hafa arðrænt mig og fleiri gegn um verðbólgu og vísitölu. Verðtryggingu og vexti?
Hvar eru vídeóin af þeim?
Jú, á sjónvarpi Alþingis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)