Færsluflokkur: Dægurmál

Samtök aðila að aðilasamtökum

Var það fyrsta sem mér datt í hug við lestur fréttar á visi.is um stofnun Samtaka grasrótarhreyfinga.

Skemmtilega þversagnakennt. Þegar grasrótin hefur stofnanavætt sig er hún ekki lengur grasrót, heldur bákn.


Mistök bankaþjófanna

Lögregla hefur nú í haldi sjö manns sem grunaðir eru um bankaþjófnað í Hveragerði.

Bankaþjófnaðir eru ekkert nýmæli hér á landi. Undanfarin ár má segja að bankaþjófnaðir hafi ógnað íslensku glímunni sem þjóðaríþrótt íslendinga, eða fótboltanum sem ein sú vinsælasta, já eða handboltanum sem sú árangursríkasta.

Bankaþjófar hafa hlotið slíka virðingu hérlendis að löngum hefur þeim verið hampað, með átveislum þeim til heiðurs, á býli nokkru á Álftanesi.

Bankaþjófarnir í Hveragerði gerðu þó ein afdrifarík mistök. Í stað þess að láta sér nægja að stela peningum ú bankanum, sem öllum er hvort eð er slétt sama um, stálu þeir bankanum sjálfum.

„Þetta er rándýr og flókinn tæknibúnaður, sem kostar alveg örugglega milljón kall“ segir Össur Teitsson,varðstjóri. „Slíkt getum við ekki liðið.“


mbl.is Grunaðir hraðbankaþjófar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarmyndunarviðræður

Úff, þetta er langt orð. Stjórnarmyndunarviðræður.

Nú standa þær samt yfir.

Ríkisstjórn framsóknarflokks, sem þó mun ekki sitja í stjórn, heldur fulltrúi annars flokks, Georg Bjarnfreðarson. Georg mun leiða ríkisstjórnina ásamt Sollu nokkurri. Solla gat sér gott orð í Latabæjarleikritinu forðum, sem Solla stirða.

Stirðleiki hennar, ásamt stirðleika fyrrum forsætisráðherra mun þó hafa gert út um fyrri ríkkisstjórn.

Georg er hinsvegar þekktur fyrir menntun sína. Enda með fimm háskólapróf. Okkur veitir ekki af þannig manni í fjármálaráðuneytið, samgönguráðuneytið, menntamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og öll hin ráðuneytin.

Georg Bjarnfreðarson


Slútt

Er ekki málið að slútta þessu rugli?

Framsóknarflokkur sem segist ætla að sitja utan ríkisstjórnar setur svo ströng skilyrði sem hann sæti í stjórn.

Tómt rugl.

Er ekki best að blása þetta af?

ég hélt að Sigmundur Davíð væri ferskur, en hann virðist hafa rotnað á sólarhring í framsókn.


mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borðar

Nú er tíska að nota borða til áréttingar hinum og þessum málefnum.

Friðsamir mótmælendur bera appelsínugula borða. Friðsamir lögreglumenn nota bláan borða. Samtök um nýtt lýðveldi Íslands nota hvítan borða.

Ekki hefur komið fram hvernig borða ófriðsamir hagfræðingar og læknar nota. Heimildir herma þó að hann muni vera rauður á lit, með merki. Hvítum hring með svörtu tákni innan í sem líkist einhverskonar krossi.


mbl.is Mótmælt á tveimur stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótanuddtæki hljóta uppreist æru

Vegna bilana á vesturlínu, aðalorkuflutningslínu Landsnets til vestfjarða, hefur þurft að grípa til skömmtunar raforku á vestfjörðum.

Skömmtunin er þannig framkvæmd að í stað þess að allir fái sín 220 volt tvo tíma í senn og ekkert rafmagn í aðra tvo tíma, var brugðið á það ráð að beyta heldur svokallaðri 110 volta takmörkun.

Enginn þarf því að búast við rafmagnsleysi, heldur einungis rafmagnstakmörkun. Allir munu hafa aðgang að 110 volta spennu yfir helgina.

Þetta hefur þótt tilefni til að sækja amerísk fótanuddtæki úr geymslum og koma í gagnið.


mbl.is Rafmagn skammtað á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónytjungar!

Einhversstaðar væri fyrir löngu búið að taka fram hand- og fótajárn, en ekki á Íslandi. Ó nei. Það má nefnilega ekki persónugera neitt. Ekki einu sinni glæpamennina sem frömdu glæpina. Betra að sleppa því og láta þjóðina taka út refsinguna.

Menn hafa verið sekir fundnir fyrir að koma undan lægri upphæðum, rétt fyrir gjaldþrot.

Hún amma mín sagði mér, svo ég vitni í frægt viðtal, að þeir sem hylmdu yfir glæpi gerðust meðsekir. Gerðust þar með glæpamenn sjálfir.

Er ekki verið að hylma yfir hér? Alla vega sér enginn ástæðu til að kalla til lögreglu, hvað þá meir.

Yfir þá sem við stjórnvölinn sitja má nota eitt gott orð.

Ónytjungar.


mbl.is Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush hringdi í Sullenberger

Fengist hefur staðfest að George W. Bush, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hafi í morgun hringt í Jón Gerald Sullenberger og hrósað honum fyrir að hafa á giftusamlegan hátt tekist að lenda bát sínum Thee Viking við bryggjuna á Hudsonfljóti í gær.

Bush hrósaði Jóni einnig fyrir sýnt hugrekki, með að leggja út í Baugsmálið á sínum tíma. Þótt það mál hafi endað í hálfu kafi.

Þá hefur bankastjóri New York bankans fært Jóni lykil að reikningum Baugs, í bankanum, sem þakklætisvott.


mbl.is Bush hringdi í Sullenberger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert fóru peningar emírsins?

Þið munið emírinn af Qatar? Þennan sem keypti hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarð króna. Stuttu eftir kaupin tók ríkið bankann yfir og emírinn tapaði öllu.

Í fréttum nýverið kom fram að téðir peningar finndust ekki. Hefðu hreinlega gufað upp.

Nú hermir nýjasta skúbbið að tekist hafi að rekja málið. Peningarnir, að a.m.k. hluti þeirra hefðu verið lagðir á þrjá reikninga á Cayman eyjum. Reikninga í eigu þriggja einstaklinga.

Tveir þeirra munu hafa verið hátt settir stjórnendur Kaupþings gamla og sá þriðji mun hafa verið stór hluthafi.

Ef satt reynist er um glæpsamlegt athæfi að ræða. Milljarðaþjófnað.


Á Jónas Fr. Jónsson að segja af sér?

Jónas Fr. Jónsson heitir maður, eða næstum því. Reyndar heitir hann ekki Fr. en það er aukaatriði.

Aðal atriðið er að maðurinn er forstjóri Fjálmálaeftirlitsins. Sama Fjármálaeftirlits og átti að hafa eftirlit með bönkunum, en í stað þess gekk í lið með þeim. Allavega samanber þessari frétt:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431297/2009/01/13/0/

Sé rétt sem fullyrt er í fréttinni, að Fjármálaeftirlitið. Ég endurtek „eftirlitið“ hafi lagst á sveif með einum bankanum að leggja þjóðarskútuna að veði, til að afla tekna. Ber þá enginn ábyrgð, aðrir en ég, þú og þjóðin? Eigum við að skeina fíflunum? Eigum við að þvo bakið sem skitið var upp á?

Af hverju hefur manninum ekki verið sparkað út í hafsauga? Eru allir dauðir, eða á lyfjum.

Á hvaða sveppum er ríkisstjórnin, eða þingið?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband