Sunnudagur, 20. apríl 2008
Maraþoni slegið á frest
Ég hafði, fyrir helgi, gefið út yfirlýsingu um komandi þemaviku. Maraþonblogg. Þar nefndi ég sérstaklega bloggara sem mér þótti verðugur keppinautur og hugðist etja kappi við. Nú hefur hinsvegar sá hinn sami tilkynnt að hann ætli að draga bloggárar sínar í bát og draga úr bloggskrifum sínum. Hvort heldur er um tilviljun að ræða eða viðkomandi hafi haft veður af verðandi keppinaut, veit ég ekki. Hinsvegar er ljóst að mér líður eins og tekinn hafi verið frá mér glæpurinn, gulrótin fjarlægð, sundlaugin tæmd, ...
Allavega, þá hef ég ákveða að fresta maraþonblogginu um sinn a.m.k. og halda mig við gamla fjasið, sem og ritsjórn Bergmálstíðinda, um hríð.
Lifið heil, vel virðingarfyllt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 19. apríl 2008
„Ég er ekki danadrottning“
Segir Þórhildur Margrét Pedersen, afgreiðslukona. Pressan hefur komist að því að drottningin á ættir að rekja til íslands og fyrir einhvern óskiljanlegan misskilning birtir danska pressan alltaf myndir af mér, við greinar og fréttir af drottningunni segir Þórhildur. Ég er hálf dönsk og svo heitir hún heitir auðvitað Margrét Þórhildur. Því skil ég alveg að fólk ruglist á nöfnunum okkar.
Bergmálstíðindi spurðu Þórhildi Margréti hvort hún ætlaði sér að nýta sér þessa sérstöku frægð á einhvern hátt.
Úff, ég veit það ekki. Ég er að drukkna í vinabeiðnum, pósti og alls kyns dóti, á Facebook. Er alveg með þúsund kiss ríkvest og böns af allskyns sexy poke og hvað þetta heitir allt saman. Væri samt alveg til í að kíkja á eins og eitt svona yfistéttar snobb ball. Frítt kampavín nebblega segir Þórhildur Margrét Pedersen.
![]() |
Er ekki kærasta Ivica Kostelic! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 19. apríl 2008
Verðum að þora, ætlum við að lifa af
Ástandið er orðið þannig að íslendingar líta ekki lengur við bitafiski. Við verðum að leita annað. Þetta segir Ingimar Sigurðsson forstjóri samtaka fiskframleiðenda, SAFI.
Samtökin funduðu nýverið um stöðu sölumála á bitafiski. Sala á bitafiski, sem eingöngu hefur farið fram hérlendis, hefur dregist saman um 75% frá því sem mest var. Fundurinn samdi ályktunina Út úr óttanum - inn í áhættuna.
Nú hreinlega verðum við að þora. Bitafiskur hefur aldrei verið fluttur út, af ótta við að útlendingum þyki hann púkó og að híað yrði á okkur, en nú verðum við hreinlega að hætta á að flytja hann út. Annars erum við dauðadæmd segir Ingimar.
![]() |
Hætta á að fyrirtæki flytji út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Eftir 32 ár!
Var að heyra í vinkonu minni, sem er eitthvað að þvælast í bænum með sínum vinnufélögum.
Þá segir hún við mig: Heyrðu, hún Marta biður að heilsa þér. Hmm, ég var ekki alveg að kveikja. Eina Martan sem ég þekki er kona sem vinnur með mér og ekki gat hún verið að tala um hana. Hvaða Marta? spyr ég. Nú, hún Marta, gamla vinkona þín. Þá kveikti ég. Hún Marta Skúla? spurði ég. Já!
Vá! Gamla æskuvinkona mín úr Safamýrinni, sem fluttist burtu þegar ég var sex ára og ég hef hvorki séð né heyrt síðan, en oft hugsað til. Ég heimtaði að fá Mörtu í símann og við spjölluðum heillengi. Rifjuðum upp gamla tíma og skiptumst á fréttum hvort af öðru. Hún vel gift þriggja barna móðir. Mikið óskaplega þótti mér vænt um þessa vinkonu mína. Eldri systur okkar voru líka vinkonur. Nú er semsagt æskuvinkona mín, hún Marta, í bænum. Ég er sko farinn í bæinn NÚNA og ætla að knúsa hana í klessu. Kannski fæ ég ekki annað tækifæri fyrr en eftir önnur 32 ár.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Er maðkur í mysu eður (R)EI?
Svandís Sveinsdóttir, formaður félagsins Verum galin (VG) segir mælinn nú fullann, hvað varðar málefni Reykjavík End-user Insultment (REI), dótturfélags Okurveitu Reykjavíkur (OR).
Það er alveg ljóst að firring sú er hrjáir Sjálfstæðisflokkinn er runnin undan rifjum REI segir Svandís. Mér er umhugað um Sjálfstæðisflokkinn, enda kýs ég hann alltaf þótt ég gefi annað út bætir Svandís við.
Kjartan Markússon, stjórnarformaður OR segir það misskilning hjá Svandísi að OR eða REI mismuni sínum viðskiptavinum, eða komi af stað firringu einhversstaðar.
REI hefur það hlutverk að framfylgja stefnu OR í málefnum notenda segir Kjartan. Stefna OR hefur ávallt verið sú að okra jafnt á öllum sínum notendum, óháð stétt og stöðu.
Eitt af því sem Svandís hefur m.a. haldið fram er að OR hygli sumum notendum sínum á kostnað annarra.
Ég veit vel hvað hún á við segir Kjartan. Hún á við að mér sé hyglt, þar sem ég vann ókeypis heitt vatn til þrjátíu ára, á bingói OR um jólin.
Á annan dag jóla var haldið heitavatnsbingó OR, á heimili Kjartans. Blaðamaður Bergmálstíðinda spurði Kjartan hvort ekki væri óeðlilegt að halda bingóið heima hjá honum.
Hey! Prentsmiðjan fokkaði upp og Pósturinn fokkaði upp! Eina auglýsingin sem skilaði sér var sú er birt var í málgagni Sjálfstæðisflokksins, Fálkanum. Félagsheimilið sem við höfðum pantað klikkaði og ég reddaði þessu bara hér heima segir Kjartan og neitar að tjá sig frekar um málið.
![]() |
Ekki boðlegt borgarbúum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Frú norðurland krýnd um helgina
Keppnin um frú norðurland verður haldin, í Sjallanum á Akureyri, annað kvöld.
Þetta er í fimmtugasta sinn sem keppnin er haldin og verður margt um dýrðir af því tilefni. Mun Jófríður Hansen, er varð fyrst til að hreppa titilinn árið 1958, krýna sigurvegarann. Jófríður, sem verður aldargömul í haust, er lífsglöð kona og við góða heilsu.
Fjórtán húsfrúr hafa skráð sig til leiks og er víst að um harða og spennandi keppni verður að ræða. Aðspurð segir Lovísa Löve, framkvæmdastjóri keppninnar, keppnina fjölbreytta og undirbúninginn strangan. Stelpurnar þurfa að læra að aka sér og skaka, í Hagkaupssloppum og með Carmen rúllur segir Lovísa. Einnig þurfa þær að koma vel fyrir, vera fínar í puntinu og læra þessa þokkafullu hlédrægni og undirgefni bætir Lovísa við.
Til að keppandi teljist bær til þáttöku, skal hún minnst hafa komið tveimur börnum á legg og vera ekki undir fertugu.
![]() |
Norðlensk fegurð krýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Liggja danir nú í'ðí?
Danska ríkisúrvarpið flutti frétt í hádeginu þar sem fjallað var um þá alvarlegu stöðu sem danir eru nú í. Orsökin er talin vera sú að danska sé illskiljanleg ef nokkuð skiljanleg yfir höfuð. Þrátt fyrir að sú staðreynd hafi, í augum annarra þjóða, legið fyrir um áratuga skeið virðast danir sjálfir hafa sofnað á verðinum. Það hafi haft þær afleiðingar að þeir hafi einangrast á alþjóðavettvangi, á síðustu árum. Nú sé ekki ýkja almennt meðal dana að þeir tali annað mál en móðurmálið og því hafi verið leitun að fólki til starfa í opinberri stjórnsýslu og öðrum tengslum við útlönd.
Ástandið er mjög alvarlegt segir Mogens Hellerup, blaðafulltrúi danska menntamálaráðuneytisins. Svo alvarlegt að danir hafa svo að segja ekki átt nokkur samskipti við aðrar þjóðir í þrjú ár. Þó er þar ekki öll sagan sögð. Ástandið er orðið slíkt að danir skilja vart lengur hvorn annan bætir Hellerup við.
Ástandið þar ytra virðist vera orðið slíkt að fólk ráfi nú meira og minna þögult um, hvort heldur er úti á götu eða á vinnustöðum. Mannleg samskipti hafa svo að segja lagst af segir Hellerup og er þungur í bragði.
Mogens Hellerup er einn fárra 'linguista' innan raða dana. Hann talar ensku, þýsku, frönsku og spænsku reiprennandi. Til gamans má geta að Hellerup er einnig Íslandsvinur. Hann kom hingað til lands árið 1985, þá starfandi fulltrúi landssamtaka danskra leiðsögumanna.
![]() |
Danskan torskilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Vorar með hjálp tækninnar?
Reykjavíkurborg hefur, í samvinnu við Das Deautche technologitet, sett upp vorboða í miðbænum. Þetta er tilraunaverkefni sem hófst nú um áramót.
Páll Ármannsson, tæknifulltrúi umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, segir verkefnið áhugavert og skemmtilegt. Um sé að ræða tæki sem boði vorkomuna með að leika upptökur af söng lóunnar. Lóan lætur vitanlega ekki sjá sig hér á mölinni. Hér er varla nokkur mói eftir fyrir hana að verpa í. Því kemur tækið í hennar stað segir Páll.
Í tækinu er flókinn tæknibúnaður sem skynjar vorkomuna með hjálp ýmissa skynjara sem og merkjum frá gerfitunglum. þegar vorið er komið fer tækið í gang með lóusöng, rétt eins og brunaboði fer í gang eftir að hafa skynjað eld.
Nú eiga Reykvíkingar loksins von um að fá vor og jafnvel sumar. Vorið er undanfari sumarsins og því forsenda þess að sumarið komi yfir höfuð. Hér hefur ekki vorað í manna minnum og enn lengra er síðan hér kom sumar. segir Páll.
![]() |
Vorboðar í miðbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Páfi talar til bandarísku þjóðarinnar
Benedikt XVI páfi hefur á ferð sinni um bandaríkin farið hörðum orðum um stefnu þarlendra stjórnvalda í málefnum minnihlutahópa. Í ræðu sem páfi hélt í Central Park í gær, beindi hann orðum sínum sérstaklega að málefnum rauðhálsa. Það væri ekki nema fyrir rauðhálsana, að byssueign er eins mikil og hún er hér sagði páfi og var ómyrkur í máli. Eins gerði hann málefni fólks í biblíubeltinu að umtalsefni. Um það sagði páfi: Það fólk lagði grundvöllinn að þeirri hugsun og þjóðarvitund sem einkennir þessa þjóð.
Páfi er nú á ferð um Central Park og nágrenni. Á morgun mun hann skoða Manhattan sem og frelsisstyttuna. Á laugardag fer páfi vestur til Las Vegas og mun koma fram, þá um kvöldið, á fjaröflunarsamkomu til handa Hugh Hefner.
![]() |
Páfi minnir á dökkar hliðar bandarískrar sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 18. apríl 2008
Sandskatan
Samtök hagsmunaaðila að hagsmunasamtökum, sandskatan, var stofnuð í gærkvöldi.
Eins og áður hefur komið fram er megin tilgangur samtakanna að standa vörð um hagsmuni flautþeytinga og fyrirþvælista. Þar sem hefð er fyrir í íslensku samfélagi að kenna [eigin]hagsmunasamtök við sjávardýr, sbr kolkrabbann og smokkfiskinn, þótt við hæfi að kenna samtökin við sandskötuna.
Jón Geir Gunnarsson, formaður samtakanna segir undirbúning stofnunarinnar hafa gengið framar vonum. Eins og með öll svona hagsmunasamtök, er lykilatriði að telja almenningi trú um að hans hagsmunir ráði för segir Jón. Við gerðum nokkur tékk um daginn, þar sem við lulluðum um bæinn og flautuðum. Fólk var sko alveg að kaupa að við værum að mótmæla einhverju fyrir þess hönd segir Jón einnig.
Það verður gaman að fylgjast með vexti sandskötunnar í framtíðinni og hvort hún haldi velli í ólgusjó atvinnulífsins, nú þegar bæði kolkrabbinn og smokkfiskurinn hafa verið étnir.
![]() |
Bílstjórar stofnuðu hagsmunasamtök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)