Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 15. nóvember 2008
IceSave baby
<- lagið er í spilaranum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Atburðir dagsins
Á blaðamannafundi forsætis- og utanríkisráðherra í dag mátti merkja að lausnir eru í sjónmáli.
Ýmislegt kom fram á fundinum og loksins einhverjar aðgerðir kynntar. Það var þó ekki það sem sagði mér að kannski sjái fyrir endan á ástandinu sem staðið hefur yfir.
Nei, til þess þurfti að lesa milli línanna.
Hvaða merki voru uppi um að betra sé í vændum? Jú, það kom fram þegar blaðamenn spurðu ráðherrana spjörunum úr.
Ráðherrarnir og þá ekki síst forsætisráðherra sýndu stillingu og svöruðu tiltölulega skilmerkilega þeim spurningum sem fyrir þá voru lagðar og sjaldnast snubbótt. Eins mátti greina stillingu forsætisráðherra er hann sat undir endurteknum spurningum eins spyrilsins og mátti þola endurtekin frammígrip er hann reyndi að svara. Einhverntímann hefði sá verið kallaður fífl og dóni.
Sumum er greinilega létt. Það er því von mín að einhversstaðar sé að rofa til, þótt ekki sé nema í geði ráðamanna.
Mótmælandi dagsins er stólakonan á Akureyri. Hrönn, minnir mig hún heiti. Hún tók forláta stól úr útibúi Landsbankann, upp í skuld.
Þetta kalla ég snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Graðhestamúsík
Mér urðu minnisstæð orð föður míns heitins, sem hlustaði ekki á annað en klassíska tónlist. Þegar eitthvert okkar afkvæma hans spilaði eitthvað harðara en Ragga Bjarna eða Hauk Morthens, var talað um graðhestamúsík.
Með smá uppfærslu á hugtakinu, þá er rokk og ról ekki graðhestamúsík í mínum eyrum. Ég er kominn í hlutverk aldraðs föður sem á börn sem farin eru að hlusta á aðra tónlist en eitthvert barnalagavæl.
Sem betur fer virðast þau hafa þróað með sér þolanlegan tónlistarsmekk, þótt ég sé ekki endilega að pissa á mig af hrifningu yfir öllu því sem þau hlusta á.
Rétt áðan var verið að spila upptöku af Músíktilraunum á RÚV. Þátturinn hófst á þvílíku harðlífisrokki að ég þurfti að herpa mig allan til að halda hægðum. Þvílikt og annað eins. Ef trallallæ hefði verið skilgreint, af pabba gamla, sem graðhestamúsík þá veit ég ekki hvað skyldi kalla þetta.
Endaþarmstónlist. Fretmettaða tónlist, Saurþjöpputóna, Ælugleypitónlist, ...
Þá bið ég heldur um eitthvert ræræræ með Hauki Morthens eða Ragga Bjarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Ríkis-kó
Án þess að vilja gera lítið úr fyrirtækjum í Kópavogi, þar sem annað hvert fyrirtæki er ekki frumlegra en svo að kalla sig eitthvaðkó er ríkið einhverskonar kó. Ríkisstjórnin er samsett af Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, eins og allir vita. Hálfur Sjálfstæðisflokkurinn kóar sem aldrei fyrr með sínum formanni, sem aftur kóar með sínum fyrrverandi formanni. Ofan á allt saman kóar síðan Samfylkingin með öllu saman. Meir að segja stjórnarandstaðan virðist kóa líka. Jú, þeir reyna þó að fjasa eitthvað.
Ég neita að trúa því að allir þingmenn Samfó séu í kóarahlutverkinu. Varla fyrst það finnast þingmenn Sjalla sem gera það ekki.
Hvers vegna drullast enginn til að taka af skarið og koma í kring að lýst verði vantrausti á ríkisstjórnina og forsætisráðherra? Við þurfum að hreinsa til og skipa starfsstjórn sem hefur götts til að gera eitthvað og það strax. Gera plön um hvernig skuli komist úr kreppunni sem hér ríkir. Lýsa yfir vilja til aðildarviðræðna við vrópusambandið. Hreinsa til í Seðlabankanum og fjálmálaeftirlitinu. Það þarf að skapa traust. Aðgerðir og stefna skapar traust, en ekki síður fólkið sem að baki þeim stendur. Hafi fólkið ekki traust er alveg sama hvaða sterfnu það setur fram. Það treystir enginn á stefnu sem sett er fram af vantraustu fólki. Það er ekki flókið.
Er málið að á vinnustaðnum Alþingi starfi 63 kóarar og lurður?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Nú er tækifærið!
Hér er tækifærið fyrir íslendinga að ná sér niðri á tjöllunum. Fetum í fótspor víkinganna, sem fóru til Bretlandseyja. Arfberar þeirra liggja nú vítt og breitt um Bretland.
Nú er lag fyrir íslenska karlmenn að tryggja arfberum sínum brautargengi, með mun friðsamari og siðlegri hætti en Skandinavarnir gerðu. Þetta verður hæg og hljóðlát yfirtaka. Eftir þúsund ár munu bretar heyra sögunni til. Talað verður um suður-Íslandseyjar.
Nú leggjum við í víking. Þetta kalla ég nú almennilega útrás. Tja, eða kannski frekar sáðrás. Gerumst sáðrásarvíkingar!
![]() |
Sæðisgjafa skortir í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Smá málfræðifasismi
Þar sem ég hafði öðrum hnöppum að hneppa í dag, verð ég að láta duga að mótmæla heima í sófa og fylgjast með stemmningunni í miðbænum, gegn um netið.
En þá að fasismanum. Það er einn útbreiddur ósiður sem ég get auðveldlega látið pirra mig, á góðum degi. Þegar talað er um jógúrt í hvorugkyni og sagt það jógúrtið.
Í viðhangandi frétt segir, Alþingishúsið sé útatað í eggjum og jógúrti.
Jógúrt er kvenkynsorð og því er húsið atað jógúrt.
Annars ætti fólk heldur að borða hana því hún er bæði holl og góð.
![]() |
Geir Jón: Lítið má út af bregða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
€vrur & DeCode
Smá pæling. Er einhver sem vill kaupa af mér lítið notuð hlutabref í DeCode eða notaðar vrur?
Alveg pottþétt að hlutabréfin munu hækka, þar sem DeCode er að finna táfýlugenið.
vrurnar hinsvegar bara ónýtir pappírssneplar. Það segir Dabbi minn allavega.
Áhugasamir hafi samband í kommentakerfi.
Bloggar | Breytt 8.11.2008 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Lógík tekin á Svörtuloft
Á eftir degi kemur nótt og svo aftur dagur.
Á eftir fullu tungli, minnkar það og stækkar svo aftur.
Á eftir sumri kemur vetur og svo aftur sumar.
On and on and on and on...
Á eftir lífi kemur dauði og svo...nei sumir halda að það gegni öðrum lögmálum. Ekki meira um það.
Sko, ég er enginn hagfræðingur, eða fjálmálaspekúlant, en það mín skoðun að flest í tilverunni lúti sömu lögmálum. Líka fjármál.
Ég hef reyndar aldrei botnað í þegar menn tala um efnahagsstefnu, fjálmálastefnu og peningastefnu eins og það séu epli, appelsínur og bananar.
Fyrir mér er þetta allt sama tóbakið. Minn efnahagur er geirnegldur mínum fjármálum. Fjálmálin svo aftur ekkert nema peningamál.
Ég hef verið að velta fyrir mér stýravaxtaveseninu á Svörtuloftum. Hvað það þýði, fyrir Jón og Gunnu, að Svörtuloftagreifarnir hækki eða lækki stýrivexti.
Allir vita að á Svörtuloftum hafa menn verið haldnir óseðjanlegri stýrivaxtagreddu í mörg ár.
Lengi vel voru rökin þau að háir stýrivextir ættu að slá á þenslu.
Nú, þegar engin er þenslan heldur alveg í hina áttina, kreppa, hækka menn samt stýrivextina.
Er furða að maður spyrji sig?
Eins og áður kom fram er ég enginn peningapúki. Þekki vart krónur frá aurum.
Ég er afdankaður rafeindavirki og þekki ýmislegt þaðan. Allt á sér rökréttar forsendur. Kynntist Boolean algebru þar...lógík.
Ég er einnig tölvunarfræðingur og rafeindafræðin kemur sterkt inn þar, enda snýst forritun fyrst of fremst um lógík.
En nóg um æfi mína og fyrri störf. Mig langar að skoða stýrivaxtastefnu Svörtulofta í lógísku samhengi.
Þeir sem þekkja rafeindafræðin kannast við positive/negative feedback. Fyrir hina, þá þýðir það í hvernig hlutfalli útgangsmerki leggst við inngangsmerki.
Ég ætla ekki að fara að þýða orðið feedback svo ég nota það beint.
Í rafrásum þar sem jafnvægi er krafist (mögnunarrásum) er notað svokallað neikvætt feedback, til að koma í veg fyrir að rásin fari í mettun, þ.e að mögnunarstigið haldist í jafnvægi. Það er gert með að taka ákveðið hlutfall af útgangsmerkinu er sett inn á inntakið í mótfasa, til að vinna gegn inntaksmerkinu.
Ok, ég ætlast ekki til að neinn skilji hvað ég er að rausa, en svona er það samt.
Að sama skapi er hætt við að rás sem ekki fær nægilegt neitkvætt feedback, hvað þá hún fær jákvætt feedback, fari í mettun.
Ef við yfirfærum nokkur hugtök. Mettun myndi merkja, í samfélgslegum skilningi, hrun eða upplausn.
Því miður virðist allt hér stefna í mettun. Hjálpi oss heilagur frá því. Ég setti niður ákvarðanir og afleiðingar, á góðæris sem og krepputímum. Framsetningin er óformleg. Ég hefði getað sett þetta fram sem forritskóða eða BNF (Backus Naur Form), en þar sem ég vildi hafa þetta á skiljanlegu formi fyrir alþýðuna, er þetta á þessa leið:
Í góðærinu, til að draga úr þenslu...
A. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti, til að hvetja til sparnaðar þar sem innlánsvextir hækka
2: Laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
3: Aukin eftirspurn eftir krónum styrkir gengi hennar
4: Sterkara gengi krónunnar lækkar verð á innfluttum vörum og eykur jafnframt viðskiptahalla
5: Sterkara gengi dregur úr hagnaði útflytjenda, í krónum
6: Ef útflutningstekjur <= 0 (með atvinnuleysi) -> upplausnarástand!
7: Lækkað verð innfluttra vara eykur kaupmátt og hvetur til aukinnar eyðslu
8: Meiri eyðsla -> fara í skref 1
Skref 6 skilaði aldrei upplausnarástandi, svo allt var í gúddí, en skref 8 vísaði alltaf á skref 1. = Positive feedback
Dabbi & Co hækuðu stýrivexti aftur og aftur.
B. Aðrir kusu þessa leið:
1: Lækka stýrivexti, til að draga úr eftirspurn eftir krónum
2: Minni hvatning til sparnaðar
3: Minni eftirspurn eftir krónum veikir gengi hennar
4: Veikara gengi krónunnar hækkar verð á innfluttum vörum og dregur jafnframt úr viðskiptahalla
5: Veikara gengi eykur hagnað útflytjenda, í krónum
7: Hækkað verð innfluttra vara minnkar kaupmátt og dregur úr eyðslu
8: Þennsla hefur minnkað, ef nægilega lítil -> hætta, annars -> fara í skref 1
Kom aldrei til Hér hefði alltaf verið hægt að hætta ítruninni (þensla of mikil), á einhverjum tímapunkti og þá hægt að skipuleggja næsta plan.
Í kreppunni til að bjarka ónýtri krónu og halda gjaldeyrisflæðinu gangandi...
C. Svörtuloft kusu þessa leið:
1: Hækka stýrivexti og laða þannig að erlendan gjaldeyri, þar sem menn kaupi íslenskar krónur fyrir erlendan gjaldeyri
2: Útlánsvextir hækka og verð innfluttra vara hækkar
3: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
4: Kaupmáttur minnkar á sama tíma og almenningur þarf að greiða skuldir hærra verði
5: Ef ráðstöfunarfé almennings <= 0 -> upplausnarástand!
6: Enginn treystir krónunni og kaupir hana því ekki. þeir sem eiga krónur reyna hvað þeir geta að losa sig við þær áður en þær lækka meira
7: Minnkanndi eftirspurn eftir krónum (aukinn flótti frá henni) lækkar gengi hennar
8: Lækkun gengis -> fara í skref 1
Skref 5 er að skila upplausnarástandi. Hvar er GazMan? = Positive feedbac
D. Aðrir kusu þessa leipð:
1: Lækka stýrivexti og draga þar með úr útlánsvaxtahækkunum
2: Útlánsvextir lækka og ráðstöfunarfé almennings eykst. Vegur til aukningar kaupmáttar.
3: Verð innfluttra vara hækkar
4: Neysluverðsvísitala hækkar, sem aftur hækkar verðbólgu
5: Dregur úr neyslu og útflæði gjaldeyris.
6: Íslensk vara verður samkeppnishæfari með lægra gengi. meira selt en keypt eykur á gjaldeyris-innflæði gagnvart útflæði
7: Gjaldeyrissjóðurinn styrkist
8: Ríkissjóður fær auknar skatttekjur og getur minnkað skuldir sínar
9: Trú á krónunni eykst
10: Kaup á krónu aukast og hún styrkist
11: Kaupmáttur eykst
12: Aukist þensla um of -> hætta
Þarna leitar eitthvað jafnvægis Ég get borgað lánin mín og þú líka!
Ef ítrun þessarar lykkju er krafist geta menn prófað að hækka stýrivexti, samkvæmt liði B.
er ég bara fífl að kjósa liði B og D?
Bloggar | Breytt 7.11.2008 kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nebbabrúnar klappstýrur
Það er skondið að lesa um HHG talandi um klappstýrur. Ekki skal ég segja um hvort ÓRG hafi verið í klappstýruhlutverki eður ei. Gott ef ekki satt.
Hinsvegar hljómar það sem fúll fretur þegar HHG, af öllum, talar um klappstýrur. Maður sem varla getur opnað munninn án þess að segja Davíð Oddsson. Það þarf ekki annað en að fara á bloggið hans og ýta á Control + F, slá inn Davíð Oddsson og telja hve oft sá texti kemur fyrir. Þá er ekki eins og verið sé að níða skó hans, Davíðs, þar sem nafn hans kemur fyrir.
Kannski er ÓRG klappstýra og kannski nebbabrúnn, en skyldu það vera fleiri?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 3. nóvember 2008
I couldn't care less
Búið að handtaka innbrotsþjóf Pálma - nýsloppinn úr fangelsi
Eða allt að því. Auðvitað er ekki sniðugt þegar ræflar taka ófrjálsri hendi eigur annarra. Jafnvel þótt um sé að ræða hákarla.
Hvar er samt fréttin um að þjófarnir sem hafa arðrænt okkur alþýðuna hafi verið gripnir?
Hvar eru þeir sem hafa arðrænt mig og fleiri gegn um verðbólgu og vísitölu. Verðtryggingu og vexti?
Hvar eru vídeóin af þeim?
Jú, á sjónvarpi Alþingis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)