Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Mótmæli ehf
Ég fór á mótmælafund í dag. Gott mál. Þarna voru margir að mótmæla (með klappi)
Þegar ég var að ala upp mín börn, komast ég fljótt að því að þýddi ekkert að hafa í frammi hótanir væri þeim ekki fylgt eftir. Þannig yrði maður bara ómerkilegur larður. Sem maður og varð, gengi maður ekki eftir hótununum.
Í dag eru Íslendingar að mótmæla. Reyndar virðast mótmælin vera í eigu Harðar Torfasonar. Enginn flokksbundinn fær að mótmæla og ekki Stulli trukkakall. Ok, ég skil vel að vilja halda pólitíkusum frá. Hvers vegna fékk Stulli trukkur ekki að tala? (gerir of mikið vesen) og hvernig er fólk valið á mælendaskrá?
Listamenn og þeir sem hafa verið á félagsvísindabraut HÍ. Hvaða fávitaháttur er þetta?
Ég taldi mig vera að taka þátt í mótmælum, en ekki útifundi áhugamanna um ljóðalestur. Fokk itt!
Er nema von að fólk hendi eggjum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Mótmæli dagsins
LoXins lætur maður af því verða að mæta.
Smá klippa í tilefni dagsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Réttindanauðgun í Ésú nafni
Það er með ólíkindum að fyrir það fyrsta sé barn skírt í trássi við vilja forræðisforeldris. Síðan ekkert gert til að leiðrétta ruglið. Hvort um er að ræða vilja- eða getuleysi finnst mér ekki skipta öllu máli. Í það minnsta má lesa úr orðum áfrýjunarnefndar að viljann skorti.
Nefndin telur að það hafi verið í þágu barnsins að skíra það til kristinnar trúar
Á hverju er það mat byggt? Liggja einhver rök á bak við það mat?
Staðfest er sú ákvörðun úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar að hafna kröfu kæranda um að grípa til viðeigandi úrræða gagnvart séra Svavari.
Ergó, skilaboðin eru að það sé í lagi að brjóta á réttindum forræðisforeldra til að hafa forræði yfir börnum sínum. Svavar minn, gerðu þetta bara aftur og aftur. Það er í góðu lagi.
Þeim kröfum kæranda, að skírn sú, sem að framan greinir, verði úrskurðuð marklaus eða óleyfileg
Hér er líklega um að ræða getuleysi, ekki síður en viljaleysi. Líklega er ekki hægt að afturkalla gjörninginn. Því þarf að breyta áður en guðsmaðurinn fótum treður réttindi fleira fólks.
og að hann eigi bótakröfu á hendur þjóðkirkjunni vegna skírnarinnar, er vísað frá.
Embættismaður brýtur lög og enginn sætir ábyrgð. Hvorki hann persónulega né stofnunin sem hann starfar í umboði fyrir.
Væri ég þessi faðir, færi ég norður undir eins og kúkaði í skírnarfontinn.
![]() |
Presturinn breytti ekki siðferðilega rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Einhver hringi í Dabba, strax!
Tanni er sloppinn út!
En að fréttinni. Svo bregðast krosstré sem önnur tré og HHG lætur út úr sér eitthvað sem ég er sammála. Þ.e. að með því að fella íslensku bankana hefði sá Brúni valdi breskum sparifjáreigendum meiri skaða en ella.
![]() |
Seðlabanki á hryðjuverkalista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Nei! Detta mér nú allar dauðar!
Er Baldur Þórhallsson að segja að Framsóknarflokkurinn, af öllum flokkum, sé sá eini sem praktíseri lýðræði?
Fjandakornið. Í því samhengi, hverjum ég hef verið sammála um orð og athafnir undanfarið, er ég á leið með að verða kommúnískur bóndi.
Ég sem er háskólaborgari af mölinni
Hjálp!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Vikuleg mótæli eru í tísku
Það er ekki ofsögum sagt af beljueðli íslendinga. Um leið og einhver fær sniðuga hugmynd, fylgja allir á eftir og éta hana hráa. Þetta kallast beljuþvaglátasyndrome í fræðimáli.
Á undanförnum sex vikum hefur skapast sú tíska hérlendis, að mótmæla einu sinni í viku. Hvorki oftar né sjaldnar. Hingað til hefur alþýðan ein haft í frammi mótmæli en nú hafa framsóknarmenn slegist í hópinn.
Bjarni Harðarson reið eftirminnilega á vaðið í seinustu viku. Ekki þá síst fyrir hvaða aðgerðum hann beytti við mótmæli sín. Framdi hann gjörning sem alls óþekktur er hérlendis. Hann tók ábyrgð og sagði af sér. Hvort tveggja er einsdæmi í íslandssögunni, að taka ábyrgð sem og að segja af sér.
Næstu framsóknarmótmælin fóru fram í dag, u.þ.b. viku síðar. Þá sagði Guðni Ágústsson af sér. Var útspil hans nokkuð óvænt. Spennandi verður að vita hver stígi næst á stokk. Valgerður þykir efnilegur kandídat, en óvíst er hvort hún þori. Heimildir herma að hún sé nokkuð spéhrædd þegar kemur að mótmælum.
Nú spyrja menn sig hvað aðrir munu gera. Þá ekki síst Sjálfstæðismenn, sem þykja eiga inni nokkur efnileg mótmæli. Fróðir menn telja þó að þeir muni ekki segja af sér, líkt og framsóknarmenn, heldur muni þeir fyrst og fremst tala af sér.
Reyndar vilja innanbúðarmenn í flokknum halda fram að Sjálfstæðismenn hafi verið á undan framsóknarmönnum. Sjálfstæðismenn hafi fyrir löngu byrjað að tala af sér og þá einskorðist það alls ekki við þingmenn flokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Ráðinn verði reyndur bankaeftirlitsmaður
Þegar ég rakst á frétt á visir.is um viljayfirlýsingu þess efnis að ráðinn yrði reyndur bankaeftirlitsmaður, fékk ég sem snöggvast á tilfinninguna að eitthvað meira lægi undir. Ekki síst þar sem mynd af Seðlabankastjóra fylgdi fréttinni.
Við lestur fréttarinnar kom hinsvegar annað á daginn. Jú, verið var að tala um að koma brennuvörgum frá. Hinsvegar ekki helsta brennuvarginum að sumra mati. Nei, hann er hinsvegar einn þeirra sem standa bak við yfirlýsinguna.
Er nema von að íslendingar geri sig að athlægi um heim allan? Það er ekki nóg að þeir skipi afdankaða pólitíkusa í fagstörf, eins og stjórn banka, heldur hafa þeir ekki til þess vit að koma þeim frá þegar þeir hafa gerst sekir um afglöp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Hægðatruflandi tónlist
Ég var að hlusta á Rás 2 áðan. Bein útsending frá tónleikum í Laugardalshöll. Það komu hinir og þessir fram. Misskemmtilegir. Eitt stóð upp úr. Ham.
Ham flytur einskonar anal recursion tónlist. Sem á íslensku myndi útleggjast sem rassaríðingatónlist. Þ.e. tónlist sem þeir sem finnst vont að fá í rassinn, kjósa í staðinn.
Tónlistin er á þá leið að hún veldur verkjum í endaþarmi, fyrir utann alla verkina í hlustinni.
Heilbrigðisráðuneytið var ekki haft með í ráðum við skipulagningu tónleikanna, en heimildir herma að heilbrigðisráðherra muni fara fram á neyðarfund eftir helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Spaugstofan er eins og Íbúðalánasjóður
Spaugstofan hefur skemmt landanum í sjónvarpinu á laugardagskvöldum lengur en elstu menn muna og Íbúðalánasjóður hefur lánað landanum fyrir húsnæði lengur en elstu menn muna.
Undanfarin ár hefur verið sótt að báðum stofnununum. Já, ég skilgreini Spaugstofuna sem stofnun.
Undanfarin ár vildu nýgræðingarnir leggja niður Íbúðalánasjóð. Töldu hann gamaldags og púkó. Í dag vitum við öll betur. Nýgræðingarnir eru aftur skriðnir oní holur sínar eftir að hafa skitið upp yfir axlir. Í hvaða sporum væri almenningur nú, hefði Íbúðalánasjóður verið lagður niður?
Líkt er með Spaugstofuna. Hún hefur þurft að liggja undir allskyns ákúrum undanfarin ár. Sögð vera gamaldags og púkó. Miklu betri væri kúk og piss húmorinn sem tröllriði öðrum grínþáttum í sjónvarpi. Prumpuhúmorinn væri framtíðin en Spaugstofan bara fyrir börn og gamalmenni. Eins og þau séu ekki líka fólk?
Hvað svo? Svo skellur á kreppa og Spaugstofan blómstrar sem aldrei fyrr. Hnífbeittir í sinni snilldarlegu hæðni. Hver nennir að hlusta á prumpubrandara í kreppuni.
Þeir klikkuðu ekki í kvöld, frekar en fyrr. Enda hafa þeir af nógu að taka. Grín er eins og eldur og nú er nægur eldiviður og súrefni og því logar eldurinn glatt.
Það var flott hvernig þeir tóku Bjarna Harðar - málið.
En mesta snilldin var leitin að Árna Mathiesen, sem fannst í barnabílstól hjá Dabba á Svörtuloftum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Sýnum þakklæti með jólakortum
Ég verð að segja, að ég er svo hjartanlega sammála þeirri hugmynd að senda random jólakort til Færeyja. Hugmyndin kemur frá bloggaranum Þóru Magnúsdóttur. Annar bloggari, Jens Guð, hefur tekið undir og bætt við upplýsingum um hvernig megi framkvæma gjörninginn.
Ég hef ekki sent eitt einasta jólakort í mörg herrans ár. Ég held að breyting verði á þetta árið. Ég ætla að senda nokkur kort til handahófsvalinna færeyinga.
Mig langar einnig að senda samsvarandi kort til handahófsvalinna pólverja. Gleymum ekki að þeir, líkt og færeyingar, buðu okkur lán að fyrra bragði. Veit einhver hvar og hvernig maður finnur handahófskennda pólverja?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)