Færsluflokkur: Dægurmál

Fulltrúi fjármagnseigenda

Fulltrúi fjármagnseigenda í ríkisstjórn. Gylfi Magnússon. Sá hinn sami og hélt ræðu á einum laugardagsfundinum á Austurvelli og klæddist þar greinilega sauðagæru, vill ekki að lög skuli standa. Hann vill verja vini sína og félaga í fjármálageiranum og alls ekki láta umsamda vexti gilda. Mér þætti þó fróðlegt að sjá því hnekkt fyrir dómi.

Hér vísa ég í lagagrein sem segir skýrt að Seðlabankavextir skulu gilda af lánum sem skulu bera vexti ef ekki liggi fyrir ákvæði um vaxtaprósentu eða viðmið. Í gjaldeyrislánunum, flestum ef ekki öllum, liggja fyrir viðmið. Liborvextir ákveðinna mynta plús álag bankans.

Því er allt tal vindhanans í viðskiptaráðuneytinu út í hött. Hann ætti að mæta næst þegar upp úr sýður og fundir verða haldnir á Vellinum og halda ræðu.

Þó er hætt við að sjóði upp úr aftur mæti fólk með eitthvað annað en sakleysisleg eldhúsáhöld.


Fjámagnseigendamálaráðherrann þarf að læra að reikna

Gylfi talar um 2-3 % samningsvexti þegar raunin er sú að bankarnir lögðu ávallt álag ofan á Libor vextina. Kannski þetta 2-3% álag. Er hann að tala um það?

2-3% álag ofan á 2-3% Libor vextina gera 4-6% vexti á lánunum.

En kannski lánveitendur tapi eitthvað. Það vegur þá bara upp stórgróða þeirra af verðtryggðu lánunum, sem eru mesta eignaupptaka síðari tíma.

Ætli Gylfi, eða hans samstarfskónar, að koma fjármagnseigendum til bjargar eina ferðina enn meðan almenningur fær að snapa gams er ég hræddur um að það verði eitthvað annað en sakleysisleg eldhússáhöld sem fólk taki með sér á Austurvöllinn.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengistrygging og hvað?

Ég er ánægður með Hæstaréttardóminn um gengistrtyggðu lánin.

Það er samt skondið að fylgjast með viðbrögðum hinna og þessa. Sumir virðast halda að dómurinn eigi aðeins við um bílalán, en ekki húsnæðislán, þar eð tilfellin fyrir dómnum voru bílalán.

Afneitunin er yndisleg og bankastjóri Landsbankans (enn einn gráhærði gaurinn sem dreginn er í stjórn bankanna) sagði að allt allt væri í gúddí.

Sumir er enn í afeitun. Arion, Landsninn og sjálfsagt freiri.

Þeirra samningar um lán til íbúðakaupa eru jafn ólöglegir. málið snýst ekki um hvort var lánað fyrir bíl, íbúð eða reiðhjóli. málið snýst um að veitt voru lán, greidd í krónum, en verðtryggð í erlendum mytum.

Einfalt lán gæti hafa verið veit á eftirfarandi veg.

Lán að upphæð X Evra greitt út í krónum. (þar eð engrar evrur skiptu um hendur er um lán í íslenskum krónum að ræða)

Lánið vaxtað með Libor Vöxtum Evru (plús álagi bankans). Gengistengt

Nú hefur gengistryggingin verið dæmd ólögmæt.

Þá standa eftir önnur atriði samningins. Upprunalegur höfuðstóll og áreiknaðir Libor vextir Evru. Þeim skilmálum verður ekki breytt. Breyti Alþingi þeim einhliða, afturvirkt, gerir Alþingi sig segt um eignaupptöku. 

Því þarf að reikna lánið frá upphafi, í krónum og Libor vöxtum Evra. Simple as that. allt stendur nema hinn ólöglegi þáttur. Gengistryggingin.

Tek það fram að ég hef engin gjaldeyrislán, en finnst að þeir sem hafa verið terrorisaðir fái sitt til baka. þeir sem þegar hafa tekið líf sitt af áhyggjum munu ekki fá neitt.

 

Loksins er eitthvert ljós til handa fólki gegn afætunum.


Fúll fretur

Í vikunni hleypti gapuxinn í félagsmálaráðuneytinu af fúlum fret, þegar hann lýsti yfir að frysta þyrfti laun opinberra starfsmanna í fimm ár. Kallar svo eftir þjóðarsátt um það (!)

Kaupmáttur almennings hefur hrapað á tveimur árum. Fyrst með stöðutöku bankanna gegn krónunni fyrri hluta ársins 2008, sem lækkaði gengi krónunnar og þar með hækkaði verð á innfluttum vörum. Síðan með launalækkunum á vinnumarkaði, eftir hrun. Síðan með skattablæti Joðs, sem lítið virðist skila öðru en minnkandi neyslu og varla svo mikilli tekjuaukningu ríkisins í ljósi þess. Stalínhagfræðin á útopnu þegar fólk horfir ekki á heildarmyndina.

Gapuxinn vill frysta laun opinberra starfsmanna í fimm ár.

Gefum okkur að svo yrði og að kaupmáttur starfsmanna í einkageiranum batnaði á næsta eða þarnæsta ári. Jafn vel árið þar á eftir. Þá sætu opinberir starfsmenn eftir í frosti.

Er þetta skjaldborgin? 

Þessar hugleiðingar gapuxans ætti að setja á safn, sem viðvörun fyrir kjósendur framtíðarinnar.

Hér þarf að efla hagkerfið og auka veltu. Það gerist ekki með skattahækkunum eða öðru sem dregur úr kaupmætti og neyslu. Þau mistök voru gerð að lækka skatta meðan allt var í gúddí og menn hefðu frekar átt að safna í sjóði til mögru áranna. Í góðæri ætti ekki að lækka skatta, en lækka þá í hallæri, að því gefnu að menn hafi safnað sér í sjóði. Nú eru mögru árin og engir sjóðir, heldur er almenningur skattpíndur út í hið óendanlega. Sem skilar sér í enn minni neyslu, sem setur fyrirtæki í vanda, sem og minni skatttekjum. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá það.

Vitanlega veit enginn neitt um hvernig ástandið verður eftir ár, hvað þá tvö. Þótt einhverjir spekingar gefi út spár sem hafa ekki sterkari grundvöll en að byggja á kaffibollaskán eða heimsókn til spákonu. Bara eldgosið í jöklinum sem útlendingar kunna ekki að nefna sýnir að ekkert er öruggt eða fyrirséð í þessum heimi. Eins gæti eitthvað jákvætt gerst þannig að dagatalið verði fært aftur til 2007.

Fólk er enn, eftir heilt ár, að bíða eftir alvöru aðgerðum. Að lama þjóðfélagið enn meira en orðið er, er ekki lausn á vandanum. Þvert á móti.

Bankarnir tóku stöðu gegn viðsemjendum sínum. Samt ganga allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar út á að vernda hagsmuni bankanna, í stað þess að standa með almenningi. Ríkisstjórnin hafði tækifæri til leiðréttinga stökkbreyttra lána, meðan ríkið átti allt gumsið.


Niðurstaðan er sú að ríkisstjórnin stendur ekki með skjólstæðingum sínum. Fólkinu í landinu. Heldur peningaliðinu. Líka Joð og félagar, sem vilja gefa sig út fyrir að standa fyrir annað.


Fleiri en gapuxinn eru að freta fúlu.

 


Njóli

Gat nú verið að besefinn úr uppsveitum myndi standa í vegi. Hví hefur þessum afdankaða njóla ekki veri komið í vegavinnu
mbl.is Jón eini ráðherrann á móti fækkun ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn, Andebys nye drive-in-bank. Svona ræna menn banka innanfrá

Rakst á þessa myndasögu, úr gömlu Andrésblaði, á Facebook.
Sorrí. Maður þarf að vera innskráður á fb til að sjá þetta þar.

Hún segir allt sem segja þarf um hvað var um að vera í bönkunum, á árunum fyrir hrun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þarf að ræða það frekar?

Björgólfs banden?


Útsvar

Í vetur hefur Ríkissjónvarpið haldið út þættinum Útsvari.

Ágætt sjónvarpsefni og sveit míns sveitarfélags, Reykjavíkur, hefur staðið sig prýðilega.

Þó velti ég stundum fyrir mér hvernig liðin séu valin. Alla vega hef ég ekki séð að haldnar séu kostningar eða annarskonar forval. Helst það séu bara einhverjir gúbbar á RÚV sem ákveði það yfir kaffibolla og vínarbrauði hverjir séu réttu þáttakendurnir.

Því velti ég fyrir mér hvort nóg sé að keppendur séu frá tilteknu sveitarfélagi til að geta kallast fulltrúar þess? þegar þeir eru kannski bara valdir úr vinahópi gúbbanna.

bara pæling.


Golfið hans Villa

Mikið er hugmynd hans gamla góða Villa um golf handa atvinnulausum stórkostleg.

Ég hef aldrei spilað golf og á hvorki Lacoste bol né köflótta peysu. En hvílík hamingja það væri fyrir atvinnulaust fólk að spila golf.

Fyrir einhverjum árum var ég án vinnu. Þáði bætur sem dugðu kannski fyrir helmingi útgjaldanna. Þá er matur ekki talinn með.

En hver þarf að borða sem fær að spila golf í boði Villa? Maður bara safnar upp sínum skuldum, klæðist köflóttum buxum og bol með sætum krókódíl og allar áhyggjur hverfa.

Vitanlega kaupir hinn atvinnulausi sér golfsett. Hva! Bara hundraðþúsunkall. Hvað er það milli vina. Hvaða atvinnulausi maður getur ekki pungað út fyrir því?

Vitanlega augljósasti kosturinn fyrir atvinnulausa að kaupa sér göngutúra fyrir formúgu berandi 30 Kg kylfusett á bakinu. Aldrei hefði mér dottið í hug að fara bara út að labba, í hverfinu. Á lame gallabuxum og einlitri peysu og með ekkert á bakinu. Aldrei.

Hvað verður um atvinnulausa þegar þessi snillingur hverfur af sviðinu?


Á að nefna fell, eða fjall?

Fellið sem myndast hefur við þetta yndislega eldgos sem bjargaði okkur úr viðjum Icesaveumræðunnar hefur verið í umræðunni og hvað það skuli heita.

Nú hefur menntamálaráðuneytið tekið af skarið og hóað saman liði til að finna nafn.

Um daginn var haft eftir einhverjum fræðingnum að eldgosið gæti jafnvel varað lengi og myndað dyngju á við Skjaldbreið. Gosið hefur nú einungis varað í rúmar tvær vikur og fellið sem nú hefur myndast gæti allt eins endað sem veglegt fjall.

All gott um það að segja að velta fyrir sér hugsanlegum nöfnum á fyrirbærið, en væri ekki réttara að bíða með nafngiftina þar til gosinu lýkur og fyrirbærið fullskapað?

Til eru fjöll sem draga nafn sitt af útlitinu, ss. Herðubreið og Keilir. Í dag er engin leið að vita hvert endanlegt útlit fellsins verður, eða hvort um myndarlegt fjall verður um að ræða.

Eigum við ekki að leyfa barninu að fæðast aður en við ákveðum endanlegt nafn á það?


Höfuðborgarskattur

„Útlit er fyrir að rukkuð verði veggjöld af vegfarendum á öllum stofnæðunum þremur frá höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna stórtæk verkefni í vegagerð. Lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir, þ.e. breikkun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar og einnig að ljúka framkvæmdum við stækkun Reykjanesbrautar, auk Vaðlaheiðarganga. Til að svo megi verða er gert ráð fyrir að taka upp veggjöldin.“

„Súperhugmynd“ segir einn bloggari og vísar síðan til þess hvernig málum er háttað í Osló.

Allt í lagi að setja veggjöld á tiltekna kafla sem hafa verið fjármagnaðir með fé ekki komnu úr ríkissjóði, eins og Hvalfjarðargöng.

Hins vegar, að fara að skattleggja höfuðborgarbúa til að standa straum af gangnagerð norður í landi, eins og Vaðlaheiðargöngum, er auðvitað út úr kú.

Er rétt að skattleggja höfuðborgarbúa til að fjármagna suðurlands- og vesturlandsvegi? 

Hverjir nýta sér helst þá vegi? Ætli það séu borgarbúar sem starfa í Hveragerði eða Borgarnesi, eða öfugt?

Ég held að fleiri Hvergerðingar og Borgnesingar starfi í borginni en borgarbúar í Hveragerði eða Borgarnesi.

Hverjir eiga þá að borga? Borgarbúar?

Þetta hlýtur annað hvort að vera aprílgabb eða hugmynd frá kattfylkingunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband