Færsluflokkur: Dægurmál

Skaði Stöðvar 2 bættur

Nokkrir einstaklingar úr hópi þeirra er stóðu að óskipulögðum mótmælum á síldarplani Hótels Borgar, hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir bjóðist til að borga þær skemmdir sem urðu á tækjabúnaði Stöðvar 2, eða a.m.k. hluta þeirra. Þó með því skilyrði að óháður aðili meti skemmdirnar.

Nokkuð hefur verið á reiki hverjar hinar meintu skemmdir eru. Stöð 2 hefur haldið fram að myndavélar hafi verið eyðilagðar. Þó eru engin vitni að slíku.

Þó mun liggja ljóst fyrir að vídeókapall hafi skemmst. Líklega skorinn sundur, eða gasaður í spað. Einnig herma heimildir að framlengingarsnúra úr BYKO hafi eyðilagst.

Kapallinn er af vandaðri gerð. 10 metra langur með gullhúðuðum tengjum. Hann mun ekki hafa kostað undir fjögur þúsund krónum. Fjöltengið var fimm tengja, jarðtengt og með rofa. Verð þess mun vera í kring um tólf hundruð krónur.

 

Söfnun er þegar hafin. Þeir sem vilja leggja sitt fram er bent á að snúa sér til norðurs.


mbl.is Bjóðast til að greiða skaða Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekktu kaupmenn viðskiptavini sína?

Svo telur Eiríkur Tómatsson, neytandi. Telur hann kaupmenn á hornum bæjarins hafa haldið úti skipulögðu svindli í haust.

Ég, eins og fleiri, keyptum mysu í haust eftir að kreppan skall á. Þá var ekki um annað að ræða en að hamstra mat, áður en verðið ryki upp. Súrsa hann og geyma til vetrarins. Ekki grunaði mann að þarna væri „maðkur í myllunni.“

Nú, þegar þorrinn nálgast og maður farinn að þefa úr tunnunum, kemst maður að því að allt er ónýtt. Mysan er bara alls engin súrsunarmysa, heldur „svikamysa.“


mbl.is Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sögulegur fundur

Sá merkilegi atburður átti sér stað í dag, að allir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna átu saman hádegisverð.

Snæðingurinn átti sér stað á forsetaskrifstofu Hvíta hússins. Pantaður var McDonalds, að hætti þarlenskra, á línuna.

Bill Clinton átti ekki orð yfir teppinu á skrifstofunni. Svo mikil var hrifningin. Reyndar þurfti að fjarlægja teppið síðar í dag þar sem hann pissaði á sig af hrifningu.

Fundur svipaður þessum hefur aðeins einu sinni verið haldinn áður, fyrir einni og hálfri öld. Þá hittust tveir fyrrum forsetar og sátu að púnsvínssumbli á síðkvöldi. Það voru þeir Abraham Lincoln og Jimmy Carter.


mbl.is Sögulegur hádegisverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deep Throat

192092AMark Felt, leikari og fyrrum aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, er látinn 95 ára að aldri. Felt komst í heimsfréttirnar fyrir þremur árum þegar upplýst var, að hann hefði verið sá er lék móti Lindu Lovelace í fjölskyldumyndinni vinsælu, „Deep Throat“.

Deep Throat

Mark lék nokkur smærri hlutverk eftir þetta, en þó ekkert sem náði sömu vinsældum. „Deep Throat var án efa toppurinn á ferlinum“, sagði Mark eitt sinn.

Mark og Linda Lovelace héldu vinskap sínum alla tíð síðan þau léku saman og var samband þeirra mjög náið.

 

Linda bar beinin árið 2002. Eftir lát hennar hrakaði heilsu Marks ört.

 


mbl.is „Deep Throat" látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásdís Rán er til

Mikið er ég feginn, á þessum morgni sem hefur farið heldur hægt af stað. Á rangli mínu um vefinn rakst ég á fyrirsögn fréttar mbl.is,  „Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum.“

Hmmm, kossaflens í gangi? Hugsaði ég og ákvað að skoða fréttina.

Það var víst verið að tala um að þjóðin talaði nú ekki um annað en téðar varir, eftir að einhver sjónvarpsþáttur var sýndur.

Líklega er ég bara svona afdankaður og utan við mig. Ég hef bara ekki heyrt bofs um þessar varir. Hef engan heyrt tala um þetta. Hvorki í vinnunni né annars staðar. Vitanlega sá ég ekki þennan þátt. Ég horfi helst ekki á sjónvarp.

Auðvitað er þetta aðeins vegna þess hve mikill afdalamaður ég er og fylgist ekki með meinstrím-menningunni.

Þó er ég afar þakklátur mbl.is og Ásdísi sjálfri, fyrir að minna mig á að hún er til.


mbl.is Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritstjóri segir af sér

Ritstjóri Húsmæðratíðinda, Lovísa Löve, hefur sagt starfi sínu lausu.

Hún var um daginn nöppuð við að hygla sínum saumaklúbbi. Lovísa keypti garn á séstöku tilboði, sem formaður Hannyrðafélagsins, sem hún gegnir jafnframt forstöðu.

„Hún var báðum megin borðsins“ segja heimildarmenn.

Eftir þetta er vitað að Lovísu var boðið starf í einum hinna nýju ríkisbanka. Hún afþakkaði þó á þeim forsendum að dóttursonur hennar starfaði hjá sama banka.

„Það er ekki skaplegt að vinna svo náið með tengdó. Opnar fyri grunsemdir um spillingu“ sagði Lovísa.
Lovísa var gerð útlæg úr Framsónarflokknum eftir þetta. Reyndar hafði hún alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum.

„Í framhjáhlaupi má geta þess að afar, ömmur, mágar og svilar starfa um allt bankakerfið. Ekki síður nú, eftir hrunið.“ segir Lovísa.

„Það er súrt að hafa verið steytt í görn út at garni, en svona gerast bara kaupin á eyrinni.“

Ekki náðist aftur í Lovísu, þar sem hún er dottin í'ða á Klörubar á Kanarí.


Moldarkofaþankar

Setti (hálfs árs) gamalt lag í spilarann. Bloggvinkona mín, hún Jenný á þar alveg heilan vegg sem ég henti mér í.

 

endurnefndi beibíið, Á íslandi viljum búa.


Andskotans bændur

Eða þannig. Ég hef ekkert á móti bændum, per se. Þessar andskotans beingreiðslur þarf samt að afnema. Ekki fá fiskframleiðendur beingreiðslur, frekar en aðrir framleiðendur hérlendis.

Komum bændum út afætustöðunni í að vera venjulegir framleiðendur. Ok, örugglega fara einhverjir á hausinn, en það er fórnarkostnaður sem mun skila sér á endanum.

Af hverju er ekki hægt að reka landbúnað eins og hvern annan framleiðsluiðnað?


mbl.is Bændur vilja óbreytta samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjarneðlisfræði

Það þarf hvorki stjarneðlisfræðing né beturvitring til að lesa milli línanna.

Eins og ég hef sagt áður, liggur allt fyrir. Sjálfstæðismenn taka nýja stefnu og aðildarviðræður munu hefjast strax í vor.

Gott mál.

Hvort við munum svo ganga inn í bandalagið, mun ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonandi að samningamenn íslendinga standi sig svo við fáum eitthvað almennilegt að kjósa um.

Ég vona að góðir samningar náist og við getum gengið þarna inn. Ég er orðinn frekar leiður á að horfa á verðtrygginguna éta upp allan minn sparnað, sem ég setti í steinsteypuna.

Losna svo við verðtrygginguna, sem lífeyris- og verkalýðsforkólfar vilja verja, en er að brenna upp mínum eigum sem ég hefði annars getað notið í ellinni.


mbl.is Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgudrekinn

Íslendingar eiga slæmar minningar frá baráttu við verðbólgu. Oft var þá talað um verðbólgudraug, en verðbólgan er þó í líki dreka.

dragon-marduk

dragon-china

Frá örófi alda hafa verðbólgudrekar látið sjá sig hér og þar, annað veifið. Til eru hellaristur og aðrar fornar heimildir um verðbólgu, víða að úr veröldinni.

 

leonardo_dragon

 

Fræg er t.a.m. teikning Leonardo da Vinci af verðbólgudreka, af tegundinni Pricibus Klikkusis.

 

dragon-shield 

Verðbólgudrekinn hefur um aldir verið eitt helsta tákn hreðjataks yfirstéttarinnar á almúganum. Enda var það fyrst og fremst efnafólk sem stundaði kaupmennsku og okur á alþýðunni. Því er ekki að furða að algengt er að sjá verðbólgudreka í skjaldarmerkjum gamalla yfirstéttarætta.

 

dragon-drawingVerðbólgudrekinn er hér var upphaflega fyrir einhverjum árum síðan, var af harðgerðu kyni, Procentus Klikkusis. Hann át bæði upp sparnað og skuldir, en náði aldrei að bíta á aðrar eignir fólks, s.s. fasteignir. Þær jukust með minnkandi skuldum. Því þótti ljóst að kynbæta yrði skepnuna, sem var og gert. Fáir voru betur að sér í kynbótum og öðrum bændatengdum hlutum í þá tíð en Framsóknarmenn. Því var það, árið 1979, að skepnan var sædd með sæði Ólafs nokkurs. Ólafur þessi mun hafa verið Framsóknarmaður og sem slíkur líklegur til að búa yfir afætuarfberum. Enda kom á daginn að afkvæmið þótti undravel heppnaður verðbólgudreki.

dragon-islandicaTrixið var að láta skepnuna éta upp eignir fólks, en hugsa minna um sparnaðinn. Enda mesti sparnaður fólks bundinn í fasteignum. Íslendingar hafa hvort eð er aldrei kunnað að spara á annan hátt. Hið kynbætta afbrigði fék fræðiheitið Procentus Pricibus Tryggus Klikkusis.

dead-dragonÞað gerðist svo að illa áraði fyrir skepnuna, eftir 1991 og á endanum veslaðist hún upp og dó. Hún bar beinin í Mýrdalnum, þar sem hún hafðist við undir lokin. Íslendingar hafa trúað því allar götur síðan að verðbólgan tiheyrði fortíðinni og kæmi ekki aftur.

Annað hefur komið á daginn.

dragon-svortuloftDrekaegg hefur verið geymt í kjallara Svörtulofta frá árinu 1989 og í haust var því ungað út, að beiðni ríkisstjórnarinnar. Svartstakkar Svörtulofta hafa átt veg og vanda af útunguninni og umsjóninni.

Ríkisstjórnin setti af stað neyðaráætlun um hvernig afla skyldi skepnunni fæðis og hefur þegar hafist handa, með hækkun ýmissa neysluvara, sem hækka vísitöluna, sem brennir upp eignir. Fyrir utan þann unað sem það veitir þeim að sjá sultaról lýðsins herðast enn betur að, svo hann vart nái andanum.

dragon-gengidÞar sem skepnan hefur ekki enn náð kynþroska þykir mikilvægt að vernda hana sérstaklega, því ekki er hægt að geyma egg hennar fyrr en kynþroska er náð. Varðsveitina skipa Diablo von Svörtuloft, Solla Stirða og Geiri Hinn Harði.

Leit er þegar hafin að vænlegum sæðingamanni. Reyndar þarf ekki að leita mikið, því framboðið þykir yfir nóg. Afæturnar eru á hverju strái.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband