Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Rafrænar kosningar
Var að horfa á umræðu á alþingi íslendinga um rafrænar kosningar.
Hví kynna menn sér ekki málin áður en þeir gaspra um hve rafrænar kosningar eru óöruggar?
Skoðum málið. Hvenig hafa rafrænar kosningar gengið í Finnlandi, með chip-kortum?
Rafrænar kosningar verða aldrei öruggari en eftirlitsstofnaninarnar. Það er enginn að tala um að þetta verði bara eins og ísbúð. Engar eftirlitsstofnanir.
með rafrænum skilríkjum hefur þetta einmitt gengið betur. Hægt er að að aftengja alveg kjósndann frá talningabatteríinu með lyklapólisíu. þó byggir það kerfi á trausti. einhver þarf að skrifa undir lykilinn, en það má setja sveitarfélög þar sem millilið, til að slíta á tengsl lykils við atkvæði.
Eins má hugsa sér að gefnir verðu út þúsundir public lykla og að hver maður noti sinn lykil til að brengla sitt atkvæði. Líkurnar á að að annar viti hver lykillinni er eru hverfandi. Því eru líkurnar að einhver nái að finna út þann lykil sem ég nota hverfandi.
Kannski ákveðinn hópur fólks sem hefur sama public lykil. Eru þá aftur komin í chip-korta pælinguna þó hver og einn hafi sit eigið PIN.
Hví er ekki neinn á þingi sem hefur að minnsta kosti lesið bók um cryptógrafóu? Svo ætla þessir menn að ákveða um rafrænar kosningar!
Svo er til eitthvað sem kallast rafræn umslög og ég ætla ekki að fara í djúpt, þar eð ég hef ekki kynnt mér það náið, en skilst að virknin sé svipuð og með umslög utankjörstaðaatkvæða. Nema bara rafrænt. En byggist eigi síður á rafrænum lyklum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 22. júní 2009
Æs seif
Ég hef ekki komist hjá umræðunni um IceSave, frekar en aðrir landsmenn.
Ég verð að segja að samningurinn er í raun nauðasamningur og færir mér óbragð í munn. Hins vegar hef ég velt fyrir mér hvort hann sé réttlátur eða ranglátur.
Ég get fallist á að hann er ranglátur að því leiti að Ísland verður í djúpum skít að borga þetta. Þeir sem helst eru á móti samningnum segja hann gerðann undir kúgunum.
Kannski er eitthvað til í því. Ég vildi sjá samninginn endurskoðaðann.
Ég er sammála túlkun Gauta B. Eggertssonar á ESB-lagaákvæðum frá 1999 um tryggingasjóði innlána. Hvar segir að ríki skuli halda sjóð til að tryggja lágmarksinnistæður? Ekki bara að koma á fót einhverjum tryggingasjóði, heldur verði hann að standast lágmarks skuldbindingar.
Það er ógeðslega súrt að standa frammi fyrir þessum IceSave samningum, eftir Sigurjón & Co, sem nú væntanlega þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðru en hvort þeir eigi hreinar naríur frá degi til dags. Alla vega er enginn að sækja þá til saka. Væri ekki ráð að kjöldraga þetta lið?
Menn segja gjarnan; Látum reyna á lögin. Við eigum ekki að þurfa að borga þetta.
Í mínum huga er staðreyndin þó sú að ríkisstjórn Geirs H. Haarde skeit langt upp fyrir axlir þegar hún setti neyðarlögin. Lög sem tryggja íslenskum innistæðueigendum rétt umfram útlenda, sem er í andstöðu við reglur EES og ESB. Því sé tómt mál að tala um að fara lagalegu leiðina. Ísland hefur þegar brotið þær reglur. Með neyðarlögunum höfum við nú þegar neytt neyðarréttar okkar, að tryggja íslendinga umfram útlendinga. Hollendingar og Bretar virðast gúddera það að mestu. Við eigum engan framhalds neyðarrétt.
Íslendingar hafa, því miður, málað sig út í horn og verða nú að súpa af því seyðið.
Í fljótfærni settu menn neyðarlög sem brutu gegn EES samkomulaginu og því hafa menn komið okkur í þá stöðu sem við nú erum í.
Ég er duglegur við að dissa Joð, en í þessu máli á hann enga sök. Hann gerir sér grein fyrir stöðunni og að eina leiðin út er að semja. Já, svei mér þá. Joð fær plús í kladdann frá mér.
Ömurleg samningsaðstaða en þannig er bara staðan, sem við komum okkur sjálf í. Best að kyngja því sem fyrst og reyna að gera gott úr því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 22. júní 2009
Bankasýsla ríkisins
Þetta nafn veitir litla Stalín sem situr á vinsti (grænni) öxl mér svo mikinn unað.
Gömul og góð heiti blikna í samanburðinum.
Ferðaskrifsofa ríkisins. Hljómar eins og saklaus ferðaklúbbur.
Bifreiðaeftirlit ríkisins. Hljómar eins og saklaust bifreiðaverkstæði.
Það er eitthvað svo unaðslega Stalínískt við þetta heiti. Nú er sko Joð kominn í haminn, eða öllu heldur úr haminum og orðinn hann sjálfur.
Það var mikið að maðurinn aflétti gervinu og kom fram sem hann sjálfur.
Bankasýsla ríkisins. Aaaahhh!
Mér detta bara í hug fleygustu orð þýskrar kvikmyndasögu, Ich spritzer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. júní 2009
Hvað má segja og hvað ekki?
Hlustaði á rás 2 í gær. Þar var tvíhöfði í viðtali, að tala m.a. um persónuna sem þeir bjuggu til. Gröðu konuna sem fer ætið afsíðis að fróa sér.
Minnti mig á kvöld 17. júní, hvar ég horfði á endursýnt efni á stöð 2. Fóstbræður frá síðustu öld og Stelpurnar frá ca 2004.
Þar var mikið talað um að ríða, sjúga, sleikja og totta. Það er kannski allt í lagi, en það má ekki segja 'fróa'.
Skýtvinnungur?
Tennurnar hans afa gerðu lagið 'Fróa' sem vitanlega er ekki spilunarhæft. Hér er hinsvegar þýska útgáfan, sem er öllu spilunarhæfari. Enda skilur enginn dónaskapinn á þýsku, nema Derrick.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 20. júní 2009
Fánalög
Til eru sérstök fánalög á Íslandi.
Fánann skal brjóta saman samkvæmt kúnstarinnar reglum. Hann má ekki snerta al-Íslenska fósturjörð. Þá skal hann brenndur (döh). Honum má ekki flagga á nóttunni. Ásamt einhverju fleiru.
Alþingi Íslendinga er (á að heita) æðsta stofnun lýðveldisins. Stofnunin sem setur okkur lög. Þar á meðal fánalög.
Þó er Íslenska fánanum þar flaggað dag og nótt við hlið forseta þingsins. Klárlega brotin fánalög þar, eða hvað?
Fánalögin Íslensku eru bjánaleg.
Í Bandaríkjum norður Ameríku flagga menn fána sínum villt og galið. Þeir bera virðingu fyrir fána sínum. Hann er eign þeirrar þjóðar. Hér er eins og fáninn sé ekki eign þjóðarinnar, heldur einhverrar elítu, sem segir til um hver má nota hann, hvernig og hvenær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 12. júní 2009
Víkingar
Lágskóli Íslands hefur gert úttekt á víkingum. Bornir voru saman nútíma víkingar við víkinga til forna. Ég hef komist yfir upplýsingar úr niðurstöðum rannsóknarinnar og ætla að birta þær hér. Að sjálfsögðu eru upplýsingarnar trúnaðarmál og birtar undir dulnefninu Haraldur. Gæta verður að gera sig ekki vanhæfan.
Fyrst eru það víkingarnir. Þeir eru sláandi líkir.
Víkingar ferðast og nota til þess farartæki. Ýmist fyrir land, láð eða lög.
Eins nota víkingar vopn til að berja á andstæðingum sínum.
Því er ljóst að víkingar fortíðarinnar og nútímans eru í litlu frábrugnir hvorum öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 9. júní 2009
Hræsni Joðhönnu
Fyrst ég get ekki sofið, er ekki úr vegi að halda smá tölu.
Fyrir ári síðan var Þyrnirósarsvefninn í algleymingi.
Ríkisstjórn og eftirlitsstofnanir sváfu á verðinum. Tja, sváfu kannski ekki mjög fast. Dormuðu heldur. Það var vitað hvað var að gerast en fólk valdi heldur þann kost að velta sér á hina hliðina í stað þess að vakna og segja stopp!
Á síðasta ári var tvennt að gerast. Bankarnir tóku endurtekið stöðu gegn krónunni, sem svo skemmtilega vildi til að tók hverja dýfuna í lok hvers ársfjórðungs. Á sama tíma rakaði Landsbankinn til sín fjármunum í útlöndum, gegn um innlánsreikninga Icesave.
Að lokum var hvoru tveggja komið í ástandið helvítis fokking fokk. Viðbrögðin voru þau að ætla sér ekki að borga neitt. Kannski mér réttu? Hver vill svo sem borga annarra manna skuldir? Skuldir óreiðumanna.
Menn vísuðu til neyðarréttar og ónýts regluverks, hvað varðar Icesave skuldirnar. Það væri bara óréttlátt að þurfa að greiða þessar skuldir, þrátt fyrir að regluverkið segði svo. Enda töldu menn regluverkið ónýtt. Þó var ákveðið með neyðarlögum að sumum yrði bjargað en öðrum ekki. Íslendingar skyldu tryggðir en útlendingar ekki. Hinsvegar fór það svo að erlend stjórnvöld, með breta í broddi fylkingar, beyttu lítilmagnann Ísland þvingunum í valdi aflsmunar. Skuldin skyldi greidd.
Hvað þá með gjörning þessarra sömu óreiðumanna sem felldu gengi krónunnar um helming? Þá gjörninga sem á stuttum tíma snarhækkaði skuldir íslensks almennings, hvort heldur er beint vegna gengismunarins eða gegn um hækkandi vísitöluna sem afleiðing af snarhækkandi vöruverði.
Lítilmagninn, íslenskur almenningur, hefur í allan vetur reynt að höfða til sömu réttlætiskenndar stjórnvalda og þau sjálf voru svo upptekin af þegar Icesave var annars vegar. Neyðarréttarins og ónýts regluverks. Nei, það má ekki tala um það. Rétt eins og varðandi Icesave, þykir í lagi að redda sumum en öðrum ekki. Að afskrifa milljarðaskuldir stórfyrirtækja, hægri og vinstri, þykir ekki tiltökumál. En að afskrifa eitthvað af skuldum almennings sem óreiðumennirnir sköpuðu og má því kalla þeirra skuldir. Skuldir óreiðumanna. Þeim má ekki hrófla við.
Framferði breta gagnvart íslendingum var fautalegt. Sannarlega er rétt að hér var um neyðarástand að ræða af völdum ónýts regluverks og sofandaháttar þeirra sem standa áttu vörðinn.
Hvað varðar heimilin í landinu er nákvæmlega sama um að ræða. Neyðarástand af völdum ónýts regluverks og sofandaháttar þeirra sem standa áttu vörðinn.
Hinsvegar þykir tvíeykinu Joðhönnu allt í lagi að fautast sjálf á lítilmagnanum, eigin þegnum, þótt þau lúffi fyrir þeim bresku.
Í minni orðabók kallast þetta hræsni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 7. júní 2009
Joð. Með allt uppi á borðinu, eða allt niðrum sig?
Áskotnaðist þessi tengill frá bloggvini mínum, á Fésbókinni áðan. Verð að slengja honum inn hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 6. júní 2009
Ávaxtaklám
Vinur minn rekur eigið fyrirtæki og er alger snillingur í sínu fagi. Dugmikill og duglegur. Vinnur fram á kvöld. Ég kíkti á hann í vinnuna í gærkvöldi. Skröltum síðan heim til hans.
Þetta er ekki í frásögur færandi.
En á leiðinni kom hann við í nýlenduvörubúð.
Keypti sér kóla og...sítrónu.
Ekki vissi ég að hann væri sérlegur sítrónuaðdáandi, en svo sá ég sítrónuna.
Hann er bara svona mikill klámhundur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 31. maí 2009
Ég reyni að halda niðri ælunni
Af tillitssemi við ykkur.
Eina sáttagjörðin sem ég man eftir var afturgjörðin á Kalkhoff hjólinu mínu, í den.
Makalaus orðræpa.
Þetta á víst að heita víst andlegur leiðtogi minn. Sorry...þarf að fara að kúgast oní postulínið.
Orð Dalai Lama hvetji kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)