Sunnudagur, 27. apríl 2008
Ég mun berjast!
Stulli Jóns, göngugarpur og meðlimur Sandskötunnar, Samtaka hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, lauk ferð sinni frá Kringlunni niður í bæ mun fyrr en menn áttu von á. Við Rauðarárstíg stoppaði bifreið hvers ökumaður bauð Stulla far í bæinn.
Úff! Mikið var ég feginn. Ég er henni Ragnhildi óendanlega þakklátur fyrir farið sagði Stulli í samtali við Bergmálstíðindi fyrir stundu. Þetta lið sem elti mig var að gera mig geggjaðan, með endalausu flauti og söngli bætti Stulli við.
Stulli segist þegar hafa haft sambandi við Vegagerðina og þeir hafi staðfest skrefafjöldann frá Lönguhlíð að Rauðarárstíg. Nú þarf ég bara að rölta restina við tækifæri til að vita heildarskrefafjöldann.
Þegar ljóst var að hann fengi far í bæinn ákvað Stulli að gefa bensínstöðina við umferðarmiðstöðina upp á bátinn og kaupa heldur olíu niðri í bæ. Hinsvegar kom í ljós að bensínstöðin við Lækjartorg hafði verið rifin fyrir nokkru síðan. Alveg týpískt! Svínarí! Ég mun berjast fyrir fleiri bensínstöðvum og sjálfsölum sem taka fimmhundruðkalla! kallaði Stulli yfir fjöldann á Austurvelli.
![]() |
Sturla: Ég berst fyrir ykkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Persóna í eldsneytisleiðangri
Eins og Bergmálstíðindi sögðu frá fyrr í dag hefur Stulli Jóns, Sandskötumeðlimur, lagt af stað í eldsneytisleiðangur sinn vestur Miklubraut. Þó nokkur hópur fólks hefur fylgt honum eftir, en Stulli heldur því í hæfilegri fjarlægð. Þetta er mín persónulega ganga og ég vil fá næði til að hugsa málin, spá og spekúlera, meðan ég geng sagði Stulli. Fólkið sem honum fylgir eftir hefur ýmist boðist til að bera olíubrúsann eða viljað spjalla við hann um daginn og veginn. Bílstjórar er hafa átt leið hjá hafa þeytt flautur sínar, enda var Stulli á tímabili kominn út á miðja götu. Fólkið sem fylgir honum eftir hefur einnig flautað. Æ, þau eru búin að vera flautandi einhver svona fótgönguliðalög, þú veist. Ferlega pirrandi. Ég dundaði mér við að telja skrefin. Langaði að vita hve mörg skref ég tæki á leiðinni. Svo truflaði þetta mig alveg og ég varð að byrja upp á nýtt við Lönguhlíðina. Ég verð því að labba fyrsta spölinn aftur seinna, til að telja skrefin á þeim kafla.
Sem fyrr munu Bergmálstíðindi fylgjast með og koma með nánari fréttir síðar.
![]() |
Bílstjóri í mótmælagöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Þrautaganga Stulla
Stulli Jóns, félagi í Sandskötunni, Samtökum hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum er nú að taka sér á hendur gönguferð frá Kringlunni og niður í bæ. Stulli var á rúntinum og varð olíulaus við Kringluna.
Bíllinn drap á sér við Kringluna og ég náði ekki að láta hann renna inn á bensínstöðina sem er þar rétt hjá, við Miklubraut. Ég gekk þangað með brúsa, en þá kom í ljós að sjálfsalinn þar tekur ekki fimmhundruðkalla sagði Stulli og er þungur á brún. Alveg týpískt hvernig farið er með mann. Ég mótæli þessu. Þar sem ég var á leiðinni niður í bæ ætla ég bara að rölta áleiðis með brúsann. Næsta bensínstöð er þarna rétt hjá umferðarmiðstöðinni. Er það ekki líka alveg týpískt? Margir kílómetrar í næstu bensínstöð! Ég vil nota tækifærið og mótmæla því líka.
Bergmálstíðindi munu fylgjast með rölti Stulla.
Hey! Svona bæ ðe vei, ef einhver nennir að taka mig upp í á leiðinni væri það rosa fínt sagði Stulli að lokum og gekk af stað.
![]() |
Mótmælaganga Sturlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Bein útsending af Esjunni
Starfsfólk Trésmiðjunnar Trausta er lagði upp á Esjuna kl. 00:30 er komið alla leið upp, í góðu veðri og hefur verið í símasambandi við félaga sína í bænum. Forsprakki hópsins, Haraldur Óskarsson, segir hugmyndina hafa komið upp á árshátíð fyrirtækisins í gærkvöld.
Palli á söginni átti hugmyndina segir Haraldur við blaðamann Bergmálstíðinda. Hann fær oft svo brilliant klikk hugmyndir. Ekki síður eftir fimm sjenever bætir Haraldur við.
Það er fínt útsýnið. Héðan sést bæði Keilir og svo eitthvað fjall sem ég veit ekki hvað heitir segir Haraldur. Auðvitað eru menn þreyttir en þó óvenju sprækir. Við verðum örugglega lagðir af stað niður um sjöleitið í kvöld, þegar allir eru orðnir nægilega hressir segir Haraldur að lokum.
Í ferðinni eru 9 starfsmenn af verkstæði og skrifstofu. Þar af 4 fararstjórar. Hægt er að komast í beina útsendingu við hópinn með að fara á vefsíðu Trésmiðjunnar Trausta og finna GSM númer Haraldar á undirsíðunni 'starfsmenn' og hringja í það númer.
![]() |
Bein útsending frá Hnjúknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Missti stjórn á sköpum sínum
Ágústa Flygering, snyrtifræðingur, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atburðar sem átti sér stað um helgina, þar sem hún segist slegin og miður sín yfir að hafa misst stjórn á sköpum sínum og í framhaldinu löðrungað Gretti Grapesson vörubílsstjóra. Ágústa mun verða kærð fyrir löðrunginn.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Við Grettir Grapesson hittumst á balli í bænum og fór strax vel á með okkur. Svo vel að við ákváðum að færa okkur um set og heim til Grettis. Þar sýndi Grettir, sem er áhugamaður um hestaíþróttir, mér pískinn sinn og við það æstust leikar og ég á ekki auðvelt með að muna öll smáatriði. Allavega virðist mér hafa hlaupið heldur mikið kapp í kinn og ég missti algerlega stjórn á sköpum mínum þarna. Gretti líkaði það svo sem ekki illa en eftir stutta stund var bara sem hann hefði misst allan áhuga, því hann stoppaði skyndilega. Ég spurði hann hví hann væri hættur. Þá sagði hann ég sé rautt. Við þetta fauk svo í mig að ég veitti honum allfastan löðrung. Ég er mjög slegin og miður mín yfir viðbrögðum mínum.
Ég vil biðja Gretti afsökunar á hvernig fór en býð honum hér með í tesopa upp úr miðri vikunni.
Virðingarfyllst.
Ágústa Flygering
Blaðamaður Bergmálstíðinda náði tali af Gretti og spurði hver viðbrögð hans við yfirlýsingu Ágústu væru. Hún kemst skemmtilega að orði, að segjast vera slegin. Ég var sleginn en ekki hún. Meira hef ég ekki um málið að segja að svo stöddu.
![]() |
Missti stjórn á skapi sínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Hreinsanir í miðbænum
Hið árlega hreinsunarátak borgarinnar hófst í dag. Hin síðari ár hafa borgarbúar verið hvattir til að gera hreint fyrir sínum dyrum, ef svo má segja. Hreinsa til í sínum hverfum og þ.h.
Nú hafa borgaryfirvöld, með borgarstjórann í broddi fylkingar, ákveðið að fara nýja leið og gera hreint fyrir sínum eigin dyrum.
Okkur þótti, eftir allt sem undangengið er í vetur, tímabært að gera hreint fyrir okkar dyrum segir borgarstjóri. Við viljum hvetja alla borgarbúa, sem vettlingi geta valdið að koma í miðbæinn og leggja okkur lið. Þeir sem eiga kúbein mega gjarnan hafa slík meðferðis.
Ólafur, ásamt öðrum í meirihluta borgarstjórnar, hefur ákveðið að ráðast skuli á garðinn sem hann er hæstur.
Það er ljóst að stærstu ruslahaugar borgarinnar eru húsin að Laugavegi 4 - 6. Þar munum við byrja, vonandi með hjálp sem flestra. Eftir það getur fólk dundað sér við laufa- og plastpokatínslur.
Ólafur hvetur borgarbúa til að mæta að Laugavegi 4 -6 um klukkan 15 í dag. Öllum verði boðið upp á kaffi og kleinur.
![]() |
Hreinsunarátak í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Eldfim matvæli eru varasöm
Það var ekki laust við að heimilisfólkið að Hagamel 5 hafi brugðið, snemma í morgun. Um það leiti er fólk var að rísa úr rekkju hvað við mikil sprenging í eldhúsinu. Er betur var að gáð sást hvar ísskápur heimilisins hafði sprungið í frumeindir sínar. Rannsóknardeild lögreglu og skoðunarmenn tryggingafélags fjölskyldunnar hafa verið að störfum í allan morgun, frá klukkan átta.
Við höfum fundið vísbendingar sem verða að teljast nokkuð líkleg skýring sprengingarinnar segir Bergur Agnarsson, fulltrúi í rannsóknardeild lögreglunnar. Svo virðist sem rúllupylsa og púðursykur hafi verið geymd hættulega nálægt hvoru öðru. Síðan var chillisósa þar fyrir ofan bætir Bergur við. Saltpétursgufur frá rúllupylsunni virðast hafa náð að blandast púðursykrinum. Þá þarf ekki nema dropa af chillisósu til að kveikja.
Líklega nær tryggingin yfir tjónið segir Guðbrandur Guðbrandsson, skoðunarmaður tryggingafélagsins. Smáa letur heimilistækjatryggingarinnar skilgreinir undantekninguna of þröngt. Undantekningin tekur einungis á Tabasco sósu, en umrædd chillisósa mun hafa verið af annari gerð.
![]() |
Ísskápurinn sprakk í tætlur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Frú Reykjavík valin
Keppninni um frú Reykjavík lauk í kvöld, með sigri frú Pálínu Hansen húsfreyju. Keppnin var mjög spennandi og tvísýn. Frú Matthildur Kúld, amtmannsfrú, veitti Pálínu harða keppni allt til yfir lauk.
Lovísa Löve, framkvæmdastjóri keppninnar, segir hana hafa heppnast vonum framar og að spennan í salnum hafi verið með eindæmum. Öskrin og lætin voru slík að helst mátti halda að ljón og krókódílar léku lausum hala í salnum segir Lovísa. Hún segir Pálínu vel að titlinum komin. Hún sýndi fádæma lipurð með prjónana og straujárnið og ekki voru randalínurnar hennar verri. Akkúrat rétt bakaðar bætir Lovísa við.
Pálína segist ekki vita enn hvað taki við nú. Til hennar streymi nú tilboð um allt mögulegt. Ég hef þegar fengið tilboð um að halda matreiðslunámskeið, í Bristol á Englandi. Einnig barst mér beiðni, frá Tromsö í Noregi, um að gerast verndari hannyrðaráðstefnunnar þar í sumar. Ég er mjög spennt.
Bergmálstíðindi spurðu Pálínu hver væru annars hennar helstu áhugamál. Heimsfriður og hannyrðir. Ekki nokkur spurning. segir Pálína, sem geislar af gleði.
Bergmálstíðindi óska Pálínu og eiginmanni hennar, Hr. Knud Hansen stórkaupmanni, innilega til hamingju.
![]() |
Valin ungfrú Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Stál og hnífa á Landspítala
Ólíklegt er að þetta náist fyrir 1. maí og það mun hafa mikil áhrif á þjónustu við sjúklinga sem þurfa að leita aðstoðar á skurðdeildum spítalans segir SigÞór Gunnarsson, forstöðumaður verkfæralagers Landspítalans. Það hafa ekki verið keyptir nýjir skurðhnífar í háa herrans tíð og ekki einu heldur stál svo lappa megi upp á bit þeirra sem þó eru til segir Sigþór ennfremur. Ég skil gremju skurðlækna mæta vel.
Anný Steinsdóttir, forstöðumaður innkaupasviðs Landspítalans, segir að keyptur hafi verið stór lager af hnífum, frá fyrrum Sovétríkjunum, í fyrra vor. Við stöndum ekki í neinu bruðli segir Anný við blaðamann Bergmalstíðinda. Við erum að reyna að reka bissniss hér. Anný segir að keyptir hafi verið sjö hundruð hnífar og fimm sagir fyrir um ári síðan úr vel hertu eðal stáli og engin þörf sé á að brýna þá í bráð. Mótmæli skurðlækna séu fyrirsláttur. Þeir vilja bara næla sér í auka sumarfrí. Eins og þriggja mánaða fríið, vegna sumarlokananna, sé ekki nóg? segir Anný.
Ekki náðist í Guðmar Grapeson, talsmann skurðlækna, í dag.
![]() |
Stál í stál á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 26. apríl 2008
Kjarnorkuvopn í Bandaríkjunum?
Samkvæmt AFP fréttastofunni þvertók sendiherra Bandaríkjanna fyrir að landið ætti í neinum alþjóðlega ólöglegum samskiptum við Breta og hélt því fram að Bandaríkin ættu mjög góð samskipti við kjarnorkustofnun Sameinuðu Þjóðanna.
![]() |
Kjarnorkuvopn í Sýrlandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |