Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 31. maí 2009
Vefjagigt
Ég hef aldrei almennilega skilið hugtakið. Ætla þó ekki að dæma það dautt og ómerkt bara vegna þess.
Alls ekki, því nú held ég loksins að ég hafi skilið hvað vefjagigt er.
Fésbókin hefur verið sérlega hæg og svifasein um helgina. Held að vefurinn sá sé haldinn gigt. Vefjagigt.
Stundum virðast hinir og þessir vefir lenda í sultu, sem gerir þá ónothæfa.
Það er vefjagigt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 21. maí 2009
Sjávarútvegsráðherrann
Já, þessi sem hefur bloggað á blog.is um langt skeið og leyfir ekki athugasemdir. Vill heldur gaspra úr sínum fílebeinsturni, án athugasemda.
Í fréttum Ríkisútvarpsins var hann spurður um viðbrögð við grein Joe Borg, fiskveiðimálastjóra ESB, í Fréttablaðinu. Joe Borg talar þar um að Íslendingar gætu spilað lykilhlutverk í endurskipulagningu fiskveiðistjórnunarmála sambandsins.
Í stað þess að taka málinu fagnandi og koma auga á tækifæri fyrir Ísland, ákvað hann að skella sér í þröngsýna Heimssýnargírinn og blammera.
Í stað þess að taka erindinu fagnandi valdi hann þann kost að kasta þröngsýnisslettu á málið. Íslendingar eigi sko ekkert erindi í svona lagað.
Ég tel að hann hafi bara verið hræddur um að aðalmál þröngsýnissinna, fiskveiðistjórnunarmálið, gæti þarna runnið þeim úr greipum. Því hafi hann ákveðið að vera á móti, til að vera á móti. Því takmark forpokaðra er jú að vera forpokaðir. Sama hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 20. maí 2009
Stórhausar bloggsins
Hef stundum velt því fyrir mér, hvað þurfi til að verða stórhaus á blogginu.
Mitt mat er þetta:
Að vera pólitíkus garanterar stórhausinn
Að vera frægur garanterar stórhausinn.
Að vera málsmetandi maður hjálpar.
Að vera langtíma maraþon bloggari hjálpar líklega.
Að vera sæmilegur maraþonbloggari og undirlægja stjórnmálaflokks virkar vel.
Að heita Vilhjálmur og búa í Köben virkar vel.
Að vera í réttum flokki virkar vel.
Ég hef reynt þetta:
Að blogga bara eitthvað af viti, en hefur ekkert að segja.
Að blogga bara tóma steypu, en hefur ekkert að segja.
Að blogga nógu oft, en hefur ekkert að segja.
Að blogga nógu krassandi, en hefur ekkert að segja.
Að blogga siðprútt, en hefur ekkert að segja.
Að blogga alls ekki neitt, en hefur ekkert að segja.
Líklegar skýringar:
Ég er ekki pólitíkus.
Ég er ekki frægur.
Ég er líklega ekki málsmetandi maður.
Ég hef prófað að gerast maraþonbloggari. Það dugði ekki.
Ég heiti ekki Vilhjálmur.
Ég er óflokksbundinn.
Ég á bara eftir að prófa að heita Vilhjálmur og/eða að skrá mig í réttan flokk.
Gaman væri að vita hvað ræður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 19. maí 2009
Bjössablogg
Ég hefði nú alveg haft gaman af því að fá smá Qui Gong kennslu þegar ég var í Álftó, fyrir þúsöld síðan eða svo.
Ætla sko alls ekki að gera lítið úr þessu framtaki Björns. Mér finnst það, þvert á móti, stórsniðugt. Ég segi bara það sem ég meina og meina líka það sem ég segi. Það hefði verið gaman að fá smá kennslu á vordögum '85. Þá var Björn hinsvegar enn að skrifa auglýsingar á Mogganum og mátti líklega ekki vera að'essu.
Þar sem Björn er mótfallinn kommentum, og/eða öðrum skoðanaskiptum um sitt blogg, slengi ég þessu fram hér.
Mér finnst ég vera utanvelta.
Minns vill fá Qui Gong og Falung Gong og Kínakarl og gulan klæðnað og Davíð og lögreglu og frelsisskerðingu og Halldór og mannréttindabrot og ólöglegar handtökur og fangelsi og Bjössann, dómsmálaráðherrann.
og valdsins orgasm
Minns vill!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Dumb & dumber
Á sunnudagskvöld skelltum við feðgarnir okkur í sófann og horfðum á myndina Dumb & dumber. Ágætis afþreyging og við hlógum mikið saman.
Er það merki um þroska drengsins (les. aukið hormónaflæði), að hann sé farinn að hlægja að atriðum eins og því sem hér er birt? Kannski allt eins merki um hve ég er orðinn gamall
Lokaatriði myndarinnar er snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 14. maí 2009
Geta hundar verið einmana?
Ég hélt að orðið einmana væri samsett úr orðunum ein(n) og man?
Er því hægt að tala um einmana hund? Er hann ekki frekar einhunda?
Bara pæling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 8. maí 2009
Plasma hátalarar - nördablæti
Vinnufélagi minn bendi mér á þessa síðu. Þar má sjá myndband af plasma hátalara, ásamt smá texta um fyrirbærið.
Á síðunni er svo tengill inn á þessa síðu. Hún sýnir þetta betur, að mér finnst, og meira nördískt.
Þetta er kúl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. maí 2009
Föðurbetrungar
Var að fara gegn um myndasafn.
Einhverntíma sagði ég, að til að koma mér í jakkaföt þyrfti einhver að deyja.
Þetta var sagt áður en eldri föðurbetrungurinn minn ákvað að ganga með Ésú og láta fermast. Nú dugar sumsé ferming til að koma gamla í jakkaföt.
Eldri föðurbetrungurinn minn klæddist sumsé í kjól og gekk til altaris, um daginn. Flottastur auðvitað.
Svo var drengurinn auðvitað myndaður í bak og fyrir. Við, áhangendur hans og ættmenni, fengum að vera með.
Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tíndi úr myndasafninu.
Fermingardrengurinn Logi Fannar.
Birna, systir fermingardrengsins eins og nýbúin að varpa fram spurningu og bíði svars.
Logi Fannar, að spá og spókúlera.
Birna, bara eins og hún er.
Gamli fékk að vera með.
Föðurbetrungarnir að vaxa gamla yfir höfuð.
Áður en ég veit af verða þau fullorðið fólk og ég afdankað gamalmenni. Gangur lífsins og bara skemmtilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 6. maí 2009
Nú er vorið endanlega komið
Síðasta vor skrifaði ég um góða gesti í hverfinu. Andapar sem vappaði hér fyrir utan í einhverja daga. Síðan sást steggurinn eingöngu. Þá voru líklega komin egg og kollan liggjandi á, í hreiðrinu.
Þar sem ég flutti ekki fyrr en haustið 2007 í Bakkann þar sem ég nú bý veit ég ekki hve mörg ár þau hafa stundað tilhugalíf sitt hér.
Rétt í þessu heyrði í kvak fyrir utan. Ég leit út á svalir og viti menn. Skötuhjúin er semsagt mætt enn á ný. Kvakandi ástarkvaki hvort að öðru, í einhverri andneskri ástarseremoníu sem ég ekki kann.
Vitanlega smellti ég af þeim mynd.
Í fyrra mættu þau þ. 12. maí. Nú mæta þau viku fyrr. Veit það ekki á betra vor og sumar?
Það er ekki amalegt að vera andsetinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Ofbeldi...
...á sér ýmsar myndir. andlegt og líkamlegt.
fyrir nokkrum dögum sá ég frétt um nefnd sem kannað hefði ofbeldi gagnvart konum. karlar skildir eftir þar.
ekki veit ég hver hlutföllin eru, milli karla og kvenna. þó tel ég að ofbeldi kvenna gagnvart körlum sé stórlega vanmetið, enda yfirleitt um andlegt ofbeldi um að ræða.
sjálfur upplifði ég stórkostlega tilfinningu lausnar og frelsis þegar ég skildi. laus við allt ruglið og andlega ofbeldið.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item259169/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)